Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 212. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Myndband af yfirheyrslu Starrs yfír Clinton gert opinbert eftir helgi Demókratar saka repú- blikana um óbilgirni Repúblikanar segja almenning verða sjálfan að fá að meta hvort Clinton laug við yfirheyrslur Washington. Reuters. Reuters BARNEY Fraiik, sem situr / dómsmálanefnd Bandaríkjaþings fyrir demókrata, og repúblikaninn Henry Hyde, formaður hennar, deildu að loknum fundi nefndarinnar í gær fyrir framan blaðamenn um hvort rétt væri að gera myndbandið með yfirheyrslu Clintons opinbert. MYNDBAND af yfirheyrslu Kenn- eths Starrs, sérskipaðs saksóknara, yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta um samband þess síðarnefnda við Monicu Lewinsky verður gert opin- bert á mánudag. Akvað dómsmála- nefnd bandarísku fulltrúadeildar- innar þetta á fundi sínum í gær. Auk myndbandsins verða 2.800 síð- ur af skjölum er tengjast rannsókn Starrs gerðar opinberar, en þó hef- ur verið ákveðið að birta ekki allt sem fram kemur í skjölunum, þar sem um of viðkvæmar upplýsingar sé að ræða. Gagnrýndi Barry Toiv, talsmaður Hvíta hússins, þá ákvörð- un að leyfa birtingu myndbandsins og gagnanna. „Það var von okkar að sanngirni yrði gætt í þessu máli en sú er því miður ekki raunin.“ Dómsmálanefndin klofnaði í af- stöðu sinni eftir flokksskírteinum manna og sagði Barney Frank, einn fulltrúa demókrata í nefndinni, að eini tilgangur repúblikana með birt- ingu gagnanna væri sá að niður- lægja Clinton opinberlega. Lögðust demókratar, sem eru í minnihluta í nefndinni, mjög gegn því að mynd- bandið yrði gert opinbert en hermt er að á því megi sjá Clinton missa stjórn á skapi sínu 1 yfirheyrslunni 17. ágúst síðastliðinn þegar hann svaraði afar nærgöngulum spurn- ingum Starrs um samband sitt við Lewinsky. „Ef þú heldur að ná- kvæmar kynlífslýsingar hafí verið í skýrslu Starrs í síðustu viku þá skaltu bíða spenntur því myndband- ið er enn klúrara," sagði Abbe Lowell, fulltrúi demókrata. Repúblikaninn Henry Hyde, for- seti dómsmálanefndarinnar, sagði hins vegar að samstaða flokka um næstu skref í málinu, sem rætt var um í upphafi, þýddi ekki einfaldlega að repúblikanar ættu að láta undan kröfum demókrata. Segja repúblikanar að almenningur verði sjálfur að fá að meta hvort Clinton hafí framið meinsæri. „Forsetinn sjálfur gerði birtingu þessara gagna nauðsynlega með framferði sínu,“ sagði repúblikaninn Bob Barr. Dómsmálanefndarinnar bíður nú það verk að ákveða hvort leggja eigi til við þingið hvort höfða eigi mál gegn Clinton til embættismissis og sögðu heimildir innan Repúblikana- flokksins í gær að nefndin kæmi sennilega saman snemma í október til að kveða upp úrskurð sinn. Óttast að kosningabaráttan verði á sömu nótum Formenn fjáröflunarnefnda Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins urðu sam- mála um það í gær að frambjóðend- ur í væntanlegum þingkosningum myndu ekki hljóta fjárstuðning úr opinberum sjóðum tækju þeir upp á því að ráðast að persónu andstæð- ings síns og einkalífi. Ottast margir að í kjölfar uppljóstrana um kynlíf Clintons og ævafomt framhjáhald Henrys Hydes verði komandi kosn- ingabarátta „geislavirkur úrgangur rógburðar, kjaftasagna, dylgna og ódýrra predikana um vandamál annars fólks“. Myndbandið af yfirheyrslu Chnt- ons verður gert opinbert klukkan 13 á mánudag að íslenskum tíma og hafa fulltrúar stærstu sjónvarps- stöðvanna í Bandaríkjunum til- kynnt að þau muni sýna í það minnsta hápunkta myndbandsins af yfirheyrslu Clintons, en það er fjór- ir og hálfur tími að lengd. Svo virð- ist þó sem almenningur hafi lítinn áhuga því skoðanakönnun sem CNN birti í gær sýndi að 67% að- spurðra voru mótfallin birtingu myndbandsins en einungis 28% voru því hlynnt. Jafnframt lýstu 63% sig ánægð með frammistöðu forsetans í starfi. ■ Hart deilt/24 Svíþjöð Oákveðnir kjósendur gætu ráðið úrslitum Stokkhólmi. Morgunblaðið. AFSTAÐA almennings til leið- toga Jafnaðarmannaflokksins og Hægriflokksins hefur breyst undanfarið samkvæmt könnun- um. Carl Bildt, formaður Hægriflokksins, hefur haft meira fylgi sem forsætisráð- herra, en nú hefur Göran Pers- son forsætisráðherra, leiðtogi jafnaðarmanna, skotið honum ref fyrir rass. Samkvæmt könn- un sem sænsk blöð birtu í gær kjósa 43% Persson sem forsæt- isráðherra en 41% kýs Bildt. Einnig álíta 52% kjósenda jafn- aðarmenn hæfari til að leysa eftiahagsvanda Svía en 38% treysta hægristjórn betur til þess. Til hliðar við þessar grófu línur sýna kannanir að tíu pró- sent kjósenda eru enn óákveð- in og ákveða sig nú síðustu dagana fyrir kjördag eða jafn- vel á morgun, sjálfan kjördag- inn. Skoðanakönnun sem birt var seint í gærkvöld sýndi að flokkur Persons myndi hljóta 36,8%, vinstri menn 11,8 og Græningjar 4,7% en þeir eru líklegir samstarfsflokkar jafn- aðarmanna. Sögðu frétta- skýrendur því líklegt að Pers- son yrði áfram í embætti for- sætisráðherra en flokkur Bildts fékk einungis 24,8%, frjálslyndir 4,9%, kristilegir demókratar 10,1% og Mið- flokkurinn 4,8%. ■ Efnagsbati/24 Reuters EINN stuðningsmanna flokks Berishas baðar sig í þjóðfána Albaníu á mótmælafundi stjórnarandstæðinga í Tirana í gær. Kohl dregur á Schröder Bonn. Reuters. Prímakov gengur illa að skipa stjórn Ryshkov hafnar ráðherrastóli Moskvu. Reuters. The Daily Telegraph. Berisha sviptur þinghelgi Tirana. Reuters. MIKILL meirihluti albanska þings- ins greiddi því atkvæði í gær að svipta Sali Berisha, fyrrverandi for- seta og leiðtoga Lýðræðisflokksins, þinghelgi. Þá er eldcert því til fyrir- stöðu að stjórnvöld geti sótt hann til saka fyrir valdaránstilraun en Ar- ben Rakipi yfirsaksóknari sagði í gær að ekki yrði flanað að neinu og málið yrði rannsakað til hlítar. Fatos Nano forsætisráðherra hef- ur sakað Berisha um að gera tilraun til valdaráns síðastliðinn mánudag en mikil mótmæli hafa verið í Alban- íu í vikunni vegna morðs á Azem Hajdari, einum leiðtoga Lýðræðis- flokksins. Þoni viðstaddra þingmanna, eða 108 af 113, greiddi því atkvæði að svipta Berisha þinghelgi. 155 sæti eru á albanska þinginu en þingmenn Lýðræðisflokksins mættu ekki til fundar í mótmælaskyni við stjórn Fatos Nanos. Saii Berisha var í fararbroddi frið- samlegrar mótmælagöngu um þrjú þúsund Albana í miðborg Tirana í gær. Fólk bar spjöld, sem m.a. báru áritunina: Fatos Nano, forsætisráð- herra - skipuleggur pólitísk morð. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- iands, saxar enn á forskot Gerhards Schröders, kanslaraefnis jafnaðar- manna, ef marka má skoðanakönnun á fyigi kristilegra demókrata og jafn- aðarmanna sem birt er í dag í Die Welt vegna þingkosninganna sem fara fram annan sunnudag. Hefur SPD, flokkur Schröders, nú 41% fylgi sem er einungis tveimur pró- sentustigum meira en CSU, flokkur Kohls, sem hefur 39%. í könnun Dimap fyrir Bild, sem einnig er birt í dag, hefur Schröder 40,5% og Kohl 38%. Græningjar, sem hyggja á stjórnarsamstarf við SPD, hafa þar 6,5% en samstarfsflokkur Kohls, frjálslyndir demókratar, 5,5%. ■ Bitist um/28 JEVGENÍ Prímakov, nýskipuðum forsætisráðherra Rússlands, tókst í gær að bæta einum ráðherra í ríkis- stjórn sína en fékk jafnframt afsvar frá öðrum, sem talsverðar vonir höfðu verið bundnar við. Rúm vika er nú liðin frá því að dúman sam- þykkti skipun Prímakovs en honum hefur enn ekki tekist að fylla alla ráðherrastólana. Gengi rúblunnar féll enn í gær eftir að rússneski seðlabankinn tilkynnti að hafin yrði seðlaprentun til að greiða niður rík- isskuldir og koma illa stöddum bönk- um til aðstoðar. Vadim Gustov, héraðsstjóri í Leníngrad, var í gær tilnefndur fyi-sti aðstoðarforsætisráðherra og mun hann m.a. fara með málefni byggingariðnaðarins, æskulýðs, hér- aða og þjóðarbrota. Hins vegar af- þakkaði Vladimír Ryzhkov, varafor- seti þingsins, ráðherraembætti. Rys- hkov, sem er 32 ára, hefur verið áberandi í rússneskum stjórnmálum og var einn af stofnendum „Heimili vort er Rússland", sem Viktor Tsjernómyrdín fer fyrir. Ryshkov bar við reynsluleysi er hann kvaðst ekki myndu setjast á ráðherrastól. „Ég get ekki og vil ekki taka ákvarð- anir sem kunna síðar að verða mér til skammar," sagði hann. „Þegar við stöndum frammi fyrir skelfilegu hruni félagslega kerfisins væri það ævintýramennska af minni hálfu að taka við þessu embætti þar sem ég hef aldrei startáð á þessum vett- vangi.“ Óttast að upp úr sjóði Ástandið í efnahagsmálum hefur ýtt mjög undir ólgu í landinu og hef- ur óttinn við að upp úr sjóði aukist. Á fimmtudag fyiirskipaði Borís Jeltsín Rússlandsforseti Stephan Stephasín innanríkisráðherra að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir mótmælaaðgerðir og átök hinn 7. október nk. en þá hafa verkalýðs- félög og kommúnistar boðað til alls- herjai-vinnustöðvunar. Hafa m.a. verið boðuð mótmæli við herstöðvar og samgönguæðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.