Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 2 7 ERLENT Swissair-þotan hefur splundrast í smábita SÉRFRÆÐINGAR kanadíska flotans sem vinna að þvf að ná upp braki MD-11 þotu Swissair sem fórst undan Nova Scotia 2. september sl., segja að engin stór stykki sé að finna úr henni og því verði ekki hægt að púsla brakinu saman í þágu rannsókn- ar á orsökum slyssins. Ekki hafi fundist nein stór stykki úr skrokknum, hið stærsta sé á við snókerborð. Vic Gerden, sem stjórnar slysarannsókninni fyrir hönd samgönguöryggisnefndar Kanada (CTSB), staðfesti í dag, að björgunarmenn telji engin stór stykki að finna á hafsbotni. Hann staðfesti einnig, að rann- sóknarmenn teldu sig ekki geta komist að orsökum slyssins með því einu að rannsaka flug- og hljóðrita þotunnar. Starfsemi þeirra beggja stöðvaðist sex mínútum áður en þotan fórst. Gerden sagði afar gagnlegar upplýsingar koma fram á báðum ritunum, en sagði að ástæðu þess hvers vegna sljórnklefi þotunn- ar fylltist af reyk væri fremur að finna í rafbúnaði þotunnar sem kafarar freistuðu að finna. Tveir af þremur hreyflum þot- unnar hafa fundist á hafsbotni og er vonast til að í þeim sé að finna viðbótarupplýsingar er varpað geti ljósi á orsakir þess að þotan fórst með 229 manns. Talebanar í Afganist- an vilja milligöngu SÞ Kabúl, Teheran. Reuters. LEIÐTOGI Talebana í Afganistan, Mohammad Omar, sagði í gær, að deilan milli Afgana og Irana yrði ekki leyst með vopnaskaki og hvatti Sameinuðu þjóðirnar til að miðla málum. Tugir þúsunda manna gengu í gær um götur Teherans, höfuðborgar írans, og fordæmdu Talebana en þeir saka aftur írönsk stjórnvöld um að hafa tekið 56 Afgana af lífl. Talsmaður Omars sagði, að deil- an yrði ekki leyst nema með milli- göngu Sameinuðu þjóðanna, sem einnig yi-ðu að ræða íhlutun Irana í afgönsk innanríkismál. Sagði hann, að erlend ríki hefðu gerst sek um tvöfalt siðgæði með því að fordæma dauða íranskra sendimanna í Afganistan en látið óátalið þegar af- ganskar sveitir, sem njóta stuðn- ings írana, hefðu myrt 2.000 her- Iranir með miklar heræfingar við landamærin menn Talebana á síðasta ári. Þá sagði útvarpsstöð Talebana, að ír- anir hefðu myi-t 56 Afgana í Iran og handtekið fjölda flóttamanna. Afhenda fimm íranir Sartaj Aziz, utanríkisráðherra Pakistans, ræddi í gær við Hassan Habibi, fyrsta varaforseta írans, og lét í ljós von um, að íranir og Afganar gætu leyst deiluna frið- samlega. Vísaði hann jafnframt á bug ásökunum um, að Pakistanar styddu Talebana með ráðum og dáð. Þá tilkynnti hann, að Afganar ætl- uðu að láta lausa fimm íranska borgara í von um, að það gæti orðið til að lægja öldumar nokkuð. Tugþúsundir manna fylgdu í gær írönsku sendimönnunum, sem voru drepnir í Afganistan, til grafar í Teheran og var þess krafist, að Ta- lebanar yrðu látnir gjalda dauða þeirra. Var einnig hvatt til þess, að afgönskum flóttamönnum, sem vildu berjast gegn Talebanastjórn- inni, yrðu fengin vopn en þeir eru alls um milljón talsins í Iran. 270.000 manna herlið Iranir eru með mikinn viðbúnað við afgönsku landamærin og eiga um 270.000 hermenn að vera þar við heræfingar um helgina. Talebanar segjast vera með 6.000 hermenn til varnar og hafa hótað að ráðast á íranskar borgir ráðist íranir inn í Afganistan. 19 myrtir í Mexíkó MEXÍKANSKIR hermenn stóðu í gær vörð á vett- vangi afar óhugnanlegs fjöldamorðs á búgarði í E1 Sauzal, um hundrað kílómetra norður af En- senada sem er skammt frá bandarísku landamær- unum. Reuters Myrtu óþekktir árásarmenn að minnsta kosti 19 manns, þar af átta börn, í fyrradag. Var fólkið, þrjár íjölskyldur, dregið fram úr rúmum sínum og skotið en yfirvöld telja morðin tengjast eiturlyfj- um og átökum glæpagengja. Aznar snýr heim vegna vopnahlés Málamiðlun hugsanleg standi ETA við orð sín Madríd. Reuters. JOSE Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, batt í gær enda á op- inbera heimsókn sína til Perú vegna vopnahlésyfirlýsingar ETA-skæru- liða. Hann hvatti hreyfinguna til að standa við orð sín, og sagði að stjórn- völd væru reiðubúin að gefa eftir í einstökum atriðum ef ETA myndi í raun láta af ofbeldisverkum. Innanríkisráðherra Spánar, Jaime Mayor Oreja, sagði í gær að stjórn- völd myndu ekki draga úr aðgerðum tii að hafa uppi á meðlimum ETA- skæruliðahreyfingarinnar, sem grun- aðir væru um morð, og að þeir yrðu leiddir fyrir rétt ef til þeirra næðist, þrátt fyrir vopnahlésyfirlýsinguna. Oreja sagðist hafa áhyggjur af því að vopnahléið væri hugsanlega ekk- ert annað en brella til að ETA fengi tækifæri til að safna liði á ný, en tug- ir meðlima hreyfingarinnar hafa ver- ið handteknir á undanfórnum mán- -uðum. Stjórnmálaskýrendur telja að vopnahlésyfu-lýsingin bendi til þess að hreyfingin sé orðin afar einangr- uð, og hafa leitt getum að því að virkir félagar séu nú ekki fleiri en fimmtíu. Vopnahlésyfirlýsingunni hefur al- mennt verið tekið með varúð, en stjórnmálaleiðtogar í Baskalandi hafa fagnað henni eindregið. ETA- skæruliðar hafa tvisvar áður lýst yfir tímabundnu vopnahléi, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir segja það varan- legt. Hreyfingin stendur enn við kröfu sína um sjálfstæði Baskalands, og hefur lýst því yfir að hún muni ekki afhenda vopn sín, en það er eitt meginskilyrðið sem stjórnvöld hafa sett í friðarviðræðum. Fæðingar í Bretlandi Heim eftir sex klukku- stundir London. The Daily Telegraph. BRESKUM konum, sem eiga von á sér, hefur verið tilkynnt, að hugsan- lega verði þær sendar heim af fæð- ingardeildinni sex klukkustundum eftir barnsburð séu þær færar um það. Er ástæðan mikil mannekla á sjúkrahúsunum. Það er ekki síst skortur á ljós- mæðrum, sem vandanum veldur, og sums staðar er til dæmis ekki unnt að ábyrgjast, að orðið verði við ósk- um kvenna um keisaraskurð. Nýlega sögðu margar ljósmæður upp störf- um á sjúkrahúsinu og það hefur lít- inn árangur borið að auglýsa eftir öðrum. Vegna þess varð að loka ein- um fæðingargangi. Við sjúkrahúsið störfuðu áður 80 ljósmæður en 19 þeirra sögðu upp af ýmsum ástæðum, sem ekki tengdust neinni launadeiiu. I Bretlandi öllu eru skráðar 32.803 ljósmæður, 2.500 færri en 1995, og hafa ekki verið færri í áratug. Engin hætta er talin á ferðum þótt kona sé send heim sex klukkustund- um eftir barnsburð ef hún og barnið eru hraust en þetta ástand hefur samt skotið verðandi mæðrum mik- inn skelk í bringu. Trévörur frá Walnut Hollow og Provo Craft. OpnonailíBii: 10-18 mánud. (il miðvibud. 10-22 fimmiudaða, * 10-18:30 fösfudaga, 10-16 laugardaga og x 13-16 sunnudaga. Urval af % * akrýlmálningu, glermálningu, stenslum og 4 stenslalitum JÉ frá Plaid 02 Delta. Tilbúnir hlutir til taumálunar frá Bagworks Utsögunarblöð frá Darrow. Lanýholtsveýi 111 Sími 568 6500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.