Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 58
4 58 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR á sambandsþingi KFUM og KFUK í félagsheimilinu Sunnuhlíð á Akureyri. Sambandsþing KFUM og KFUK á íslandi LANDSSAMBAND KFUM og KFUK hélt sambandsþing á Akur- eyri laugardaginn 5. september síð- astliðinn og sóttu það 32 fulltrúar frá aðildarfélögum og stai-fsstöðvum landssambandsins á Akranesi, Akureyri, í Hafnarfirði, Keflavík, Reykjavík og Vestmannaeyjum. „Fyi'ir utan venjuleg þingstörf þar sem meðal annars var farið yfir skýrslur aðildarfélaga, reikninga og fjárhagsáætlun, var aðalumræðuefni þingsins þjálfun leiðtoga í starfi KFUM og KFUK. Nefnd sem sett var á laggirnar á síðasta sambands- þingi skilaði niðurstöðum sínum og setti fram hugmyndir um hvernig haldið yrði áfram að þróa góða og markvissa leiðtogafræðslu á vegum NÝLEGA var haldin alþjóðleg frí- merkjasýning í Portúgal. Meðal 436 sýnenda á þessari alþjóðasýningu voru þrír Islendingar. Það voru þeir Indriði Pálsson, sem sýndi safn sitt „Islensk póst- þjónusta 1836-1902“ og hlaut fyrir það gullverðlaun, það voru 93 punktar og sérverðlaun. Annar að- ilinn var Hjalti Jóhannesson, sem sýndi safn sitt „íslenskir póst- stimplar af Antiqua- og Lapidar- gerð“. Hlaut hann gyllt silfur íyrir safn sitt, eða 80 punkta. Hinn þriðji var svo í unglingadeild, Guðni Fr. Árnason, sem hlaut 75 punkta og viðurkenningu ásamt stórum silfur- verðlaunum fjrir safn sitt um land- könnun, en það nefnist; „Kristófer Kólumbus og fundur Ameríku". Sýning þessi var haldin dagana 4.-13. september í Lissabon, í Menningarmiðstöðinni Belém, sem er eins konar Gerðuberg þeirra. Sýningin var sérstaklega helguð landafundum og sjóleiðinni til Ind- ía, sem Vasco da Gama fann. Þarna var um að ræða sýningu á stóru svæði í höllinni. Þar á meðal voru Getraun og leik- tæki á Miðbakka Á MIÐBAKKA, Reykjavíkurhöfn, verður í gangi um helgina skemmti- leg getraun-Finna á nafn á sjávar- búum sem lýst er í stuttum texta og með útlínumynd í sýningarrömm- um. Verðlaun eru í boði fyrir rétt svör. Að venju eru til sýnis þörung- ar og botndýr sem lifa í Höfninni. Hægt er að nálgast nokkur þeirra í grunnum bakka. Þá eru þar leiktæki sem hægt er að nota til að líkja eftir hreyfingum ákveðinna botndýra Hafnarinnar. Árabátur á hlunnum og eimreiðin sem flutti efni til hafnargerðar ofan úr Öskjuhlíð 1913 til 17 er til afnota til að leika hlutverk þeirra sem unnu með þessum tækjum á árum áður. félaganna. Var góður rómur gerður að skýrslunni og þátttakendur á þinginu sammála um mikilvægi þess að hafa vel þjálfaða leiðtoga í starf- inu. Á þinginu var fulltrúum lands- sambandsins einnig kynnt íyrirhug- uð afmælisdagskrá félagsstarfsins, en á þessum starfsvetri eiga KFUM og KFUK aldarafmæli. Afmælisins verður minnst í barna- og æskulýðs- starfi félaganna í vetur með ýmsum uppákomum. Sérstakur söguratleik- ur verður í öllum deildum, boðið verður upp á heimsókn í aðalstöðvar KFUM og KFUK þar sem herbergi sr. Friðriks Friðrikssonar verður meðal annars heimsótt, en hápunkt- ur afmælishaldsins verður hátíð í 43 póstmálastofnanir frá jafnmörg- um löndum og 42 kaupmenn á fjög- ur þúsund fermetra svæði. Sýnendur voru 436 Sýnendurnir voru 436 og sýndu í 1.798 römmum. Þá var sérstök dag- skrá fyrir ungt fólk þar sem meðal annars var keppt um að teikna frí- merki. Þá var „Geimurinn og unga fólkið", eitt af þemum sýningarinn- ar, tölvuprógrömm og forrit sér- staklega fyrir ungt fólk. Sýningin hafði sérstaka heimasíðu á alnetinu í þrem hlutum, ctt.pt, filatelia og novid. Þá voru haldnir ýmsir fundir meðan á sýningunni stóð, meðal annars um tegundasöfnun. Einnig héldu blaðamannasamtök þeirra er skrifa um frímerki og frímerkja- fræði fund sinn og líka „Evrópu akademían um nám í frímerkja- og póstsögulegum fræðum". Ekki dró úr aðsókninni að hægt var að sameina ferðina heimsókn á síðustu heimssýningu aldarinnar, „EXPO/98", þar sem 135 þjóðir sýndu. Gönguferð um gömlu höfnina HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir stuttri gönguferð í dag, laugardag, til að minna á hvernig talið er að hafi verið um- horfs á hafnarsvæði Gömlu hafnar- innar á árum áður. Farið verður frá Hafnarhúsinu austanverðu kl. 14. Gengið upp „Gömlu Grófina" og „Sjávargötu Ingólfs" framhjá „Ingólfsnausti" upp í Víkurgarð þaðan til baka „Hovedgaden" og gegnum „Bryggjuhúsið“ út á „Bólvirkið“ og „Duusbryggjuhausinn". Til baka í „Gamla bryggjuhúsið“ og ferðinni lýkur við Hafnarhúsið. Perlunni um miðjan mars, með þátt- töku allra barna- og unglinga í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK. Auk þessa verður afmælisins minnst á árshátíð félaganna 2. janúar sem er afmælisdagur KFUM, með hátíð- arguðsþjónustu í Dómkirkjunni 3. janúar og með hátíðarsamkomu hinn 29. apríl á afmælisdegi KFUK. Sambandsþingi KFUM og KFUK lauk með helgistund í Glerárkirkju sem var í umsjá sr. Gunnlaugs Garð- arssonar. Var Akureyringum þökk- uð frábær gestrisni og góður undir- búningur íyi'ir þingið, en þess má geta að fulltrúi Ákureyringa í stjórn Landssambandsins er Jón Oddgeir Guðmundsson," segir í fréttatil- kynningu frá KFUM og KFUK. Stærsta kornskurðarvél landsins MEÐ aukinni kornrækt á íslandi bætist stöðugt í vélaflota kornrækt- arbænda. Nýlega fluttu Vélar og þjónusta hf. inn til landsins stærstu og afkastamestu kornskurðarvél sem komið hefur til Islands. Þreskir ehf., sem er hópur bænda í Skagafirði og Húnavatns- sýslu, kaupir vélina en kornrækt er vaxandi búgrein á því landsvæði sem og annars staðar á landinu. Þreskivélin er af CASE IH521 gerð, framleidd í Þýskalandi. Sk- urðarborðið er 4,8 m breitt og þeg- ar flytja á vélina á milli staða þarf að setja sláttuborðið á sérstakan vagn. Vélin er knúin 150 hestafla sex strokka díselvél og það tekur vélina aðeins tvær mínútur að tæma korntankinn, sem er 5.000 lítrar að rúmmáli. CASE verksmiðjurnar eru einn af stærstu framleiðendum heimsins á kornþreskivélum. Vélarnar eru framleiddar í mörgum stærðum og er CASE IH 521 vélin sú minnsta sem þeir framleiða þó hún þyki stór á íslandi. Kjördæmisráð Alþýðu- flokksins í Reykjanes- kjördæmi Ganga til viðræðna um framboðsmál KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðyflokksins í Reykjaneskjördæmi hélt aðalfund sinn miðvikudaginn 16. sept. og var þar samþykkt að fela stjórn þess að ganga þegar til formlegra viðræðna við fulltrúa Alþýðubandalags og Kvennalista um skipan framboðs- lista og önnur mál er varða samstarf þessara flokka fyrh' næstu alþingis- kosningar. Á fundinum kynnti formaður Al- þýðuflokksins nýframkomna mála- efnaskrá flokkanna. Eftirfai'andi ályktun var samþykkt einróma: „Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi fagnar sameig- inlegum tillögum að málefnaskrá sem fram voru lagðar í dag. Þær eru áfangi að kröftugu og samstæðu ffamboði þessara flokka í komandi alþingiskosningum og verða grunnur að kosningastefnuskrá þess. Kjördæmisráðið styður sameigin- legt framboð flokkanna og lítur á það sem rökrétt og jákvætt framhald á samstarfinu í síðustu sveitarstjórn- arkosningum. Kjördæmisráð Alþýðuflokksins gengur bjartsýnt til þeirrar vinnu sem bíður flokkanna á vettvangi kjördæmisins og telur brýnt að und- irbúningur að skipun framboðslista hefjist sem fyrst. Samstaða á grundvelli jafnaðar- stefnu, félagshyggju og kvenfrelsis er góður grunnur að kröftugri kosn- ingabaráttu. Hér í Reykjaneskjör- dæmi er í burðarliðnum samhent liðssveit sem stefnir ótrauð að góðum sigri í kosningunum á vori komanda." ■ BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjarg- ar og Slysavamafélags Islands ásamt Hjálparsveit skáta í Reykjavík halda námskeið í notkun áttavita og landakorta mánudags- og þriðjudags- kvöldið 21.-22. september. Þar verða kennd gnmnatriði rötunar og byggist námskeiðið upp á bæði bóklregri kennslu svo og verklegri æfingu. Hjálparsveit skáta í Reykjavík hefur haldið slík námskeið í meira en 3 ára- tugi. Að þessu sinni er námskeiðið eins og áður segir haldið í samvinnu við Björgunarskóla Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands sem einnig hefúr áratuga reynslu af námskeiðs- haldi tengdu ferðamennsku og björg- unarstörfum. Námskeið þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á útivist og vilja auka öryggi sitt við ferðalög í óbyggð- um. Allar upplýsingar og skráningu á námskeiðið má nálgast hjá Björgun- arskólanum. LEIÐRÉTT MS-könnun gerð á landinu öllu í VIÐTALI við Margi'éti Sigurðar- dóttur á bls. 8 í gær var sagt frá könnun sem Valgerður Magnúsdótt- ir, sálfræðingur á Akureyri, gerði á aðlögun fólks að MS-sjúkdómnum. Tekið skal fram að könnunin var gerð meðal sjúklinga á öllu landinu. Opið hús hjá BM Vallá í dag BM VALLÁ efnir til haustsýningar fyrir alla þá sem eru að velta fyrir sér framkvæmdum við hús eða garð í dag, sunnudaginn 20. september. Boðið verður upp á sýnikennslu, ráðgjöf og ókeypis hugmyndabæk- linga. Mikil áhersla hefur verið lögð á öfluga vöruþróun hjá BM Vallá í öll- um deildum fyrh-tækisins, segir í fréttatilkynningu og verða eftirfar- andi nýjungar hjá BM Vallá kynnt- ar sérstaklega á haustsýningunni: Óðalsgötusteinn er hannaður sér- staklega fyrir steinlagðar götur sem eiga að þola mikla umferð. I steinin- um sjálfum er innbyggð læsing sem virkar á láretta og lóðrétta krafta og tryggir stöðugleika lagnarinnar. Sorptunnuskýli - kerfi for- steyptra eininga hannað af Ómari Sigurbergssyni, húsgagna- og inn- anhússarkitekt sem hentar fyrir all- ar gerðir sorptunna. Antik-steinflísar. Ný gerð stein- flísa sem byggð er á fyrirmyndum frá Bretlandi. Sýnd verður notkun á antik-steinflísum með öðrum vörum frá BM Vallá. Steypubíll með færibandi. BM Vallá hefur fest kaup á nýjustu gerð af færibandi sem er hagkvæm lausn við margvísleg verkefni og flýtir fyi-ir losun steypunnar. Filegran-loftaplötur sem stytta byggingartíma og lækkar kostnað. Plöturnar eru sérframleiddar í mjög nákvæmum mótum. Auk þess munu sérfræðingar BM Vallá kynna notkun á þakskífum, milliveggjaeiningum og steinklæðn- ingum. Gestir geta nýtt sér ráðgjöf Þuríðar Rögnu Stefánsdóttur lands- lagsarkitekts á haustsýningunni. Einnig verður tekið við tímapöntun- um í ókeypis ráðgjöf hjá Þuríði. Heitt verður á könnunni og eru allir velkomnir. Opið verður frá kl. 13-17. Aðalfundur Hollvinafélags lagadeildar HI AÐALFUNDUR Hollvinafélags lagadeildar Háskóla Islands verður haldinn þriðjudaginn 22. september næstkomandi í stofu 201 í Lögbergi og hefst kl. 17. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf og Önnur mál. Að loknum aðalfundi mun forseti lagadeildai', Jónatan Þórmundsson prófessor, halda erindi er nefnist „Laga- kennsla á tímamótum“. Formaður Hollvinafélags lagadeildar HÍ er Birgir ísleifur Gunnarsson. Aðrir í stjóm eru Þórunn Guðmundsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir, Jónas Þór Guðmundsson og Garðar Gíslason. Allir félagai' í Hollvinafélagi lagadeildar era hvattir til að mæta á fundinn og þar er einnig hægt að ganga í Hollvinafélagið. Fyrirlestur um hómópatíu ALMENNUR fyrirlestur um hómópatíu verður haldinn föstudag- inn 25. september kl. 20 í Bolholti 6 í sal Lífsýnar. Hómópatía er nátt- úruleg lækningaaðferð. Fyrirlesari er Ian Watson, sem er einn af stofnendum og kennai'i við The Lakeland College, Englandi. Hann hefur stundað heildrænar lækningar í 18 ár, m.a. hómópatíu og jurtalækningar og notað aðrar orkuaukandi aðferðir. Ian hefur starfað með fremstu núlifandi hómópötum í nýjum stefnumótandi og klassískum að- ferðum, þar á meðal Robin Murphy og Jeremy Sherr, segir í fréttatil- kynningu. Ian Watson er höfundur „Á Guide to the Methodologies of Homeopathy" og hefur haldið fjöldamarga fyrirlestra og nám- skeið í Englandi, Bandaríkjunum og víðar. Ian mun svara öllum fyrir- spurnum um hvaða möguleika hómópatía gefur til betri heilsu. Þrír frímerkjasafnarar fá alþjóðleg verðlaun Morgunblaðið/Jón Svavarsson BALDUR Þorsteinsson, Sverrir Geirmundsson og Bergur Ketilsson við kornskurðarvélina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.