Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 44
* 44 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR FANNEY JÓNSDÓTTIR + Sigríður Fann- ey Jónsdóttir var fædd á Strönd á Völlum 8. febrúar 1894. Hún lést á hjúkrunardeild heilsugæslustöðvar- innar á Egilsstöðum 14. september síðas- tliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson, bóndi á Strönd í Valla- hreppi og víðar, f. 22. júlí 1865, d. 2. nóv. 1952, og kona hans Ingunn Pét- ursdóttir frá Skildinganesi, f. 1. okt. 1868, d. 26. júlí 1921. Fann- ey átti einn bróður, Snælund, sem dó innan við fermingarald- ur. Hinn 12. júlí 1921 giftist Fanney Sveini Jónssyni bónda á Egilsstöðum, f. 8. jan. 1893, d. 26. júlí 1981. Þau bjuggu stór- búi á Egilsstöðum auk þess að reka þar gisti- og veitingahús. Börn þeirra Fanneyjar og Sveins eru: a) Ásdís, húsmæðra- kennari og hótelstjóri, f. 15. apr. 1922, d. 15. ágúst 1991. Dóttir Ásdísar er Sigríður Ing- unn bókmenntafræðingur og leikstjóri, búsett í Reykjavík og á hún eina dóttur. b) Jón Egill, bóndi á Egilsstöðum, f. 27. ágúst 1923, kvæntur Mögnu Gunnarsdóttur frá Beinárgerði á Völlum og eiga þau sex syni. Þeir eru: 1) Sveinn bygginga- verkfræðingur á Egilsstöðum, kvæntur Jóhönnu Illugadóttur og eiga þau þrjú börn. 2) Gunnar bóndi á Egilsstöð- um, kvæntur Vig- dísi M. Sveinbjörns- dóttur og eiga þau þrjú börn. 3) Egill vélaverkfræðingur í Hafnarfírði, kvænt- ur Onnu Guðnýju Eiríksdóttur og eiga þau þijú börn. 4) Þröstur raf- magnsverkfræðing- ur í Mosfellsbæ, kvæntur Maríu Ágústsdóttur og eiga þau tvö börn. 5) Róbert landbúnaðarverkamaður á Eg- ilsstöðum. 6) Björn iðnhönnuð- ur í Reykjavík. c) Ingimar, kennari á Hvanneyri f. 27. febr- úar 1928, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur frá Gestsstöðum í Norðurárdal og eiga þau fímm börn. Þau eru: 1) Sigríður Fanney cand. tech. soc. í Kaup- mannahöfn, gift Lars Christen- sen og eiga þau tvö börn. 2) Gunnar Snælund framkvæmda- stjóri í Kaupmannahöfn, kvænt- ur Anne-Mette Skovhus og eiga þau tvö börn. 3) Kristín María myndlistar- og kvikmyndagerð- arkona í Reykjavík, gift Jóhannesi Eyfjörð og eiga þau eina dóttur. 4) Ásdís kennari á Varmalandi í Borgarfírði. 5) Sveinn Óðinn vélsljóri á Egils- stöðum. Utför Fanneyjar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það eitt er víst þegar við fæðumst að fyrir okkur liggur að deyja. Þessi sannindi var maður farinn að efast um að ættu við um Sigríði Fanneyju sem náði langt inn á 105. æviárið, hress og ern fram undir það síðasta. Það er ekki einfalt að minnast konu sem hefur lifað svo langa ævi og svo margbreytilega tíma sem maður þekkir aðeins brot af, en mig lang- ar til að segja frá kynnum mínum af henni og þakka samfylgdina og allt sem hún kenndi manni með sínu fordæmi. Sigríði Fanneyju kynntist ég fyrir tuttugu árum þegar ég hóf búskap á Egilsstöðum með Gunn- ari Jónssyni sonarsyni hennar. Þá var hún komin yfir áttrætt, en myndugleikinn leyndi sér ekki. Það er mér í fersku minni þegar mér var boðið á heimili þeirra Sveins og Fanneyjar til formlegr- ar kynningar og fann svo vel and- ann sem ríkti þar. Það var reisn og virðuleiki yfir húsráðendum sem endurspeglaðist í heimilinu. Eftir því sem ég kynntist Fann- eyju gerði ég mér grein fyrir að hennar þáttur í að móta heimilið var stór og nærvera hennar fékk mann alltaf ósjálfrátt til þess að vanda sig í framkomu og við það sem maður hafði fyrir stafni. Fanney ólst upp á Fljótsdals- héraði og Seyðisfírði við fremur lítil efni. Engu að síður tók hún sig upp ung að árum til að afla sér menntunar. Hún fór í Kvennaskól- ann í Reykjavík 17 ára gömul og síðar á lýðháskóla í Voss í Noregi. Eftir það er hún í vinnu á Egils- stöðum-og trúlofast Sveini, syni Jóns Bergssonar bónda þar. Fanney lagði metnað í allt sem hún tók sér fyrir hendur. Hún vissi að fyrir henni lá að stjórna - stóru heimili og gistihúsi því sem þá þegar var rekið á Egilsstöðum. Til þess að vera sem best undir það búin fór hún á húsmæðraskóla í Vordingborg í Danmörku. Það var því vel undirbúin og menntuð ung kona sem tók við heimilis- og gistihússrekstri á Eg- ilsstöðum I árið 1921. Enda var til þess tekið af gestum og heima- fólki. Þar má segja að hún hafi ráðið ríkjum alla tíð síðan í hartnær sjö áratugi og setti sterkan svip á það samfélag sem heimili hennar og Sveins var mið- depillinn í. Hún stjórnaði ekki eingöngu heima fyrir heldur gaf sig að ýms- um félagsmálum og var iðulega kosin til forystu þar sem hún kom að málum. Hún var sterkur per- sónuleiki og fór nærvera hennar ekki framhjá neinum. Á árum áð- ur komu stundum heilar skips- hafnir í Hérað til að fara á dans- leik og gistu á Gistihúsinu. Þá gekk oft mikið á og heyrt hef ég frásagnir af því hvernig Fanney skarst þá stundum í leikinn og nærvera hennar ein gat gert róstusaman sjómann bljúgan og þægan sem fór eftir öllum hennar tilmælum. Hin rúmlega áttræða kona sem ég kynntist var farin að hægja á og gaf sér tíma til að spjalla. Hún sagði mér frá ýmsu frá fyrri tið sem manni fannst svo fjarlægt, en þetta voru viðburðir og aðstæður sem hún hafði sjálf lifað og reynt. Einhverju sinni fór hún að tala við mig um langan vinnudag hjá okk- ur yngra fólkinu sem varð til þess að ég fór að spyrja hana um henn- ar vinnudag á yngri árum. Þá komst ég að því sem mig grunaði raunar fyrir að hennar vinnudag- ur hafði verið svo miklu lengri. Það var jafnan mikið annríki á Egilsstöðum og húsfreyjan vakti yfir öllu. Hún fór fyrst á fætur og seinast að sofa og þeim sem þekktu hana á yngri árum er eft- irminnilegur sá kraftur og skörungsskapur sem einkenndi hennar framgöngu alla. Ég náði að kynnast heimili þeirra Sveins og Fanneyjar og þeim anda sem þar sveif yfir vötn- um, en þá var Ásdís dóttir þeirra tekin við rekstri gistihússins. Sveinn lést árið 1981 og Ásdís 1991. Eftir lát Ásdísar dvaldist Fanney á hjúkrunardeild sjúkra- hússins á Egilsstöðum, en það var sama hvar Fanney var, það fylgdi henni alltaf sami andblær. Það hendir oft fólk þegar aldur- inn færist yfir og maki og vinir hverfa á braut að það fyllist leiða og eftirsjá. Slíkt fann maður aldrei í fari Fanneyjar. Hún hafði þann eiginleika að sjá alltaf betur jákvæðu hliðarnar og lét hið neikvæða ekki trufla sig. Hún var sátt við sitt lífshlaup og beið síns skapadægurs æðrulaus og bíða mátti hún vissulega lengur en flestir. Þann tíma notaði hún til að fylgjast með sínum afkomendum og sýndi þeim alltaf mikla alúð. Hún las á meðan sjónin entist og þá kom maður aldrei svo til henn- ar að hún segði manni ekki ein- hverjar fréttir. Hún kunni fjölda kvæða sem hún fór oft með og sagði mér einhvern tíma að sér fyndist gott að viðhalda minninu með því að rifja þau upp. Hún hafði ánægju af að hitta sitt fólk, en tók jafnframt alltaf vara fyrir því að hún vildi ekki tefja eða trufla með amstri í kringum sig. Hún vildi fá að fylgjast með, en var alla tíð á varðbergi fyrir því að verða öðrum byrði. Börnin mín nutu öll þeirrar gæfu að kynnast langömmu sinni. Þau hafa öll setið lítil í kjöltu hennar á meðan hún raulaði við þau og eftir því sem þau eltust lærðu þau að meta samræður við hana og þá visku sem hún miðlaði þeim af langri lífsreynslu. Hjá þeim sköpuðust, eins og raunar hjá öllum hennar afkomendum, mjög sterkar og sérstakar taugar til hennar, enda var Fanney þannig persónuleiki að hún ávann sér virðingu þeirra sem kynntust henni. Það var sama hvort það voru ungir eða aldnir, enda um- gekkst hún aðra jafnan af virðingu. Við lok hinnar löngu og gift- uríku vegferðar Sigríðar Fann- eyjar þakka ég henni allt sem hún var mér og minni fjölskyldu. Blessuð sé minning hennar. Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, Egilsstöðum. „Hversu sárt sem það er, verð- ur maður alltaf að rétta úr bak- inu.“ Ég man ekki hversu gömul ég var þegar hún sagði þetta við mig, en þessi setning hefur fylgt mér æ síðan. Amma Fanney var ein stórbrotnasta manneskja sem ég hef kynnst um dagana. Ég naut þeirrar gæfu, eins og öll hennar barnabörn, að vera heimagangur á heimili þeirra afa á meðan ég ólst upp. Jafnt í ann- ríki sem á rólegum stundum var ég velkomin. Hjá þeim var barn fullgildur einstaklingur sem tók þátt í umræðum, leik og starfi. Amma Fanney var fædd fyrir lok síðustu aldar og var óþrjót- andi brunnur fróðleiks um liðna tíð, en amma var samtímakona. Alveg fram undir það síðasta fylgdist hún með því sem var að gerast í samfélaginu og hafði skoðanir á mönnum og málefnum. „Tímarnir breytast, en mennirnir ekki,“ sagði hún við mig einu sinni, „þeir eru alltaf að takast á við sömu málefni og tilfinningar, bara í breyttu umhverfi." Hver er betur í stakk búinn til að meta slíkt en einstaklingur sem hefur lifað rúm hundrað ár, og það á mestu breytingartímum sögunn- ar? Amma Fanney var greind og vel lesin, hún var trúuð, hafði góða kímnigáfu, var umhyggju- söm og stolt. Hún tókst á við mótlæti og meðbyr af æðruleysi og skynsemi. Það sópaði að henni í hverju því sem hún tók sér fyrir hendur og allir sem umgengust hana báru fölskvalausa virðingu fyrir henni. Rúm hundrað ár eru langur tími og eiginmaður hennar var fallinn frá ásamt flestum vinum og kunningjum af sömu kynslóð. Ég veit að ömmu var farið að lengja eftir að fylgja í kjölfar þeirra. Ég gleðst yfir að nú hefur hún fengið ósk sína uppfyllta, en ég sakna hennar sárt. Á seinni árum þegar ég kom austur, sat ég löngum stundum hjá henni. Við héldumst í hendur og skröfuðum í gamni og alvöru. Þessar stundir eru með þeim dýrmætustu sem ég á. Ég varðveiti þær í hjarta mínu og veit að þær munu ylja mér um ókomna tíð. Ég kveð ömmu mína þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana. Ásdís Ingimarsdóttir. Þegar mér barst andlátsfregn Sigríðar Fanneyjar Jónsdóttur, varð mér hugsað til liðinnar tíðar. Árið 1963 flutti ég til Egilsstaða ungur maður. Síðan eru liðin 35 ár. Þá bjuggu þau Sigríður Fann- ey og Sveinn Jónsson stórbúi sínu á Egilsstöðum, ásamt sonum sín- um Jóni og Ingimar og þeirra fjöl- skyldum. Ásdís dóttir þeirra var þá skólastjóri húsmæðraskólans á Hallormsstað. I kringum Fann- eyju og Svein var líf og kraftur. Það sópaði að þessum glæsilegu hjónum og þau settu svip á byggðarlagið og stóðu í eldlínu þeirrar uppbyggingar sem þá var. Þegar ég rifjaði upp þessar minn- ingar rann upp fyrir mér sú stað- reynd að á þessum árum voru þau hjónin um sjötugt, sem er sá ald- ur sem fólki nú til dags er gert að hætta að vinna. Fanney stjórnaði um langt ára- bil gistihúsi og veitingarekstri með búskapnum. Hún var í eldlín- unni í félagsmálum. Á þeim tíma sem í upphafi var nefndur var hún í forustu um byggingu á kirkjunni okkar góðu, sem hefur verið at- hvarf Egilsstaðabúa í gleði og sorg frá því hún reis. Hún beitti sér mjög í kvenfélaginu Blá- klukku sem á sér merka sögu og lét framfaramál hins ört vaxandi byggðarlags til sín taka. Ég minnist góðra stunda á heimili þeirra hjóna. Gestrisni þeirra var viðbrugðið. Sveinn var félagi í Rotaryklúbbi Héraðsbúa og ég man eftir því oftar en einu sinni að allur klúbburinn var boðinn í kvöldkaffi á afmæli hans eftir áramótin. Þar var glatt á hjalla og gott að koma. Mér er tamt að tala um Fanneyju og Svein saman, þótt Sveinn sé nú látinn fyrir mörgum árum. Mynd þeirra beggja er svo sterk fyrir hugskotssjónum mínum og sam- gróin Egilsstaðaheimilinu. Fanney er nú látin eftir að hafa náð 105 ára aldri. Þrek hennar var með fádæmum. Hún hélt reisn sinni til hinstu stundar, og ekki er nema rúmlega ár síðan að við Margrét heilsuðum henni á mannamóti sem var haldið í tilefni 50 ára afmælis sveitarfélagsins Egilsstaða, sem nú er orðið hluti af sveitarfélaginu á Austur- Héraði. Það var svo sannarlega ekki hóglífi sem gaf henni heilsu til þess að ná svo háum aldri. Það er ekki ætlunin í þessum fátæklegu línum að rekja merkt lífshlaup Sigríðar Fanneyjar Jónsdóttur. Hún er að verðleikum heiðursborgari Egilsstaðabæjar. Tilgangurinn er að færa fram þakklæti fyrir liðna tíð sem lifir í minningunum. Við hjónin mætt- um alltaf miklum hlýhug þegar fundum okkar bar saman, sem var vissulega sjaldan nú í seinni tíð. Tilgangurinn er einnig að þakka fjölskyldunni hennar fyrir allt gamalt og gott og votta henni innilega samúð okkar hjónanna. Jón Kristjánsson, Margrét Einarsdóttir. Fyrir hönd Kvenfélagsins Blá- klukku á Egilsstöðum langar mig að minnast með nokkrum orðum heiðursfélaga okkar Sigríðar Fan- eyjar Jónsdóttur, húsfreyju á Eg- ilsstöðum. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Sigríður Fanney var ein af stofnendum Kvenfélagsins Bláklukku og var formaður félagsins frá stofnun þess í febrúar 1948 og allt til árs- ins 1960. Á þessum frumbýlisár- um Egilsstaða var þörf fyrir haga hönd og hlýjan hug, og hvort tveggja hafði Sigríður Fanney í ríkum mæli, og endurspeglaðist það í störfum hennar í kvenfélag- inu, þar sem hún af skörungsskap og dugnaði var í fararbroddi félagskvenna sem beittu sér í ýmsum málum sem vörðuðu upp- byggingu hins unga bæjarfélags sem var að rísa hér á Ásnum. Sigríður Fanney var félagi í Blá- klukku alla tíð, og þótt hún hafi ekki starfað með okkur síðustu árin, fylgdist hún grannt með gerðum okkar og bar hag félags- ins einatt fyrir brjósti. Þær voru ófáar kveðjurnar sem bornar voru frá henni inn á félagsfundi okkar í gegnum árin og sýndi það kannski best, að þótt aldurinn færðist yfir og kraftarnir færu þverrandi var hún alltaf kvenfélagskona og var stolt af því. Þess vegna geri ég vísu úr 40 ára afmælisljóði okkar kvenfélagskvenna að kveðjuorð- um: Er konur með hlýjar hendur hófu hér þetta starf þær fundu að mjúkum málum í mannheimi sinna þarf. Pær sáu að saman þær gátu sigrað hér marga þraut þá félagið okkar fæddist og fyrst þeirra krafta naut. (Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir.) Með hlýhug og virðingu þökk- um við frú Sigríði Fanney hennar störf í þágu Kvenfélagsins Blá- klukku og sendum aðstandend- dum hennar innilegar samúð- arkveðjur. F.h. Kvenfélagsins Bláklukku. Sigríður Sigurðardóttir formaður. ISLEIFUR RUNÓLFSSON + Isleifur Runólfs- son fæddist á Kornsá í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu 24. apríl 1927. Hann lést á Landspítalan- um 2. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 10. september. Elsku afi minn, það er mér sárt að kveðja þig. Ég vildi að ég hefði geta kvatt þig betur og sagt þér hvað mér þykir vænt um þig, en ég var úti í Portúgal þegar þú lést. Þegar mamma sagði mér að þú værir dáinn, elsku afi minn, mundi ég svo margt. Ég hugsaði til þess hvað þú sagðir mér oft söguna um Búkollu og hvað gaman var að koma til ykkar ömmu í hjól- hýsið á Laugarvatni. Ég hugleiddi líka hver ætti nú að hugsa um ömmu og Tinna. Ég er þakklát íyrir að hafa átt þig fyrir afa og ætla að geyma vel allar minningarnar um þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Eydís Björk Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.