Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 45 + Sigfúsína Sigur- laug Sveinsdótt- ir fæddist á Steina- flötuni í Siglufirði 18. ágúst 1910. Hún lést á Heilbrigðis- stofnuninni Siglu- firði 9. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Geirlaug Sigfúsdóttir, f. 3.7. 1882, d. 4.3. 1958, og Sigvaldi Þor- steinn Sveinn Jóns- son, f. 12.9. 1883, d. 5.5. 1957 á Steina- flötum í Siglufirði. Eignuðust þau. sjö börn, tvö þeirra dóu í æsku. Systkini Sigurlaugar voru: Rannveig, f. 3.11. 1912, d. 2.8. 1938; Óskar, húsasmíða- meistari, f. 6.5. 1916, d. 25.9. 1960; Sigurjón, arkitekt, f. 3.7. 1918, d. 1.11. 1972; og Helgi, íþróttakennari, f. 3.7. 1918, d. Mér er enn minnisstæð fyrsta heimsókn okkar hjóna til Siglufjarð- ar fyrir einhverjum 40 árum. Það leyndi sér ekki að Steinaflat- ir, æskuheimili konu minnar, var einskonar miðpunktur bæjarins, svo mikið var um innlit heimamanna þangað, enda vel tekið á móti gest- um og gangandi af þeirri einskærri hjartahlýju sem þar mátti finna. At- hygliverð fannst mér húsmóðirin Geirlaug Sigfúsdóttir, hún var mikil á velli, það gustaði af henni og hún var öguð í fasi og yfirveguð .Eg trúi því að enginn sem leitaði ráða hjá henni, hafi farið bónleiður til búðar, það er óhætt að segja að Geirlaug hafi verið prímus mótor heimilisins. Á Steinaflötum var hátt til lofts og vítt til veggja, í mínum augum var þetta sannkallað höfðingjaheim- ili þar sem greiðasemin en ekki auð- urinn var í fyrirrúmi. Skugga bar þó á í þessari fyrstu heimsókn okk- ar hjóna, þar sem eiginmaður Geir- laugar, Sveinn, kenndur við hús sitt lá þá banaleguna. Sveinn Jónsson var landsþekktur bryggju- og þús- undþjalasmiður þar nyrðra. Hann var allra hugljúfi og eftirminnanleg- ur persónuleiki, enda hefur verið um hann fjallað víða, m.a. í Lesbók Morgunblaðsins. Þau hjón eignuðust sjö mann- vænleg börn, tvö þeirra dóu í æsku, en þau sem lifðu voru: Sigurlaug, Rannveig, Óskar og tvíburarnir Sig- urjón og Helgi, að auki ólst Septína Einarsdóttir upp meðal frændsystkina sinna eftir að móðir hennar, systir Geirlaugar, lést. Eg hefi þennan formála, því að með Sigurlaugu, sem við kveðjum í dag, er hið upprunalega Steinaflatafólk allt gengið til feðra sinna, það er ef- laust engin lognmolla kringum hana Sillu mína nú á hinum himnesku Steinaflötum, því Septína uppeldis- systir og vinkona hennar heldur upp á áttatíu og fimm ára afmæli sitt í dag þar efra og sjálfur Sveinn faðir þeiira systkina 115. ártíð sína 12. september. Því tek ég svo til orða að Silla bar aldrei kvíðboða fyrir dauðanum, enda er mér illa brugðið hafi hún ekki sjálf verið bú- in að ganga frá reytum sínum, sem og öllu því er tilheyrir hennar hinstu ferð á jörðu hér. Silla, ein systkinanna, fluttist í raun aldrei úr föðuhúsum, en eftir að hún giftist Páli Jónssyni frá Dal- vík, hinum mesta heiðursmanni, eignuðust þau hjón hlýlegt hús nán- ast við túnfótinn á Steinaílötum , þau voru því ófá sporin sem hún átti daglega inn á æskuheimilið meðan gömlu hjónin lifðu. Þau hjónin eignuðust eina dóttir, Rannveigu, sem lifir móður sína og býr á Siglufirði. Henni vottum við okkar dýpstu samúð við fráfall móð- ur sinnar. I mínum augum var Silla einstök kona, fínlega vaxin og frá á fæti, allt 24.2. 1979. Einnig ólust upp með Sig- urlaugu systurdótt- ir Geirlaugar, Sept- ína, f. 19.9. 1913, d. 26.8. 1980 og syst- urdóttir Sigurlaug- ar, Emilía, f. 24.9. 1935. Sigurlaug giftist Páli Sigurvini Jóns- syni frá Dalvík, f. 21.6. 1911, d. 18.2. 1982. Einkadóttir þeirra er Rannveig, f. 29.10. 1942. Hún giftist Sigurði Fanndal, en þau slitu samvist- um. Börn hennar eru: 1) Hrönn, f. 19.6. 1961, 2) Páll Sigfús, f. 16.8. 1965, 3) Guðný Erla, f. 2.2. 1971.4) Perla, f. 10.5. 1977. Utför Sigurlaugar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. fram í andlátið. Hún var listamaður í útsaumi og öðrum hannyrðum, eins og allt það handbragð sem hún skilur eftir ber vitni um. Mér er sagt af eldra fólki að enginn hafi haft undan Sillu við sfldarsöltun en það ber saman við annað, henni féll aldrei verk úr hendi, og sporlöt var hún ekki í orðsins fyllstu merkingu. Oftsinnis röbbuðum við Silla sam- an um heima og geima við eldhús- bekkinn á Þinghólsbrautinni, en ekki minnist ég þess að hún nokkru sinni legði frá sér hannyrðirnar meðan á samræðum stóð. Það var með ólíkindum hvað þessar litlu sinabera hendur skiluðu fínasta Harðangursmunstri og öðr- um listahannyrðum, fram á síðustu stund. Greiðvikin og hjálpsöm var Sigurlaug með afbrigðum, kunni vel að meta fyndist henni eitthvað fyrir sig gert, þó svo að oftar trúi ég að það hafi verið á hinn veginn, hún vildi ekki skulda neinum neitt. I mínum huga og hennar Millu þinnar, eins og þú nefndir hana jafnan, sem og barnanna okkar, lifir þakklæti í hjörtum, þakklæti fyrir samfylgdina og vinarhug þinn í okk- ar garð. Silla mín, þú kemur ekki með Jóni á Sleitustöðum á Þinghóls- brautina þetta haustið eins og til stóð, og þú gerðir jafnan áður, en við Milla finnum nærveru þína um ókomin ár. Með þessum orðum kveðjum við þig og Steinaflatafólkið sem gengið er, guð blessi minningu ykkar allra. Einar Olgeirsson. I dag er Silla frænka mín frá Steinaflötum til moldar borin frá Siglufjarðarkirkju, síðust fjögurra systkina. Þar sem Rannveig amma, systir Sillu, dó ung komu amma mömmu og afi, Geirlaug og Sveinn, henni í foreldra stað og ömmusystk- ini mín, Silla, og tvíburarnir Helgi og Sigurjón, henni ávallt í systkina stað. Þess nutum við systkinin í formi hlýju og umhyggju sem ætíð stafaði frá þeim öllum. Mér era enn í fersku minni sumrin á Sigló, þar sem ég sem barn eyddi áhyggju- lausu lífi ýmist hjá Sillu og Palla heitnum manni hennar, Septínu heitinni frænku, sem að mestu leyti ólst upp á Steinaflötum, eða hjá Helga heitnum og Steinunni konu hans. Þau sumur voru full lífsgleði og athafna í hópi hressilegs hóps annarra bama og fullorðinna, sann- kallaður draumur hvers ungs bams. Silla hafði alla tíð mikið dálæti á systkinum sínum og foreldrum, enda mikil samstaða þeirra á milli meðan allir lifðu. Þegar þau eitt af öðru yfirgáfu hana og fóra á vit himnaföðurins saknaði hún þeirra því sárt. Hún talaði í seinni tíð oft um, hve tilbúin hún væri að hverfa til þeirra. Þrátt fyrir það var hún mikil félagsvera og þótti gaman að ferðast. Besta dæmið er kannski þegar hún lét sig hafa það að heim- sækja mig og fjölskyldu mína til Gautaborgar ásamt foreldrum mín- um í tilefni áttræðisafmælis síns. Silla mín, það verður ekkert úr fundum okkar í haust eins og við töluðum um hér um daginn, en nú eruð þið vonandi öll samankomin á ný og njótið verunnar þar sem við að lokum öll hittumst. Þakka þér fyrir allar samverastundirnar, ég mun lengi minnast sumranna með ykkur Palla og kvistherbergisins góða uppi á lofti á Hverfisgötunni. Þinn frændi Sveinn Geir Einarsson og fjölskylda. Það eru komin ansi mörg ár síðan ég borðaði síðast „kjöt í tusku“ og rabbabarasúpu hjá Palla afa og Sillu ömmu svo skrítið sem það er, þá var það það fyrsta sem mér datt í hug er mamma hringdi í mig til að láta mig vita að Silla amma væri látin. Hún Silla amma var alveg ótrú- legur persónuleiki. Ef ég ætti að skrifa allt sem mér dettur í hug um hana ömmu á þessari stundu þyrfti ég að minnsta kosti allan sunnudags Moggan, eins og hann legði sig. Silla amma saumaði út eins og hún væri ennþá í akkorði í síldinni og skilur því eftir sig þvflíkt magn af stórkostlegum listaverkum, eins og dúkum, myndum, púðum eða bara öllu sem má nefna sem hægt er að sauma í. Mér fannst nú samt alltaf jafn skrítið að sitja inní eld- húsinu hjá ömmu, drekkandi volgt malt, að fylgjast með.glimmerkross- inum og nafninu á manneskjunni, sem var nýdáin í bænum og átti að jarða, þarna á hvítum vasaklút á eldhúsborðinu, á meðan hún hamað- ist á fótstignu Pfaff saumavélinni, árgerð 1930, að sauma líkklæði í stíl. Reyndar sagði mamma mér einu sinni að hún gæti öragglega opnað hannyrða- og sælgætisversl- un þegar amma yrði öll. Litla húsið + Magnús Guð- björn Guð- mundsson frá Sól- bakka í Súðavík í Álftafirði, fæddur í Drangavík í Árnes- lireppi 28. ágúst 1930. Hann lést á heimili Andreu dóttur sinnar hinn 14. september síð- astliðinn. Magnús var Strandamaður, sonur hjónanna Ingibjargar S. Guð- mundsdóttur frá Kolbeinsvík og Guðmundar Guðbrandssonar frá Veiðileysu á Ströndum. Systkini Magnúsar Guðbjarnar voru níu talsins, þar af eru tvö látin. Systkinin eru: 1) Sig- mundur Kristberg f. 1915, d. 1980. 2) Karl Georg, f. 1918. 3) Á fogru haustkvöldi þegar laufin á trjánum skipta um lit, falla til jarðar og verða aftur að moldu. Þessu líkt tekur fyrir æviferil okkar flestra. Hann vinur okkar, Magnús Guð- mundsson frá Sólbakka í Súðavík, andaðist á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Andreu og Ólafs, í Bakkahjalla 15 í Kópavogi á fögru haustkvöldi þegar sólin var að setj- ast. Við höfum öll nokkra hugmynd um hvernig honum leið og við hverju mátti búast, miðað við þann sjúkdóm, sem oftar en ekki reynist erfiður viðfangs. En manni bregður ævinlega við andlátsfregnir, eins og þær komi gjarnan á óvart. Þú, kæri vinur, ert trúlega hvíldinni feginn. Erfið veikindi að baki og við viljum trúa því að þér líði vel í nýjum heim- kynnum og mjúkar hendur konu í Hverfisgötunni væri nefnilega fullt af efnisbútum, garni og munstrum, og svo væri ekki kjötbiti í frystikistkunni, heldur væri hún kjaftfull af konfektkössum. Hún amma var nefnilega algjör „gotteríisgrís" alla ævi. Hún var þekkt fyrir það á sínum tíma í hús- mæðraskólanum á ísafirði að borða ekki matinn sinn, heldur dró hún allar stelpurnar að landi er kom að eftirréttinum. Það má eiginlega segja að hún hafi að mestu leyti farið í gegnum lífið á konfekti og desertum. Aldrei sá ég hana smakka vín, en ef maður fór í heimsókn til hennar sem öku- maður á bíl, þá varð maður að passi sig á heimatilbúna ísnum hennar og búðingum, því þar var ekki sjerríið sparað! Eins og Palli afi var ljúfur og ró- legur, þá fór amma í gegnum lífið á skapinu. Til dæmis gaf hún alltaf smáfuglunum á veturna. Ég endur- tek: smáfuglunum, en ekki dúfun- um. Það gekk jafnan mikið á þegar hún reyndi að stjórna því hvaða fuglar fengju að setjast á snjóskafl- inn fyrir framan útidyrahurðina. Þá stóðum við Palli afi hjá og hristum höfuðið yfir hamaganginum í henni. Hún lá heldur ekki á skoðunum sín- um um hlutina, hvort sem það var bæjarpólitíkin eða saklaus spurn- ing dótturdóttur hennar um það hvers vegna amma borðaði aldrei kjúkling (uppáhald undirritaðs). Þá svaraði hún að hún borðaði ekki skíthoppara, og þar með var það mál útrætt. En nú er amma aftur búin að sameinast afa, systkinum sínum og nágrönnum, sem hún öll lifði. Ég yrði nú ekki hissa þó að allt væri komið í sama farið á henni þar sem hún er núna; sennilega rokin út í heimsóknir. Ætli Sóley sé heima? Elsku mamma mín, Hrönn, Palli og Perla. Ég hugsa heim í Siglu- fjarðarkirkju á laugardaginn héðan frá New York og verð með ykkur í huganum. Guðný Erla Fanndal. Arthúr Herbert, f. 1920, d. 1970. 4) Stella Fanney, f. 1923. 5) Andrea, f. 1925. 6) Jón Ingi- niar, f. 1928. 7) Aðal- heiður, f. 1932. 8) Ásta Minney, f. 1934. 9) Viktoría Kristín, f. 1936. Kona Magnúsar var Sonja F. Daníels- dóttir frá Þvereyri í Suðurey í Færeyj- um. Hún lést árið 1981. Þeirra börn eru: 1) Ingibjörg Andrea; fædd 1958. Hennar maki, Olafur V. Ingimundarson úr Kópavogi. Þeirra börn: Ás- dís, fædd 1981, Sonja, fædd 1986, og Valborg, fædd 1989. 2) Guðmundur Daníel, fæddur 1960. Hann á eina dóttur, Sonju, þinnar Sonju, sem löngu var farin á undan þér, hafi verið framréttar þér í móti ásamt öðrum vinum. Við Magnús kynntumst þegai' börnin okkar, Ólafur og Andrea, felldu hugi saman fyrir tæplega tuttugu árum. Það var að sjálfsögðu vík á milli vina, því Maggi bjó í Súðavík og við hjónin í Kópavogi. En nokkur þakkarorð til horfins vinar og heiðursmanns, sem var svo grandvar og vandur að vh-ðingu sinni, að frá mínum bæjardyrum séð, verður hvorki greindur blettur né hrukka á framgöngu hans. Magnús Guðmundsson var þeirrar gerðar, að líf hans verður vart á annan hátt skilgreint en með því að segja að hann hafi verið vammlaus til orðs og æðis. Ljúfmannlegt við- mót hans var hins vegar engin ábending á meyrt skap eða skoð- analeysi. Hann tók mjög ákveðna SIGFUSINA SIGURLAUG SVEINSDÓTTIR MAGNÚS GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON Hugljúfar minningar renna fram í hugann frá gleðistundum liðinna ára nú þegar langi'i ævi föðursystur minnar Sigurlaugar Sveinsdóttur er lokið. Silla lifði 88 ár og var síðust eftirlifandi þeiraa systkina sem kennd voru við Steinaflatir í Siglu- firði. Kynni okkar urðu auðvitað ekki fyrr á efri árum hennar, hvort tveggja var að ég er alinn upp fjarri Siglufirði auk þess sem ég vegna at- vinnu minnar kom sjaldan norður fyrr en á seinni áram eftir að vegir og ferðamöguleikar bötnuðu. Þeir fundir voru sannarlega fagnaðar- fundir, Silla tók mér og okkur hjón- um sem konungborin værum með gleði og góðum orðum hvar sem við hittumst, enda hafði hún frá mörgu skemmtilegu að segja af ævi sinni, ættingjum og vinum frá liðinni tíð. Fyi-ir utan ævistarf sitt frá blautu barnsbeini í sjávarþorpi ræktaði Silla þann eiginleika sem henni var í blóð borinn, saumaskapinn. Hand- verkið átti hug hennar og báru mörg verkin henni gott vitni sem og öðram ættingjum hennar, enda sumir þeirra þjóðsagnarpersónur fyrir verk sín jafnvel í lifandi lífi, á þeim tíma þegar gott handverk var mikils metið. Kynslóð Sillu, aldamó- takynslóðin, var vinnusamt fólks em bar uppi atvinnubyltinguna og sjálf- stæði þjóðarinnar, fólkið sem bar okkur að allsnægtaborðinu í dag. Það ber að þakka. Silla var mjög tilfinningarík kona, það lagðist henni því nokkuð þungt að sjá á eftir mörgum ást- vinum sínum í gegnum tíðina, eig- inmanni, foreldrum og systkinum, sumum fyrir aldur fram og saknaði hún þeirra sem á undan voru gengnir. Nú heldur hún á þeirra fund, því kveið hún í engu, þessari jarðvist hennar er lokið og önnur vist tekur við. Ég og fjölskylda mín sendum Rannveigu dóttur hennar og fjölskyldu samúðar- kveðjur og biðjum öllum Guðs blessunar. Sveinn Geir Sigurjónsson. fædd 1981. Hennar móðir er Katrín Guðmundsdóttir. 3) Einar Kristján, fæddur 1962. Hans maki er Sussanna Budai frá Ungverjalandi. Þeirra börn Magnús Daníel, fæddur 1994, og Einar Gilbert, fædd- ur 1998. Magnús kynntist Sonju Friðborgu árið 1956 er þau unnu saman á Suðureyri við Súgandafjörð. Þau gengu í hjónaband árið 1957. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau í Reykjavík og í Mosfellssveit. Árið 1960 flytja þau að Svart- hamri í Álftafirði, en flytja til Súðavíkur 1962. Magnús var ýmist á sjó eða vann við beitn- ingu og fiskvinnslu í landi, þar til hann gerðist póstur í Súða- vík 1984 og annaðist jafnframt fraktflutninga milli Isafjarðar og Súðavíkur. Jafnframt þessu rak Magnús leigubifreið og gegndi þessum störfum þar til fyrir ári að hann varð að hætta störfum vegna veikinda. Magnús Guðbjörn verður jarðsungin frá Súðavíkur- kirkju nk. laugardag kl. 14. skoðun til manna og málefna, fór ekki geyst með skoðanir sínar, en stóð á sínu, öllu því sem honum þótti sannast og réttast. Þetta eru kynni okkar af Magga á Sólbakka. Síðustu ævidaga sína dvaldist Maggi á heimili dóttur sinnar, sem er mjög rýmilegt og fal- legt. Einmitt þar átti hann sín síð- ustu spor og þaðan lágu þau til ann- ars heims, sem við viljum trúa að sé mun betri heldur en sá sem við þekkjum svo vel. Maggi minn, far þú í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt, hittumst síð- ar. Pín spor verða rakin þau visa á almættisvegu þau vísa á ífiðinn og kyrrðina guðdómlegu þín minning ei gleymist hún vakir sem vörð- ur oss yfir og vekur til starfa allt sem í heiminum lifir (I.G.) Ásdís og Inginmndur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.