Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 48
¥ 48 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ARNMUNDUR BACKMAN + Arnmundur Sævar Backman fæddist á Akranesi 15. janúar 1943. Hann lést á Landspítalanum 11. september siðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 18. september. Fregnin um lát Arn- " mundar S. Backman hefði ekki átt að koma mér á óvart. Hún gerði það nú samt. Hann hafði lengi háð erfíða glímu við ill- víg veikindi og var mjög farinn að kröftum. Vonin um að lækningatil- raunir bæru árangur var ekki horf- in. Þegar vinátta og samskipti manna hafa varað í tæp 40 ár er af mörgu að taka úr safni minning- anna. Eg minnist Arnmundar fyrst og fremst sem vinar og félaga en einnig sem samstarfsmanns þau ár sem ég var starfsmaður verkalýðs- hreyfíngarinnar á Austurlandi og síðar. Eg kynntist Ai’nmundi fyrst að marki sumarið 1960 þegar við vorum þátttakendur í hópferð á vegum Æskulýðsfylkingarinnar til Austur-Þýskalands. Þá tókst með okkur vinátta sem varað hefur æ síðan. Arnmundur var alla tíð einlægur verkalýðssinni og vildi hann leggja verkalýðshreyfingunni lið í staifi sínu. I þeim tilgangi fór hann árið 1970, að loknu lögfræðiprófi við Há- skóla Islands, til eins árs fram- haldsnáms í vinnurétti við Oslóar- háskóla. Hann hóf þó ekki þá þegar að því námi Ioknu störf á þessu áhugasviði sínu heldur tók hann til starfa á öðrum vettvangi. Lúðvík Jósepsson, sjávaifitvegs- og við- skiptaráðherra í ríkisstjórn Olafs Jóhannessonar, sem tók til starfa 14. júli 1971, leitaði að aðstoðar- manni til viðamikilla starfa sem framundan voru. Lúðvík hafði spurnir af hinum unga lögfræðingi, hæfileikum hans og trúnaði við málstað alþýðunnar, og leitaði til hans um störf fyrir sig í ráðuneyt- inu. Það varð að ráði að Arnmund- ur gerðist aðstoðarmaður Lúðvíks við ráðuneyti hans. Áhugi hans á stjórnmálum og þeim átökum sem sýnilega voru þá framundan réðu mestu um þá ákvörðun hans að láta rekstur lögfræðistofu bíða um sinn. I störfum sínum sem aðstoðar- maður Lúðvíks Jósepssonar hlaut Arnmundur að kynnast sérstaklega fjölda fólks í Austurlandskjördæmi, jafnt fylgismönnum og félögum Lúðvíks úr kjördæminu og öðrum sem erindi áttu við ráðuneytið. A þessum tíma stofnaðist til ævarandi vináttu milli Arnmundar og fjölda fólks á Austurlandi, sem mat áhuga hans og greiðvikni í margs konar erindrekstri sem fylgdu störfum aðstoðarmanns ráðherra af lands- byggðinni. ^ Störf Arnmundar voru mikils metin og voru honum falin, auk al- mennra starfa í sjávarútvegsráðu- neytinu, margvísleg verkefni sem vörðuðu kjördæmið og sambandið við kjósendur. Okkur sem voram samstarfsmenn Lúðvíks á Austur- landi var vel ljóst hvern afbragðs- mann aðstoðarmaður hans hafði að geyma. Arnmundur lét af störfum í sjáv- arútvegsráðuneytinu árið 1976 er hann hóf rekstur eigin lögfræði- stofu og sneri sér af alvöru að þeim hugðarefnum sínum að reynast - * verkalýð þessa lands liðsmaður í Blómabúðin C\ak*3sKom v/ Fossvo.gskirkjMgörð Símii 554 0500 því að halda þeim rétt- indum sem um hefur verið samið og lög hafa ákveðið. Það hefur oft reynst erfið barátta en líka oft árangursrík. Arnmundur var lög- fræðingur Alþýðusam- bands Austurlands og Verkalýðsfélags Norð- firðinga frá því hann hóf rekstur lögfræði- stofu sinnar. Störf hans fyrir þessi sam- tök og einstaklinga innan þeirra voru mjög mikilvæg og oft fyrir- hafnarsöm og býður mér í grun að þar hafí margt viðvikið verið lítt arðsamt fyrir Arnmund. Við sem störfuðum fyrir verkalýðsfélögin vorum ósparir á að vísa félögunum beint til hans með ýmis álitamál sem afgreidd voru í síma. Orð fór af því hve vel afgreiðsla þeirra mála er hann tók að sér gekk og því hve liðlega Arnmundur tók á öllum er- indum manna. A þessum tíma var það nýmæli að hægt væri að vísa félögum í verkalýðsfélögunum á lögmann sem lagði sig sérstaklega eftir þjónustu við þá. Verkafólk og sjómenn á landsbyggðinni höfðu ekki haft beinan aðgang að lög- fræðilegum ráðleggingum eða þjón- ustu og verkalýðsfélögin höfðu lítt sinnt þeim nauðsynlega þætti í vörslu réttinda félaga sinna að hafa lögmann á sínum snærum. Samstarf Arnmundar og verka- lýðsfélaganna á Austurlandi var því í raun brautryðjendastarf að hans frumkvæði. Arið 1978 gaf Arnmundur, ásamt Gunnari Eydal, út bókina Vinnu- réttur. Þessi bók var mikill fengur fyrir stjórnarmenn í verkalýðsfé- lögum og aðra þá sem létu sig vinnuréttarmál varða og þurftu eitthvað um þau að vita. Ai’nmund- ur ski-ifaði einnig blaðagreinar til sóknar og varnar í réttindamálum launþega og tók þátt í fundum í verkalýðsfélögum í sama skyni. Aimmundur S. Backman lagði fé- lagslegum umbótum lið þar sem hann fékk því við komið. Það gerði hann einnig sem aðstoðarmaður Svavars Gestssonar, félags-, heil- brigðis- og tryggingaráðherra 1980 - 1983, en þá tók hann m.a. þátt í samningu ýmissa laga sem sam- þykkt voru til hagsbóta fyrir laun- þega og kallaðir „félagsmálapakk- ar“. Ég hef hér aðeins drepið lítil- lega á þau störf Arnmundar, sem ég þekki best, í þágu þeirra hug- sjóna sem hann bar í brjósti alla tíð og fylgdu honum úr foreldrahúsum. En Arnmundur starfaði einnig sem lögmaður á hinum almenna mark- aði og rak öfluga lögfræðistofu til hins síðasta. Hann var mikils virtur í hópi lögmanna svo sem öllum er kunnugt. Ammundur var baráttumaður. Hann barðist af aðdáunarverðum þrótti til síðasta andartaks gegn hinum erfíða sjúkdómi sem hann að lokum féll fyrir og hann hélt lengst af í vonina um sigur. Arnmundur var listamaður. Hann fékkst við tónsmíðar og hljóðfæraleik þar til sjúkdómur hans gerði honum það ókleift. Hann var rithöfundur sem sendi frá sér tvær bækur og sú þriðja kemur út í vetur. Leikrit eftir hann verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í haust. Am- mundur var fyndinn og skemmti- legur maður en jafnframt alvöru- gefinn og hann var hvers manns hugljúfi er til hans þekkti. Hans er sárt saknað af stórum vinahópi. Að leiðarlokum þakka ég honum vin- áttu hans við mig og allar þær stundir sem ég átti með honum og vinum hans allt þar til sú ormsta hófst sem enginn vinnur. Ég flyt konu hans, börnum, móð- ur hans, systkinum og allri hans fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Ámi Þormóðsson. Arnmundi Sævari Backman kynntist ég fyrir rúmum þrjátíu ár- um. Það var á félagsfundi í risher- berginu í húsakynnum Æskulýðs- fylkingarinnar, sambands ungra sósíalista, á Tjarnargötu 20 hér í borg. í félagsheimilinu var saman kominn hópur æskufólks er vildi vinna að bættum kjörum verkafólks á Islandi. Ai’nmundur tók til máls. Hann hafði greinilega áður komið í ræðustól og hann flutti mál sitt af öryggi og festu. Hann var alla tíð samherji þeirra sem minnst máttu sín í þjóðfélaginu. Hann var hávax- inn, ljósskolhærður, fríður sýnum og ég hafði ekki þekkt hann lengi þegar mér var ljóst að þar fór mik- ill drengskapaimaður. Hann var nýfluttur til Reykjavíkur frá Akra- nesi ásamt foreldum sínum, Hall- dóri Sigurði Backman og móður, Jóhönnu Arnmundardóttur, og þrem systkinum. Hann var í námi í lagadeild Háskólans og hafði tekið þátt í starfsemi vinstrimanna í Há- skólanum. A félagsfundi vorið 1965 var Ai’n- mundur kosinn formaður stjórnar Æskulýðsfylkingarinnar í Reykja- vík. Ég var spjaldskrárritari í þeirri stjórn og í gleði og baráttu þeirra daga var margt spjallað og þá áttu menn hugsjón um betri heim jafnréttis og bræðralags og vildu allt til vinna að sú hugsjón rættist í þjóðfélagi samstarfs og samhjálpar. því miður eigum við langt í land með að sú hugsjón verði að veruleika. Ég á margar ljúfar og góðar minningar um Arnmund Backman þau rúm þrjátíu ár sem ég þekkti hann. Við hittumst oft við ýmis tækifæri, t.d. í leikhúsi eða á mynd- listarsýningum, og það var ávallt stutt í brosið og kímnina. Það var ánægjulegt að hitta þau Valgerði á fömum vegi. Það leyndi sér ekki að þar fóru hjón sem voru sannir vinir, sem þótti ávallt innilega vænt hvoru um annað. Arnmundur lauk embættisprófi í lögfræði og hóf rekstur eigin lög- fræðistofu, fyrst við Klapparstíginn og síðar í Lágmúlanum, til dauða- dags. Ég átti oft erindi til Am- mundar á lögmannsstofuna. Þar hitti ég hann og við ræddum það sem var efst á baugi hverju sinni, bókmenntir, listir og þjóðmál. Hann var ljúfur og skemmtilegur félagi og sá skoplegar hliðar á til- verunni, en jafnframt gat hann ver- ið alvörugefinn, en fyrst og fremst traustur og góður vinur sem gott var að leita til í gleði og alvöru dag- anna. Hann reyndist mér vel í erf- iðleikum sem komu upp fyrir fáein- um árum og leysti það vandamál þannig að ekki hefði verið betur gert. Fyrir það vil ég þakka nú þeg- ar Arnmundur kveður langt fyrir aldur fram, aðeins 55 ára, eftir langvarandi veikindi. Arnmundur S. Backman var hetja. Eftir að veikindin komu upp skrifaði hann tvö leikrit, Blessuð jólin, sem leiklesið var í Þjóðleik- húsinu árið 1997, og Maður í mislit- um sokkum, sem var frumsýnt í febrúar á þessu ári og verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í byrjun október. Þá lauk hann einnig við skáldsögu, Almúgamenn, sem kemur út fyrir jólin. Það var vinum Arnmundar erfið reynsla að vita af veikindum hans. Að leiðarlokum flyt ég ættingjum hans og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Með Ai-nmundi S. Back- man er góður drengur genginn. Guð blessi minningu Arnmundar Sævars Backman. Ólafur Ormsson. Við kynntumst Arnmundi Back- man þegar hann kom í Mennta- skólann á Akureyri árið 1960. Hann vakti strax athygli fyrir bros sitt og létta lund. Fór ekki á milli mála að hér var maður sem var hæfileikum búinn til margra hluta eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Strax tókust með okkur kynni sem þróuðust til traustrar og ná- innar vináttu sem aldrei rofnaði . Hafa nú kynni okkar staðið í næm því fjóra áratugi og aldrei borið skugga á. Á heimili okkar fór fram undirbúningur undir lífsstarfið en þar var lesið til lagaprófs ásamt Jóni G. Kristjánssyni. Þar var skeggrætt um allt milli himins og jarðar m.a. um pólitík. Stríðið í Ví- et Nam stóð þá hæst og urðu þá oft snarpar umræður. Þegar hlé varð á lestri var gjarnan lagst á gólfið og hlustað á músik. Var þá gerð fræði- leg úttekt á tónlist bítlanna og fleiri. Kom þá stundum fyrir að húsmóðirin kom að háskólastúd- entunum steinsofandi á gólfmu eft- ir erfiðan lestrardag og tónlistar- rannsóknir. Arnmundur var músikalskur og lék á mörg hljóð- færi. Hafði hann verið í hljómsveit- um bæði á Akranesi og í M.A. Hann hafði yndi af allri tónlist og söng m.a. með Eddukórnum. Hann hafði sterka pólitíska sann- færingu sem hann hafði hlotið í veganesti úr foreldrahúsum. Var hann um tíma á kafi í pólitísku starfi og var m.a. aðstoðarmaður Lúðvíks Jósepssonar og Svavars Gestssonar er þeir voru ráðhen’ar. Að loknu lagaprófi fór hann til framhaldsnáms í vinnurétti í Nor- egi og skrifaði að námi loknu ásamt Gunnari Eydal bók um vinnurétt og var þar um að ræða brautryðjenda- starf. Einnig var hann höfundur bókar um norrænan vinnurétt ásamt fræðimönnum frá hinum Norðurlöndunum. Var hann í fremstu röð sérfræðinga á þessu sviði lögfræðinnar hér Iandi. Nokk- urt hlé varð svo á bókarskrifum hans þar til hann skrifaði skáldsög- una Hermann. Hann hafði alltaf gaman af að segja frá og í bókum sínum fékk hann útrás fyrir frá- sagnargleðina. Einkum var honum lagið að koma auga á og segja frá hinu spaugilega í lífinu. Hafði hann einstaka hæfileika til þess að koma fólki í gott skap með sinni léttu lund og hnyttnum athugasemdum um lífið og tilveruna. Við nutum samvista við hann og fjölskyldu hans við leik og störf. Við ferðuðumst saman innan lands og utan. Við stunduðum saman íþrótt- ir, veiðiskap, og nutum lífsins sam- an. Var alltaf gaman og upplífgandi að vera með þeim Arnmundi og Valgerði. Aj’nmundur barðist við erfiðan sjúkdóm í mörg ár. Hann gerði það af karlmennsku og bjartsýni. Hann var orðinn svo vel að sér um sjúk- dóminn að hann gat miðlað öðrum af þekkingu sinni. Hann trúði alltaf á bata og hreif alla með sér í bjart- sýni sinni. Arnmundur var sterkur persónuleiki og hafði áhrif á þá sem voru nálægt honum. Hann var gef- andi og það var mannbætandi að vera í návist hans. Við hjónin höf- um notið þessarar návistar og fyrir það erum við þakklát. Við munum sakna hans sárt en minningin um góðan dreng lifir. Við vottum Valgerði og börnunum, móður hans Jóhönnu og systkinum okkar dýpstu samúð. Margét Guðmundsdóttir, Orn Höskuldsson. í febrúar 1970 ákváðu nokkur söngelsk ungmenni á Reykjavíkur- svæðinu að hittast einu sinni í viku til að syngja saman sér til skemmt- unar. Þetta var upphafið að starfi blandaðs kórs sem síðar hlaut nafn- ið Eddukórinn og starfaði fram á árið 1976. Kórinn kom fram við fjöl- mörg tækifæri, þ.á m. í sjónvarpi og útvarpi. Hann söng inn á tvær hljómplötur, Jólalög, 1971 og Is- lensk þjóðlög, 1974. Einnig var kór- inn í tölu flytjenda á lögum eftir Ingunni Bjarnadóttur, sem gefin voru út á hljómplötu 1975. Á sjö- unda tug laga og tónverka komust á verkefnaskrá kórsins. Eddukór- inn var að jafnaði skipaður tveimur í hverri rödd, þ.e. átta söngvurum, en 11 manns komu við sögu í starfi kórsins. Arnmundur kom til liðs við Eddukórinn eftir heimkomu frá framhaldsnámi í lögfræði í Noregi og starfaði með kórnum þaðan í frá. Um þetta leyti var kórinn að hefja undirbúning að þjóðlagaplötu sinni sem gefin var út af Menningarsjóði í tilefni 11 alda byggðar á íslandi. - Það verður ekki sagt að alger til- viljun hafi ráðið því að Arnmundur slóst í hópinn. Tveir skólafélagar hans úr Menntaskólanum á Akur- eyri voru nefnilega þar íýrir, þeir Friðrik Guðni Þórleifsson (sem ásamt konu sinni Sigríði Sigurðar- dóttur átti frumkvæði að starfi kórsins) og Orn Gústafsson. Þessir þrír piltar höfðu náð saman í mús- íkinni og komið fram við ýmis tæki- færi. Þeir nefndu sig „Þrír háir tón- ar“ og höfðu m.a. afrekað það að gefa út eina hljómplötu. - Arn- mundur tók nú sæti Arnar í Eddukórnum. Það var einkum á þessum vettvangi sem við hjónin og aðrir kórfélagar kynntumst þessum hæfileikaríka og káta öðlingsdreng. Dætur okkar ungar brostu breitt að glettni hans og kímnigáfu, en börnin voru oftast með í för þegar haldið var til æfinga á heimilum kórfélaga. Og lögin lærðu þau fljótt eins og gengur. Það var lærdómsríkt og upp- örvandi að starfa með Arnmundi. Hann hafði greinilega fengið mús- íkina í vöggugjöf, þurfti t.d. ekkert á nótum að halda til að læra lög eða „erfið tónbil"; kunni líklega ekki nótur. Þegar búið var að fara einu sinni eða tvisvar yfir tenór- röddina sat hún á sínum stað. Hann var það sem kallað er nátt- úrutalent og lék af fingrum fram á píanó, gítar, nikku og önnur hljóð- færi sem tiltæk voru hverju sinni. Og svo kom brátt í ljós að maður- inn var tónsmiður. Kórinn hafði m.a. á söngskrá sinni lög hans við ljóðið Bóluþang, eftir Friðrik Guðna, og vísuna Sofa urtubörn á útskerjum. Fleiri lög gerði hann síðar. Og á síðustu árum opinber- aði Arnmundur okkur skáldgáfu sína sem rithöfundur og leikrita- skáld. Það er aðeins á færi manna sem eiga góða að og hafa jákvæða lífs- sýn að heyja stríð eins og það sem nú er að baki. Og þannig var þessu farið með Arnmund. Hans sigur er að hafa lengst af, þátt fyrir lang- vinna baráttu við ofurefli sjúk- dóms, getað stundað sín daglegu störf og - síðast en ekki síst - að honum skyldi auðnast að færa í let- ur sitthvað af því sem hann langaði að segja okkur um lífið og tilver- una. Fyrir þessar gjafir og sönginn fyrr á tíð þökkum við af alhug. Við gerum orð nóbelskáldsins að okk- ar: „eilíft honum fylgja frá mér/friðarkveðjur brottu geingn- um“. Valgerði, börnunum, Jóhönnu og systkinunum Ernst, Ingu og Eddu sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir. • Fleirí minningargreinar um Arn- mund Backman bíða birtingar og munii birtast i blaðinu næstu daga. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.