Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 67 f. FÓLK í FRÉTTUM Menn með mönnum í sjónvarpi ÞÓ STUNDUM sé talað um dagskrá íslensku sjónvarpsstöðv- anna á gagnrýninn hátt og fundið að oflætinu sem kemur fram í því að vera í dagskrá eða stjórna þátt- um og fara síðan og taka sig út á veitingastöðum, eins og einskonar minniháttai- ,jet set“, verður að segjast eins og er, að sjónvörpin hér standa sig nokkuð vel í saman- burði við sjónvörp í mörgum öðrum ríkjum, sem Islendingum eru kunn, bæði austan hafs og vestan. Sannleikurinn er sá að sjónvörp hjá milljónaþjóðum eins og á hinum Norðurlöndunum, Spáni og Italíu svo dæmi séu nefnd, eru með til- tölulega ómerkilegri dagskrá mið- að við áhorfendafjölda og ríkidæmi. Það er nefnilega merkilegra en margur hyggur, að við skulum geta haldið úti þremur sjónvarpsdag- skrám á dag með þeirri tilbreyt- ingu, sem i þeim þó er og vera ekki nema um 270 þúsund manna þjóð, eða á stærð við eina götu í stór- borg. Maður hefur því tilhneigingu til að taka hattinn ofan fyrir ís- lensku sjónvai-pi, þótt sumt finnist þar kauðalegt og út úr kú, en slíkt fylgir nú fjölmiðlum yfirleitt og er ekki alltaf heimatilbúið. Á fóstudagskvöld sýndi sjón- vai-pið mynd um Titanic-slysið, þá fjórðu að mig minnir, sem gerð hef- ur verið. Þetta var ágæt mynd í tveimur hlutum, en sá síðari var sýndur á laugardag. George C. Scott lék skipstjórann og var sjón að sjá karlinn. Hann er orðinn eldri en þegar hann lék Patton hershöfð- ingja sem var drepinn í Lúxem- borg að stríði loknu af því hann vildi halda áfram, og þá í austur. Með Titanic fórst yfir fimmtán hundruð manns, enda voru ekki til björgunarbátar fyrh- alla fai’þeg- ana, en þeir sem voru til voru sjó- settir hálftómir. Sú goðsögn fylgdi skipinu í jómfi-úrferð til Ameríku, að það gæti ekki sokkið. Skip statt næst Titanic, sem hefði getað bjargað miklu, vh-tist vera með svefn- drukkna og örvita skipshöfn og kom ekki að gagni. Skipið sem bjargaði bátafólkinu átti margra klukkutíma siglingu á slysstaðinn. Þai- vai- ekkert hirt um ísrek held- ur siglt á fullu í gegnum hroðann. Einkennilegt er að sjá menn gera mynd um svona hrikalegt slys, þai- sem bresk stéttarskipting er látin ráða örlögum stórs hóps manna, samanber farþegana á 3ja farrými. Þeir komust ekki á þiljur fyiT en eftir dúk og disk, þegai- allir björg- unarbátar voru famir, og máttu deyja drottni sínum ásamt goð- sögninni um ósökkvandi skip. Stöð 2 sýndi myndina Tvo sólar- hringa frá árinu 1982 með Eddie Murphy og Nick Nolte. Þessi mynd hefrn- verið sýnd hér í kvikmynda- húsum, en það var gaman að sjá þá félaga aftui'. Eddie Murphy er ein- hver allra skemmtilegasti maður sem sést í kvikmyndum og var ein- hver kjaforasti maður í Hollywood hér á árum áður og hló þá kostu- lega. Þá sýndi Stöð 2 aðra athyglis- verða mynd á sunnudag. Undrið hét hún og var um ásfi-alskan pí- anóleikara. Ástralir eru þekkth' fyr- ir að gera kvikmyndir með því sem kalla mætti áströlskum stíl, þótt þessi mynd flokkist ekki undh- jpað. En Ástralir urðu fyi-st frægh- fyrir myndir með þessum stíl sínum. Jafnvel hér á landi reyndu menn í fyrstu að koma einhverju sem mætti kalla íslenskan stíl í myndir héðan. En sú hugmynd hvarf brátt og við tók „amerikanisering“. Sjónvai-pið sýndi þáttinn Hitler og Stalin á mánudagskvöld og nefndi hannn að auki Hættulegt samband. Evi'ópumenn eru í óða- önn að rifja upp hvemig þetta hafi verið, en það hrín ekki á Islending- um. Þar halda menn áfram að vera kommúnistar og eða nasistar, því upprifjunin sýnir að þetta er sama tóbakið. Meira segja vai- flokks- skrípi þeirra hér höndum seinna að yfirgefa stefnu nasista á stríðsár- unum, þegai' þeh' voru í bandalagi við þá samkvæmt skipun frá Stalin og lentu þrjár „þjóðhetjur" í bresku fangelsi af þeim sökum. Nú eru þeir að gliðna sitt á hvað hér á landi af því það vantar skipanh- „að ofan“ eins og var. Við eigum eftir að fræðast enn, því tveh' þætth' verða sýndir til viðbótar um þá fé- lagana Hitler og Stalin. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI Skaðabótamál höfðað gegn Michael Jordan ► ÞAÐ er leitun að kviðdómi í Bandaríkjunum sem myndi sak- fella Michael Jordan. Hvað þá í Chicago. Engu að síður gæti það orðið þrautalendingin því kvik- myndagerðarfyrirtækið Heaven Corp. hefur höfðað mál gegn þess- ari skærustu körfuboltastjörnu Bandaríkjanna og krefst milljarðs króna í skaðabætur. Valið var í kviðdóminn í vikunni og var Michael Jordan viðstaddur. Samkvæmt fréttum fjölmiðla tók það lengri tíma en venjulega vegna þess að margir af þeim sem komu til greina sem kviðdómendur sögðu dómaranum Richard Neville að þeir liéldu of mikið upp á Jord- an til þess að treysta sér til að úr- skurða gegn honum. Tildrög málsins eru þau að árið 1987 skrifaði Jordan undir samn- ing um að leika í körfuboltamynd- inni „Heaven Is a Playground" og áttu framleiðendurnir að fá tvö ár til að fjármagna myndina. En árið 1989 þegar tökur áttu að hefjast vilja forráðamenn Heaven Corp. meina að Jordan hafi hætt við að leika í myndinni. „Heaven Is a Playground" var á endanum gerð með Bo Kimble í aðalhlutverki. Hún fékk ekki bíó- dreifingu í Bandaríkjunum og skil- aði ekki hagnaði. Forráðamenn Heaven Corp. halda því fram að hagnaðurinn hefði að minusta kosti orðið milljarð- ur króna ef Jordan hefði leikið í myndinni. Lög- fræðingur Jor- dans, Frederick Sperling, segir á móti að Jordan hafi aldrei neitað að leika í myndinni sum- arið 1989. Staðreynd málsins hafi verið sú að Heaven Corp. og Jordan hafi gert samkomulag um að fresta tökum til 1990. „Því iniður stóð Heaven Corp. ekki við sín loforð." Búist er við að réttarhöld- in standi f Qórar vikur. Randall Fried, forseti Hea- ven Corp., sem framleiddi myndina og skrifaði hand- ritið, bar vitni á miðviku- dag. Áætlað er að Jordan beri vitni í næstu viku. FRETTIR aareiavarm varpmu Það er góð tilffnning að geta fylgst með heims- fréttunum á fleiri víg- stöðvum en íslenskum fjölmiðlum. Breiðvarpið býður upp á mjög fjölbreytilegan frétta- flutning á ensku, þýsku, frönsku og ítölsku. RAIUNO TV5 Auk hinna vinsælu fréttastöðva CNN og Sky News, bjóðast áskrifendum Breiðvarpsins evrópskar stöðvar eins og Pro Sieben, ARD, TV5, CNBC Europe og RAIUNO. Síðast en ekki síst býður The Coíæputer Channel upp á fræðandi dagskrá tengda tölvuheiminum. Hvers vegna að tengjast breiðbandinu? • FJARSKIPTANET MED FRAMTÍÐARMÖGULEIKA Með því að tengjast breiðbandinu tryggirðu aðgang þinn að nýjum fjarskipta- og margmiðlunarmöguleikum á hverjum tíma. Þú nærð um 20 sjónvarpsrásum og 20 útvarpsrásum og mun framboð þeirra aukast á næstimni og nýjungar bætast við. • SKÝRARI MYND OG HRAÐARIINTERNETTENGING Myndgæði á útsendu efni eru skýrari en nokkru sinni fyrr. Flutningshraði Internetsins verður einnig mun meiri með tengingu við breiðbandið, en það verður kynnt á næstu vikum. • EKKERT TAPAST VIÐ TENGINGU Með tengingu breiðbandsins verður loftnet óþarft en fyrir þá sem vilja einnig ná Stöð 2, Sýn eða Fjölvarpinu er mælt með að fagmenn sjái um að tengja saman breiðbandið og loftnet. • FRÍTT VIÐ TENGINGU Þegar þú tengist breiðbandinu fýlgja frítt með tíu sérhæfðar útvarpsrásir sem senda út tónlist allan sólarhringinn, án auglýsinga og kynninga. Á Music Choice getur hver og einn valið sina tegund tónlistar. FRITT KOSTNAÐARMAT Innan þriggja daga frá því að þú biður um það, færðu frítt kostnaðarmat á lokafrágang breiðbandsins. Hafðu samband í gjaldfrjálst þjónustunúmer, 800 7474. 20.000 HBIMILI EIGA ÞHSS NU KOST AÐ THNGIAST BREIÐBANDINU OG MUNU ÞÚSUNDIR HHIMILA BÆTAST VIÐ Á NÆSTU MÁNUÐUM. Hrxmgdu strax OG KYNNTU »ÉR MÁLID! 7474 Opið til kl. 22 á kvöldin og 17 um helgar BREIÐVARPIÐ SJÓNVARPSÞJÓNUSTA SÍMANS r rsrrs?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.