Morgunblaðið - 19.09.1998, Page 10

Morgunblaðið - 19.09.1998, Page 10
10 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BIJIÐ að setja í lax í Frúarhyl í Vatnsá. gærdag. Hann sagði sama vandann hafa verið í Vola og Baugstaðaósi, enda er það kvísl úr Hvítá. „Þetta er þó að skána þar líka. Það var maður hérna í búðinni í gær sem fékk tvo físka, 5 punda, lax og sjó- birting, sem hann veiddi í Volanum á smáar flugur. Það er nóg af fiski og veiðin ætti að fara að glæðast aftur,“ bætti Ágúst við. Tölur úr ýmsum áttum Blanda er nú alveg við 2.000 laxa markið og verður fjórða áin til að komast yfir 2.000 laxa í sumar. Á undan henni yfir markalínuna voru Eystri-Rangá, Þverá og Norðurá. Þessi veiði í Blöndu er með ólíkind- um, 877 stykki veiddust í henni í fyrra og þótti ágætt. Kunnugir segja mikinn lax í ánni. Hofsá er á sama hátt alveg við þúsund laxa markið eins og Víði- dalsá. Fyrir skömmu veiddist 20 punda leginn hængur í Víðidalsá. Hann hafði áður komist í kast við veiðimenn, því maðköngull og Iínu- spotti var í kokinu. Laxinn var þó hinn sprækasti, þ.e.a.s. þar til hann var kominn á land. Veiði með besta móti í Vatnsá ÁGÆT veiði hefur verið í Vatnsá við Vík í Mýrdal í sumar og veiðin komin fram úr heildarveiði síðasta sumars og er þó enn drjúgt eftir af veiðitímanum. Veiði hefst ekki fyrr en 25. júlí og stendur til 10. október. Fyrir fáum dögum voru komnir milli 80 og 90 laxar á land og svipað magn af sjóbirtingi. Það er meira heldur en veiddist allt síðasta sum- ar. „Jú, við erum mjög sáttir við þessa útkomu. Það er mun meira af fiski í ánni og góður tími eftir, þannig að þetta gæti farið langt með að tvöfaldast frá í fyrra. Við byrjum viljandi svona seint, því fiskur gengur hreinlega ekki í ána fyrr,“ sagði Hafsteinn Jóhannesson, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi og forsvarsmaður fyrir Stangaveiðifé- lagið Stakk í Vík. Vatnsá kemur úr Heiðarvatni ofan Víkur, er stutt og fellur í Kerlingardalsá sem fellur til sjávar skammt austan Víkur. Veitt er á þrjár stangir í ánni. Ölfusá verið gruggug „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið nánast ónýtur hjá okkur. Það kom svo mikið grugg í Ölfusá. Við höldum að þetta sé eitthvert fram- hjáskot úr Hagavatni, en það kemur okkur samt spánkst fyrir sjónir því við héldum að afrennsli þess hefði verið leitt yfir í Tungná. Þetta hefur alveg eyðilagt veiðiskapinn, en nú er eins og áin sé aðeins að lagast. Við vorum komnir með 205 laxa hér á Selfossi og spurning hvort eitt- hvað bætist við ef áin lagast. Það er veitt til 25. september," sagði Ágúst Morthens í Veiðisporti á Selfossi í Umhverfísverðlaun Norðurlanda veitt fyrir íslenskt jarðvegsverndarverkefni „Fyrst og fremst heiður“ UMHVERFISVERÐLAUN Norðurlandaráðs voru í ár veitt Rannsóknarstofnun landbúnað- arins og Landgæðslu ríkisins fyrir jarðvegsverndarverkefni sem starfsmenn stofnanana hafa unnið undir stjórn dr. Olafs Arn- alds jarðvegsfræðings. Verkefnið var unnið á árunum 1991 til 1997 og það fólst í að kortleggja og rannsaka jarðvegs- rof á öllu íslandi. Niðurstöðurnar voru gefnar út í bókinni Jarðvegsrof á Islandi. „Þetta er fyrst og fremst _ heiðm-,“ sagði Ólafur Arn- alds þegar Morgun- blaðið spurði hann um þýðingu verð- launanna. „Þarna var lagt út í mikið verkefni; því fylgdi áhætta og það reyndi á mann. Það er mjög mikils virði að fá viðurkenningu á þessu starfi og það hjálpar okkur kannski til að ná enn betri árangri á Islandi við verndun landsins. Það styður okkur í samstarfi á alþjóðavett- vangi.“ Deilur til lykta leiddar Ólafur segir að í kjölfar þess að þetta verkefni var unnið hafi þær umræður og deilur sem áður stóðu um hvort jarðvegseyðing væri vandamál á Islandi verið til lykta leiddar. Nú liggi fyrir heildaryfirlit yfir ástand þessara mála á landinu. Einnig hafi öll aðstaða Landgræðslunnar til að meta ástand Iands og skipu- leggja aðgerðir gjörbreyst. „Þá hófst nýr kafli þar sem umræðurnar snúast um það hvað eigi að gera í þessu. Þarna lágu fyrir niðurstöður, þar sem lagt var mat á ástandið í öllum sveit- arfélögum á landinu," sagði Ólaf- ur. Hann sagði að í framhaldi af útgáfu bókarinnar Jai-ðvegseyð- ing á íslandi hefði verið ákveðið að gera efnið aðgengilegra al- menningi með því að gefa út bæklinginn Að lesa landið, sem kom út í 12.000 ein- tökum og hefur m.a. verið sendur í skóla og væri hjálparrit fyrir almenning til að þess skoða og lesa í ástand lands- ins. Sýnilegt á alþjóða- vettvangi „Við höfum einnig gert þetta verkefni sýnilegt á alþjóðleg- um vettvangi. Við héldum meðal ann- ars ráðstefnu í sept- ember í fyrra. Þangað var boðið fólki alls staðar að úr heiminum, þar á meðal mörgum þróunar- löndunum. Þar var okkar efni sett fram í alþjóðlegu samhengi og það kom í Ijós að við eigum mjög mikið erindi á alþjóðavett- vangi. í framhaldi af því hefur verkefnið orðið sýnilegt innan Evrópusambandsins og við tök- um þátt í starfi með því. Það er líka til umræðu að við notum þá þekkingu sem við höfum aflað á þessu sviði og í landgræðslu al- mennt til að beina hluta af okkar þróunaraðstoð inn á þetta. Þar er þetta verkefni lykilatriði," sagði Ólafur Arnalds. DR. Ólafur Arnalds jarðvegsfræðingur. Leikið á klisjurnar LEIKLIST llermóður og Háðvör Við feðgarnir Eftir Þorvald Þorsteinsson. Leik- stjóri: Hilmar Jónsson. Leikarar: Ari Matthiasson, Björk Jakobsdóttir, Eg- gert Þorleifsson, Gunnar Helgason og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Leikgcrvi: Ásta Hafþórsdóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson. Hafnarfjarðarleikhúsið 18. september ÞETTA NÝJA leikrit Þorvaldar Þorsteinssonar kemur skemmtilega á óvart Hér er um hreinræktað fjöl- skyldu-stofudrama að ræða, raunsæ- isverk úr samtímanum sem lýsir flóknum samskiptum einstaklinga sem hver hefur sinn djöful að draga og blekkingarnar eru allsráðandi. Hér er þó ekki um háalvarlegt drama að ræða, heldur tekst hið dramatíska efni á við húmoríska sýn höfundar (og túlkun leikara) út allt verkið. Hið óvænta í sýningu þessari felst þó fyrst og fremst í því að persónumar eru allar meh'a eða minna hreinrækb- aðar klisjur en engu að síður tekst höfundi, í flestum tilvikum, að gæða þær lífi og gera þær áhugaverðar. Titill leikritsins vísar til feðganna Oddgeirs og Steingríms. Sá fyrr- nefndi er hjartveikur alkóhólisti sem lifir í brothættum blekkingarheimi og kúgar son sinn af list. Faðirinn er ísmeygilega andstyggilegur í túlkun Eggerts Þorleifssonar sem einnig kitlaði hláturtaugar áhorfenda af kunnáttu. Sonurinn er veikgeðja og heldur uppburðarlítill og var túlkun Gunnars Helgasonar á honum sann- færandi: hann var mátulega vesæld- arlegur sýninguna út í gegn. Björk Jakobsdóttir leikur systur Stein- gríms, Valgerði, sem virðist fyrirlíta þá feðga báða jafnt og hæðist óspart að almennu getuleysi þeirra. Þessi persóna er veikust frá hendi höfund- ar og átti Björk í nokkrum vandræð- um með hana - enda lítið að vinna úr: Klisjan var of flöt: kaldlynd og framagjörn einstæð móðir með leyndarmál sem vantar alla undir- byggingu í. Aðrar persónur leikritsins eru parið María og Einar sem eru ná- grannar feðganna og sá síðarnefndi reynist einnig tengjast fjölskyldunni á margvíslegan máta eins og kemur í ljós þegar á líður. Ari Matthíasson fer með hlutverk Einars og átti hann nokkra bráðskemmtilega takta, en var að mestu leyti eins og stórt bam (sem hentar rullunni ágætlega). Þrúður Vilhjálmsdóttir Morgunblaðið/Kristinn .FAÐIRINN er ísmeygilega andstyggilegur í túlkun Eggerts Þorleifssonar sem einnig kitlaði hláturtaugar áhorfenda af kunnáttu," segir meðal annars í dómnum. fer með hlutverk Maríu og var aðdá- unarvert hvað hún gat gert úr „heimsku ljósku“-klisjunni. Hún var bara góð. Sviðsmynd Finns Arnars hæfir verkinu vel. Slitin og hallærisleg húsgögnin og búslóðin, sem að mestu leyti er enn í kössum, undir- strika vel gæfusnautt líf fjölskyld- unnar. Finnur Arnar færír sviðs- myndina út, með aðstoð lýsingar Egils Ingibergssonar, á skemmti- legan hátt þannig að stigagangur og lyfta bætast við þá stofu sem leikur- inn fer að mestu leyti fram í. Bún- inga hannar Þórunn María Jóns- dóttir og hönnuður gerva er Ásta Hafþórsdóttir. Vinna þeirra tveggja setur sterkan svip á uppsetninguna í heild. Búningarnir eru sérstakir, en þó fannst mér farið yfir strikið með búning Valgerðar sem var nokkurs konar framakonudragt með fárán- legu tagli og flegnu framstykki sem virkaði sem nokkurs konar brjósta- skrúfstykki. Hvað átti það að fyrir- stilla? Þorvaldur Þorsteinsson er fjöl- hæfur listamaður og þótt hann sé oftast titlaður myndlistarmaður hef- ur hann áður sent frá sér athyglis- verð verk fyrir svið og á bók. Með þessu nýja leikriti ætti hróður Þor- valdar enn að aukast því honum tekst, eins og áður segir, að koma áhorfanda á óvart þótt hann vinni með efnivið æði kunnuglegan. Upp- setning Hafnarfjarðarleikhússins er ennfremur enn einn sigur Hilmars Jónssonar leikstjóra, sem hefur brillerað í hverju leikstjórnarverk- efninu á fætur öðru undanfarin þrjú ár. Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.