Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Sunnudagsævintýri
við
Tjörnina
„EINU SINNI var lítil kóngsdóttir..."
„EINU sinni var lítil kóngsdótt-
ir, sem hét Dimmalimm. Hún
var bæði ljúf og góð, og hún var
líka þæg.“ Þannig hefst ævintýr-
ið um Dimmalimm eftir Guð-
mund Thorsteinsson, Mugg, sem
myndskreytti ævintýrið einnig
af mikilli list. A sunnudaginn
hefjast sýningar á ævintýrinu
kunna í Iðnó. Leikstjóri er Ásta
Arnardóttir, en Ieikarar eru
Harpa Arnardóttir, Ólafur Guð-
mundsson og Þorsteinn Bach-
mann. Tónlistin er eftir Atla
Heimi Sveinsson og flytjendur
hennar eru þau Guðrún Birgis-
dóttir og Peter Maté. Leikmynd
er eftir Björgu Vilhjálmsdóttur
og sagan er í leikgerð Augna-
bliks.
I--- PHILIPS -
Há-gæði
á Iðgu verðl
Philips 28" gæða
sjónvarpstæki
á ótrúlegu verði.
• Nicam Stereo
• Blackline myndlampi
• Einföld og þægileg
fjarstýring
• íslenskur leiðarvísir
Gerðu hörðustu kröfur til
heimilistækja.
Fjárfestu í Philips!
phiups , 10 onn
myndbandstæki a lö.öUU
kc stgc
Tveggja hausa myndbandstæki frá
Philips á sérlega hagstæðu verði.
Einfalt í notkun og áreiðanlegt.
íslenskur leiðarvísir.
PHIUPS
Heimilistæki hafa verið fulltrúar Philips á
Islandi í 30 ár og það er takmark okkar að
Philips gæðavörumar séu hvergi á lægra
verði en hjá okkur.
Heimilistæki hf
SÆTÚN8 SÍMI 569 1500
http.//www.ht.is
Við ábyrgjumst góða þjónustu, gæði og verð sem stenst allan samanburð.
AGFA ^
Ævintýraleg umgjörð
Nýjar vörur! i
UAn íeykinóía |
1'-»^ Skolavörðustíg 1a
SAMAN geng«
hóndíhönd.
Harpa Arnardóttir
fer með
hlutverk
prinsessunn-
ar ljúfu og
góðu og seg-
ir hún að
stórkostlegt
sé að leika í
Iðnó, þessu
gamla menn-
ingarsetri Ieik-
listar landsins.
„Húsið hefur
mikla sál, og all-
ar endurbætur
eru svo skemmti-
legar. Ekki er
heldur verra að
setja upp sýning-
una á stað þar
sem svanirnir
synda beint fyrir
utan húsið,“ seg-
ir hún og hlær.
„Iðnó er elsta
leikhús lands-
ins,“ segir Ólaf-
ur Guðmunds-
son sem Ieikur
prinsinn, „og
maður finnur
það. Svo silja
bömin í spari-
stólum í Iðnó,
og það hefur
hver sinn
stól. Um-
gjörðin um
sýninguna
er því mjög
skemmtileg og
ævintýraleg í sjálfu sér.“ „Tónlist
Atla Heimis er einnig óskaplega
falleg og gerir mjög mikið fyrir
sýninguna, sem verður ennþá
meiri upplifun fyrir vikið,“ segir
Harpa.
Kærleikurinn í verki
Sagan um Dimmalimm, góðu
og þægu stúlkuna, gæti sumum
þótt bera skilaboð sem eiga lítið
erindi við böm nútimans, en
Harpa segir svo ekki vera.
„Dimmalimm er náttúmlega
prinsessa, en hún er hugrökk og í
henni blundar mikill kærleikur.
Auðvitað er hún bæði þæg og
góð, en hvað er það að vera þæg-
ur og hvað er það að vera góður?
Dimmalimm hefur hugrekki til
að hlusta á hjarta sitt og hefur
þetta eilífa sakleysi sem bömin
skilja svo vel. Kannski er helsti
boðskapurinn í verkinu ekkert
tengdur kynjahlutverkum, heldur
það að sýna kærleik-
ann í verki.
Galdrað upp úr skónum
En hvernig er að leika fyrir
böm? „Þau eru frábærir áhorf-
endur, því þau eru svo heiðarleg
og hrein og bein. Þú fela ekki
viðbrögð sín eins og fullorðnir
gera stundum og maður veit það
strax hvort þau em ánægð eða
ekki. Svo em þau svo nálægt
andanum og ævintýrinu, ímynd-
unaraflið er svo ríkt. í raun og
veru em það þau sem setja gald-
urinn af stað. Þau galdra mann
upp úr skónum, sem leikara,“
segir Harpa.
Ólafur segir að leikritið sé til-
valið fyrir yngri börn en höfði
þó til allra sem varðveita barnið
í sjálfum sér. Upplagt er að fara
á leikritið með afa og ömmu í
Iðnó. Þau geta sagt börnunum
sögur frá því þegar þau voru
ung og fóm i leikhúsið í gamla
daga. Svo er auðvitað hægt að
gefa öndunum brauðbita eftir
sýninguna, skoða svanina og
láta hugann reika.