Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS í DAG Heilsuefling og for- varnir í Heilsustofnun Frá Önnu Pálsdóttur: VETRARSTARFIÐ í Heilsustofn- un Náttúrulækningafélags Islands í Hveragerði er með margvíslegum hætti. A sumrin er einstaklingsmeðferð í boði en að vetri til er einnig boðið upp á hópmeðferð. Peir sem glíma við sams konar kvilla eru þá saman í hóp. I hópum eru t.d. hjartasjúk- lingar, konur sem hafa fengið brjóstakrabbamein, þeir sem glíma við offitu og verki í stoðkerfi. Viku- námskeið gegn reykingum hafa borið mjög góðan árangur. Meðferð Meðferð er eftir þörfum hvers og eins samkvæmt ráðleggingum fag- fólks. I boði er leikfimi, gönguferðir, sjúkraþjálfun, sjúkranudd, leiðbein- ingar í tækjasal, leirböð, heilsuböð og víxlböð. Sundlaug Heilsustofnun- ar, nuddpottur og sauna eru til af- nota fyrir dvalargesti. Umræðufund- ir, fyrirlestrar og einkaviðtöl eru hluti af meðferðinni. A borðum Heilsustofnunar er heilsufæði svo sem grænmeti, korn, ávextir, mjólkurvörur og baunir. Boðið er upp á fisk einu sinni í viku. Forvarnir Forvamir eru eitt meginmarkmið Náttúrulækningafélags íslands og er þar ekld síður lögð áhersla á að auka heilbrigði en eingöngu lækna sjúk- dóma. I Heilsustofhun er leitast við að hjálpa fólki til að finna nýjan lífs- stíl eftir því sem við á og halda góðri heilsu með bestu hugsanlegu ráðum. Göngudeild er starfrækt í Heilsu- stofnun. Pai- getur almenningur notið þjónustu Heilsustofnunar, en í boði eru leirböð, sjúkranudd og heilsuböð. Forvarnir eru í hávegum hafðar í Heilsustofnun og eru dvalargestir fræddir um það sem betur má fara í lífsháttum. Með fræðslu og þekk- ingu má fækka legudögum á sjúkra- húsum og spara þar með ríkissjóði mikil fjárútlát. Heilsustofnun hefur nýlega opn- að heimasíðu og er slóðin www.hnlfi.is. Þar er að finna nánari upplýsingar um starfsemina. ANNA PÁLSDÓTTIR, upplýsingafulltnái Heilsustofnunar. Island í Evrópusam- bandið sem fyrst Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: MIKILS misskilnings gætir hér á landi sem víða annars staðar á því, hvað Evrópubandalagið raunveru- lega er og hvað fyrir dyrum stendur að gera úr því í framtíðinni. Einkum gætir hans meðal vinstrisinna í álf- unni, og er það tilfinnanlega baga- legt. Mestur er þessi misskilningur á jaðarsvæðum álfunnar, þar sem annesjamennska er ráðandi í af- stöðu til flestra erlendra hluta þar. Andstaðan einkum af þekkingarleysi Nokkuð ljóst er að þessi hræðsla mótast hjá flestum vegna vanþekk- ingar á málinu eða vegna eigin per- sónulegra hagsmuna s.s. stuðnings við út- og innflutningsbönn af ýmsu persónulegu tagi. Nærtækast er að benda á íslenskan landbúnað og hversu verð á landbúnaðarvörum myndi hríðlækka hér á landi ef öll hin úreltu innflutningshöft væru felld skipulega niður hér. Skiljanleg er auðvitað þessi frumstæða afstaða - íslensku bændanna, þótt hún stríði augljóslega gegn hagsmunum þjóð- arinnar. Hins vegar mótast þessi ótti við bandalagið af ónógum upplýsingum um hvert eðli þess sé og hvert það stefni, og hvert hin ýmsu og afar merkilegu samvinnu- og samruna- ferli sem í álfunni eru í gangi skili okkur líklegast. Rétt er því að minna íslenska vinstrimenn í stuttu máli á örfáa helstu kosti þess að Islendingar gangi í þetta merkilega ríkjasam- band sem fyrst, enda er öllum ljóst að þeir munu gera það hvort eð er á endanum. Ekki síst þessvegna, að öruggt má telja að ísland sogist þangað inn fyrr eða síðar (sem bet- ur fer). En það væri og er í þágu hagsmuna okkar að drífa okkur þangað sem allra fyrst til að geta ráðið einhverju um innri og ytri •x uppbyggingu þess meðan hún er í sem mestri mótun. Á það einkum við sjávarútvegsmál og önnur stór hagsmunamál smáríkja eins og okk- ar. Helstu kostirnir Lítt umdeilt er meðal flestra hugsandi manna að Evrópusam- bandið er með langítarlegustu lög- gjöfina um mannréttindi af þeim risaveldum sem mannkynssagan greinir okkur frá. Enda voru og eru mannréttindi og friður í álfunni upphaf og hornsteinar bandalagsins frá fyrstu ánim þess er Rómarsátt- málinn var undirritaður 1955. Lítt umdeilt er að langítarlegustu löggjafirnar sem nokkurt ríki eða risaveldi hefur sett um varnir gegn mengun eru í gildi og eru að taka gildi í Evrópusambandinu. Sömu sögu er að segja um lög um vemdun verkafólks gegn sífelldri ásælni stórfyrirtækja í að minnka réttindi launþega sem mest þau mega (sem er reyndar bara þáttur í eðli kapít- alismans - það að hámarka gróða sinn með hvaða ráðum sem er). Sömu sögu er að segja um menn- ingu og sérkenni minnihlutahópa og þjóðemishluta. Alls staðar hvetur löggjöf Sambandsins til að að þess- um hópum og þjóðum og þjóðar- brotum sé hlúð menningarlega. Ennfremur er sömu sögu að segja um lög um vemdun dýra og með- ferð á þeim sem og um meðferð okkar á náttúrunni. Menningarvænt risaveldi Pað er nánast sama hvert litið er í siðferðilegri og menningarlegri af- stöðu Evrópusambandsins. Alls staðar er löggjöf og frumkvæði bandalagsins langtum fremri í vemdun og viðgangi alls þess er venjulega er kallað siðmenning í þess orðs víðustu og fallegustu merkingu. Það eitt og sér ætti að að reka allar þjóðir álfunnar í sam- bandið sem fyrst. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, skólastjóri Sálarrannsóknarskðlans. VELVAKAADI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirgefning- syndanna FJÖRUTÍU milljónum bagíta- dollara af almannafé hefur ríkissaksóknari Bandaríkj- anna eytt til að koma nú- verandi forseta Bandaríkj- anna frá völdum. Skýrslur um kynlíf forsetans ku fylla 40 til 50 skjóður. Éngin lög ku ná yfir sak- sóknarann. Hann virðist sjálfur hvítþveginn af allri synd, líkt og hver annar trúarleiðtogi sem syndgar í leynum meðan hann hvet- ur fjöldann til að hrópa „halelúja". Jafnvel forseti Banda- ríkjanna hefur sama rétt og aðrir eiginmenn til að sverja fyrir framhjáhald. Ef kona fyrirgefur manni sínum þarf heil þjóð ekki að gera það. Henni kemur þetta ekld við, enda á hver einstaklingur innan þjóðar nóg með sinn eigin synda- Guðrún Jacobsen, Bergstaðastræti 34. Góðæri? VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Hvar eða hvað er þetta góðæri sem hæstvirtur forsætisráðherra okkar er alltaf að tala um? Er þetta einhver ný kindategund? Það eru góðar ær = góðar kindur. Lágmarksfram- færslueyrir hjá hjónum er rúmlega 96 þúsund kr. og hefur ekkert hækkað síð- astliðin ár þrátt fytii' allt góðærið. Við hjónin erum bæði öryrkjar og örorkulífeyrir- inn hjá okkur nær reyndar ekki upp í þetta lágmark. Við fáum til samans rúm- lega 84 þúsund kr. á mán- uði. Reyndar fáum við líka barnalífeyri sem er eitt- hvað um 24 þúsund kr. á mánuði með barni okkar.“ Siggi. Hver keypti „Phonograf* MARGRÉT hafði sam- band við Velvakanda og er hún að leita að fólki sem keypti „Phonograf1 fyrir mörgum árum af manni sem hét Gísli. Biður hún fólkið um að hafa samband við sig. Margrét er í síma 567 6178. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU í svörtu hulstri týndust fimmtu- daginn 10. september, Iík- lega á leiðinni Seltjarnar- nes - Ingólfskaffi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 561 2041. Kvenúr fannst á Laugartorgi KVENÚR fannst á plan- inu á Laugartorg, Laugar- ási í Biskupstungum, fannst um sl. mánaðamót. Upplýsingar í síma 486 8966. Dýrahald Kettlingar óska eftir heimili FJÓRIR kettlingar, vel upp aldir, kassavanir, 8 vikna, óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 554 4045. SKAK llmsjóii Margcir Pctnrsson STAÐAN kom upp á meistaramóti rússneskra skák- félaga í júní í viðureign tveggja rússneskra stór- meistara af yngri kynslóðinni. Júrí Jakovitsj (2.570) hafði hvítt og átti leik gegn Sergei Savtsjenko (2.595). Svartur lék síðast 16. - Dc7-c5? og bauð drottningakaup. Kaupin gerðust þó með öðrum hætti en hann vonaðist eft- ir: 17. Rxe6! - Dxh5 (Skárri tilraun var 17. - Bxh2+ 18. Dxh2-fxe6 19. Hd6-Hd8! með varnarmöguleikum í miðtaflinu) 18. Rg7+ - Ke7 19. Rxh5 og hvítur vann endataflið á umframpeðinu. HVÍTUR á leik Pennavinir SEXTÁN ára ungverskur piltur með áhuga á íslensk- um eldfjöllum og goshver- um, sundi, hjólreiðum, safh- ar frímerkjum og póstkort- um, töivum og mörgu fleiru: Jozsef Lieszkovszky, Budapest, Kecses utca 10, 1173, Hungary. LITHÁI sem safnar frí- merkjum óskar eftir að skipta á íslenskum merkj- um og litháískum, pólskum og rússneskum. Skrifar bæði á ensku og þýsku: Aleksandras Dreimanas, ab. dezute 21, 2000 Vilnius, Lithuania. Með morgunkaffinu ÞAÐ er ekki rétt að þú haf- ir gefið mér bestu ár ævi þinnar. Þau voru liðin áður en þú hættir á leikskéla. NEI, mamma. Hann er bara að segja mér frá hundi sem hann átti einu sinni. Víkverji skrifar... AÐ HLÝTUR að vera eitt- hvert hallærislegasta klúður í íslenzkri pólitík á seinni árum þeg- ar vinstri flokkarnir senda frá sér málefnaskrá, sem á að verða grundvöllur sameiginlegs fram- boðs þeirra í næstu kosningum, og flazka á grundvallaratriðum í póli- tík eins og því að hafa réttar upp- lýsingar og vera sæmilega að sér í því, sem um er fjallað. I málefna- skránni var því haldið blákalt fram að varnarsamningurinn við Banda- ríkin frá 1951, einhver rnikilvæg- asti milliríkjasamningur sem Is- land hefur gert, rynni út árið 2001 og þess vegna þyrfti að taka upp viðræður við Bandaríkjamenn. Nú vissu margir - þó ekki forystumenn nýju vinstri hreyfingarinnar - að vamarsamningurinn rennur alls ekki út 2001, heldur er þar um allt annað samkomulag að ræða, sem er frá 1996 og fjallar um fram- kvæmd á þeim grundvallarskyld- um, sem kveðið er á um í varnar- samningnum. Samfylkingin reynir að klóra yfir mistökin og segh' að um „ónákvæmt orðalag" hafi verið að ræða. Auðvitað hafi verið átt við samkomulagið frá 1996. I samtöl- um við fjölmiðla í rúmlega hálfan sólarhring tönnluðust forystumenn samfylkingarinnar hins vegar á því að varnarsamningurinn rynni út árið 2001 (sumir sögðu árið 2000) og enginn þeirra minntist á sam- komulagið frá 1996 fyrr en þeim var bent á vitleysuna. Hið rétta í málinu kom þeim augljóslega í opna skjöldu. XXX ETTA vandi-æðalega mál sýnir að fólkið, sem samdi málefna- skrána, hefur litla þekkingu á utan- ríkismálum og veit ekki um hvað það er að tala. Ekki vildi Víkverji þurfa að horfa upp á að einhver þeirra stjórnmálaforingja, sem í hlut eiga, settist í stól utanríkisráð- herra að loknum kosningum. I^MORGUNBLAÐINU í gær er sagt frá verktaka, sem byrjaði að malbika íbúðargötu í Kópavogi án þess að segja íbúunum frá því og lokaði bfla þeirra inni í götunni. Þetta er kannski óvenjuslæmt dæmi um slæleg vinnubrögð verk- taka, sem vinna við gatnafram- kvæmdir. Það er hins vegar ótrú- lega algengt að merkingar verk- taka séu allsendis ófullnægjandi. Það heyrir til undantekninga, þeg- ar verktaki lokar umferðargötu, að sett séu upp skilti við nærliggjandi götur til að vara ökumenn við í tæka tíð þannig að þeir geti valið sér aðra leið. Víkverji lendir oft í því að þurfa að bakka eða snúa við, þegar hann kemur fyrir horn og sér skyndilega að gatan er lokuð vegna framkvæmda. Þetta skapar auðvitað slysahættu og má furðu sæta að sveitarstjórnir og lögregla skuli ekki gera meiri kröfur til verktaka um fagleg vinnubrögð í þessu efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.