Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fólk Nýtt orgel tekið í notkun í Breiðholtskirkju á morgun Doktor í listrekstrar- fræði •HAUKUR F. Hannesson varði nýlega doktorsritgerð sína í list- rekstrarfræði (Arts Policy and Management) við City Uni- versity í London. Titill ritgerðarinnar er: Symphony Orchestras in Scandinavia and Britain: A Comparative Study of Fund- ing, Cultural Models and Chief Executive Self-Perception of Policy and Organisation. Umfjöll- unarefnið er rekstur og rekstrar- umhverfi sinfóníuhljómsveita á Norðurlöndum og í Bretlandi. I fyrsta hluta ritgerðarinnar er rakin þróun hlutverks stjórnsýsl- unnar í menningarmálum svo og þróun sinfóníuhljómsveitamála í löndunum sex. Annar hlutinn er könnun meðal áttatíu og þriggja framkvæmdastjóra jafn margra sinfóníuhljómsveita í þessum lönd- um. Könnunin tók til fjölmargra þátta í ytra og innra rekstrarum- hverfi hljómsveitanna og afstöðu framkvæmdastjóranna til þeirra. í þriðja hlutanum er borin saman rekstrarafkoma hljómsveitanna á Norðurlöndum (þrjátíu og tveggja að tölu) og úrtaks breskra hljóm- sveita fyrir árið 1995 og í síðasta hlutanum fjallað um rekstur þeirra og möguleika útfrá fræðilíkönum um hlutverk stjórnvalda í stuðn- ingi við listir og menningu. Helstu niðurstöður benda til þess að afstaða framkvæmdastjór- anna til rekstrarumhverfis og innri mála hljómsveitanna sé fremur lík á Norðurlöndum og í Bretlandi þrátt fyrir megninmun á fyrir- komulagi fjármögnunar. Einnig er leitt getum að því að fjármögnun hljómsveitanna af opinberu fé, annaðhvort með beinum fjárfram- lögum yfii-valda eða skattaafslætti styrktaraðila, sé meginstoðin fyrir stöðugum rekstri þeirra. Haukur F. Hannesson er fædd- ur í Kópavogi 1960 og lauk stúd- ensprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1977. Hann stundaði nám í sellóleik við Tón- listarskólann í Reykjavík og síðar við Guildhall School of Music and Drama í London þaðan sem hann lauk einleikara- og kennaraprófi (AGSM) árið 1982. Árið 1991 lauk hann meistaraprófí í listrekstrar- fræði (MA in Arts Management) frá City University í London. Haukur starfaði sem sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands 1983- 1988 og var skólastjóri og kennari við Tónlistarskóla Islenska Suzukisambandsins 1988-1994. Hann hefur undanfarið starfað sem framkvæmdastjóri Kammer- hljómsveitarinnar í Sundsvall í Svíþjóð, en mun á næstunni taka við starfi framkvæmdastjóra Sin- fóníuhljómsveitarinnar í Gávle. Foreldrar Hauks eru Hannes Flosason tónlistarkennari og tré- skurðarmeistari og Krisljana Pálsdóttir píanókennari. Samvist- armaður hans er Jörgen Boman. bókasafnsfræðingur við Háskól- ann í Gávle. FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR 1 m Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Mun efla tónlistarlíf og helgihald í kirkjunni Morgunblaðið/Ásdís SÉRA Gísli Jónasson, sóknarprestur í Breiðholtskirkju, Daníel Jónasson organisti og Björgvin Tómasson orgelsmiður eru ánægðir með nýja nítján radda pípuorgelið sem verður vígt á morgun. Nýtt nítján radda pípu- orgel Breiðholtskirkju verður helgað og tekið í notkun á morgun, sunnudag, við sérstaka hátíðarmessu. Margrét S veinbj örnsdóttir komst að því að org- anistinn var orðinn verulega langeygur eft- ir hljóðfærinu, sem er smíðað í gamla fjósinu á Blikastöðum í Mos- fellsbæ. Sóknarprest- urinn bindur vonir við að með tilkomu orgels- ins eflist tónlistarlíf og helgihald í kirkjunni. „ÞETTA er nítján radda pípuorgel með tveimur hljómborðum og pedal. Það sem er sérstakt við orgelið er að það er mikið opið og lítið tréverk yfir efri hluta hljóðfærisins. Það var ósk arkitektsins að málmpípur yrðu ráð- andi en pípurnar eru á tólfta hund- rað talsins. Spilaborðið er slitið frá orgelinu sjálfu, þannig að organist- inn getur raðað söngfólkinu fyrir framan sig, eða milli spilaborðsins og orgelsins, og hefur þá betra augn- samband við kórinn. Þetta er I fyrsta sinn sem ég smíða hljóðfæri sem er með svona frístandandi spilaborði,“ segir Björgvin Tómasson orgelsmið- ur þegar hann er beðinn að lýsa org- elinu, sem nú er komið á sinn stað í Breiðholtskirkju. Aðdragandi orgelkaupa í Breið- holtskh-kju er orðinn alllangur. Söfn- uðurinn var stofnaður árið 1972 og í fjölda ára var messað í hátíðarsal Breiðholtsskóla. Fyrsta skóflustung- an að kirkjunni, sem arkitektamir Ferdinand Alfreðsson og Guðmundur Kr. Kristinsson hönnuðu, vai' tekin 1977 en kirkjan var ekki vígð fyrr en í mars 1988. Keypt var rafmagnsorgel af stærri gerðinni sem var notað þann tíma sem kirkjustaifið var til húsa í skólanum og var það orgel flutt yfir í kirkjuna þegar hún var tekin í notkun og hefur verið notað þar síðan. Gamla orgelið komið á síðasta snúning „Það var út af fyrir sig þokkalegt hljóðfæri og hefur dugað okkur ágætlega en er gersamlega úr sér gengið og hefur verið að bila á óhentugustu tímum, jafnvel í miðjum athöfnum, svo það var alveg komið á síðasta snúning,“ segir séra Gísli Jónasson sóknai-prestur. „Það var svo fyrir tveimur til þremur árum, þegar við vorum farin að sjá út úr mestu skuldunum efth- byggingar- framkvæmdir, að það var farið að huga alvarlega að því að kaupa org- el,“ segir hann og bætir við að bygg- ingarnefnd hafí á sínum tíma mótað þá stefnu að nota sem mest íslenskt við byggingu kirkjunnar. „Þannig að það var alveg í samræmi við það að menn vildu kanna hvort hægt væri að ná samningum við Björgvin um að smíða orgel. Við fengum reyndar til- boð frá Danmörku líka en það kom bara í ljós að það var mun hag- kvæmara að skipta við Björgvin.“ Verksamningurinn hljóðar að sögn sr. Gísla upp á um 18,6 milljónir króna og var um helmingur þeirrar upphæðar til í orgelsjóði kirkjunnar. Langtímalán eru tekin fyrir því sem upp á vantar. Náið samstarf við arkitekt og organista Verkið hefur tekið u.þ.b. eitt ár. Hljóðfærið var fullsmíðað á verk- stæði Björgvins á Blikastöðum og um mitt sumar var það svo tekið í sundur stykki fyrir stykki og flutt í kúkjuna, þar sem það var sett sam- an aftur. Björgvin kveðst vilja taka fram að hann hafí ekki unnið verkið einn og hrósar starfsmönnum sínum á hvert reipi fyrir þeirra hlut í orgel- smíðinni. „Orgelhúsið sjálft smíðaði mikill listasmiður sem heitir Jóhann Hallur Jónsson. Sigurður Arsælsson á mikinn hlut í þessu líka en hann sá um smíði á svokölluðum vindhlöðum, sem er sá hluti sem pípurnar standa ofan á. Við lokafrágang á hljóðfær- inu vann með mér Hallfríður Guð- mundsdóttir, sem er nemi í hús- gagnasmíði, og svo hafa eiginkona mín og synir reyndar komið nálægt þessu líka,“ segh' hann. Orgelið stendur fi-ammi í kh'kj- unni, til hliðar við altarið. Hvað ytra útlit þess varðar hafði Björgvin náið samstarf við Ferdinand Alfreðsson arkitekt en orgelið er smíðað úr beyki í stíl við aðrar innréttingar í kirkjunni. Þá hefur organisti Breið- holtskh'kju, Daníel Jónasson, fylgst með frá upphafi og hann og Björgvin í sameiningu valið raddir í hljóðfærið. Meginmarkiniðið að orgelið þjóni þörfum safnaðarins „Það er geysilega fallegur hljómur í þessu hljóðfæi'i, sem gefur mikla möguleika. Við bindum miklar vonir við að þetta muni efla tónlistarlífið hér og helgihaldið allt,“ segir sr. Gísli og kveðst telja líklegt að tilkoma org- elsins auki ásóknina í að nota kirkj- una fyrir ýmsa tónlistarviðburði. Hann leggur raunar áherslu á að við val á orgeli hafi meginmarkmiðið verið að það þjónaði þörfum safnað- arins. „Við teljum ekki ástæðu til að það sé stórt konsertorgel í hverri kirkju," segir hann og orgelsmiður- inn tekur í sama streng. „Þetta er fyrst og fremst hljóðfæri sem á að geta þjónað við allar kirkjulegar at- hafnir," segir Björgvin. Daníel hefur gegnt starfi organista við Breiðholtskirkju í 26 ár og var því orðinn langeygur eftir alvöruorgeli. Hann er að vonum ánægður með gripinn. „Þetta er ákaflega vönduð smíð og fellur vel inn í kirkjuna og mér líkar mjög vel að spila á það,“ segir hann. Tuttugu manns eru í kór kirkjunnar og á þessum tímamótum kveðst Daníel gjarnan vilja efla kór- inn. „Það vantar fólk í allar raddir, ekki síst karlai'addirnar." Aðspurður um hvort það sé ekki dálítið skiýtið að sleppa hendinni af svo stóru vei'ki þegar smíðinni er lokið og orgelið komið á sinn stað í kirkjunni segir hann að það sé vissu- lega sérstök tilfinning en hún hafi þó verið enn sterkari þegar hann lét fyrstu hljóðfærin frá sér. „Nú er þetta átjánda hljóðfærið sem fer af verkstæði frá mér,“ segir hann og er ekki frá því að þetta venjist smám saman. „En það er óhætt að segja að það er mjög tómlegt á verkstæðinu fyrstu dagana eftir að svona gripur er farinn út og maður byi'jar síðan frá grunni á nýju hljóðfæri.“ Sérstök vígsluathöfn verður í upp- hafi hátíðarmessu í Breiðholtskirkju á morgun kl. 14, þar sem orgelið verður helgað og tekið í notkun. Þá verður guðsþjónusta með altaris- göngu, þar sem biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, prédik- ar. A eftir verður svo kirkjugestum boðið í kaffi í safnaðarheimilinu í til- efni dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.