Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 9
Ný biðskýli
tekin í
notkun
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri Reykjavíkur tók í
gærmorgun formlega í notkun ný
strætisvagnabiðskýli sem sett
hafa verið upp vx'ðs vegar um
borgina. Fór vígslan fram í Von-
arstræti.
Nýju skýlin eru alls 120 og mun
danska fyrirtækið AFA JCDecaux
sjá um viðhald þeirra, borginni að
kostnaðarlausu, en rekstur skýl-
anna er fjármagnaður með aug-
lýsingum. Fyrirtækið AFA
JCDecaux rekur samskonar skýli
í 1070 borgum og bæjum í Evrópu
en í tilefni af uppsetningu skýl-
anna hefur danski listamaðurinn
Per Arnoldi teiknað veggspjald
sérstaklega tileinkað Reykjavík.
---------------------
Enginn eldur í hreyfli
Martinair-þotunnar
Fugl líklega
farið í
hreyfilinn
HVORKI kviknaði eldur né varð
sprenging í hreyfli Martinair-þotunn-
ar sem nauðlenti á mánudagskvöld í
Calgary í Kanada. Tveir íslenskh'
hestamenn voru meðal 272 farþega.
Að sögn kanadíska blaðsins Ed-
monton Journal leiddi skoðun á
hreyflinum í ljós að hvorki kviknaði í
honum né vai-ð þar sprenging.
Segú' blaðið, að talið sé að fugl hafi
sogast inn í annan hi’eyfil Boeing
767-þotunnar er hún var í 600 feta
hæð rétt eftir flugtak í Calgary.
Flugmennirnir urðu þá varir við
að eitthvað væri að í hreyflinum svo
þeir slökktu á honum og héldu áfram
flugi á einum hreyfli þar til þeir
lentu þotunni aftur í Calgai’y 35 mín-
útum eftir flugtak.
Sjónai-vottar á jörðu niðri töldu
sig hafa séð eld í hreyflinum og
nokkrir farþegar þotunnar sögðust
hafa heyrt sprengjudynk.
Engin merki um eld né sprengingu
fundust við skoðun á hreyflinum og
kann dynkurinn að stafa frá því að
fugl sogaðist inn í hann í flugtakinu.
Þar sem flugmennirnir afréðu að
losa þotuna ekki við eldsneyti fyrir
lendingu, þar sem enn meiri flugtími
hefði farið í það, var hún í þyngra
lagi og sprakk því á þremur hjól-
börðum hennar í lendingunni.
-------♦-♦-♦-----
Ohapp við málningar-
vinnu á Vopnafírði
Málning úðast
yfir tugi
bifreiða
SVIPTIVINDUR olli því að málning
úr málningarsprautu starfsmanns
Fiskvinnslu- og skipaþjónustunnar
úðaðist yfir tugi bifreiða á Vopnafirði
í fyrradag, þegar verið var að mála
lýsistanka í eigu Lóns hf.
Bifreiðarnar stóðu í um 200 metra
radíus frá tönkunum og í gær var bú-
ið að telja 47 bifreiðar, sem málning-
in úðaðist yfir. Málningin sem notuð
var á tankana er hvít epoxí þykk-
málning og sást einna mest á 8-9 bif-
reiðum. í dag er búist við að lokið
verði við hreinsun bifreiðanna en til
þess er notað svokallað segultyggjó,
sem starfsmenn Bílabæjai- á Vopna-
firði, sem þrífa bifreiðarnar lýsa sem
„undraefni" við þess konar þrif.
Ljóst er að engin bifreið skemmist
af óhappinu, en kostnaður við þrifin
gæti hlaupið á fáeinum hundruðum
þúsunda króna. Verktakinn sem sér
um málningarvinnuna á lýsistönkun-
um ber kostnaðinn sjálfur því hann
er ekki tryggður fyrir tjóninu.
Ohöpp sem þessi munu ekki óal-
geng og segir lögreglan að þetta sé í
þriðja skipti sem málning úðast yfir
bifreiðar á einu ári á þessu svæði.
Flottar peysur
Ný sending af peysum
Gallastretsbuxurnar komnar
Munið góða verðið hjó okkur
Eddufelli 2, sími 557 1730.
Ný sending
Stretsbuxur og jakkapeysur
hJá~&@afhhiMi
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
getur hjálpað þér til aó hætta aö reykja.
Tilboð á NICOTINELL nikótín tyggjó:
Föstud. 18. oglaugard. 19. september.
NICOTINELL tyggjó 4 milligrömm, 84 stykki kr. 1499,-
NICOTINELL tyggjó 2 milligrömm, 84 stykki kr. 999,-
( Cott bragð til að hætta að reykja j
INGÓLFS
APÓTEK
Kringlunni • Reykjavík • Sími 568 9970
Kynnum hausllínuna frú ESTEE LAUDER í Lyfju Lágmúla og Lyfju Setbergi i dag.
LYFJA Cb LYFJA
SETBERGI LÁGMÚLA
Simi 555 2306 Simi 553 2308
rHi
ESTEE LAUDER
Gimsteinaglóð
Haustið 1998 leiðir aftur til hásætis skart og skrautlega liti
Glæsileiki og auöseeld, gimsteinaglóð.
Rúbínar, smaragðar, brans og glóandi gull.
í þessari glóðbjörtu förðunarlínu eru m.a. Minute Makeup Goldslick,
sem slær gullnum Ijóma á andlit, háls og hvar sem er,
glóðheitir Dual-tone, tvöfaldir, og Velvet-varalitir og Compad Disc-
augnskuggi í nýrri gerð, Wet/Dry.
Láttu gimsleinaglóðina ekki fara fram hjá þér.
★ Þér gefst kostur á að kaupa fallegt Estée Lauder-töskusett í haustlitunum
á aðeins 900 kr. ef þú verslar í Gimsteinaglóðinni.
SPENNANDI
VÖRURí
jEúny weúi
- frébær föt fyrir
flotta krakka
Stussy buxur ...............2.990 kr.
Army buxur .................2.350 kr.
Bolir frá ..................1.590 kr.
Ungbarna flíspeysur.........1.990 kr.
Buxur frá ................. 1.590 kr.
Joggingbuxur..................990 kr.
Úlpur frá...................3.990 kr.
Barnabóta-
fr
rumvan
Sparaðu þúsundir með þátttöku í
afsláttarleik Do Re Mí. Allt sem þú þarft að
gera er að hafa með þér afsláttarkortið (ath.
‘það er hægt að fá afsláttarkort á staðnum) í
einhverja af verslunum okkar í september, versla eitthvað sem þig vantar,
við stimplum kortið og gefum þér 5% afslátt. Með þessu ^
hefur þú unnið þér rétt á 10% afslætti í október og
ef þú verslar hjá okkur í október áttu rétt á 15%
afslætti í nóvember og þegar þú hefur nýtt þér
nóvemberafsláttinn ertu heldur betur í góðum
málum: 25% afsláttur í desember!
OPIÐ
SUNNUDAG
KL. 13-16
í Faxafeni
Sendum í
póstkröfu
sími:
581 4565
Faxafeni 8, Laugavegi 20, Fjarðargötu 17
í Hafnarfirði og Kirkjuvegi 10 í Vestmannaeyjum