Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 50
TfoO LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JÓHANNES ÖGMUNDSSON + Jóhannes Ög- mundsson fædd- ist á Görðum í Beru- vík á Snæfellsnesi 26. september 1917. Hann lést á Vist- heimilinu Víðinesi 8. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ögmundur Andrésson, f. 5. júlí 1855 í Einarslóni á Snæfellsnesi, d. 11.1. 1923, og Sói- veig Guðmundsdótt- ir, f. 2. september 1873 í Purkey á Breiðafirði, d. 10.6. 1942. Systk- ini Jóhannesar eru: Guðlaug, f. 30.3. 1896, d. 5.1. 1922; Sigríð- ur, f. 22.7. 1897, d. 8.3. 1992; Einar, f. 1.10. 1899, d. 3.3. 1974; Kristbjörn, f. 28.9. 1900, d. 31.3. 1984; Karvel Línberg, f. 7.5. 1902, d. 7.12. 1902; Karvel, f. 30.9. 1903; Líneik, f. 18.2. 1905, d. 1909; Ögmunda, f. 23.9. 1907, d. 13.1. 1994; Guðmundur Þór- Nokkur orð til minningar um móðurbróður minn Jóhannes Ög- 'rmundsson. Ævistarf hans var sjó- mennska. Lengst af var hann fyrsti vélstjóri á Vögg GK 204, sem hann átti ásamt bræðrum sínum, Daníel, Karvel og Guðmundi Þórarni. Jóhannes fór kornungur að vinna fyrir sér eins og títt var, og til dæm- is þegar hann hafði unnið um tíma sem unglingur á söltunarstöð Óskars Halldórssonar í Bakka á Siglufirði og síldarhrota stóð sem hæst á planinu, birtist Óskar allt í einu við hliðina á verkstjóranum og bendir á Jóhannes og segir: Þessi unglingur á hér eftir að fá fullorð- inskaup. I stríðinu var Jóhannes um tíma á Dagnýju SI-7 annar vélstjóri. Siglt var með ísfisk til Englands um vet- urinn, en síldveiðar stundaðar um sumarið með Amþóri Jóhannssyni skipstjóra, þeim þjóðkunna afla- manni. arinn, f. 9.5. 1910, d. 28.5. 1983; Karl, f. 8.4. 1912, d. 19.10. 1993; Daníel, f. 19.4. 1915, d. 1.7. 1960. Jóhannes kvænt- ist hinn 1. desem- ber 1950 Önnu Bjarregaard Ög- mundsson, f. 8.4. 1913, umsjónar- konu í Reykjavík. Þau skildu. Kjör- dóttir þeirra er Rut María, f. 7.1. 1956. Jóhannes eignað- ist tvær dætur fyrir hjónaband, Hrönn, f. 2.9. 1935, með Sólborgu Sigurðardóttur, f. 14.10. 1901, d. 23.4. 1997, verkakonu í Reykjavík, og Sól- veigu, f. 31.1. 1943, með Þórdísi Þorgrímsdóttur, f. 15.11. 1917, húsnióður í Ölasvík. Utför Jóhannesar fer fram frá Njarðvíkurkirkju í Innri- Njarðvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég minnist þess að í stríðinu þegar Dagný kom til Siglufjarðar úr siglingu til Englands og Jóhann- es kom í heimsókn til foreldra minna í Hvanneyrarhlíð þá fór ég í sendiferðir fyrir hann um borð í Dagnýju. Ég var þá léttstígur sex eða sjö ára og upp með mér að sendasta fyrir frænda minn sem var alvanur sjómaður og vélstjóri. Þó var hann ekki nema 24 eða 25 ára. Síðast var Jóhannes á varðskip- inu Þór fjórði vélstjóri með Eiríki Kristóferssyni skiphema og Garðari Pálssyni skipherra sem var fyrsti stýrimaður. Þar með lauk sjó- mennskunni að mestu leyti enda heilsan þá farin að gefa sig. Ég vil að lokum votta afkomend- um, tengdafólki og ástvinum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning frænda míns, Jóhannesar Ögmundssonar. Grímur Karlsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma, systir og mágkona, NANNA SÖRLADÓTTIR, Sigtúni 47, Patreksfirði, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 15. september. Jarðsungið verður frá Patreksfjarðarkirkju, laugardaginn 19. september kl. 14.00. Páli Guðfinnsson, Herdís Jóna Agnarsdóttir, Oddur Guðmundsson, Ólafur Magnússon, Arndís Harpa Einarsdóttir, Richard Wilson, Sveinbjörn Rúnar Helgason, Bára Einarsdóttir, Helgi Rúnar Auðunsson, Jóhann Valur Jóhannsson, Eggert Matthiasson, Nicola Pálsson, barnabörn, barnabarnabörn, systkini og tengdafólk. Guðfinnur Pálsson, Kolbrún Pálsdóttir, Bára Pálsdóttir, Einar Pálsson, Áslaug Pálsdóttir, Steinunn Pálsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Páll Pálsson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Harpa Pálsdóttir, Nanna Pálsdóttir, Finnbogi Pálsson, Kristjana Páisdóttir, + Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna andláts bróður míns og frænda, HALLDÓRS GUNNARS JÓNSSONAR, til heimilis í Seljahlíð, Hjallaseli 55. Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir góða umönnun. Þorbjörg V. Jónsdóttir, Vilhelm R. Guðmundsson. Hvernig ljúga má með tölfræði ÞAÐ MUN hafa ver- ið stjórnmálamaðurinn og rithöfundurinn Disraeli (1804-1881) sem setti fram hina umtöluðu kenningu um að til væru þrjár teg- undir af lygi: Lygi, haugalygi og tölfræði. Kenning þessi fær ljósa merkingu þegar rýnt er í Morgunblaðið frá 25. júlí sl. en þar beitir blaðið þekktum tölfræðiblekkingum til að villa um fyrir les- endum sínum í þeim tilgangi að vinna skoð- unum blaðsins fylgi að því er best verður séð. Með fullvaxinni fyrirsögn birtir „blað allra landsmanna" þjóðinni þau tíðindi að 77,3 % sjómanna styðji veiðileyfagjald! Þetta eru allmikil tíðindi _ í ljósi þess að Sjómannasamband Islands og önnur sjómannasamttök eru bú- in að álykta gegn veiðileyfagjaldi sem sértækum skatti enda mætti flestum sjómönnum vera ljóst að kjör þeirra myndu rýrna en ekki batna við tilkomu slíks gjalds. í þessu sambandi má geta þess að hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson sem hlynntur er gjald- inu dregur ekki dul á þessar afleið- ingar gjaldsins. Þar sem undirritað- an grunaði þá á Morgunblaðinu um að hafa lesið bókina How to Lie with Statisties (hvernig ljúga má með tölfræði) eftir Darrell Huff sló hann á þráðinn til Gallup skömmu eftir að fréttin birtist. Gallup upplýsti að af 1139 manna úrtaki þar sem svarhlutfall var 71,1% hafí um 2% verið sjómenn. Fjöldi sjómanna sem svara í könn- uninni er því aðeins á stærð við eina skipshöfn! Ósjálfrátt kemur upp í hugann sagan um fjöðrina sem varð að heilum hænsnahóp. Það skekkir einnig myndina að skv. upplýsingum Gallups mun nær eingöngu hafa náðst í sjómenn í landi. Flestir kannski skráðir á dalla sem safna hrúðurkörlum við bryggju af því að megnið af kvóta þeirra hefur verið selt og uppboð á veiðiheimildum því fýsilegur kostur fyrir þá. Þeir sem á annað borð hafa ein- hverja þekkingu á tölfræði vita auð- vitað að niðurstaða könnunarinnar er marklaus hvað varðar sjómenn sérstaklega enda hefur Gallup stað- fest það og gert athugasemd við frétt Morgunblaðsins. Það er einnig staðfest að Morgunblaðinu var full- kunnugt um smæð úrtaks sjómanna þegar það vann að fréttinni. Stór- blaðið Mogginn, sem nokkuð reglu- lega veltir sér upp úr tölfræðiút- tektum á eigin vinsældum, getur trauðla flúið í það skjól að hann hafí enga þekkingu á tölfræðivísindum. Staðreyndin er miklu fremur sú að þar á bæ láti menn hvorki þekkingu né sannleika þvælast fyrir sér þegar mikið liggur við. En æðsta köllun Morgunblaðsins um þessar mundir virðist vera sú að birta þjóð- inni Alþýðublaðið sál- uga afturgengið í leið- uram sínum um veiði- leyfagjald. Hrollvekj- andi er til þess að vita að hugmyndin að þess- um sértæka skatti er eldri afturganga sótt i óréttlátt og aftur- haldsamt verðlagskerfi dönsku einokunar- verslunarinnar á Is- landi en þar fór hluti af útflutningsverðmæti fiskafurða í útflutn- ingsuppbætur land- búnaðarafurða sem olli því að útgerð koðnaði niður og þjóðin sökk enn dýpra í vesöldina. En „blað allra landsmanna" lætur ekki söguna hræða sig þegar um köllun er að ræða og hefði sjálfsagt látið sig hafa það að staðhæfa að 100% sjómanna styðji veiðileyfa- gjald þótt aðeins hefði náðst í einn sjómann og hann sagt já við lítt gi'undaðri spurningunni. Blekking- ar Morgunblaðsins eru auðvitað Æðstu köllun Morgunblaðsins um þessar mundir telur Daníel Sigurðsson vera að birta þjóðinni Alþýðublaðið sáluga afturgengið í leiðurum sínum um veiðileyfagjald. þeim mun athyglisverðari í ljósi þess að fyrir skömmu eyddu þeir heilu Reykjavíkurbréfi af takmark- aðri pláss „auðlind" blaðsins (sem þeir kalla sjálfir svo) til að reyna að sannfæra lesendur sína um að skoð- anir Morgunblaðsins móti ekki fréttaflutning þess. I bréfinu (7.júní sl.) segir meðal annars: „Andstæðingar Morgunblaðsins í fiskveiðistjórnunarmálum hafa hvað eftir annað haldið því fram að fréttaflutningur blaðsins á því sviði væri litaður af skoðunum blaðsins. Það er [heldur] ekki rétt en breytir ekki því að þær fullyrðingar hafa bæði talsmenn LÍtJ og aðrir sett fram.“ Bréfritari hefur gefið öfugmæi- unum lausan tauminn og lætur gamminn geisa: „í öðru lagi má kannski minna á, að það tók Morgunblaðið á fjórða áratug að skapa sér þá sjálfstæðu stöðu, sem blaðið hefur nú á fjöl- miðlamarkaðnum á Islandi og á vettvangi þjóðmálanna." Raunalegt er til þess að vita að píslarganga þessi skuli ekki skila beysnari fréttamennsku og leiður- um en raun ber vitni. Upp í hugann koma ljóðlínur Jónasar Hallgrímssonar: „Hvert er þá orðið okkar starf í 600 sumur“! Betur hefði verið við hæfi að bréf- ritari hefði nýtt „takmarkaða plássauðlind" blaðsins í að upplýsa lesandann um að það taki ekki nema á fjórða tug mínútna að lesa bókina How to Lie with Statistics eftir Darrell Huff. Vonandi er það ekki til of mikils mælst að fréttablað sem ætlast til að sé tekið mark á og borið fram á undan hafragrautnum á morgnana mengi ekki fréttirnar með uppsuðu af eigin skoðunum þegar það kokkar þær ofan í lesand- ann. Höfundur er véltæknifræðingur og kennari við Vélskóla Islands. Aths. ritstj.: HINN 19. ágúst sl. birtist í sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, Úr Verinu, svokölluð athugasemd frá Gallup: „Fyi-r í sumar gerði Gallup könn- un á viðhorfi þjóðarinnar til núver- andi kvótakerfis í sjávarútvegi og afstöðu fólks til veiðileyfagjalds. Könnunin var gerð að frumkvæði Gallup og niðurstöðurnar birtust í júlítölublaði Þjóðarpúls Gallup. Nið- urstöðurnar eru mjög afgerandi. Tæplega 72% þjóðarinnar eru óá- nægð með núverandi kvótakerfi en tæplega 12% segjast ánægð með það. Sömuleiðis segjast tæplega 68% fylgjandi veiðileyfagjaldi en um 23% andvíg og er þar um mark- tækan mun að ræða. Meirihluti fylgjandi í flestum hópum Það styrkir þessar niðurstöður enn frekar að meirihluti í nær öllum hópum sem niðurstöðurnar eru greindar eftir er fylgjandi veiði- leyfagjaldi; meirihluti karla og kvenna er fylgjandi veiðileyfagjaldi, meirihluti fólks sem er búsett á höf- uðborgarsvæðinu annarsvegar og landsbyggðinni hinsvegar og sömu- leiðis er meirihluti kjósenda allra þingflokka fylgjandi veiði- leyfagjaldi. Þegar niðurstöðurnar era skoðaðar eftir aldri svarenda sést að meirihluti fólks á aldrinum 25-75 ára er fylgjandi veiði- leyfagjaldi en yngsti hópurinn, 18- 24 ára, sker sig úr fyrir það að þar era margir hlutlausir. Rúmlega 41% fólks á aldrinum 18-24 ára er fylgj- andi veiðileyfagjaldi en rúmlega 32% andvíg. Greint eftir fjölskyldu- tekjum kemur í ljós að meirihluti í öllum tekjuhópum, utan tekju- lægsta hópsins 0-100 þús. kr. á mánuði, e_r fylgjandi veiði- leyfagjaldi. í tekjulægsta hópnum era 48% fylgjandi en tæplega 32% andvíg. Afstaða sjómanna og bænda Greint eftir starfaflokkum kemur í ljós að meirihluti allra hópa, að nemendum undanskildum, er fylgj- andi veiðileyfagjaldi. Þar sést m.a. að rúmlega 77% svarenda í starfa- flokknum „sjómenn og bændur" era fylgjandi veiðileyfagjaldi, en þar sem fáir eru í þessum hópi í úrtak- inu er ekki hægt að álykta með ná- kvæmni um skoðanir þessa hóps um veiðileyfagjald. Niðurstöðurnar gefa þó vísbendingu um að fleiri sjó- menn og bændur séu fylgjandi veiðileyfagjaldi en andvígir. Meginniðurstaða Eftir stendur sú meginniðurstaða að meirihluti landsmanna er fylgj- andi veiðileyfagjaldi og í öllum hóp- um sem greindir eru í könnuninni eru fleiri fylgjandi veiðileyfagjaldi en andvígir." Með tilvísun til þessarar athuga- semdar Gallups vísar Morgunblaðið fúkyrðum Daníels Sigurðssonar í garð blaðsins til föðurhúsanna. Til höfunda greina TÖLUVERÐUR fjöldi aðsendra greina bíður nú birtingar í Morgun- blaðinu. Til þess að greiða fyrir því að biðtími styttist og gi-einar birtist skjótar en verið hefur um skeið, eru það eindregin tilmæli Morgun- blaðsins til greinahöfunda, að þeir skrifi að jafnaði ekki lengri greinar en sem nemur tveimur A-4 blöðum með mesta línubili eða að hámarki 6.000 tölvuslögum. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vélrituð og vel frá gengin. Ákjósanlegast er að fá greinarnar jafnframt sendar á disklingi, þ.e. að blaðinu berist bæði handrit og disklingur. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wor- dPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Þeir, sem þess óska, geta fengið disklingana senda til baka. Merkið disklingana vel og óskið eftir endursendingu. Ritstj. Daníel Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.