Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján BÖRNIN á Krummakoti eru, eins og starfsfólkið, himinlifandi með nýja leikskólann sinn, en á myndinni má sjá nokkur þeirra fylgjast með því að dekkið undir vegasaltinu sé örugglega sett niður á réttan stað. Krummakot í nýtt og betra húsnæði KRUMMAKOT, leikskólinn í Eyjaíjarðarsveit, flutti í vik- unni í nýtt húsnæði, en á því hafa farið fram miklar endur- bætur í sumar. Leikskólinn var áður starfræktur í húsi við Hrafnagil sem ekki þótti sér- lega hentugt undir starfsem- ina. Aðstaða bæði barna og starfsfólks hefur batnað til mikilla muna eftir að flutt var í nýja húsnæðið, að sögn Stefáns Árnasonar, starfandi sveitar- stjóra. Alls dvelja nú 40 börn á Krummakoti í 27 plássum og eru þau á aldrinum tveggja til sex ára. Starfsmennirnir eru 8 talsins í 6 stöðugildum. Þeim hefur fjölgað um tvo eftir að leikskólinn var stækkaður og þá eru bömin einnig orðin tölu- vert fleiri en unnt var að taka á móti í gamla húsnæðinu, en þar var rými fyrir 18 böm. Húsið er alls tæplega 290 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Leikskólastjóri er Anna Gunn- björnsdóttir. Kostnaður um 20 milljónir í nýja húsinu vom áður kennslustofúr fyrir 3. og 4. bekk Hrafnagilsskóla, en þeir hafa nú verið færðir í skólahús- ið. Enn er 1. og 2. bekk skólans kennt í leikskólahúsinu en stefnt er að því síðar að flytja þá einnig í Hrafnagilsskóla handan þjóðvegarins. Arkitektastofan Grófargili sá um hönnun, Snæbjörn Sigurðs- son var verktaki og Hreiðar B. Eiríksson verktaki við gerð lóðar. Verkfræðistofa Norður- lands sá um eftirlit með fram- kvæmdum. Kostnaður vegna breytinga og endurbóta á Kmmmakoti nemur 19,5 millj- ónum króna. Morgunblaðið/Kristján MARGRÉT og Arndís Magn- úsdætur í Listfléttunni. Listfléttan opnuð SYSTURNAR Arndís og Mar- grét Magnúsdóttir opnuðu nýlega Iistmunaverslunina Listfléttuna og er hún til húsa í Hafnarstræti 106, við göngugötuna þar sem Ak- urliljan var áður. í versluninni eru til sölu list- munir af ýmsu tagi eftir um 30 ís- lenska listamenn, sem allir eru menntaðir í sínu fagi. Þar má m.a. nefna muni úr leir, gleri og tré, myndir málaðar með olíu, akríl og vatnslitum auk grafíkmynda sem og handunnin kort. Listfléttan er opin alla virka daga frá kl. 11 til 18 og frá kl. 11 til 14 á laugardögun, en fyrsta laugardag í hverjum mánuði er opið frá kl. 11 til 16. Startmót STARTMÓT Skákfélags Akur- eyrar verður haldið í félagsheimili Skákfélags Akureyrai- við Þing- vallastræti á sunnudag,, 20. sept- ember, og hefst það kl. 14. Þetta mót hafði áður verið auglýst sunnudaginn 29. september. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 24. septem- ber kl. 20 í skákheimilinu. Messíana sýnir MESSÍANA Tómasdóttir opnar myndlistarsýningu á Café Kar- ólínu í Kaupvangsstræti á Akur- eyri í dag, laugardag, 19. septem- ber. Myndirnar sem samanstanda af krossum og ferningum í ljóð- rænu samhengi eru málaðar með krít og vatnslitum og allar unnar á þessu ári. Aksjón Laugardagur 19. september 12.00ÞSkjáfréttir 17,OOÞDagstofan Umræðuþáttur í samvinnu við Dag. (e) 21 .OOÞ-Kvöldljós Kristilegt efni frá sjónvarpsstöðinni Omega. Sunnudagur 20. september 12.00Þ-Skjáf réttir 17.00Þ-Dagstofan Umræðuþáttur í samvinnu við Dag. (e) 21.00Þ-Kvöldljós Kristilegt efni frá sjónvarpsstöðinni Omega. Mánudagur 21. september 12.00ÞSkjáfréttir 18.15ÞKortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15, 20.45. 21 .OOÞ’Mánudagsmyndin - Fundið fé (Pay Dirt) Fangelsissálfræðingur kemst á snoðir um falið fé en fleiri ásækjast gullið og upphefst nú æsilegt kapphlaup. 1 þessari gamanmynd sannast að margur verður af aurum api. Aðalhlutverk: Jeff Daniels, Dabney Coleman og Rhea Pearlman. 1992. Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur á Tryggvabraut Morgunblaðið/Kristj án Fólksbíl ekið á kerru TVEIR menn voru fluttir á slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri eftir harðan árekstur á Tryggvabraut við Þórsstíg í hádeg- inu í gær. Tildrög slyssins eru þau að fólks- bfl var ekið austur Tiyggvabraut og beygt inn á Þórsstíg og lenti hann á kerru með malbikunarbúnaði sem var aftan í bifreið bæjarstarfs- manna, en henni var ekið vestur eft- ir Tryggvabraut. Vörubíl var að sögn lögreglu ekið í sama mund út úr Þórsstíg og skyggði á útsýni öku- manns fólksbflsins. Slökkvilið mætti á slysstað með tvo sjúkrabíla og bfl með tækjum til að klippa bflinn í sundur, en öku- maður fólksbílsins náðist ekki út úr honum. Þá þurfti slökkvibifreið til að hreinsa upp tjöru sem flóði um götuna eftir óhappið. Fólksbíllinn er talinn ónýtur eftir áreksturinn og var dreginn af vett- vangi. Sullað ÞÆR Lovísa, sem er 7 ára, og Heiða Hrönn, 8 ára, tóku að sér að gæta Konráðs litla bróður Heiðu Hrannar smástund á meðan mamma brá sér á kaffi- hús. Konráð vildi helst ekkert NÓTA- og togskipið Sæljón SU, í eigu Samherja, heldur til Póllands í næsta mánuði, þar sem ráðist verð- ur í umtalsverðar breytingar á skip- inu. Skipið verður lengt um 7 metra og gerðar endurbætur á lestum og veiðibúnaði. Heildarkostnaður við breyting- arnar er áætlaður um 60-70 millj- ónir króna, að sögn Kristjáns Vil- helmssonar, framkvæmdastjóra Samherja. Kristján sagði tilgang- inn með þessum breytingum að auka burðargetu skipsins og veiði- hæfni. Sæljón ber um 500 tonn af Morgunblaðið/Kristján í tjörn annað gera en sulla svolítið í tjörninni sem útbúin var við göngugötuna í Hafnarstræti, en þær stöllur pössuðu auðvitað upp á að hann bleytti sig ekki um of. loðnu í dag en eftir breytingarnar verður burðargeta skipsins um 750 tonn. Framkvæmdir við breytingarnar hefjast í nóvember en Kristján sagðist reikna með skipinu heim um miðjan janúar á nýju ári. Sæljón SU er tæplega 40 metra langt stálskip, smíðað í Austur- Þýskalandi árið 1967. Skipið var lengt og yfirbyggt árið 1987 og sett á það perustefni árið 1991. Skipið var í eigu fyrirtækisins Friðþjófs hf. á Eskifirði sem hefur verið samein- að Samherja. Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson messar. Mömmumorgunn í Safnaðar- heimili kl. 10 til 12 á miðviku- dag. Gengið inn um kapellu- dyr. GLERARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. „Taize“-söngvar verða kynntir. Kyrrðar- og til- beiðslustund kl. 18.10 á þriðju- dag. Hádegissamvera á mið- vikudag, 23. september, kl. 12 til 13. Sérstaklega valin orgel- verk eru leikin í upphafí stund- arinnar, þá er helgistund með altarisgöngu, fyi’irbænir og að lokum er boðið upp á léttan málsverð á vægu verði. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un, almenn samkoma kl. 17, heimilasamband fyrir konur kl. 15 á mánudag. Unglingasam- koma kl. 20 á þriðjudag, krakkaklúbbur fyrir 7-11 ára kl. 17 á miðvikudag, hjálpar- flokkur kl. 20 sama kvöld. Á föstudag kl. 17 er 11+ og frá kl. 10 til 17 um daginn er flóa- markaður. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 í kvöld, laug- ardag, sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11.30 á sunnu- dag, biblíukennsla fyrir alla aldurshópa. Léttur hádegis- verður á eftir. G. Rúnar Guðnason predikar. Samkoma kl. 20 sama dag, Guðni Hjálm- arsson predikar, íjölbreyttur söngur, barnapössun fyrir börn yngri en 6 ára. Heimasíða Hvítasunnukirkjunnar: www.gospel.is og Vonarlína, símsvari með uppörvunarorð úr ritningunni allan sólarhring- inn, sími 462 1210. Jí Morgunblaðið/Kristján Breytingar á Sæljóni í Póllandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.