Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fslenskur hnífasmiður vann silfurverðlaun í Belgíu Ljósmynd/Jóhann Vilhjálmsson FULLKOMIN eldsmiðja er í Iðnsögusafninu í Charleroi þar sem hnífasýningin var haldin. Keppendur fengu aðstöðu í eldsmiðjunni til smíða. Silfurþj öl fyrir sikileyskan hníf JÓHANN Vilhjálmsson byssu- smiður hlaut Silfurþjölina, eða silfurverðlaun, í keppninni um Gullþjölina (Lime d’Or) sem hald- in var 12.-13. september sl. í í Iðnsögusafninu í Charleroi í Belgíu. Sýningin var haldin í tilefni af 10 ára afmæli safnsins, en það var reist að frumkvæði samtak- anna Archéologie Industrielle de la Sambre. í safninu eru m.a. not- hæf eldsmiðja og gamaldags prentsmiðja. ísland vakti athygli Til sýningarinnar var boðið eldsmiðum, járnsteypumönnum og hnífasmiðum. Flestir þátttak- endur voru frá Belgíu og margir frá Hollandi og Frakklandi. í þeim hópi voru bæði atvinnu- menn og áhugamenn um hnífa- smfði. Þátttakendur sýndu kunn- áttu sína í eldsmíði og járnsteypu, auk þess að sýna smíðisgripi sem þeir komu með. Jóhann var eini fslenski þátttakandinn og vakti þátttaka hans mikla ánægju sýn- ingarhaldara. Jóhann er hagvan- ur í Belgíu, en hann nam byssu- smíði í Liége og Herstal og er því öllum hnútum kunnugur. Mikil aðsókn Að sögn Jóhanns var sýningin fjölsótt og komu þúsundir til að skoða sýningargripina. í hópi HNÍFURINN, sem Jóhann fékk silfurverðlaun fyrir, er hand- smíðaður og með sikileysku lagi. gesta voru hnífasafnarar víða að úr heiminum. Að sögn Jóhanns vöktu smíðisgripir hans mikla at- hygli og fékk hann mörg tilboð í hnífana. „Þarna voru hnífasmiðir sem eru að selja sérsmíðaða hnffa háu verði,“ sagði Jóhann. Kaupendur eru safnarar sem sækjast eftir sem sérstökustum gripum. Þess eru dæmi að hnífarnir kosti mörg hundruð þúsunda. Jóhann sagði það ómetanlegt fyrir sig að fara á sýningu sem þessa og hitta fagmenn í hnífa- smfði. Hann hefði mikið lært af að tala við þessa menn um hinar ýmsu hliðar smfðinnar, svo sem efnisnotkun og aðferðir. Ekki til sölu Hnffurinn sem Jóhann hlaut verðlaun fyrir er handsmfðaður og Morgunblaðið/RAX JÓHANN Vilhjálmsson byssu- smiður með silfurþjölina og verðlaunahnífinn í hægri hendi. Stóri hnífurinn með hvalbeins- skeftinu vakti mikla athygli safnara og buðu þeir mikið fyr- ir gripinn, sem ekki var til sölu. með sikileysku lagi. Að sögn Jó- hanns vakti annar handsmíðaður hnífur hans, með breiðu blaði og skepti úr hvaltönn, mikla athygli. „Einn safnarinn kom aftur og aftur og gerði mér tilboð í hníf- inn með hvalbeinsskeftinu, en ég neitaði alltaf," sagði Jóhann. „Að lokum bauð hann mér að nefna einhverja upphæð, en ég vildi ekki selja hnífinn.11 Hvers vegna ekki? „Mig langar að eiga svona hníf og nenni varla að smíða annan - það er svo mikil vinna í þessu.“ Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins Ekki mistök að vilja einfalda skattkerfið SIGHVATUR Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins, segir að það hafi alls ekki verið mistök hjá Al- þýðuflokknum að beita sér fyrir ein- foldun skattkerfisins fyrir tíu árum. Þeir hefðu bara ekki fengið það í gegn og orðið að beygja sig íyrir því að hvorki þingmeirihluti né vilji hjá þjóðinni væri fyrir slíku kerfi. Sighvatur sagði, aðspurður hvort Alþýðuflokkurinn hefði horfið frá stefnu sinni um einfóldun skattkerfis- ins, að því skattkerfi sem fjármála- ráðherra Alþýðuflokksins beitti sér fyrir að tekið yrði upp fyrir tíu árum hefði verið breytt. Tekið hefði verið upp tvíþrepaskattkerfi, þ.e.a.s. tekinn hefði verið upp sérstakur hátekju- skattur. Um þetta gilti nákvæmlega það sama og samræmt virðisauka- skattskerfi sem alþýðuflokksmenn hefðu barist fyrir, að þar hefðu verið tekin upp fleiri en eitt þrep og veru- legar undanþágur settar inn í kerfið. „Menn verða bara að horfa á stað- reyndirnar eins og þær liggja fyrir. Það er ekki lengur um að ræða eitt þrep í tekjuskattskei-finu, þau eru orðin tvö með hátekjuskattinum sem búinn er að vera í gildi undan- farin ár. I þriðja lagi að ef menn ætla að létta skattbyrði af lág- og miðlungstekjufólki, þá er þetta eina aðferðin sem til greina kemur,“ sagði Sighvatur ennfremur. Hann sagði að við þetta skattkerfi væru kostir og ókostir eins og við öll önnur kerfi. Ókostirnir væru að framkvæmdin yrði flóknari í þeim tilvikum sem aðilar fengju laun frá fleiri en einum vinnuveitanda, en það væri alveg það sama sem gilti um hátekjuskattsþrepið í dag. Aðspurður hvort ekki hefði verið rökréttara að einfalda skattkerfið á nýjan leik heldur en flækja það frek- ar með enn fleii-i skattþrepum, sagði Sighvatur að menn yrðu bara að horfa á það hvað væri pólitískt mögulegt. „Stjómmálin eru list hins mögulega og við rákum okkur bai-a á það að þessar einföldu hugmyndir okkar, bæði um virðisaukskattskerf- ið og tekjuskattskerfið, höfðu ein- faldlega ekki það fylgi, hvorki á Al- þingi né með þjóðinni, sem hefði dugað til að koma því á koppinn," sagði Sighvatur. Svipuð viðhorf og hjá verkalýðs- hreyfingunni Hann rifjaði upp átökin sem orðið hefðu um það sem kallað hefði verið „matarskattur". „Þar urðu sjónar- mið okkar um einfalt skattkerfi ein- faldlega undir og við það verða menn bara að sætta sig. Þetta er sú niðurstaða sem menn telja í þessu samstarfi vera rétta og eðlilega. Þetta eru svona svipuð viðhorf eins og verkalýðshreyfingin hefur haft,“ sagði Sighvatur. „Það eru ákveðnir kostir fylgjandi fjölþrepatekjuskattskerfi, en ákveðnir ókostir sem fylgja því líka. Fyrir allan þorra landsmanna, þ.e.a.s. fyrir þá sem hafa tekjur sín- ar hjá einum og sama vinnuveitanda er þetta ekkert flóknari útfærsla en hún er í dag. En fyrir þá sem hafa tekjur sínar hjá fleiri en einum vinnuveitanda er þetta flóknara," sagði Sighvatur. ------------------ Sex mánaða fangelsun fyrir að ræna konur SAUTJÁN ára piltur var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær fyrir lík- amsárás og þjófnaði. Hann var ákærður fyrir að hafa ellefu sinn- um á liðnum vetri og í vor stolið handtöskum af konum á aldrinum 60 til 83 ára þar sem þær voru ein- ar á gangi. Pilturinn hlaut í febrúar tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðs- bundinn í tvö ár, sem hann rauf með fyrrgreindu athæfi sínu. Hann kvaðst hafa stundað eiturlyfja- neyslu á þessum tíma og framið brotin til að afla fjár til neyslunnar. Hann var í meðferð á Vogi um tíma í vor. Hann játaði brotin og féllst á að greiða tveimur kvennanna skaðabætur. Dóminn kvað upp Valtýr Sig- urðsson héraðsdómari. Var refsing ákveðin sex mánaða fangelsun og var tekið tillit til skilmerkilegra játninga piltsins og ungs aldurs hans. Ragnhildur Harðardóttir saksóknari flutti málið af hálfu ákæruvaldsins en sá ákærði flutti mál sitt sjálfur. Halldór Ásgrímsson segir Alþýðuflokkinn hafa snúið baki við ESB og NATÓ Vantar efnahags- legan grundvöll undir stefnuna HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það vanti allan efnahagslegan grundvöll undir þær tillögur sem settar eru fram í málefnaskrá sameiginlegs framboðs félagshyggjuflokkanna. Hann segist hafa haldið að ástæðan fyrir þessari sameiningu væri ekki síst sú að flokkamir ætluðu að segja skilið við fortíð sósíalismans og and- stöðuna við vestrænt samstarf. Svo virtist alls ekki vera. „Mér finnst vanta allan efnahags- legan grundvöll undir þessar tillög- ur. Þetta eru mest frómar óskir og margt ágætt við þær, en á sama tíma virðist ekkert eiga að sinna at- vinnumálum. Það á að stöðva fram- kvæmdir sem eru líklegastar til að standa undir hagvexti á næstu árum og því sýnist mér að þetta þýði að hagvöxtur verði stöðvaður. Það er greinilegt að flokkamir vilja að stöðvaðar verði allar fram- kvæmdir við stóriðju. Það er Ijóst að uppbygging stóriðju á Austur- landi hefur mikil áhrif í byggðamál- um, ekki síst þar og jafnframt á Norðurlandi. Ég get ekki ímyndað mér að stuðningsmenn þessara flokka geti sætt sig við slíkt. Vita ekki hvað vamarsamstarfíð gengur út á Það sem kemur mér mest á óvart er stefnan í utanríkismálum. Ég sé ekki betur en að Alþýðuflokkurinn snúi þar algerlega við blaðinu. I stað þess að hafa á stefnuskrá að ganga í Evrópusambandið er búið að marka þá stefnu að segja sig úr NATÓ. Við höfum verið að vinna með öðrum vestrænum þjóðum að því að breyta Atlantshafsbandalag- inu og taka virkari þátt í friðar- starfi í Evrópu. Á sama tíma höfum við verið með breyttar áherslur í samskiptum við Bandaríkin, en stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lagt á það mikla áherslu að við tækjum meiri þátt í starfmu í Bosn- íu. Það hefur vakið almenna ánægju. Svo virðist vera að Alþýðuflokk- urinn viti ekki lengur út á hvað vamarsamstarfið gengur út á. Það kom mér mjög á óvart að sjá gamlar klisjur frá Alþýðubandalaginu í ut- anríkismálum. Ég hélt að ástæðan fyrir þessari sameiningu væri ekki síst sú að flokkarnir ætluðu að segja skilið við fortíð sósíalismans og and- stöðuna við vestrænt samstarf. Svo virðist alls ekki vera. Vonlaus stefnuskrá til að fara með út í kosningar Ég er þeirrar skoðunar að þessar tillögur eigi eftir að vekja efasemdir og hörð viðbrögð í þeirra eigin röð- um. Eg á því von á að ef þetta fólk ætlar að vinna saman verði knúðar fram breytingar. Þetta er að mínu mati vonlaus stefnuskrá til að fara með inn í kosningar. Ég hef verið þeirrar skoðunar að þetta boðaða samstarf á vinstri væng stjórnmálanna gæti skipt máli fyrir Framsóknarflokkinn og gæti haft áhrif á hans fylgi, en þetta stefnuplagg er eins ósannfær- andi og hægt er að hugsa sér, enda skilst mér að það sé mikið ósam- komulag um hvernig eigi að túlka hlutina. Það segir nú sína sögu ef menn tala út og suður um það sem stendur á þessum blöðurn," sagði Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.