Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 76
MORGUNBLAVIÐ, KRINGLAN1,103 ItEYKJAVIK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 5691131 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Miklabraut- Skeiðarvogur Skipulags- stjóri fellst á mislæg gatnamót SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða byggingu mislægra gatna- móta Miklubrautar og Skeið- arvogs í Reykjavík að ákveðn- um skilyrðum uppfylltum. Fyrirhugað er að byggja mislæg slaufugatnamót á mót- um Miklubrautar og Skeiðar- , vogs. Hæðarlegu Skeiðarvogs verður lyft frá gatnamótum við Sogaveg að sunnan að gatnamótum við Fákafen og Mörkina að norðan. Skeiðar- vogur mun fara á brú yfír Miklubraut og verður nokkuð jafnhalla alla leiðina. Lega Miklubrautar helst óbreytt. Hljóðvist við íbúðar- og atvinnuhúsnæði yrði bætt _ Skipulagsstjóri ríkisins set- ur það sem skilyrði við sam- þykki sitt að við hönnun hljóð- varna verði miðað að því að bæta hljóðvist við íbúðar- og atvinnuhúsnæði á áhrifasvæði framkvæmdarinnar eins og framast er kostur. Haft verði samráð við fasteignaeigendur, svo sem við Sogaveg, Rauða- gerði og Mörkina um endan- lega hönnun hljóðvarna og frágang svæðisins. Leiði reglubundnar eftir- litsmælingar, í samræmi við ákvæði mengunarvarnareglu- gerðar, í ljós að hávaði frá um- ferð um mislæg gatnamót > Miklubrautar og Skeiðarvogs fari yfír viðmiðunarmörk mengunarvarnareglugerðar á framkvæmdaraðili að grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða í samráði við hlutaðeigandi fasteignaeigendur, segir í áliti Skipulagsstofnununar. ' . Á ÞESSARI samsettu mynd sést hvar veitingahúsið Nauthóll muu standa í Nauthólsvíkinni. f baksýn sést Perlan. Veitingahús mun rísa í Nauthólsvík Albatross flug- kerfínu vel tekið VIÐBRÖGÐ erlendra ílugrekenda við flugrekstrarkerfinu Albatross sem Atlanta og Tæknival kynntu á flugsýningunni í Famborough á Englandi urðu mun meiri en for- ráðamenn fyrirtækjanna þorðu að vona. Þrjú þýsk flugfélög og eitt breskt munu kynna sér kerfíð sér- staklega á næstu vikum og fjöldi flugi’ekenda lagði leið sína á sýn- ingarbásinn til að kynna sér forrit- ið. Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atlanta, segir það hafa verið við- tekna skoðun að ógerlegt væri að smíða flugrekstrarforrit vegna hinna mörgu breytilegu þátta sem einkenna flugrekstur. Hann segir Aibatross hins vegar góða lausn fyrir rekstur lítilla og meðalstórra flugfélaga. Flugrekstrarkerfið veitir upp- lýsingar um vinnuferil áhafna, staðsetningu flugvéla og áhafna hverju sinni, flugtíma flugverja og hvenær tímabært er að skoða flug- vélar eða einstaka hluta þeirra. Tveir forritarar Tæknivals, sem kynntu kerfíð í Farnborough, fengu meðal annars fyrirspum um hvort hægt væri að nota það fyrir flugheri. ■ Segir þátttökuna/39 FRAMKVÆMDIR við kaffi- og veitingahús í Nauthólsvík munu brátt hefjast. Þar verður boðið upp á létta rétti og veitingar með áherslu á hollustu fyrir þá, sem leið sína leggja um Nauthólsvík- ina og stíginn, að sögn Ingvars Ágústs Þórissonar, sem mun reka staðinn. „Það er ekkert kaffíhús við stíginn og ég er viss um að ekki verður skortur á aðsókn,“ sagði Ingvar. „Hugmyndin kviknaði fyrir tveimur árum þegar umferð um göngustíginn fór að aukast og ljóst var að alla þjónustu vant- aði fyrir þá sem þar fara um.“ Ingvar sagði að þetta yrði lítill staður og lögð yrði áhersla á að skapa notalegt athvarf fyrir þá sem nota svæðið til útivistar og valkostur fyrir þá sem vilja skreppa aðeins úr ys og þys borgarinnar. Öskjuhlíðin og Nauthólsvíkin væru gott útivist- arsvæði, fullt af sögu og fallegri náttúru. Hann benti á að áður fyrr hefði Nauthólsvíkin iðað af lífi og nú væri svæðið að lifna við á nýjan leik. Ingvar kvaðst hafa valið staðn- um nafnið Nauthóll eftir gömlum bæ, sem stóð við Nauthólsvík fram til 1920 og víkin tekur nafn sitt af. Hann bjóst við að fram- kvæmdir hæfust í október og opnað yrði upp úr áramótum. Verið væri að stofna hlutafélag um reksturinn. Aðalfundur Samtaka fískvinnslustöða Hörð gagnrýni á Kvótaþing AÐALFUNDUR Samtaka físk- vinnslustöðva samþykkti í gær ályktun þar sem ítrekaðar voru þær áhyggjur að starfsreglur Kvótaþings muni raska starfsum- hverfi fískvinnslunnar og draga úr atvinnuöryggi starfsfólks. „Leiði starfsemi Kvótaþings til þeirrar röskunar sem margir ótt- ast skorar fundurinn á stjómvöld hraða nauðsynlegri könnun og endurskoðun laganna mun meira en bráðabirgðaákvæði laganna gera ráð fyrir. Það er með öllu ólíð- andi fyrir íslenskan sjávarútveg að starfsemi Kvótaþings geti heft eðli- leg viðskipti fyrirtækja og truflað með þeim hætti hráefnisöflun físk- JÍ3nslunnar,“ segir í ályktuninni. ' Mikil gagnrýni kom fram á starf- semi Kvótaþings og Verðlagsstofu skiptaverðs í pallborðsumræðum á fundinum. Töldu fundarmenn Kvótaþing óþarft, það hamlaði eðli- legum viðskiptum með aflaheimild- ir, væri aðfór að útgerð einyrkja og drægi úr hagkvæmni. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra kom inn á þetta mál í ræðu sinni á aðalfundinum. Hann sagði að of snemmt væri að draga ályktanir af þeirri reynslu, sem þegar væri fengin. Viðbúið væri þó að takmörkun á framsali gæti dregið úr framboði á aflamarki og kippt þannig grundvelli undan rekstri báta með tiltölulega litlar aflaheimildir. ■ Báðum/22 Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson MIKIÐ gekk á í rokinu í Klettsvík í gær og urðu skemmdir á lyftu á kví háhyrningsins Keikós í atganginum. Skemmdir á kví Keikós í roki og öldugangi HÁHYRNINGURINN Keikó upp- lifði í fyrrinótt fyrsta sinni djúpa lægð í Klettsvík við Heimaey, en sennilega hefur umsjónarmönnum hans frekar orðið bilt við en hvaln- um í rokinu. Diane Hammond, talsmaður Frelsum Willy Keikó-stofnunarinn- ar, sagði í gær að mikið hefði gengið á um nóttina. „Við lærðum ýmis- legt,“ sagði hún. „Sérstaklega að við vitum ekkert um storma samkvæmt ykkar skilgreiningu." Hún sagði að erfitt væri að bera saman öldur og þær hefðu verið mun stærri utan Klettsvíkur en inn- an. Hins vegar hefðu myndast öflug- ir strókar inni í víkinni. Vindmælir sprakk „Við vitum að það kom vindhviða, sem mældist á 102 mílna hraða á klukkustund, en eftir það sprakk vindmælirinn okkar,“ sagði hún. „Við komumst að því hvernig sjór- inn getur farið beint upp af yfirborð- inu, en við höfðum mjög hæft að- stoðarfólk með okkur og allir sluppu vel frá þessi, einnig Keikó.“ Senni- lega hefði hvalurinn reyndar orðið minna var við veðrið en fólkið, sem var í kvínni, og í morgun hefði hann verið farinn að leika sér að bolta. Hammond sagði að smáskemmdir hefðu orðið á lyftu, sem notuð er til að skoða Keikó, en kvíin sjálf hefði ekki skemmst. Þá taldi hún að neð- ansjávarmyndavélar, sem notaðar eru til að fylgjast með háhyrningn- um, hefðu eyðilagst. Frá miðnætti til hádegis mældust 11 til 12 vindstig á Stórhöfða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.