Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 33
Sá nefnir að hann hafi ekki feng- ið bh-t eftir sig ljóð í Morgunblað- inu og rakarinn segist ekki undr- ast það, skáldið sé svo klámfengið í kveðskap sínum. Aftur að leshringnum: „Við vor- um núna í vor að lesa Undir hetju- höll, um gamla manninn hann Ad- olf Hitler. Við erum líka svolítið í trúarbrögðum, erum orðnh’ sér- fræðingar í mormónisma núna.“ Blaðamaður er sestur í stólinn og Guðjón hallar honum vel aft- urábak. Þetta er bara eins og hjá tannlækninum. Guðjón segh’ aðspurður marga listamenn leggja leið sína til hans. „Þeir hafa málað af mér myndir, til dæmis þessa.“ Hann bendir á eina stóra ofan við vaskinn. Og hann getur ekki neitað því að hafa smitast af þeim. „Eg málaði stóru myndina hérna frammi á gangi.“ Rakarastofan er því ekki ein- göngu rakarastofa; þetta er í það minnsta líka lesstofa, sýningarsal- ur og vinnustofa listmálara. Hlýtur að vera eitthvert fjölbreyttasta fyrii’tæki landsins! Ég spyr Guðjón að því hvort fólk læri rakstur enn í dag í skóla. „Nei, þeir læra þetta ekki í dag og bara örfáir sem taka þetta orðið að sér. Menn rétta kúnnanum bara rafmagnsrakvél, ef hann biður um rakstur! Og þeir eru fáh- sem biðja um þetta nú orðið; mönnum þykh’ dýrt að láta raka sig fyrir 500 krónur. En ég stóð í þessu heilu dagana fyrst eftir að ég lærði. Þetta var mjög algengt, - en sumir fóru nú með faðirvorið fyrir rakst- urinn...“ Hann setti heitt handklæði á andlit „fórnarlambsins" til að mýkja húðina. Sá sem situr í stóln- um lagði það á sig að safna skeggi í nokkra daga áður en hann sótti Guðjón heim, en fagmaðurinn rak- ar það mesta af með rafmagnsrak- vél, því nýju hnífarnir bíta ekki nógu vel á skegg ef það er mikið, segir hann. Og nú er alveg hætt að brýna hnífinn eins og í gamla daga. „Nú er bara skipt um blað.“ Olafur Jóhannsson gengur í sal- inn og sest. Er kynntur til sögunn- ar sem fastakúnni og fararstjóri. Og listmálari. Rakarinn bendir á mynd sem gesturinn hefur málað, en Olafur dregur sjálfur verulega úr sannleiksgildi þess titils. Guðjón er búinn að maka á mig raksápu og hefur nuddað húðina vel. Og þá hefst aðgerðin. Hann er sjálfur með alskegg; segist lengi hafa skartað því. „Ég er ekki að safna skeggi, en ég er með skegg,“ segir Guðjón. Hann klippir sig sjálfur og snyi’tir skeggið. „Það er mjög gott að láta raka sig. Ég gerði það stundum í gamla daga; það var á við góðan afréttara ef maður var þunnur. Og að láta raka sig og bursta skóna var á við einn tvöfaldan." Það er áðurnefnd- ur Olafur sem blandar sér í um- ræðuna. Eftir rúmar 20 mínútur er rakstrinum lokið. Mikið var þetta notalegt, hugsar maðurinn í stóln- um og óttast að hann nenni ekki að raka sig sjálfur héðan í frá. Guðjón skolar andht þess nýrakaða með vatni. Kemur svo aftur með heitt handklæði. Segir heita baksturinn í raun óþarfan eftir rakstur en kaldur fylgir í kjölfarið. Til að loka húðinni. Til þess gerð krít er þvínæst dregin fram til að loka sárum, hafi þau orðið til við rakst- urinn, en svo var blessunarlega ekki. Að síðustu stráir hann svo barnapúðri í klút og ber á andlit mannsins í stólnum. „Nú ertu eins mjúkur og barnsrass," segir fag- maðurinn við kúnnann og býður honum að standa upp. Heimsókninni lýkur og Guðjón kveður með þessum orðum: „Ég vona bara að stofan hjá mér fyllist ekki af mönnum sem viija fá rakst- ur, eftir að greinin birtist. Ég er nefnilega alveg hættur að nenna þessu..." LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 33 SPURT ER Hvað er Míka? MENNING - LISTIR 1. Hver er höfundur væntanlegrar skáldsögu um Sturlu Sighvats- son? 2. Einn af kunnustu málurum Spánverja er höfundur mynda- flokks sem hann nefndi Kenjarn- ar. Hver var hann? 3. Hvaða íslenskur listdansari dansaði nýlega opinberlega í Afríku? SAGA 4. Spurt er um germanskan þjóð- flokk, e.t.v. er upprunninn í Skandinavíu, sem lagði Ítalíu undir sig á 6. öld e.Kr. og stofn- aði konungdæmi í norðurhlutan- um. Hvað var konungdæmið kallað á norrænum tungum, hvað heitir héraðið nú og hver er helsta borgin þar? 5. Hver varð konungur yfir Is- landi með Gamla sáttmála? 6. Hverrar trúar var Adolf Hitler? LANDAFRÆÐI 7. Hvaða borg var það sem nor- rænir menn til forna kölluðu Miklagarð, hvað heitir hún nú og í hvaða landi er hún? 8. Hvað heitir vestasti tangi Snæ- fellsness? 9. Hvað heitir hæsti tindur Noregs og hvor er hærri, hann eða Hvannadalshnúkur? ÍÞRÓTTIR 10. Hvað heitir þjálfari meistara- flokksliðs Leifturs frá Ólafsfirði? 11. Hvernig er snókerkúlan, sem gefur flest stig, á litinn? 12. Hverjir áttust við í leiknum um „meistara meistaranna“ í hand- knattleik og hvernig lyktaði hon- um? ÝMISLEGT 13.Spurt er um þekktan vísinda- mann sem meðal annars vann það sér til frægðar að finna upp hitamælinn árið 1593? 14. Hvað er Míka? 15. Þekkt saumavélartegund er nefnd eftir þeim manni, sem fann upp saumavélina. Hvað hét 16. Hvað heitir söngvarinn á myndinni og hvaða íslensk söngkona hefur starfað með honum? hann? oinuoM qsw j|ppej>|eq QiBuns jnjeq JiuopsjeiQ nofiAj euuv Bo seiS9|6i oi|np J9 uuuba6uos -gi je6uig oes| ’9i. 'j» 'j pig '8 e nu^ujngng i jba ujss uueweds uepujsuwes qia juue>( js qijiu 'wnun -uuoweds iuuiw juAemu :jq j jju 'b>uiai >ioqsw9peds yj buibo oameo -gj 'gg u6s6 wn>|jow 6S Q9W JBJe69Ajn6|S wss |ddn nQOjs uuaw-VM 6o qja jsnjjQ VX 6o uuaws|BA 'SJ 'JJQas ' j j 'uoss6neigno ||Bd '01 'w 6 J JS J9 wss '>(nuqs|epeuueAH jijÁ uu|6u|uu!A iac) jnjeq 6o jeq w 69f3 s69jon Jnpuu ijsæq je u966|doqp|eo '6 'seujegjeApuQ '8 '|pue|>|jAx j 6joq je 6o inque -js| Jijieq nu wes 'iedoujjuejsuox e euuew euuæjjou ujeu jba jnQjeBiHUAj 'i 'jeruj jej>ts|Oc|e>| -XSJ9AW0J jba jaitiH '9 'jn6unuo>|s68JO|\| uosjeuo>|eH ||we6 uo>|eH 'S 'QueuiAj je jec| U|6joq ejsiaq ue ‘eipjeqwoi nu j|j|eq 6o pue|eQjeq6ueq nQnuQx uusw jjuæjjou wes njiejj e iwæp -6unuo>| nQnujojs jegjeq6ue-i p 'jijjopsuejejs ejeq e 'bAoð '2 'uosswiefquA Joqi ' juoas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.