Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 5$C Akvarðanir og áhrif fjármagns Formaður! Þar sem þú hefur ekki virt mig svars hygg ég þú misvirðir það ekki við mig þótt ég þrýsti á um svör við þeim spurningum sem ég beindi til þín í opnu bréfi á þessum vett- vangi fyrir fjórum vik- umliðnum. Ég geri þér ekki þann óleik að taka mark á orðum sem þú lést hafa eftir þér á Bylgjunni á dögunum vegna þessa arna. Það voru útúrsnúningar og ósamboðnir þeim sem ætlar að búa þannig um hnútana hjá flokki sínum að bókhald hans verði „opið og gegnsætt" svo vitnað sé til orða núverandi fram- kvæmdastjóra flokks- ins um stefnu þína í fjármálum. Þessi tilvitnun er úr blaðaklippi, grein, sem mér barst á dögunum frá alþýðumanni sem enn er í flokknum. Því miður er hún hvorki dagsett né merkt fjölmiðli, en undirrituð Bþ. Það fylgir mynd af þér, Heimi Má og Flosa Eiríks- syni, fyrrv. framkvæmdastjóra. Af myndinni sýnist mér klippan vera frá 1996. Fyrirsögnin er „Verulegar skuldir og bókhalds- óreiða“ prentuð í tveimur línum í fjórdálk. Kannski er þetta úr Var vísvitandi verið að falsa bókhaldið? spyr Úlfar Þormóðsson í opnu bréfí til Margrét- ar Frímannsdóttur, formanns Alþýðu- bandalagsins. Vikublaðinu sem þú manst eftir og gefið var út af Tilsjá ehf. eða þannig. í þessu klippi segir Heim- ir Már að „bókhaldsóreiða hafi að hluta valdið því að ekki var yfir- sýn yfir stöðu mála. Ekkert bendi þó til óheiðarleika í meðförum fjár.“ Þetta voru það hughreystandi lokaorð hjá honum að það ætti að vera viðkvæmnilaust að svara spurningum mínum. En vegna þess hve þú hefur dregið mig á svarinu hafa nýjar spurningar vaknað. Eins og þú manst voru fyrri spurningarnar þessar: Hver gaf rangar upplýsingar um skuldamál á landsfundinum 1995, hver vann þær í hend- ur þess sem veitti þær og samkvæmt hvaða gögnum voru skuldirn- ar 33-35 miljónir en ekki 52 miljónir eins og þær urðu við nánari athugun? Hvaða gögn komu í ljós eftirá og hvenær, hvernig stóð á því að þau birtust allt í einu og hvar höfðu þau ver- ið þegar ársreikningar voru útbúnir? Var vísvitandi verið að falsa bókhaldið, hver var þá að því eða hafði þetta „lítilræði“ bara gleymst? Hver stofnaði til þessara skulda 1995, af hvaða tilefni og hvað var skuldfært? Hver stýrði peningamálum á þessum tíma og fram á haustdaga 1995, í umboði hvers og undir eft- irliti hverra? Til hvaða skulda var stofnað á vegum flokksins og hjá hverjum í kosningum 1994? í þessu samhengi verður ekki hjá því komist að inna á ný eftir þjóðarleyndarmáli af því kyni sem fjölmiðlamenn ákváðu að fara í þagnarbindindi á fyrir síðustu forsetakosningar og nauðsynlegt að upplýsa nú ef rétt er en kveða niður ef rangt er: Höfðu fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri flokksins að- gang að sjóðum hreyfingarinnar til einkanota í gegnum krítarkort eða á einhvern annan hátt? Höfðu þeir tvímenningar fundið upp á þessu bragði sér til búdrýginda með vitund framkvæmdastjórnar flokksins? Hvenær var sú samþykkt þá gerð og hvernig hljóðaði hún? Hversu háar upp- hæðir voru þarna á ferðinni? Voru hlunnindi þessi talin fram til skatts? Er það rétt að einn af fram- kvæmdastjórum flokksins hafi notað ávísanahefti hans eins og sitt eigið og bókhaldarar hreyf- ingarinnar þurft að flokka nótur af veitingahúsum frá rekstrarnót- um flokksins? Beið flokkurinn fjárhagslegt tjón af þessu verk- lagi? Hvaða löggiltur endur- skoðandi neitaði að undirrita flokksreikninga fyrir árið 1995, hvers vegna og hvaða úrbætur þurfti að gera á þeim til þess að hann teldi sér fært að undirrita þá, eða voru þeir undirritaðir með fyrirvara? Eins og þú sérð hef ég breytt orðalagi spurninganna lítillega frá því ég lagði þær fyrir þig um miðjan síðasta mánuð. Það gerði ég til þess að þú ættir auðveldara með að svara undanbragðalaust og af eindrægni. Og bæti síðan við þessari spurningu: Hvaðan bárust flokknum inn- legg á þann reikning sem haldinn var í Búnaðarbankanum á um- ræddum tíma og formaður og framkvæmdastjóri höfðu prókúru fyrir? Hver var veltan á þeim reikningi? Hvað var greitt með því fé sem út af honum gekk? í blaðaklippunni sem ég greindi þér frá hér að framan er haft eftir framkvæmdastjóranum að Alþýðubandalagið hafi eitt flokka opnað bókhald sitt, „það tók tíma að vinda ofan af þessum málum og þetta er vissulega alvarlegt, en á þessu ári verða miklar úrbætur." Úr því að bókhaldið er komið í lag ætti ekki að standa í þér að veita svar við þessum spurning- um, sem skulu verða þær síðustu að sinni: Af hverju hefur dregist að leggja fram reikninga Tilsjár ehf.? Hversu miklu tapaði Tilsjá árin 1996 og 1997? Hversu mikill hluti tapsins varð vegna hluta- fjárkaupa í Helgarpóstinum? Eru skuldir Tilsjár 3, 5, 7 eða 10 milj- ónir? Eru þær utan við þær 52-53 miljónirnar sem þú segir að séu heildarskuldir flokksins? Ef svo er, af hverju er það verklag viðhaft þar sem flokkurinn er í ábyrgð fyrir skuldum Tilsjár? Þegar þú hefur svarað þessu lítilræði undanbragðalaust og af eindrægi er ekkert annað eftir en reikna út minn part af skuldinni og birta með svarinu. Ég vona að þú finnir stund til að hafa tilsjá með verkinu áður en oddvitar Bræðingsins heimta enn ítarlegri svör i þessum efnum. Þeir munu áreiðanlega vilja fá að vita úr hverju skuldir flokksins eru sam- ansettar áður en þeir láta al- menna félaga sína greiða þær, þetta komugjald sem borga ber áður en flokkurinn verður lagður undir hnífinn á lýtalækningadeild Alþjóðasambands jafnaðar- manna. Höfundur er rithöfundur og fyrrum blaðamaður. MÁTTUR vísindanna er mikill og þeiiTa vegna hafa stórkostlegar breytingar orðið á nær öllum svið- um mannlífsins. Þær hafa bætt líf- skjör og aukið skilning og þekk- ingu á flestum fyrirbærum. Sumt breytist minna og mannlegt eðli hefur ekki breyst um- talsvert í aldanna rás. Fleyg eru orðin sem höfð eru eftir Filipusi Makedóníukonungi að engir borgarmúrar séu svo traustir að asni klyfjaður gulli komist ekki inn fyrir. Þessi setning er jafn sönn í dag og fyrir um 2000 árum. Óneitanlega sækja þessi ummæli á mann þegar hið svokallaða gagnagrunnsfrumvarp ber á góma. Væntan- legur einkaleyfishafi hefur talað um að kostnaðurinn við slíkan grunn yrði á bilinu 12 til 20 millj- arðar króna. Þetta þýðir að til er erlendur aðili sem er tilbúinn að reiða slíkt fé af hendi. Gagnstætt því sem margir halda er samþykkt frumvarpsins ekki nauðsynleg til að tryggja starfsöryggi hins unga og vel Nær allar umsagnir um frumvarpið eru neikvæðar, segir Tómas Zoega, en hringlið í gullinu vekur augljóslega áhuga sumra. menntaða starfsfólks er vinnur hjá íslenskri erfðagreiningu. Forstjóri fyrirtækisins hefur upplýst að þegar sé fyrir hendi rekstrarfé til að halda núverandi starfsemi gangandi í 4 til 5 ár. Uppgötvanir á næstu árum munu tryggja áfram- haldandi fjármögnun. Allar eru þessar rannsóknir gerðar án miðlægs gagnagrunns. Mörgum spurningum um gagna- grunninn er enn ósvarað. Enginn veit t.d. hvaða upplýsingar eiga að fara í grunninn. Áð flestra áliti brýtur frumvarpið i bága við fjöld- ann allan af íslenskum lögum ogfþ. marga erlenda samninga sem ís- lendingar eru aðilar að, svo ekki sé talað um siðareglur. Trúnaðar- sambandi lækna og sjúklinga er ógnað og einsýnt er að endalaus málaferli munu hefjast verði frumvarpið samþykkt í núverandi mynd. Einkaleyfi eins og kveðið er á um í frumvarpinu er úrelt fyrirbæri og mun úti- loka önnur fyrirtæki en einkaleyfishafans og draga þannig úr at- vinnumöguleikum ** ungra vísindamanna. Eins og forsætis- ráðherra sagði nýlega, er einokun einkafyrirtækja engu betri en einokun opinberra aðila. Gullið sem í vændum er blindar mönnum sýn. Auðvelt er að fótum- troða mannréttindi þegar ímyndaðar háar fjárhæðir eru ann- ars vegar. Nær allar umsagnir um frum- varpið eru neikvæðar en hringlið í_ gullinu vekur augljóslega áhuga sumra. Ábyrgð alþingismanna, sem ákveða örlög frumvarpsins, er mikil. Nauðsynlegt er að þeir skoði vel allar staðreyndir málsins. Nú er aðeins eftir að fylgjast með því, hvort bjarminn af gullinu sé nægilega mikill til að tryggja af- greiðslu frumvarpsins. Höfundur er yfírlæknir á geðdeild Landspítala. Úlfar Þormóðsson RENAULT MEGANE ÞÚ GETUR TREYST HONUM FYRIR BÖRNUNUM ÞÍnUm! Fólk treystir Renault Mégane. Börnin njóta þess að Mégane er öruggasti bíllinn á markaðnum í sínum flokki. Mégane fékk hæstu einkunn í öryggisprófunum hjá NACP.* Veldu öryggió, bamanna vegna. Veldu Renault Mégane. ★ ★★★ RENAULT HÆSTA EINKUNN I ÖRYGGISPRÓFUNUM HJA NACP www.fia.com * Samevrópskt verkefni fjölda fýrirtækja og stofnana um árekstraprófanir bifreiða á Evrópumarkaói. Ármúli 13 • Sími 575 1200 • Söludeild 575 1220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.