Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 49 OLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON + Ólafur Þ. Þórð- arson fæddist á Stað í Súgandafirði 8. desember 1940. Hann lést 6. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ 18. september. Andstæðm- í náttúru- fari eru óvíða jafn skarpar sem í vest- firsku landslagi, hvar fjöll togast á við dali, ógnarkraftur brimsins á það til að víkja fyrir spegli polla- lognsins og myrkur langra vetrar- nátta heyr eilífa og árlega glímu við fegurð sumarnátta. Engan skal því undra að þessi stórbrotna umgjörð náttúrunnar geti af sér einstaklinga sem á sinn hátt skara framúr. Einn þeirra var tvímælalaust Olafur Þ. Þórðarson. Á þingmannsferli sínum tókst Ólafi að marka spor. í ræðum hans, á stundum löngum, hljómaði kraftur hinnar vestfirsku umgjörð- ar. Með kynngimögnuðu tungutaki og sjónarhorni, ólíku því sem fjöld- inn leit, leiddi Ólafur umræður til nýrra vídda. Að baki meitluðum setningum og grípandi orðgnótt mátti skynja óravíddir hugsjóna- mannsins þar sem höfð voru í fyrir- rúmi land, þjóð og tunga ásamt sterkri réttlætiskennd og tilfinning- um gagnvart samferðafólki. I aug- um einhverra, einkum þeirra er aldrei líta til fjallsins tinda, var Ólaf- ur á villigötum. Hinir eru þó mun fleiri sem hrifust af kynngimætti hugsjónanna og hleyptu í hjarta sér virðingu fyidr manneskjunni Ólafi Þ. Þórðarsyni. Nú er hann allur. Við sjáum á eftir einstökum vestfirskum kappa. Samtíminn verður fyrir vikið ögn hversdagslegri. Minning Ólafs verður best varðveitt með því að halda að húni þeim gunnfána mann- gildis og réttlætis er Ólafur varði ævi sinni til að reisa. Það er skylda okkar sem eftir lifum. Ég votta fjölskyldu Ólafs og ætt- ingjum öllum mína dýpstu hluttekn- ingu. Blessun fylgi minningunni um Ólaf Þ. Þórðarson. Hjálmar Arnason, alþingismaður. Nýlega heimsóttu þingmenn og landstjórn Framsóknarflokksins Vestfirði. Erindið var að halda fund og skoða sig um í leiðinni þar vestra. Ólafur Þ. Þórðarson félagi okkar fylgdi okkur í þessari ferð. Hann var glaður í bragði, lýsti slóðum Islend- ingasagna og atburðum seinni tíma eins og honum er einum lagið. Bar- átta Hannesar Hafstein og vest- firskra sjómanna við landhelgis- brjóta, Skúlamálið, Gísla saga Súrs- sonar, ljóð Guðmundar Inga á Kirkjubóli um Vestfirði, allt lifnaði þetta í kjarnyrtri frásögn hans og framsögn. I heimsókn að Núpi i Dýrafirði rifjaði hann upp fyrstu spor sín að heiman til náms þar. Fjallahringurinn við Dýrafjörð var dimmblár í logni og sólskini, þegar við horfðum til baka á leið til Isa- fjarðar. Þaðan var haldið áleiðis suð- ur, og vélin sveigði yfir lognkyrrt djúpið, von bráðar blasti Breiða- fjörðurinn við. Á flugvellinum í Reykjavík var kvaðst eftir góða ferð. Nokkrum dögum slðar barst sú frétt að Ólafur væri látinn. Minningarnar leita á hugann þeg- ar samferðamaður slíkrar gerðar sem Ólafur var er kvaddur. Við vor- um áratug saman í þingflokki og það fer ekki hjá því að margt drífur á dagana á þeim tíma. Það var vissu- lega ekki kyrrt í kringum Ólaf Þórð- arson á Alþingi, hvorki í þingsal né innan veggja þingflokksherbergis- ins. Hann hafði ríkt skap og heitar tilfinningar sem hvort tveggja var áberandi er hann stóð í eldlínunni. Hans siður var að taka ekkert sem gefinn hlut og gjarnan kom hann að málum frá allt öðrum sjónarhóli en við hin. Það var ekkert létt að lenda í rökræðum við hann þegar hann komst á flug, sem var ekki sjaldgæft. Ég varð þess oft var þegar Ólafur hafði dregið sig í hlé á þessu kjörtímabili, vegna veikinda, að hans var saknað úr þingsölum af bæði andstæðingum og samherjum á þingi. Hann var afburða ræðumaður, og naut þar stálminnis og þess hve fróður hann var um samtímaatburði og ekki síður liðna tíð. Hann var stolt- ur af sínum vestfirska uppruna og unni þeim landshluta af heitu hjarta þótt hann hefði þar ekki fasta búsetu seinni árin. Byggða- mál og atvinnumál voru hans hjart- ans mál, en það var víðs fjarri að hann afmarkaði sig við ákveðna málaflokka eða þröngt svið á Al- þingi. Hann fók þátt með eftir- minnilegum hætti í umræðum á mjög víðu sviði. Honum var annt um þingræðið og lýðræðið, stjórn- arskráin var hans grundvallarplagg svo sem bera ber. Stjórnarskrána kunni hann betur en aðrir menn. Þegar hann taldi okkur vera á villigötum í þingflokknum stóð hann upp úr stólnum og náði í lagasafnið í bókaskápinn. Ef heftið skall fast í fundarborðið áttum við von á yfir- lestri, en ef náð var í bæði heftin var vissara að biðja fyrir sér. Það fór ekki hjá því með mann af þeh’ri gerð sem Ólafur var að bar- daginn var oft harður og stundum var langt gengið og menn voru sárir eftir. Eg minnist þess eitt sinn að milli okkar gengu hnútur í þingsöl- um vegna máls þar sem leiðir lágu ekki saman, og fundarstjórnar minnar. Ég friðmæltist á þriðja degi, og hann tók þétt í hönd mína upp á það að við værum sáttir. Þannig er gott að vinna og samfylgd okkar Ólafs var góð. Fyrir það vil ég þakka að leiðarlokum. Það var oft gaman að hlusta á hann þegar stjórnmálunum sleppti, og menn höfðu uppi gamanmál. Hnyttin og óvænt tilsvör hans em mörg og munu mörg þeirra lifa um langa hríð, meðan fólk hefur döngun í sér til þess að gera að gamni sínu. Ólafur var vissulega sveiflumaður í skapgerð. Hann var maður fölskvalausrar gleði og þungrar al- vöra. Það er gott að minnast síðustu samverastundanna á Vestfjörðum þegar félagi okkar naut sín vel á æskuslóðum. Hafi hann þökk fyrir góða og lærdómsríka samfylgd. Ást- vinum hans votta ég innilega samúð. Jón Kristjánsson. Það er ljúft að eiga minninguna um Ólaf Þ. Þórðarson frá fyrstu dög- um þessa septembermánaðar. Þing- flokkur ft’amsóknarmanna, trúnaðar- menn úr öllum kjördæmum og mak- ar, vora á ferð um Vestfirði. Ólafur var með okkur og lék á als oddi. Hann naut stundarinnar með gömlu félögunum. Ekið var um Norðurftrð- ina í rútu og veðrið var eins og best verður á kosið á haustdögum. Ólafur hafði frá mörgu að segja. Hann sagði okkur frá uppvaxtarár- unum á Suðureyri, dvölinni að Núpi, störfum og baráttu fyrrum forystu- manna Framsóknarflokksins sem sumir komu að vestan. Það stóð ekki í honum Ólafi. Frásagnargáfan var honum í blóð borin og gamla glettn- in i augnaráðinu var á sínum stað. Ólafur var Vestfirðingur í húð og hár og naut þess að fræða aðkomu- fólk um staðhætti og mannlíf fyrir vestan. Hann stóð fremst í rútunni og nýtti sér hljóðnemann til að betur heyrðist í honum. Þegar honum var boðið sæti sagði hann með sínum al- kunna þunga í röddinni: „Nei, mér líkar að standa." Þarna stóð hann og virti íyrir sér hópinn sem hann hafði starfað náið með öll sín fullorðinsár. Þetta vora vinir hans. Mér var efst í huga vænt- umþykja í garð þessa manns. Þrátt fyrir mikið skap og á stundum sér- staka framkomu skiptu meira máli eiginleikar hans og manngæska. Hann var ótrúlega næmur einstak- lingur. Það var eins og hann skynjaði umheiminn á annan hátt en við hin. Hann hafði ávallt svör á reiðum höndum og hugmyndaflugið var óendanlegt. Stundum fór hann á slíkt flug að fæstum tókst að fylgja hon- um. Þá var best að setja upp gáfuleg- an svip og bíða eftir lendingunni. Ólafur vissi ekki hvað það var að efast. Hann tók afstöðu. I hans huga voru hlutirnir tiltölulega einfaldir. Meðal annars vegna þessa var mjög auðvelt að vera ósammála Ólafi og þá gat hann verið harður í horn að taka. Sterkasta vopn hans við slíkar aðstæður var mælskan. Ólafur setti svip sinn á Alþingi ís- lendinga. Það ríkti ávallt ákveðin eftirvænting þegar hann kvaddi sér hljóðs. Hann kom yfirleitt að mál- efnum líðandi stundar frá öðra sjón- arhorni en hinir. Auk þess hafði hann að mati fagurkera fallegri að- komu að ræðustóli en nokkur annar. - Það var einhver stíll yfir þessum manni. Röddin svona djúp og örygg- ið svo augljóst. Þegar ég kveð Ólaf Þ. Þórðarson, langt um aldur fram, vil ég þakka fyrir kynnin og fyrir störfin í þágu þingflokks framsóknarmanna. Hann setti svip sinn á samtíðina. Hann var sannur hugsjónamaður. Það er sjón- arsviptir að Ólafi Þ. Þórðarsyni. Ég votta eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Valgerður Sverrisdóttir. „Að svo miklu leyti sem mannlífið er fallvalt og brigðult verðum við sí- fellt að leita þeirra sem við getum látið okkur annt um og endurgjalda ástúð okkar. Ef kærleikur og góð- vild hverfa glatast lífsgleðin." Þessi orð eftir Cicero í bókinni „Um vin- áttuna“ koma mér í hug, þegar kær vinur, Ólafur Þ. Þórðarson er borinn til hinstu hvílu. Lífshlaup hans, sem markaði djúp spor í sálu samferðar- manna, varð allt of stutt. Það mun hafa verið árið 1976, að Ólafur, sem þá var oddviti vestur á Suðureyri við Súgandafjörð, hafði samband við mig og fór fram á að ég reisti fyi’h’ hreppinn átta íbúða fjöl- býlishús. Þessi samvinna okkar olli því, að frá þeim tíma vorum við vinh’ og góðvild hans færði mér lífsgleði - já og um leið víðsýni á hið fallvalta og brigðula mannlíf. Öll þjóðin þekkti Ólaf Þ. Þórðar- son, alþingismann Vestfirðinga. Þingmanninn sem á fundum og í einkaviðræðum hafði svo margt til málanna að leggja - slíkur var hinn magnaði málflutningur - já, orða- forðinn - hrífandi framsögnin - ásamt yfírgripsmikilli þekkingu á sögu lands og þjóðar. Á kveðjustund líða í gegnum hug- ann, - sem leiftur - samverastund- irnar er við áttum. Fyi’ir þær vil ég nú þakka af heilum huga. Ég votta öllum aðstandendum Ólafs Þ. Þórðarsonar innilega samúð og bið þeim Guðs blessunar, nú þeg- ar svo virðist að mannlífið sé „fall- valt og brigðult". En eftir haustið og veturinn kemur vorið á ný. Árni Jóhannsson. Kveðja frá Sambandi ungra framsóknarmanna Okkur langar í nokkrum orðum að minnast fráfalls góðs félaga og fyrram þingmanns Framsóknar- flokksins, Ólafs Þ. Þórðarsonar. Hann var virkur í starfi ungi-a fram- sóknarmanna meðan hann hafði ald- ur til og var ávallt síðar boðinn og búinn til að rétta samtökum ungi-a framsóknarmanna hjálparhönd við hin ýmsu tilefni. Ólafur var með allra skemmtileg- ustu ræðumönnum og notaði óspart góða þekkingu sína á þjóðlegum fróðleik til að miðla og krydda sam- hengi umræðunnar. En umfram allt var hann góðm’ maður sem mátti hvergi aumt sjá eða órétti beitt, rík réttlætistilfinn- ing og virðing fyrh’ náunganum vora hans aðalsmerki. ÓLAFÍA SIG URÐARDÓTTIR + Ólafía Sigurðar- dóttir fæddist á Núpi undir Vestur- Eyjafjöllum 19. maí 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 22. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 31. ágúst. Þegar faðir minn hringdi til mín að kvöldi 22. ágúst og sagði án nokkura málalengina: „þú veist líklega erindi mitt,“ brast einhver viðkvæmur stengur í bjrósti mér, amma var dáin. Vitanlega vissi ég að hverju stefndi, hún var bæði háöldruð og hafði skilað lífsstarfi sem margur mætti vera stoltur af. Amma fædd- ist og var uppalin að Núpi undir Vestur-Eyjafjöllum. Hún fluttist ung til Vestmannaeyja og réð sig í vist, eins og það kallaðist, hjá þeim mektarhjónum Ingibjörgu og Birni í Bólstaðarhlíð. Maður sá er síðar skyldi verða afi minn var „á vertíð" í Eyjum á þess- um tíma og lágu leiðir þeirra sam- an. Úr varð fjölskylda sem nú syrg- h’ og saknar ömmu. En minning- arnar ylja og tíminn er sagður lækna öll sár. Amma og afi byggðu sér bú í Sól- hlíð 8 í Vestmannaeyjum og bjuggu þar alllengi. Afi var þá forstjóri Vinnslustöðvarinnar og amma hús- móðir á fallegu heimili þeirra. Eftir að börnin fjögur voru flogin úr hreiðrinu fluttust þau til fastalandsins. Ég var elsta bama- barnið og hafði tæki- færi til mikilla sam- skipta við afa og ömmu. Þau komu nán- ast á hverjum sunnu- degi og buðu í „bíltúr“, en bílar voru ekki eins sjálfsagður hlutur á þeim tíma og nú. Margar voru þær líka helgarnar þegar við systkinin fengum að skreppa í gistingu til afa og ömmu. Ömmu minni er erfitt að lýsa í fá- um orðum. Hún var ein þeirra manneskja sem gaf allt en krafðist einskis til baka. Hún var alltaf til- búin að hlusta og skoðunum sínum lá hún ekki á. Ekki til að særa held- ur til að sýna fram á að á hverju máli finnast fleiri hliðar. Að sækja ömmu heim var ávallt ævintýri líkast. Það mátti ekki minna vera en nokkrar sortir af kökum, kaffi eða mjólk og venjuleg- ast hvort tveggja, svo erfitt var að standa upp frá borði. Eftir að ég fluttist af landi brott’r vora samskipti okkar ömmu ekki eins tíð, en ég skrifaði reglulega og sagði henni hug minn allan. Oft fékk ég svör við þeim bréfum og geymi þau sem gull væri. Ég bið góðan Guð að blessa og varðveita minningu afa og ömmu. Þau eru besta fólk sem ég hef á ævi minni kynnst. Óli Jóhann Pálmason, Svíþjóð. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU JÚLÍUSDÓTTUR, Víðigerði, Biskupstungum, síðar til heimilis á Sogavegi 146, Reykjavík, fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 21. september kl. 15.00. Þeim, sem viidu minnast hinnar látnu, er bent á Bústaðakirkju. Ingibjörg Ólafsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Þorvaldur Lúðvíksson, Kristján Ólafsson, Árný Þórðardóttir, Skarphéðinn Njálsson, Anna Margrét Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskuiegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, RANNVEIGAR AXELSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Magnús Eiriksson, Elsa Stefánsdóttir, Axel Eiríksson, Stefanía Sigurjónsdóttir, Ingibjörg Eiríksdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Grímur Ó. Eiríksson, Bryndís Sveinbjörnsdóttir, Helga Eiríksdóttir og barnabörn. + Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, ÖNNU GUÐNÝJAR ANDRÉSDÓTTUR Ijósmóður, Röðli. Haukur Pálsson, Lilja Hauksdóttir og fjölskylda, Sesselja Hauksdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.