Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 52
>32 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Vits er þörf...“ Hanna Lára Berglind Steinsson Magnúsdóttir 11 21. SEPTEMBER er helgaður Alzheim- ers-sjúkdómnum víða um heim. Nú á dög- um þekkja flestir til þessa sjúkdóms, eða hafa a.m.k. einhverja hugmynd um hann. í grein þessari verður bent á nokkrar stað- reyndir varðandi Alzheimers og greint frá því hvaða félags- legra úrræða gripið er til, er þessi vágest- *toir ber á dyr. Alzheimers Alzheimers-sjúk- dómurinn er kenndur við þýska geð- lækninn Alois Alzheimer, sem lýsti honum fyrstur árið 1907. Hann er einn margra minnissjúkdóma en er þeirra langalgengastur, eða 60-70%. Ekki er hægt að lækna Alzheimers enn sem komið er. Sjúkdómurinn stigversnar er frá líður. í upphafi er 21. september er helgaður Alzheimers- sjúkdómum. Hanna Lára Steinsson og Berglind Magnúsdóttir greina hér frá sjúkdómnum. gjöra kúvendingu er að ræða. Maki eða bam ber skyndilega alla ábyrgð á velferð og lífi ástvinar síns. Alag, þreyta og svefnleysi eykst hjá að- standendum samtímis því sem þeir þurfa að glíma við tilfinningalega þætti eins og sorg, sektarkennd og reiði. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi hópur er í hættu hvað varðar kvíða og þunglyndi. Pað er því mildl- vægt að aðstandendur eigi kost á stuðningi við að höndla þær sársukafullu breytingar sem verða á högum þeirra, auk þess sem þeir þurfa að geta hvílst þegar þeir þurfa á því að halda. Hvaða úrræði höfum við? Það getur liðið langur tími áður en Alzheimers-sjúkdómurinn skerð- ir verulega getu fólks til að annast sig sjálft. Fyrst um sinn getur því verið nóg að sækja um heimilishjálp til aðstoðar við þrif, innkaup o.fl. Smátt og smátt er þjónustan inni á heimilinu aukin og hjúkranarfræð- ingar frá heimahjúkrun eru fengnir til að líta til með viðkomandi, sjá um lyfjatiltekt, böðun eða það sem þörf er á hverju sinni. Eftirlit og aðstoð ættingja eykst stöðugt á ferlinu. Til þess að minnka álagið á þeim er oft- ast sótt um dagvist 2-5 daga í viku, en í Reykjavík eru til tvær dagvistir sérstaklega ætlaðar minnisskertu fólki, Hlíðabær og Vitatorg. Þegar líða tekur á sjúkdóminn bætast hvíldarinnlagnir við og eru þær hugsaðar til að hvíla aðstandendur og gefa þeim færi á að breyta um umhverfi. Það er engu að síður at- hyglisvert, að þau fjögur hjúkranar- heimili sem til eru í Reykjavík, eru ekki í stakk búin til að taka við erf- iðustu sjúklingunum í hvíldarinn- lagnir. Hér er átt við sjúklinga sem eru með dægurvillu og geta rápað um en slíkt einkennir iðulega Alzheimers-sjúklinga. Ástæðan er sú að þeir gætu haft truflandi áhrif á aðra sjúklinga, e_ða að þeir gætu rápað út óséðir. Aður en Landa- kotsspítali varð sérhæft sjúkrahús fyrir aldraða á síðasta ári gátu að- standendur átt von á því að fá þau svör við umsóknum um hvíldarinn- lagnir, að viðkomandi væri of „erfið- ur“ til að hægt væri að taka hann inn. Þegar ofangreind úrræði duga ekki lengur þarf að huga að vistun á hjúkrunarheimili. I Reykjavík hafa aðeins tvö hjúkrunarheimili deildir sem sérstaklega eru útbúnar fyrir sjúklinga með atferlistruflanir. A hjúkrunarheimilinu Eir er 20 manna deild og í Skógarbæ er 11 manna deild. Báðar deildirnar eru lokaðar og með aðstöðu til útivistar. Biðlistinn eftir þessum deildum er slíkur að aðstandendum fallast oft hendur þegar þeir standa í þessum sporum. Endirinn verður oftar en ekki sá að þeir þurfa að sætta sig við lakari kosti vegna þess að orka þeirra er einfaldlega á þrotum. Þess ber þó að geta, að ekki þurfa allir Alzheimers-sjúklingar á lokaðri deild að halda, því sjúkdómsein- kennin eru mismunandi. SHR Landakot I mars síðastliðnum var opnuð formlega svokölluð heilabilunarein- ing í tengslum við Landakotsspít- ala. Hún samanstendur af tveimur legudeildum, minnismóttöku, tveimur dagvistunum og einu stoð- býli, Foldabæ. A legudeildunum, sem eru lokaðar 18 manna deildir, fara fram rannsóknir, greining og endurhæfing. Að auki eru nokkur rúm bundin við hvíldarinnlagnir. Langur biðlisti hefur eðlilega myndast eftir slíkum plássum. Minnismóttakan tilheyrir móttöku- deild Landakots og er hún fyrir fólk sem býr heima og er farið að missa minni. Þar fer fram greining og tillögur eru gerðar til að bæta aðstæður viðkomandi. Oft er sótt um dagvist í framhaldinu. Við Landakot eru einnig starfræktir stuðningshópar fyrir aðstandend- ur. Tilgangurinn með þeim er m.a. að auka þekkingu aðstandenda á sjúkdómnum og ferli hans. A þann hátt eru aðstandendur betur í stakk búnir til að takast á við þau mörgu vandamál sem upp koma og ekki síst að njóta þess besta sem hægt er með ástvinum sínum. Niðurlag Höfundi Hávamála, sem titill þessarar greinar vísar til, varð tíð- rætt um mikilvægi þess að hafa vit og rænu. Boðskapur hans hefur síst minna gildi á okkar dögum. Þegar vitið er hins vegar ekki lengur til staðar, er ljóst að sá sem lendir í slíkum hremmingum er algjörlega háður öðrum, þ.e. aðstandendum sínum og stjórnvöldum, hvað varðar allt daglegt líf. Menn og konur sem áður voru virkir þjóðfélagsþegnar, höfðu áhrif og nutu virðingar, verða á skömmum tíma ósjálfbjarga. Það er réttur þeirra að þau fái áfram notið virðingar, þrátt fyrir sjúkdóm sinn, og að lífsgæði þeirra séu sem best verður á kosið. Aðstandendur Alzheimers-sjúklinga reyna iðulega mun lengur en þróttur leyfir, að annast ástvini sína, en þegar þeir eru komnir í þrot, verður samfélag- ið að hafa úrræði við hæfi. Eins og staðan er í dag sitja ekki allir aldr- aðir við sama borð hvað snertir að- gang að hjúkrunarheimilum. Þar eru erfiðir sjúklingar með minnis- sjúkdóma neðstir á blaði. Hanna Lára Steinsson er félagsráð- gjafi. Bergiind Magnúsdóttir er sál- fræðingur. Báðar starfa á heiiabil- unareiningu SHR, Landakoti. eingöngu um skert nærminni að ræða, en á lokastigum sjúkdómsins þarf viðkomandi alla aðstoð við ein- földustu athafnir daglegs lífs. Aðstandendur Að vera aðstandandi Alzheimers- sjúklings er bæði krefjandi og erfitt. Það gerir kröfu til fómfysi, þolin- mæði og umhyggju. Líf þess sem umönnunina veitir breytist alltaf eitthvað og oft það mikið að um al- IÖ| Sturtuklefar Ifö smrtuklefarnir eru fáanlegir í mörgum stærðum og gerðum, úr plasti eða öryggisglen. Ifö sturtuklefamir eru trúlega þeir vönduðustu á markaðnum í dag. Ifö sænsk gæðavara. Hvað er pólitík? Til hvers er lýðræði? EF venjulegur borg- ari í dæmigerðu vest- rænu lýðræðisríki á borð við ísland væri spurður þeirrar spurn- ingar, hvort hann vilji búa í lýðræðisríki má reikna með að yfir- gnæfandi líkur eru til þess að hann svaraði því játandi. Hugtakið lýðræði er svo ríkur þáttur í heimsmynd okkar að flest okkar teljum annað stjórn- skipulag fráleitt. Svör- in yrðu hinsvegar áreiðanlega fjölbreytt- ari, ef fólk væri beðið að skilgreina hugtakið lýðræði, hvernig það hugsi sér það í framkvæmd. Nú er ekki meiningin hér að fara út í félagslega úttekt og heimspekilega greiningu, til þess eru ekki efni af hálfu ritara. Hins- vegar er hugmyndin að vekja spurningar um hvort það samfélag, sem við lifum í, stefni í þá átt, sem fólk ætlast til. Algengasta skilgreining á lýðræði er sú, að fram fari í viðkomandi samfélagi opin umræða um við- fangsefni samfélagsins, fólk skipi sér í hópa með þeim, sem það telur sig eiga skoðanalega samleið með og með leynilegum atkvæðagreiðsl- um sé annaðhvort tekin afstaða til einstakra málefna eða skoðanahóp- ar kjósi fulltrúa á samkomur, sveit- arstjórnir, þing o.s.frv., sem taki ákvarðanir íyrir viðkomandi samfé- BorÍtÉákar til brúðargjafa^ 30% afsl. Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson Heildsöludreifing: ; ■ uimujuiuyi n.oupuiuyi Sími 564 1088. fax 564 1089 1 Uppsetningabúðin ffflsl í byggingavöruverslunum um land alll. ! 1 Hverfisgötu 74, sími 552 5270. lag um einstök málefni. Er það algengasta formið og nefnist venjulega fulltrúalýð- ræði. Astæðan fyrir því að sú leið er venjulega farin er sú, að hún er yfirleitt skilvirkari og skjótari til viðbragða en almennar atkvæða- greiðslur meðal kjós- enda um hvert eitt málefni. Hópa fólks með svipaðar skoðanir og afstöðu til málefna nefnum við venjulega stjórnmálaflokka og umræður og ákvarð- anatöku um samfé- lagsmál stjórnmála. Þetta á nú að vera hverjum fulltíða borgara ljóst og kennt í grunnskól- um, en vegna þess, sem hér fer á eftir, þykir rétt að undirstrika þetta í upphafi. Það hefur verið áberandi í um- ræðu hérlendis upp á síðkastið og e.t.v. aldrei eins og nú síðustu tvö, þrjú misserin, að pólitík, stjórnmál, sé eitthvað óhreint, sem helst megi hvergi koma nálægt þeim málum, sem varða hagsmuni almennings og þjóðarinnar sem heildar. Um þetta er hægt að nefna mörg dæmi, en það nægir að vísa til þeirrar um- ræðu, sem fram hefur farið um tvö „heitustu" málin í þjóðfélagsum- ræðunni síðustu mánuðina, banka- málin og gagnagrunnsfrumvarpið. Þar hefur aftur og aftur komið upp sú umræða, að ekki sé von á góðu HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR... ARBONNE INTERNATIONAL Jurtasnyrtivörur án ilmefna fyrir húð og hár. Útsölustaðir um land allt þar sem menn séu kjörnir pólitískt til setu í stjórnum, ráðum og nefnd- um. M.a. minnist ritari þessara lína þess að hafa heyrt frá landlæknis- embættinu nýverið, að ótækt sé að úthlutun á einkaleyfi skv. gagna- grunnsfrumvarpinu eigi að fara fram af pólitískt kjörinni nefnd, þar eigi um að fjalla embættismanna- nefnd, sem væntanlega sé þá algjör- lega ópólitísk. Þetta sjónaimið, að embættis- menn séu ópólitískir, étur svo hver upp eftir öðrum og þykir góð latína. Við hér á landi erum ekki ein um Viljum við, spyr Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, að æviráðnir embættismenn fari í raun með allt vald og setningu reglna um allt okkar líf og athafnir? þetta, þetta sjónarmið virðist ráð- andi um mestalla Evrópu. Nú er undimtuðum fyrirmunað að skilja hvernig nokkur maður, embættis- maður eða aðrir, geti verið algjör- lega óháðir pólitík, eins og venjan er að skilgreina hana. Enginn er al- gjörlega skoðanalaus og getur því ekki gengið að því að taka afstöðu til hluta án þess að hafa fyrirfram mótaða hugsun og aðferðafræði við ákvarðanatöku. Svo eru það hagsmunahóparnir. Það þykir ótækt, ef lagafrumvörp um einstaka málaflokka, sem AI- þingi tekur til meðferðar (eða hvaða þjóðþing í Evrópu sem vera skal, ef út í það er farið), eru ekki mótuð af hagsmunaaðilum að meira eða minna leyti og skulu þingmenn taka afstöðu til þeirra útfrá sjónarmiðum þeirra. Það þykir nánast ótækt, ef þingmenn greiða atkvæði út frá almennri, heilbrigðri skynsemi sinni eða út frá þeirri þjóðfélagssýn, sem þeir hafa komist á þing út á, þ.e. stjórn- málaskoðun. Jafnframt þykir ekki góð latína, ef þingmenn fara sjálfir að semja lög, það skal vera hlut- verk s.n. sérfræðinga, sem oftar en ekki eru embættismenn. Það er ástæða til að vísa til þess verklags, sem nú ríkir innan Evrópusam- bandsins, en það eru það í raun embættismenn þess, sem búa til lög og reglur, stjórnmálamennirnir koma svo saman til að skrifa undir í flestum tilvikum orðinn hlut. Embættismenn hafa í auknum mæli hin raunverulegu völd og vilja halda í þau. Umræðan í þjóðfélög- unum fer svo fram, með góðri að- stoð fjölmiðla, sem oft eru ríkis- reknir og stjórnað af embættis- mönnum á þeim nótum, að pólitík megi hvergi nærri nokkru koma, nema þegar þarf að taka einhvern siðferðilega af lífi, þá er gott að hafa pólitíkusana sem blóraböggla. En er þetta það sem við, almenn- ingur, raunverulega viljum? Viljum við að æviráðnir embættismenn fari í raun með allt vald og setningu reglna um allt okkar líf og athafnir? Eða viljum við með beinum eða óbeinum hætti hafa áhrif á hvernig samfélag okkar er mótað með því að taka þátt í starfi þess stjórnmála- flokks, sem hugnast okkur best og skipa okkur í hóp með því fólki, sem okkur finnst við eiga mesta skoð- analega samleið með? Framundan er mikil uppstokkun í íslenskum stjórnmálum og er í sjálfu sér ekkert nema gott eitt um það að segja. Sumt er stöðugt í sam- félaginu en annað breytist og breyt- ist hratt. Nýjar þjóðfélagsaðstæður geta leitt til þess, að gömul sjónar- mið verði úrelt og fólk skipi sér í nýjar sveitir út frá afstöðu til nýrr- ar þjóðfélagsgerðar. Svo era einnig önnur sjónarmið og viðmiðanir, sem ekki falla úr gildi og gengi þeirra fellur ekki. Hvoratveggja er í sjálfu sér eðlilegt. En ef við viljum halda í hið lýðræðislega form, sem við höf- um notast við mestalla þessa öld, sem nú er að kveðja, þá eigum við ekki að afskrifa stjórnmálin og stjórnmálaflokkana og færa allt vald til embættismanna. Þá lendum við fljótlega í ofríki skrifræðis og valdníðslu, sem tók okkur aldir að losna undan. Tökum því þátt í stjórnmálastarfi hvert og eitt með því fólki, sem við teljum okkur eiga samleið með. Þá verða stjórnmálin ekki óhrein, þá verða þau eins og við viljum hafa þau. Höfundur er skrifstofumaður á Sauðárkróki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.