Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Alyktun aðalfundar Sam- taka fískvinnslustöðva Hluti fyrirtækja í botnfiskvinnslu rekinn með halla UR VERINU Morgunblaðiö/Á.sdís AFKOMA í sjávarútvegi er með betra móti um þessar mundir en þó eru að mati formanns Samtaka fisk- vinnslustöðva, Arnars Sigurmundssonar, nokkrar blikur á lofti. Aðalfundur samtakanna var haldinn í gær og var hann vel sóttur. „Hækkandi afurðaverð hefur létt róðurinn“ AFKOMA sjávarútvegsfyrirtækja er nú mun betri en á sama tíma á síðasta ári. Þrátt fyrir umtalsverða hækkun afurðavereðs, er þó hluti fyrirtækja í botnfiskvinnslu rekinn með halla. þetta kemur fram í álykt- un aðalfundar Samtaka fiskvinnslu- stöðva í dag. Ályktunin fer hér á eftir: Upplýsingar um þróun afurða- verðs, hráefniskostnaðar og helstu rekstarþátta í fiskvinnslu sem birt- ar voru á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva í dag staðfesta þá rekstrarstöðu sem við er að glíma í afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Þrátt fyrir umtalsverða hækkun af- urðaverðs á undanförnum mánuð- um er hluti fyrirtækja í botnfisk- vinnslu áfram rekinn með halla. Þá staðfesta þessar tölur að afkoma í rækjuvinnslu er erfið um þessar mundir, en áfram er góður gangur í mjöl- og lýsisvinnslu. Ótryggt efnahagsástand Þrátt fyrir að staða botnfisk- vinnslunnar hafi batnað á síðustu mánuðum er áfram jafn þýðingar- mikið að ná niður ýmsum kostnað- arliðum í rekstri fyrirtækjanna. Hlutfall hráefniskostnaðar sem ræður mestu um afkomuna er enn of hátt í frystingu, söltun og rækju- vinnslu. Afkomubati hjá fyrirtækj- unum hefur byggst á hækkandi verði á sjávarafurðum, mikilli veiði uppsjávarfiska og auknum þorskafla. Otryggt efnahagsástand í Austur-Asíu og Rússlandi skapar mikla óvissu um sölu síldarafurða, frystrar loðnu og annarra sjávaraf- urða á þessa mikilvægu markaði. Helstu keppinautar okkar á fisk- mörkuðum, Norðmenn, hafa veru- lega bætt samkeppnisstöðu sína að undanfórnu, þar sem norska krónan hefur lækkað um 10% á undanfóm- um tveimur árum gagnvart íslensku krónunni. Til þess að mæta auknum launakostnaði hér á landi hafa fyrir- tækin unnið að endurskoðun vinnslu- og launakerfa og bættri nýtingu framleiðslutækja og vinnu- tíma með það að leiðarljósi að auka framleiðni í íslenskri fiskvinnslu. Menntun starfsfólks í fiskvinnslu þarf að efla og vinna markvisst að framgangi þeirra tillagna Samtaka fiskvinnslustöðva sem kynntar voru á aðalfundinum. Aðhalds verði gætt Aðalfundur Samtaka fiskvinnslu- stöðva skorar á stjómendur ríkis og sveitarfélaga að gæta aðhalds í rekstri og framkvæmdum og nýta þann mikla tekjuauka sem skapast hefur í stórauknum hagvexti hér á landi til þess að greiða niður skuld- ir. Lækkun skulda dregur úr vaxta- byrði ríkis og sveitarfélaga og býr jafnframt í haginn þegar mæta þarf minnkandi hagvexti, en við þær aðstæður munu gjöld hins opinbera aukast meira en tekjurnar. Aðal- fundurinn bendir á að öll lausatök í efnahagsstjóm munu óhjákvæmi- lega koma til með að kreppa að út- flutnings- og samkeppnisgreinum. Áliyggjur af Kvótaþingi Aðalfundurinn ítrekar þær áhyggjur sínar að staifsreglur Kvótaþings muni raska starfsum- hverfi fiskvinnslunnar og draga úr atvinnuöryggi starfsfólks. Leiði starfsemi Kvótaþings til þeirrar röskunar sem margir óttast skorar fundurinn á stjómvöld að hraða nauðsynlegri könnun og endur- skoðun laganna mun fyrr en bráða- birgðaákvæði laganna gera ráð fyrir. Það er með öllu ólíðandi fyrir ís- lenskan sjávarútveg að starfsemi Kvótaþings geti heft eðlileg viðskipti fyrirtækja og truflað með þeim hætti hráefnisöflun fiskvinnslunnar. „ÞAÐ hafa skipst á skin og skúrir í rekstri fiskvinnslunnar á síðustu ár- um. Góð aflabrögð og vaxandi þorskafli ásamt hækkandi afurða- verði hefur létt mörgum róðurinn á þessu ári. En það eru líka blikur á lofti,“ sagði Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva í skýrslu sinni til aðalfundar- ins í gær. Arnar flutti yfirgripsmikið erindi um stöðuna í sjávarútveginum í dag og þróun frá siðasta hausti. Hann sagði mikinn bata hafa náðst, en blikur væm þó á lofti. Hann sagði svo: „Fyrirsjáanlegur aflasamdráttur í rækjuveiðum setur afkomu rækju- vinnslunnar í mikinn vanda. Veiðar í Smugunni era ekki lengur sú búbót sem þær vora áður og mikil hækk- un á innfluttum Rússaþorski að undanfomu getur kippt fótunum undan rekstri nokkurra fiskvinnslu- fyrirtækja. Mikil óvissa um fram- vindu efnahagsmála vegna alvar- legrar stöðu þessara mála í Austur- Asíu og Rússlandi. Sala til þessara landa var um 15% af verðmæti út- fluttra sjávarafurða á síðasta ári. Þessir markaðir skipta miklu máli fyrir frysta loðnu, karfa, rækju í skel og síld. Áhyggjur af þróun efnahagsmála Á innlendum vettvangi er ástæða til þess að hafa áhyggjur af þróun efnahagsmála. Greinileg þensla er í nokkram atvinnugreinum og mikil aukning innflutnings orsakar mik- inn viðskiptahalla. Þrátt fyrir að aðeins stefni í 1-2% verðbólgu á þessu ári er almennt viðurkennt að lægra innflutningsverð vegna geng- ishækkunar krónunnar á stóran þátt í þessari litlu verðbólgu. Framundan er um 4% hækkun launakostnaðar um næstu áramót og er ástæða til þess að óttast að hún komi meira fram í verðlagi en almennar launahækkanir á síðasta og þessu ári. Þrátt fyrir þessar blik- ur á lofti ríkir meiri bjartsýni í fisk- vinnslunni en oft áður. Fyrirtækin stór og smá hafa verið að aðlaga sig breyttum aðstæðum og reynt að tryggja hráefnisöflun eftir bestu getu. Við skulum vona að starfsemi Kvótaþings stefni ekki þessu starfi og atvinnuöryggi starfsfólks í hættu eins og margir í sjávarútvegi óttast mjög um þessar mundir. Skapa verður sem best rekstrarskilyrði Árið 1998 er helgað hafinu og dagur hafsins var haldinn í síðustu viku. Við Islendingar höfum sýnt öðram þjóðum fram á að sjávarút- vegur getur staðið að miklu leyti undir afkomu heillar þjóðar. Við höfum einnig sýnt fram á að skyn- samleg nýting fiskistofna og fjölþætt fiskvinnsla og útgerð er árangursríkasta leiðin til þess að halda uppi öflugu atvinnulífi í sjávarplássum um land allt. Við þessar aðstæður er því mjög brýnt að íslenskum sjávarútvegi verði sköpuð sem best almenn rekstrarskilyrði og skattlagning hins opinbera nái ekki draga að úr þeim krafti og útsjónarsemi sem ávallt hefur einkennt íslenskan sjávarútveg," sagði Amar meðal annars. Hart deilt á Kvotaþing og Verðlagsstofu skiptaverðs á aðalfundi samtaka fískvinnslustöðva Báðum stofnunum spáð fáum lífdögum HLÝTT á boðskapinn. Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar hf., Ólafur B. Ólafsson, formaður sljórnar VSÍ, og Valur Valsson, bankastjóri Islandsbanka. SNÖRP ádeila á starfsemi Kvótaþings kom fram á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær. Verðlagsstofa skiptaverðs var einnig gagnrýnd en ekki eins harka- lega. Tómas Örn Kristinsson, for- maður stjórnar Kvótaþings, kynnti starfsemina á fundinum og gat þess í upphafi að hann hefði verið spurð- ur að því á leið í pontu hvort hann væri í skotheldu vesti. Halldór Árnason, framkvæmdastjóri Borg- eyjar á Höfn í Homafirði, spáði bæði Kvótaþingi og Verðlagsstofu skiptaverðs fáum lífdögum, því að með lögunum um þessar stofnanir væri verið að reyna að samræma hið ósamræmanlega. Auk kynningar Tómasar á Kvótaþingi kynnti Valtýr Hreiðars- sori, forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs, starfsemi hennar. Að því loknu vora pallborðsumræður með þátttöku þeirra undir stjóm Steingríms J. Sigfússonar, formanns sjávarútvegsnefndar Alþingis, Hall- dórs Ámasonar, Ásgeirs Loga Ás- geirssonar og Ellerts Kristinssonar. Mikil óvissa Ásgeir Logi Ásgeirsson, frá Ólafsfirði, taldi Kvótaþing skapa mikla óvissu fyrir starfsemi þeirra fiskvinnslufyrirtækja, sem meðal annars hefðu stundað það að útvega viðskiptabátum sínum aflaheimildir í því skyni að ná til sín fiski til vinnslu. Svo væri ekki leyfílegt nú. Hann sagði kerfið þungt og hamla viðskiptum með aflaheimildir. „Við eram ekki sátt við það að vera þvinguð til viðskiptahátta, sem við teljum óhagkvæma. Sjómenn og út- vegsmenn verða að ná sáttum sín á milli svo deilur þeirra bitni ekki á öðram í sjávarútvegi,“ sagði Ásgeir Logi meðal annars. Ætlað hið ómögulega Halldór Árnason sagði að ekki væri hægt að samrýma hlutaskipta- kerfi sjómanna og hagkvæma fisk- veiðistjórnun, en nú væri Kvótaþingi og Verðlagsstofu ætlað að gera hið ómögulega. Stjórnvöld væru alltof léttúðug í útgáfu reglu- gerða og laga sem breyttu leikregl- um í sjávarútvegi og því vissu menn illa hvar þeir stæðu. Hann sagði einnig að með þessu væri verið að leggja einyrkjaútgerð í rúst, en með því breyttust forsendur þeirra fisk- vinnslufyrirtækja, sem byggt hefðu reksturinn sinn á viðskiptum við þær. Kvótaþingið óþarft Ellert Kristinsson, framkvæmda- stjóri Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi, sagðist ekki vilja setja samansemmerki á milli Kvótaþings og Verðlagsstofu. Kvótaþingið væri óþarft og vel væri hægt að ná til- gangi laganna með lágmarksverði, en auk þess gerði Verðlagsstofan starfsemi Kvótaþings óþarfa. Þá skrúfaði Kvótaþingið upp verð á aflaheimildum og segja mætti að það væri lagaskylda að krefjast sem hæsts verðs fyrir aflaheimildir. Nú ætti sá sterkasti að hreppa kvótann og þegar væri byrjað á því að selja báta og kvóta. .Áflaheimildir fara á færri hendur og færri störf verða á sjó. Það verður að taka þetta mál til endurskoðunar," sagði Ellert. Ellert sagði að sér litist betur á Verðlagsstofuna og starfsemi úr- skurðarnefndar um fiskverð. Hins vegar væri lagagrein númer 16 um hana slæm, en samkvæmt henni væri hægt að skylda menn til tap- rekstrar. Nær engin viðskipti Nær engin viðskipti hafa verið á Kvótaþingi enn og því hefur ekki myndazt marktækt viðmiðunarverð. Fyrir vikið geta skipti á aflaheim- ildum á jöfnu ekki átt sér stað, en slík viðskipti voru sögð á bilinu 80 til 90% allra viðskipta með leigu- kvóta á síðasta ári. Hjá fundar- mönnum kom fram mikil gagnrýni á þetta atriði og vora þeir nánast allir á því máli að Kvótaþing væri óþarft, það hamlaði eðlilegum viðskiptum með aflaheimildir og raskaði bæði útgerðarháttum og fiskvinnslu. Sterkar raddir komu fram um það að nauðsynlegt væri að endurskoða lögin um starfsemi Kvótaþings sem fyrst, áður en það hefði valdið of miklum vandkvæðum. Gæti orðið alvörumarkaður Tómas Örn Kristinsson svaraði þessari gagnrýni að nokkru og benti á, að Kvótaþing starfaði samkvæmt lögum, sem kvæði á um starfsað- ferðir hennar. Ætti að breyta ein- hverju þyrfti að breyta lögum. Hann sagði miður að neikvæð um- fjöllun væri um Kvótaþing, sem gæti orðið alvöru markaður, en þá yrðu aðilar í sjávarútvegi að taka þar þátt, bæði að selja og kaupa. Hann vonaðist til þess að þessar fyrstu vikur í starfseminni væru ekki merki um það sem koma skyldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.