Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 42
* 42 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þögult Ijóð „A sama kátt og í Ijóðlistinni leitar myndlistin að hinu algilda og skáldskaþ- urinn þjappar saman í fari einnarper- sónu því sem náttúran felur í eðli og að- stæðum fjöldans. “ Goya eöa Lucas Aþessum dögum gerist það að fólk hverfur inn í haustið, sumir aka burt í því skyni að sjá haustlitina, fegurð landsins á þessum árs- tíma. í spjalli útvarpsmannsins Eiríks Guðmundssonar við Skafta Þ. Halldórsson bók- menntagagnrýnanda í Víðsjá Ríkisútvarpsins (sem er um margt athyglisverður þáttur) skildist mér á Skafta að eldri kynslóð íslenskra Ijóðskálda væri einmitt að yrkja um haustið og rökkrið (kannski misheyrðist mér?). Þetta að samlagast hausti og rökkri fannst Skafta ágætt og við hæfi væri VIÐHORF Eftir Jóhann Hjálmarsson vel ort, en hann var líka að hvetja yngri skáld til að láta í sér heyra og iðka ekki einungis þögnina og stunda kyn-ðina. Einmitt þegar Eiríkur og Skafti voru að ræða saman í út- varpinu var ég að fletta nýrri bók, Kenjunum eftir Franciseo Goya í túlkun Guðbergs Bergs- sonar. I formála Guðbergs stend- ur margt eins og venjulega hjá honum. A einum stað segir svo: „Myndaflokkurinn og efni hans er nátengt bókmenntum þess tíma sem Goya lifði á (hvorki verður farið út í þá sálma né tengslin rakin, enda eru spænsk- ar bókmenntir næstum óþekktar hér á landi) og í anda nýklassísku stefnunnar og hinna frægu um- mæla Hórasar sem sagði: Ut pictura poesia erit. Það merkir eitthvað á þá leið að myndlistin sé þögult ljóð.“ Onnur tilvitnuð orð frá Guð- bergi, eftir Goya eða Lucas læri- svein hans, hljóða svo: ,Á sama hátt og í ljóðlistinni leitar mynd- listin að hinu aigilda og skáld- skapurinn þjappar saman í fari einnar persónu þvi sem náttúran felur í eðli og aðstæðum fjöldans. Með þessu móti, þegar vel tekst til, býr listamaðurinn til eftirlík- ingu (af veruleikanum) sem veitir honum þann heiður að hann er talinn vera skapandi en ekki þý- lynd eftirherma." Kenjamar eftir Goya „óskiljan- legar og auðskildar í senn“ munu varla teljast til þagnar og rökkur- hugsunar (nema að litlu leyti). Fremur eru þær ögrandi og ádeilugjamar, enda vissi Goya að þær myndu storka stjórnvöldum og almenningsáliti. Goya stendur því nær uppreisnargjömum skáldum og listamönnum þótt hann ætti til margar hliðar. Sá heimur næturógna og skrímsla sem Goya dregur upp er kannski fjarri okkur, helst em það teikningar Flóka sem okkur dettur í hug. I ljóðlistinni sem fyrr var minnst á er allt með kyrrum kjörum nema ef vera skyldi hjá Sigfúsi Bjart- marssyni Zombí-skáldi sem Skafta varð tíðrætt um í fyrr- nefndu viðtali. Sé myndlistin þögult ljóð getur ljóðið þá verið hávær myndlist? Eg hef ekkert á móti því þótt ljóðlistin standi kannski nær hljómlist en myndlist? Myndlist- inni nægir ekki alltaf að vera myndlist og ljóðinu ekki að vera bara ljóð. Hver og einn vill ná út fyrir takmörk sín. Eg býst við að Megas, sem Skafti Þ. Halldórsson kann að meta, sé dæmi um textasmið sem ekki gæti látið sér nægja að yrkja ljóð, að minnsta kosti ekki venjuleg ljóð. Fátt hjá Megasi flokkast undir ljóðlist, að minnsta kosti ekki að mati undir- ritaðs. Hann er einhvers konar sambland listgreina þar sem dægurlagagerð, söngtextagerð og hagmælska renna saman í eitt. Ríkjandi hjá honum er að ganga fram af hlustendum/les- endum og nægi ekki einhverjar fáránlegar staðhæfingar má not- ast við annað. Vera má að Megas hafi haft einhver áhrif á skáld- skap annarra (kannski óbein?), en grunur minn er sá að í þeim hópi séu aðallega textahöfundar á borð við hann, flestir ef ekki allir mun lakari. Það er ljóst að ljóðlistin eins og aðrar listgreinar þarf gust og endumýjun. Það sem er hollt fyrir hana kemur þó ekki endi- lega frá þeim sem hæst láta eða njóta mestra vinsælda. Ljóðið er í eðli sínu hljóðlátt og stendur næst þögninni. Ljóð- skáld hvetja til þess að farið sé varlega með orð svo að ekki blotni í púðrinu. Þau óttast gengisfellingu orðanna sem vissulega er sívaxandi nú og á öllum tímum. Þetta merkir þó ekki það að skáld, sérstaklega ung skáld, eigi ekki að láta að sér kveða með því móti að breyta og bylta. Það er ljóðlistinni lífs- nauðsyn að staðna ekki. Aftur- hvarf til gamalla aðferða er vafa- samt, en sé notast við til dæmis gömul form þarf að bæta ein- hverju við. Þetta gerist þegar best lætur. Kannski átti Einar Már Guð- mundsson einmitt við þetta þegar hann orti eins konar gagnrýna stefnuskrá komungur og galvask- ur (sem hann er auðvitað enn): ljóðið kom til mín og sagði héðan í frá erum við hjón ég mun vera gríma þín og ganga með þig sem felumynd þú þarft aðeins að opna augu þín fyrir hinu fagra, en ég er orðinn leiður á fegurðinni sólin vorið og jöklarair mega vera í friði dýr og jurtir hef ég aðeins séð í frystihólfum stórverslana I þessu sama ljóði, heimsókn, kveðst skáldið leitt á Jóhannesi úr Kötlum, þjóðlegum kvæðum um fjöll og firði og eilífum bæna- stundum með réttlætinu. Einnig virðist gráhærður strengur atómskáldanna ekki henta því til að skjóta örvum sínum. Svona skáldi nægja ekki haustlitir eða það að fara í haustlitaskoðun í lífi sínu og skáldskap. En það er um- hugsunarefni hvort ekki komi einhvern tíma að haustlitaferð- inni og hinu þögla ljóði. Löngu áður hafði Jóhannes úr Kötlum reyndar sent frá sér sín Óljóð þar sem hann skorar værð- ina á hólm og snýst gegn fornum gildum en þó einkum nýjum. Það eru kannski slík óljóð sem við þurfum á að halda? FRÉTTIR Ráðstefna um nátt- úrufarsbreytingar á N or ður-Atlantshafí RANNSÓKNARRÁÐ íslands stendur fyrir ráðstefnu um nátt- úrufarsbreytingar á Norður-Atl- antshafi dagana 23.-26. septem- ber 1998 í samvinnu við banda- ríska vísindasjóðinn National Sci- ence Foundation og fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins; Islendingar hafa frumkvæði að þessari ráðstefnu vegna þess að mikilvægt er að þjóðir beggja vegna Atlantshafsins beini athygli sinni að þeim sveiflum sem eru á ýmsum náttúruferlum á norður- slóðum. Skilningur á sveiflum í náttúrunni er forsenda fyrir túlk- un á breytingum í veðurfari og sjávarskilyrðum á þessu svæði og áhrifum þeirra á mannlíf á þessum slóðum. Sterkar líkur benda til þess að um reglulegar langtíma- og skammtímasveiflur sé að ræða sem ekki eru enn skýrðar en hafa mikil áhrif á lífsskilyrði og hag- vöxt í strandríkjum við Norður- Atlantshaf. Það hefði ótvírætt þjóðfélagslegt og hagrænt gildi að geta skilið þetta samhengi betur og brugðist við breytingum í tæka tíð hvort sem þær eru hagstæðar eða óhagstæðar, segir í fréttatil- kynningu. Tæplega eitt hundrað vísinda- menn frá Islandi, Evrópu og Bandaríkjunum hafa þegið boð um að sækja ráðstefnuna. Margir þeirra eru fremstir á sínu sviði í heiminum. Meginviðfangsefni ráð- stefnunnar er þríþætt: Loftslags- og umhverfisbreytingar á Norður- Atlantshafi, mælt í áratugum og öldum, áhrif loftlags- og umhverfis- breytingar á lífríki og forspársgildi rannsókna og mat á svæðisbundn- um áhrifum náttúrufarsbreytinga. Skipuleggjendur ráðstefnunnar vonast til að hún verði til þess að beina athygli að mikilvægum rannsóknarviðfangsefnum komist á dagskrá og hvetja til samvinnu milli bandarískra og evrópskra vísindamanna á þessu sviði. Ráðstefnunni verður skipt í sex hluta, hver með sinni yfirskrift: 1. Loftslags- og umhverfsibreyting- ar, 2. Forsögulegt veðurfar á Norður-Atlantshafi, 4. Áhrif lofts- lags- og umhverfisbreytinga á auðlindir og hagsæld, 5. Mæling- ar, tölfræðileg líkön og spágildi, 6. Samvinna og brýn rannsóknar- verkefni á næstu árum. * Arstíðar- fundur Húmanista ÁRSTÍÐARFUNDUR Húmanista í Vesturbæ verður haldinn í Ing- ólfsbrunni Aðalstræti 9 (Miðbæj- armarkaði) mánudaginn 21. sept- ember kl. 20.30. Á fúndinum verður rætt um hvort ráðamenn eigi rétt á að halda öldruðum og öryrkjum undir fá- tæktarmörkum, að spilla náttúru landsins, að eyðileggja heilbrigðis- kerfið, að gefa auðlindirnar og hvernig megi koma í veg fyrir þetta, segir í fréttatilkynningu. Meðal gesta verða Karl Jónatansson, tónlistarmaður, Pét- ur H. Ólafsson í stjórn Félags eldri borgara og Garðar Sverrisson, varaformaður Öryrkjabandalags- ins. Auk umræðna verður kaffi og kökur, söngur, harmonikuspil ofl. Allir velkomnir. ------------- Sr. Ólafur Skúlason í Ameríku ÓLAFUR Skúlason biskup mun fjalla um prestskap sinn meðal Vestur-íslendinga í Bandaiíkjun- um og Kanada á árum áður og svara síðan fyrirspurnum. Á vegum Vináttufélags Islands og Kanada. I Lögbergi, Háskóla Islands, miðvikudaginn 23. sept- ember, kl. 20.30, í stofu 102. Opinn fundur, allir velkomnir. ISLENSKT MAL UMSJÓNARMANNI er mjög skemmt við að hlusta á Bragga- blús Magnúsar Eiríkssonar, bæði ljóð og lag. Ætli þetta sé ekíd með því besta sinnar tegundar? Eins og kunnugt er, hefst hin raunalega frásögn á því að Magga í bragga gægist út um gluggann. Hugsið ykkur hvað þetta yrði kauðalegt, ef í staðinn segði ?Ein í bragga Magga kíkir út um gluggann. Sögnin að kíkja er tiltölulega ung í máli okkar, komin frá Dön- um. Hún á rétt á sér í vissum sam- böndum. Við krakkarnir sökuðum stundum hvert annað um að kíkja í feluleik. Þá er kunnugt að menn eiga áhald, sjónauka, sem þeir kíkja í. En sögnin að kíkja er nú ofnot- uð, t.d. í fréttaþáttum, svo að leið- indum og málfátækt veldur. Is- lensk tunga er auðug af sögnum í svipaðri merkingu. Tökum til dæmis gægjast. Þetta er prýðis- sögn, skyld gógur = sá sem glápir. Þekktur bridge-maður var spurð- ur hvemig í ósköpunum hann hefði farið að því að svína rétt. Hann svaraði: „Eg tók eina öragga séns- inn, ég gægðist á hjá honum." Það stappar nærri að manninum fyrir- gefist athæfið fyrir það eitt að nota þarna gægjast, en ekki kíkja. [Séns er runnið frá lat. cadentia - teningskast.] Nú era menn jafnvel farnir að „kíkja á“ veðrið. Það hét einu sinni að gá til veðurs. Og svo skulum við ekki gleyma sögninni að líta sem er einfóld og látlaus og auðveld í meðforunum. Það era tilmæli umsjónarmanns, að menn gefi sögninni að kíkja langt haustleyfi. [Viðbót: Vel kunni Kristján Pálsson alþm. að fara með sögnina að gægjast í grein hér í blaðinu á dögunum.] ★ Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið eftirfarandi bréf frá Kristni Umsjónarmaður Gísli Jónsson 971. þáttur Pálssyni á Blönduósi: „Kæri vin, ég þakka kærlega þína ágætu þætti í Mbl. Og enn liggur mér nokkuð á hjarta. Nú færist í vöxt að nota fleirtölu meira en áður í mæltu máli. Dæmi: „Konan var búin að ráða sig í marg- ar vinnur.“ Er þetta rétt? Hvemig stendur á þessu fleirtöluæði? Nú tala allir um mörg verð t.d. Þá er eins og þomið sé að detta út í talmáli í sumum samböndum. Dæmi: „Þeir vissu ekki um etta“ - Hvernig er etta? Ég skil ekki í essu. Og hér er enn eitt dæmi: „Hér hafiði ðau = Hér hafið þið þau. - Þetta síðasta dæmi er úr Rúv. Getur verið að okkar ágætu þulir þurfi að hraða svo lestri sín- um, að þornið verði útundan? Síðan er málleysan, sem mér finnst sífellt færast í vöxt, þ.e. „hluti af fólki“. Nokkur dæmi: „Nú á að úthýsa stóram hluta fólks.“ Hvaða hluta? „Stór hluti hjúkran- aríræðinga ætlar ekki til vinnu á ný.“ I stað: Margir hjúkranarfræð- ingar ætla ekki og s.frv. (Rúv): „Hluti fanganna á Litla-Hrauni eru (svo) á öðra launastigi." í stað: Sumir fanganna o.s.frv. Og að lokum frá Stöð 2: „Þar vora kneyfaðar (svo) margar pyls- ur“, - og ég sem hélt að kneyfa væri að drekka! Vertu ævinlega blessaður og sæll.“ Athugasemdir umsjónarmanns: 1) Fjarskalega þótti mér nota- legt ávarpið „kæri vin“. Þetta minnir mig á liðna daga, þegar þetta ávarpsfall af vinur var al- gengt. Sumir hafa reynt að halda því fram að ávarpsfall (vocativus) væri ekki til í sérgreindri mynd í íslensku, en þarna var skýrt dæmi hins gagnstæða. Til var og ávarps- fallið son, en reyndar miklu sjald- gæfara en vin. 2) Fleirtöluárátta verður helst skýrð með erlendum áhrifum. I ensku er talað um prices = verð og þetta færist þannig til okkar, að við föram að tala um ?verðin. Ég kann þessu ákaflega illa. Og ekki er betra, þegar vinna er komin í fleirtölu. Hins vegar getum við tal- að um störf. 3) Ég hef ekki orðið þess var að þorn hverfi alveg framan af orðum, svo sem ?etta fyrir þetta. Hins er að gæta, að þ og ð era tvær gerðir sama hljóðs, þornið óraddað, en eðið raddað. I eðlilegum framburði verður þornið oft að eði, sbr. dæmi Kristins. „Hér hafiði ðau“. Hér væri stirt að segja „þið þau“. 4) Gagnrýni K.P. vegna „hluti af“ í stað sumir, nokkrir, margii', er fullkomlega réttmæt. Þetta er angi af nafnyrðafíkn nútímans, sem virðist heldur lítið gefinn fyrir ýmis fornöfn og sum lýsingarorð. 5) Menn kneyfa stundum vín og aðra drykki = drekka ákaft, drekka í teyg, en mat kneyfa menn ekki. Pylsur hafa menn kannski rifið í sig eða hesthúsað. En „kneyfaðar" vora þær ekki og það því síður sem Baldur Jónsson gef- ur kennimyndirnar kneyfa - kneyfði - kneyft í mai-glofaðri réttritunarbók sinni. ★ Salómon sunnan sendir: Þeir segja að tröllið sé tryggt, og þeir sem trúi á það, fái ekki gikt, en eins og ég hugði, það alls ekki dugði henni Oddbjörgu handkrikalykt. ★ Lánaði Eggerti, fór út á Miðleiti, fékk ekki kvikindi, tvo potta af bensíni; status það helvíti. (Arnfinnur Arnfinnsson forstjóri kenndi umsjónarmanni; bragar- háttur ónefndur.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.