Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 57^ KIRKJUSTARF Vetrarstarf Háteigskirkju MESSUTÍMI Háteigskirkju breyt- ist nk. sunnudag, 20. september. Þá verður messað kl. 14 og verður svo framvegis í allan vetur. Bænastundir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Fyrirbæna- efnum er hægt að koma á framfæri við kirkjuverðina. Taizé-guðsþjónustur með léttum söngvum, íhugun og fyi-irbænum eru á hverju fimmtudagskvöldi kl. 21. Barnaguðsþjónustur verða í kirkjunni á sunnudögum kl. 11 og hefst 20. september. Börnin fá af- hent fræðsluefni Þjóðkirkjunnar fyi'ir sunnudagaskóla að gjöf frá söfnuðinum. Þessar guðsþjónustur eru ætlaðar börnum og foreldi’um þeirra. Starf fyrir 6-9 ára börn verður í Safnaðarheimili kirkjunnar á þriðjudögum kl. 17-18 og starf fyrir 10-12 ára börn á sama stað á fimmtudögum kl. 17-18 og verða fyrstu fundirnar 22. og 24. septem- ber nk. Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13- 16 ára verður starfrækt í kirkjunni í vetur og verður auglýst síðar. Barnakór Háteigskirkju verður starfræktur í tveimur deildum í vet- ur. Kór I, fyrir 6, 7 og 8 ára börn, æfir á miðvikudögum kl. 17.15-18.16 og Kór II, fyrir 9,10 og 11 ára börn, æfir á þriðjudögum kl. 17-18.15. Stjórnandi kórsins er Birna Björns- dóttir, tónmenntakennari. Fermingarfræðsla fer fram á fimmtudögum. Bréf hafa verið send til allra sóknarbarna fædd 1985 en allar upplýsingar fást hjá prestun- um. Mömmumorgnar verða á mið- vikudagsmorgnum kl. 10-12. Starfið hefst miðvikudaginn 23. september. Kirkjukór Háteigskirkju verður starfræktur undir stjórn organist- ans Mgr. Pavel Manasek og veitir hann allar nánari upplýsingar. Kvenfélag Háteigskirkju hittist á fundum fyi’sta þriðjudag hvers mánaðar. I nóvember verður m.a. boðið upp á námskeið í sjálfstyrk- ingu kvenna. Formaður er Kristín Guðmundsdóttir. Starf fyrir aldraða er í safnaðar- heimilinu eftir hádegi á mánudög- um og miðvikudögum. Ailar nánari uppl. veitir Hanna Þórarinsdóttir í kirkjunni. Salir safnaðarheimilisins eru leigðir út fyrir veislur og mannfagn- aði. Umsjón hefur Haukur Hannes- son, veitingamaður. Símaviðtalstími prestanna er í kirkjunni mánudaga til föstudaga kl. 11-12. Hægt er að hringja á þeim tíma og panta viðtalstíma eftir sam- komulagi. Tómas Sveinsson og Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa Kvenna- kirkjunnar KVENNAKIRKJAN heldur messu í Dómkirkjunni sunnudaginn 20. september kl. 20.30. Yfirskrift messunnar er uppskeran, við söfn- um saman jarðargróða og veltum fyrh’ okkur ávöxtum sumarsins í hjörtum okkar. Konur eru beðnar að koma með dæmi um uppskeru sum- arsins og leggja á sameiginlegt borð. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Anna Pálína Arnadóttir syngur einsöng við undirleik Aðal- heiðar Þorsteinsdóttur. Kór Kvemmkirkjunnar leiðir almennan söng. Á eftir er kaffi í safnaðarheim- ili Dómkirkjunnar í Lækjargötu. , Vetrarstarf Arbæjarkirkju FORMLEGT vetrarstarf hefst í Ár- bæjarkirkju sunnudaginn 20. sept- ember. Þá byrjar sunnudagaskólinn aftur eftir gott sumar en hann verð- ur kl. 13-14 í vetur. Foreldrafélag sunnudagaskólans mun standa fyrir fræðslufundum í vetur. Almennar guðsþjónustur verða kl. 11. Reglu- bundnar guðsþjónustur með léttu formi verða í vetur. Þær verða aug- lýstar sérstaklega. Á síðastliðnum árum hefur barna- og unglingastarfið aukist verulega. Starf fyrir unglinga verð- ur í þremur deildum. Æskulýðsfé- lagið, yngri deild fyrir unglinga fædda 1985, verður á sunnudags- kvöldum kl. 20-22. Eldri deild ung- linga, fæddir 1984, er á þriðjudags- kvöldum kl. 20-22. Ekki er á þessari stundu komin dagsetning á lávarða- deildina, starf fyi’ir unglinga fædda 1983 og eldri. STN (7-9 ára börn) starf er á mánudögum kl. 16-17. TTT (10-12 ára börn) starf verður á tveimur stöðum, í Árbæjarkirkju á mánudögum kl. 17-18 og í Ártúns- skóla á þriðjudögum kl. 17-18. Þess má geta að æskulýðsfélög kirkjunn- ar hafa undanfarin ár verið með biblíumaraþon áheitalestur þar sem biblían er lesin í heilan sólarhring. Það fé sem safnast fer undantekn- ingalaust til góðgerðarmála. Slegið er líka á léttari strengi, t.d. í fyrra setti æskulýðsfélag Árbæjarkirkju íslandsmet í bananasplitti eða 20,6 metra langt. Allar líkur eru á því að bætt verði um betur í ár. Barnakór er starfræktur þar sem börnin eru æfð í raddbeitingu og læra auðvitað margar af helstu perlum kórlaga í bland við léttara efni. Kvenfélag starfar af krafti við kirkjuna. Er fundur einu sinni í mánuði eða oftar þegar þurfa þykir. Á vegum félagsins hefur verið starf- ræktur líknarsjóður, sem sinnir veraldlegum áföllum sóknarbarna eftir bestu getu. Ekki má gleyma foreldramorgn- unum sem eru að hefja sitt 11. starfsár. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta starf ætlað for- eldrum og börnum þeiri’a. Samverur eru á þriðjudagsmorgnum kl. 10-12. Fermingarbörn vorsins 1999 koma til skráningar mánudaginn 21. september nk. Eldri borgarar safnaðarins eiga sínar stundir á mánudögum kl. 13.45- 15.30 og á miðvikudögum kl. 13.45- 16. Fyrirbænastundir eru á miðvikudögum kl. 16. Áframhald verður á samverum um sorg og sorgarviðbrögð í vetur. Gestir koma og miðla reynslu sinni. Nánar aug- lýst þegar nær dregur. Ýmis félagasamtök eiga sér skjól í kirkjunni eins og AA og Al-Anon. Á mánudögum kl. 21 er opinn AA- fundur, Al-Anon-fundur á þriðju- dögum kl. 20. Lokaður AA-fundur á miðvikudögum kl. 20.30 og á laugar- dögum kl. 10.30. Hér hefur verið drepið á það helsta sem er á döfinni í Árbæjar- kirkju í vetur. Ekki hefur verið minnst á ýmiskonar fræðslutilboð sem kirkjan mun standa fyrir á vetri komanda. Mun það verða kynnt þegar tilefni er til. Prestar Árbæjarkirkju. Kvöldmessa í Hallgrímskirkju KVÖLDMESSA verður í Hall- grímskirkju sunnudagskvöldið 20. september. Til messunnar er sér- staklega boðið öllum þeim mörgu sem leggja hönd á plóginn í starfi kirkjunnar í Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra, sóknamefndarfólki, kórfólki, organistum, starfsmönnum safnaðanna, sjálfboðaliðum og prestum. Að sjálfsögðu eru aðrir einnig velkomnir. Dómkórinn í Reykjavík mun syngja undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, en að auki þjóna um tuttugu manns að messunni, fulltrúar hinna ýmsu sókna og starfsgreina í borginni. Verið velkomin í kirkju á sunnudag- inn. Nýtt orgel í Breiðholtskirkju NÝTT orgel Breiðþoltskirkju verð- ur vígt af biskupi íslands, hr. Karli Sigurbjörnssyni, við hátíðannessu í kirkjunni nk. sunnudag, 20. septem- ber, kl. 14. Björgvin Tómasson, orgelsmiður, hefur nú lokið smíði á 19 radda pípuorgeli fyrir Breiðholtskirkju og verður það vígt og tekið í notkun við messu nk. sunnudag kl. 14. Biskup Islands, hr. Karl Sigurbjörnsson, vígir orgelið og prédikar í messunni og þjónar fyrir altari ásamt sóknar- prestinum, sr. Gísla Jónassyni. Daníel Jónasson, organisti, leikur á hið nývígða hljóðfæri og kór Breið- holtsldrkju syngur ásamt Ingu J. Backman, einsöngvara. Að messu lokinni býður sóknarnefnd kirkju- gestum að þiggja kaffiveitingar í- safnaðarheimili kirkjunnar. Nýja orgelið kemur í stað 25 ára gamals rafmagnsorgels sem orðið er mjög lélegt og gjörbreytir það allri aðstöðu til helgihalds í kirkj- unni. Á þessum tímamótum viljum við þakka öllum sem lagt hafa söfnuðin- um lið við að gera orgelkaupin möguleg og hvetjum alla velunnara kirkjunnar til að samfagna okkur við vígsluathöfnina. Inntökupróf í Barna- og ung- lingakór Hafnar- fjarðarkirkju ÞÁ ER Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju tekinn til starfa á ný. Kórinn starfar í tveimur deildum, yngri deild, 8-10 ára, og unglingadeild, 11-16 ára. Starf kórs- ins er fjölbreytilegt að venju. Inntökupróf fer fram næstkom- andi sunnudag kl. 15-18 og mánu- dag kl. 17-19 í Hafnarfjarðarkirkju. Kórstjóri í vetur er Hrafnhildur Blomsterberg. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Israelssamkoma kl. 14. Exodus hóp- urinn kemur í heimsókn. Israelsk tónlist og dansar. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Laugardags- skólinn hefur göngu sína á ný kl. 13. Blessum ísrael 1 kvöld kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasumiukirkjan Ffladelfía. Bænastund kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri bama, 6 ára og yngri, hefst í dag,' laugardag, kl. 11. Starf fyrir 10-12 ára í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Stjórnandi Guðrún Karls- dóttir, guðfræðinemi. Guðþjónusta sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. TIL SÖLU Til sýnis og sölu Brúnastadir 27-31 |0P liiil 11 llllllp 1 H 1 Raöhús á 2 hæöum við Korpúlfsstaðavöll. Afhendast frágengin aö utan eða lengra komin. Upplýsingar á staðnum. Fiskbúð til sölu Höfum til sölu fyrir umbjóðanda okkar rekstur fiskbúðarinnar á Höfðabakka 1. Um erað ræða 150 fm pláss. Góð aðstaða er til að vinna fisk, t.d. til útflutnings. Afhendist um næstu ára- mót. Upplýsingar veittar á Lögfræðistofu Reykjavík- ur, Eggert Ólafsson hdl., í síma 552 7166. TILKYNNINGAR Læknamóttaka Opna móttöku í Læknastöðinni í Mjódd, Álfa- bakka, Breiðholti á fimmtidögum frá og með 24. sept. Tímapantanir í síma 587 3300. Móttakan hjá Gigtarfélagi íslands, Síðumúla 5, óbreytt. Tímapantanir þar í síma 553 0760. Magnús Guðmundsson, dr. med. Lyf-og gigtarlæknir. ÖLFUSHREPPUR Losun rotþróa, forathugun Ölfushreppur ætlar að bjóða út losun rotþróa í dreifbýli Ölfushrepps. Losun skal vera annað hvert ár. Losa skal einungis þurrefni úr þrónum og skilja þrærnar eftir fullar af vökva. Frekari upplýsingarfást hjá skipulags- og byggingar- fulltrúa á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, 815 Þorlákshöfn. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í lokuðu útboði um losun rotþróa í dreifbýli Ölfus- hrepps, skulu tilkynna sig á skrifstofu Ölfus- hrepps fyrir 1. október nk. en þá verða útboðs- gögn send úttil þeirra aðila sem óska eftir að taka þátt í útboðinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfushrepps. ÝMISLEGT Hótel Eldborg í Laugagerðisskóla er til leigu næsta sumar og áfram ef um semst. Upplýsingar gefur Guðbjartur Alexandersson í síma 435 6685. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins að Hafnarstræti 1, ísafirði, sem hér segír: Snæfell IS-820, þingl. eig. Náttfari ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Húsavík, föstudaginn 25. september 1998 kl. 16.00. Sýslumaðurinn á ísafirði, 18. september 1998. FÉLAGSLÍF Opið hús fyrir nemendur mína á Sogavegi 108, 2. hæð (fyrir ofan Garðsapó- tek), mánudags- kvöldið 21. sept. kl. 20.00. • Fræðsla. • Hugleiðsla. • Reikimeðferðir. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Dagsferðir sunnudaginn 20. september Frá BSÍ kl. 10.30. Leggjarbrjót- ur. Gengin hin forna þjóðleið frá Svartagili við Þingvelli um Leggj- arbrjót í Botnsdal í Hvalfirði. Verð 1600/1800. Haustlitir í Básum 25.-27. sept. Haustlitaferð í Bása. Gönguferðir, varðeldur og fjör. Goðaland í haustlitum. Far- arstjóri verður Gunnar Hólm Hjálmarsson. Dagsferðir alla sunnudaga 27. sept. Klóarvegur, 4 okt. Búr- fell í Grímsnesi, 11. okt. Gjábakki — Sog um Drift, 18. okt. Ólafs- skarðsvegur, 25 okt. Þyrilsnes. Brottför í dagsferðir frá BSl' kl. 1ý.30 á sunnudögum. Útivist - ferðafélag, Hallveig- arstíg 1, 101 Reykjavík, sími 561 4330, fax 561 4606. KRISTIÐ SAMFÉLAO Dalvegi 24, Kópavogi. ísraelssamkoma kl. 14.00. Exodus-hópurinn kemur í heim- sókn, verður með ísraelska tónlist og dansa. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræóis- herinn Kirkjustræti 2 Laugardagsskólinn hefur göngu sína á ný kl. 13.00. Blessun ísrael í kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG # ÍSIANDS MORKINNI e - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 20. sept. kl. 10.30 Tindstaðahnúkur — Hábunga — Esjan — Meðal- fellsvatn. Góð fjallganga. Verð 1.300 kr. kl. 13.00 Bláfjallahellar. Skoðaðir nokkrir spennandi hell- ar í Strompahrauni undir leið- sögn félaga I Hellarannsóknarfé- laginu sem þekkja þar hvern krók og kima. Fjölskylduferð. Hafið Ijós og húfu. Verð 1.300 kr., frítt fyrir börn m. fullorðnum. Brottför frá BSl, austanmegin, og Mörkinni 6. Sjá ferðir á textavarpi bls. 619. (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.