Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson KOMIÐ á Melarétt. Leitir viku seinna en í fyrra Árneshreppi - Hinar hefðbundnu ieitir hófust hér í sveit viku seinna en í fyrra. Leitir hófust 11. september á norðursvæðinu, þ.e. svæðinu norðan Ófeigsfjarðar og komið er í Ófeigsfjörð um kvöld- ið. Síðari daginn var smalað þaðan og tjalllendið austan Húsár leitað . að Glifsu og komið á Melaréttt seinniparts dags. Leitarmenn fengu snarvitlaust veður fyrri dag- inn, norðan livassviðri og slyddu en skárra var seinni daginn og töldu menn að smalast hefði sæmi- lega þrátt fyrir þetta veður. Síðan verður innra leitarsvæð- ið, Djúpavíkursvæðið, smalað og réttað í Kjósarrétt við Reyðar- fjörð laugardaginn 19. september. Morgunblaðið/Sigurður Hannesson FLUGVÉL Flugmálastjórnar við flugturninn á Hornatjarðarflugvelli. Morgunblaðið/Silli STJÓRN Sjálfsbjargar og forsvarsmenn sjúkrahússins. I hjólastólnum situr Þórarinn Vigfússon, 88 ára gamall, en hann er gjaldkeri Sjálfs- bjargar og hefur verið það í góð 20 ár. Sjálfsbjörg gefur hjólastól Nýtt aðflug að Horna- fj ar ðar flugvelli Húsavík - Sjálfsbjörg - Húsavíkur- deild hefur fært Sjúkrahúsi Þing- eyinga vandaðan hjólastól að gjöf. Jóhanna Aðalsteinsdóttir afhenti gjöfina fyrir hönd Sjálfsbjargar með þeim orðum „að stjóm sam- takanna hefði orðið þess vör að á lista hjá Styrktarfélagi sjúkrahúss- ins yfir hluti og tæki sem sjúkra- húsið hefði þörf fyrir væri hjóla- stóll á 3. hæð. Þó að félagið væri ekki fjársterkt vildi það leysa þann vanda og því væri stjórnin komin með þennan stól. Friðfmnur Hermannsson fram- kvæmdastjóri og Dagbjört Þyrí Þorvarðardóttir hjúkrunarforstjóri þökkuðu gjöfina og þann hlýhug sem þar býr að baki. Fréttamönnum og gestum var sagt frá og þeim sýndar þær miklu endurbætur sem gerðar voru í sumar á 3. hæðinni en hæð- in var lokuð í tvo mánuði vegna þessara endurbóta. Þær tókust vel og bættu öll starfsskilyrði, bæði sjúkum og starfsliði til ánægju. Hornafirði - Nýtt aðflug að Horna- fjarðarflugvelli var formlega tekið í notkun í vikunni. Hér er um að ræða svonefnt grunnaðflug úr norðri að flugvellinum sem byggist á GPS-gervihnattaleiðsögu og er það eitt hið fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Þá hefur nýjum leiðarljósum íyrir aðflug úr suðri verið komið upp og ljósabúnaður flugbrautarinnar end- umýjaður með öflugri gerð flug- brautarljósa. Allt þetta eykur mjög öryggi fyrir flugsamgöngur við Hornafjörð og ljóst er að hér er um merk tímamót að ræða í samgöngu- málum Hornafjarðar og flugleið- sögu hér á landi. Ráðherrar skoða Hornafjarð- arhöfn Hornafirði - Síðastliðinn þriðju- dag, um kl. hálfþtjú, stigu Halldór Blöndal, samgönguráðherra ís- lands, Peter Grönvold Samuelsson, samgöngumálaráðherra Græn- lands, kona hans Kristine og fleiri gestir um borð í hafnsögubátinn Björn Lóðs og sigldu með honum um Hornafjarðarhöfn og út fyrir Hornafjarðarós. Grænlenski ráðherrann var staddur hér á landi i boði sam- gönguráðherra sem þótti upplagt að koma með hann til Hornafjarð- ar og sýna honum íslenska jökla, Flugsaga Hornafjarðar er löng og farsæl. Fyrsta flugvélin lenti hér 2. ágúst árið 1924. Hún var bandarísk, á leið vestur um haf og flugstjórinn hét Erik H. Nelson. Eftir að íslensk flugfélög tóku til starfa hefur áætlunarflug til Hornafjarðar verið reglulegt og má segja að það hafi verið aðalsam- gönguleiðin til og frá þessu lengi einangraða héraði. Margir góðir gestir viðstaddir Við athöfnina á þriðjudag fluttu ávörp Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri, Haukur Hauksson, fram- kvæmdastjóri flugleiðsöguþjónust- svo og þær athyglisverðu fram- kvæmdir sem átt hafa sér stað við innsiglinguna til Hornafjarðar. Ráðherrunum voru líka kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir, m.a. unnar, Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra, þingmennimir Egill Jóns- son og Jón Kristjánsson og Stur- laugur Þorsteinsson, bæjarstjóri Homafjarðar. Viðstaddir vora ýms- ir frammámenn héraðsins, starfs- menn flugmálastjórnar og flugvall- arins á Hornafirði og fl., að ógleymdum samgönguráðherra Grænlands, Peter Gronvold Samu- elsen og konu hans Kristine, sem vora í heimsókn á Hornafirði þenn- an dag. Veðrið var eins og það best getur orðið, heiðskírt og sólin glampaði á jöklana í vestri. Hornafjörður hélt upp á þessi timamót með þvi að skarta sínu fegursta. Faxeyrarhöfn, sem á að verða ný höfn rétt innan við Hornafjarðar- ós. Hún á að geta tekið á móti mun stærri skipum en núverandi höfn. Skólakrakk- ar í fjöruferð Þórshöfn - Senn líður að vetri og þá er gott að vera búinn að ná sér í efnivið úr náttúrinni til að vinna úr í skólanum. Þetta gerðu fjórði og fimmti bekkur í grunnskólan- um á Þórshöfn en krakkarnir fóru í fjöruferð með handmenntakenn- ara sfnum. - í fjörunni er fjölskrúöugt efni sem hægt er að vinna ýmislegt úr og fóru börn og kennari vel birg af pokum, sem smám saman fylltust af skeljum, þara, steinum og spýt- um. Nemendur þvo og þurrka þessa dýrgripi í skólanum og búa svo til úr þeim listaverk af ýmsu tagi. í sjávarplássum eins og Þórs- höfn á þetta vel við því mannlífið er þar svo nátengt hafinu og því sem það gefur af sér, auk þess sem krakkarnir hafa gaman af að út- vega sjálfir efni í þemaverkefni eða annað myndverk. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir SIGURJÓN Skúlason, formaður RKÍ Hveragerði, afhendir Aðalbergi Sveinssyni, formanni Hjálparsveitarinnar, GPS staðsetningartæki að gjöf. Gafu GPS stað- setningartæki Hveragerði - Sigurjón Skúlason, formaður Rauða kross deildarinn- ar í Hvergerði afhenti nýlega Að- albergi Sveinssyni, formanni Hjálparsveitar skáta í Hveragerði, 2 stór og 3 lítil GPS staðsetningar- tæki að gjöf. Sigurjón sagði Rauða Kross deildina í Hveragerði hafa reynt að styrkja margvísleg góð málefni í Hveragerði og þannig eflt þann búnað sem nauðsynlegur er í hverjum bæjarfélagi. Að sögn Aðalbergs mun gjöfin nýtast Hjálparsveitinni vel við þau störf sem hún tekur að sér í fram- tíðinni, en félagar úr sveitinni hafa tekið þátt í öllum leitum sunnan- lands ásamt fjölda annarra starfa. í Hjálparsveitinni starfa nú um 30 manns. Nýverið gekk til liðs við hana aðili með þjálfaðan leitar- hund og verður það án alls efa styrkur fyrir sveitina. Einnig stendur Hjálparsveitin fyrir öflugu unglinga starfi þar sem um 18 unglingar á aldrinum 16-18 ára taka þátt. Aðal fjáröflun sveitarinnar felst í sölu flugelda og jólatrjáa en að sögn Aðalbergs hefur deildin einnig notið velvilja fjölda fyrir- tækja og einstaklinga í bæjarfé- laginu í gegnum tíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.