Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 43 *
NANNA
SÖRLADÓTTIR
+ Nanna Sörla-
dóttir fæddist í
Kjós, Arneshreppi,
Strandasýslu 10.
maí 1931. Hún lést á
Landspítalanum 15.
september síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Sörli
Agústsson, f. 6. maí
1910 í Kjós, Arnes-
hreppi, bóndi á
Kirkjubóli í Val-
þjófsdal og síðar
sjómaður á Flat-
eyri, d. 24. ágúst
1988 og Sigurbjörg
Guðmundsdóttir, _ húsmóðir, f.
24. maí 1911 í Arnesi, Arnes-
hreppi, d. 17.1. 1975. Systkini
Nönnu eru: 1) Asdís, f. 5.7.
1932. 2) Guðríður Björg, f. 9.4.
1937. 3) Erna, f. 3.7. 1938. 4)
Ágúst, f. 31.8. 1939. 5) Guð-
mundur, f. 23.2. 1941. 6) Ragn-
heiður Sigrún, f. 16.7. 1945. 7)
Kristín, f. 21.11. 1947. Þann 26.
desember 1951 giftist Nanna
eftirlifandi eiginmanni sínum
Páli Guðfinnssyni, f. 16. desem-
ber 1928, húsasmíðameistara á
Patreksfírði og eignuðust þau
þrettán börn: 1) Guðfinnur, f.
15.5. 1950, maki Herdís J. Agn-
arsdóttir og eiga þau 2 börn. 2)
Kolbrún, f. 23.5. 1951, maki
Oddur Guðmundsson og á hún 4
börn. 3) Bára Mar-
grét, f. 4.2. 1953,
maki Olafur Magn-
ússon og á hún 2
börn. 4) Einar, f.
21.1. 1955, maki Ás-
dís Harpa Einars-
dóttir og eiga þau 4
börn. 5) Áslaug
Björg, f. 1.2. 1957,
maki Richard M.
Wilson og eiga þau
4 börn. 6) Steinunn,
f. 15.9. 1958, maki
Sveinbjörn R.
Helgason og eiga
þau 3 börn. 7) Sig-
ríður, f. 30.9. 1959 og á hún 2
börn. 8) Páll, f. 26.4. 1962, maki
Bára Einarsdóttir og á hann 3
börn. 9) Sigurbjörg, f. 15.5,
1964, maki Helgi Auðunsson og
eiga þau 3 börn. 10) Harpa, f.
27.9. 1966, maki Jóhann Valur
Jóhannsson og á hún 3 börn. 11)
Nanna, f. 16.12. 1968, maki Eg-
gert Matthíasson og eiga þau 1
barn. 12) Finnbogi Hilmar, f.
22.3. 1970, maki Nicola Pálsson
og eiga þau 2 börn. 13) Krist-
jana, f. 15.7. 1972 og á hún eitt
barn. Barnabarnabörnin eru
tvö.
Utför Nönnu fer fram í Pat-
reksfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Sumir segjast geta lesið ýmislegt
um manneskju útfrá höndum henn-
ar, og sumir lesa líf fólks úr lófum
þess. Hvort þetta er satt veit ég
ekki en það eru einar hendur sem
mér finnst mest til koma. Fingurnir
voru grannir en handabökin breið
og neglurnar voru stundum vel
snyrtar en oft ekki. Þessar hendur
voru hvorki fallegar né fínar á
mælikvarða tískunnar. En þessar
hendur hafa upplifað margt og unn-
ið mikið. Þær hafa fætt og klætt
þréttán börn með dugnaði sem
margur hefur ekki til að bera. Þess-
ar hendur voru kannski ekki þær
mýkstu í heimi en samt voru þær
mjúkar þegar kom að því að hlúa að
litlum börnum sem alltaf leituðu til
hennar þegar eitthvað bjátaði á, lít-
ið sár sem þurfti að plástra eða
strjúka yfir. Hendur hennar hafa
hrært í ótal pottum og pönnum og
hafa hnoðað mörg brauð og kökur.
Þessar hendur voru stundum
þreyttar og lúnar eftir erfiði dags-
ins, en alltaf voru þær samt sístarf-
andi. Þetta voru hendur móður
minnar.
Elsku mamma, hafðu þökk fyrir
allt.
Þín
Nanna.
Elsku hjartans mamma okkar.
Þá er þessu jarðneska lífi þínu
lokið og okkur finnst það svo óend-
anlega sárt. En þér er trúlega ætlað
annað hlutverk á öðru tilverustigi.
Það eru svo margar góðar minning-
ar sem renna í gegnum huga okkar
á þessari stund og erfitt að velja úr
og setja niður á blað.
Við minnumst þess hvað pabbi
var alltaf hrifinn af þér og þegar
hann var að segja okkur krökkun-
um söguna frá því þegar hann sá
þig fyrst, þið voruð bæði á skíðum
og hvað við hlógum þegar hann
sagðist hafa verið á miklu bruni nið-
ur bratta brekku og snarstoppað er
hann sá þig. Og hvað bæði hann og
við vorum stolt og hrifin af þér þeg-
ar þú varst fjallkonan hér heima á
Patreksfirði. Glæsilegri íjallkonu
höfum við aldrei séð.
Mamma, þú hafðir svo mikið að
gefa okkur. Og þú bjóst yfir svo
miklum hæfileikum og kostum sem
hefðu getað notið sín við svo margt.
En þú valdir að nota þá sem eigin-
kona og móðir. Og þvílík móðir, ef
einhvern ætti að sæma heiðurs-
merki þá ætti það að vera þú.
Elsku mamma, við erum svo
stoltar af þér. Við skiljum það svo
miklu betur eftir að við urðum sjálf-
ar mæður hversu vandasamt upp-
eldi barna er. Þrátt fyrir þá miklu
vinnu sem uppeldi okkar systkin-
anna hefur án efa verið, og sama á
hverju gekk, alltaf hélstu ró þinni.
Það er alveg satt, sem pabbi sagði
svo oft, við komumst aldrei með
tærnar þar sem þú hafðir hælana.
Þú hefur verið kletturinn í lífi
okkar. Alltaf höfum við getað leitað
til þín með okkar vandamál stór og
smá. Missirinn er mikill og á þess-
ari stundu erfitt að ímynda sér
framtíðina án þín. Sá kærleikur og
samheldni sem alla tíð hefur verið
hjá þér og þínum systkinum á von-
andi eftir að fylgja okkur börnunum
þínum líka um ókomin ár því við vit-
um öll að það hefði verið þinn vilji.
Og við skulum vera duglegar að
hjálpa pabba eins vel og við getum.
Takk fyrir allt og fyrir þann
mikla auð sem þú skilur eftir og við
varðveitum í hjörtum okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð geymi þig, elsku mamma.
Þínar dætur,
Kolbrún og Bára.
Elsku hjartans mamma mín. Það
er svo margt sem ég hefði viljað
segja þér áður en þú kvaddir þetta
jarðneska líf. Ég á þér svo margt að
þakka. Elsku mamma þakka þér
alla hjálpina með drengina mína
tvo, þá Rúnar Frey og Arnar
Eyberg sem þú ólst ekki minna upp
en ég.
Þakka þér alla þá ómetanlegu og
óeigingjörnu hjálp, mamma mín.
Mig langar til þess að koma því að
með örfáum orðum hvað þú áttir
gott skap hvernig sem við systkinin
13 létum í kringum þig, slógumst og
ljónuðumst, þá varst þú alltaf jafn
róleg og góð en efst í minningunni
eru matartímarnir heima á Klifinu
sem urðu að vera í tveimur hollum
því ekki var pláss fyrir allan hópinn
þinn við borðið í einu. En í hvert
sinn sem þeim lauk og þú áttir pásu
eftir uppvask þá settist þú með spil-
in þín og kaffibollann og lagðir kap-
al. Spilin þín voru heilög í okkar
augum, þau voru alltaf á sínum stað
á eldhúsborðinu og aldrei datt okk-
ur nokkurntíma í hug að snerta þau.
En árin liðu og þið pabbi fluttuð
upp á Geirseyri og ég og drengirnir
mínir fluttum við hliðina á ykkur
svo aldrei vorum við langt í burtu
hvor frá annarri.
Ég á eftir að sakna þess elsku
mamma að hitta þig ekki oftar við
eldhúsborðið og fá hjá þér kaffi og
hveitikökur sem þú bakaðir af þinni
alkunnu snilld.
Svona gæti ég endalaust haldið
áfram, en elsku mamma, Guð veri
með þér.
Þín dóttir
Sigríður.
Ég kynntist Nönnu sautján ára
gömul, þegar ég fór að leggja leið
mína á Klifið í heimsókn til tilvon-
andi eiginmanns míns. Ég var ekki
mjög upplitsdjörf þegar farið var að
spyrja mig um ætt og uppruna og
fleira í þeim dúr og þegar kom að
spurningunni um hversu mörg
systkini ég ætti bjóst ég við sömu
viðbrögðum og ég var vön að fá, þ.e.
undrun yfir mínum stóra systkina-
hópi. „Nú, eruð þið ekki fleiri?"
sagði hún þegar hún heyrði að við
værum bara átta. Það var ekki svo
ýkja stór hópur í augum þessarar
þrettán barna móður. Alltaf síðan
hef ég notið sérstaklega næi’veru
hennar, það var svo gott að sitja við
eldhúsborðið hjá henni yfir kaffi-
bolla og spjalli. Þau eru mörg minn-
ingarbrotin sem koma fram í hug-
ann eftir þau tuttugu ár sem ég
varð samferða þessari konu. Fögur,
glæsileg, sólbrún og dökk á brún og
brá, brosandi með ástúð og vott af
glettni í fallegu brúnu augunum,
framandi útlit í íslensku sjávai--
plássi, máske komin af Fransmönn-
um. Ég ætla ekki að hafa mörg orð
um skapgerðareinkenni Nönnu,
þeir sem kynntust henni vita að hún
hafði til að bera alla þá kosti sem
góða manneskju prýða. Æðruleysi
og ósérhlífni einkenndu hana en
vænst þótti mér um fordómaleysi
hennar gagnvart stórum og smáum,
allir voru jafnir í hennar augum.
Það var því ekki að furða að hópur-
inn hennar var aldrei langt undan.
Börnin, unglingarnir og fullorðna
fólkið litu iðulega við í dagsins önn,
frá morgni og langt fram á kvöld og
fengu kaffisopa og heimabakað
bakkelsi sem bragðaðist hvergi bet-
ur en hjá ömmu, að ógleymdum
hveitikökunum einu og sönnu sem
ég fullyrði hér og nú að munu aldrei
verða bakaðar betri enda víðfrægar
um landið og miðin.
Nanna var myndarleg húsmóðir,
af þeirri kynslóð sem kunni að nýta
hlutina vel og það kom sér til dæmis
vel þegar metta þurfti marga
munna. Þau hjónin hún og Páll voru
samhent við að draga björg í bú,
hann aflaði matarins og hún vann úr
hráefninu.
Nanna var víðlesin kona og hafði
mikið yndi af bóklestri. Hún átti
sínar lestrarstundir á kvöldin þegar
öll börnin voru komin í ró og sofn-
aði helst ekki án þess að líta í bók.
Þá dundaði hún sér við ljóðagerð,
sem fáir vissu af og enn færri fengu
að njóta Ijóðanna hennar, það var
ekki hennar stíll að stæra sig af
hlutunum.
Annað áhugamál hennar var
stangveiði, þó hún kæmist ekki oft í
á hin síðari ár. Ég minnist þess þeg-
ar við dvöldum eitt sinn með Nönnu
og Páli í Fjarðarhorni í nokkra
daga. Það voru góðir dagar og
Nanna stóð við ána allan daginn,
þar naut hún sín, enda aflaði hún
líka mest.
Nanna fylgdist vel með afla-
brögðum og öllum sjómönnunum
sínum í fjölskyldunni. Hún vissi yf-
irleitt upp á kíló hvað hver aflaði í
hverjum róðri og aldrei lá betur á
henni en þegar vel fiskaðist. Að
sama skapi var hún óhress með
fiskveiðistefnu stjórnvalda og
kenndi kvótakerfinu „réttilega" um
fólksflóttann frá Vestfjörðum. Hún
var Vestfirðingur í húð og hár,
fædd og uppalin á Ströndum og í
Önundarfirði og bjó á Patró frá tví-
tugsaldri. Hún var mjög heimakær,
leið best í faðmi fjölskyldunnar og
bar velferð hennar stöðugt fyrir
brjósti. I augum hennar var hver
og einn í þessum stóra hópi sér-
stakur og hún var líka alveg sér-
stök í augum hvers og eins. Þrátt
fyrir erfiðar aðstæður og harða
lífsbaráttu við uppeldi þrettán
barna þá hygg ég að kærleikurinn
sem þessi kona var umvafin hafi
gert hana ríkari en margan sem
mælir auðinn í veraldlegum hlutum
og þannig uppskar hún laun erfið-
isins sem akkeri í lífi eiginmanns
síns, barnanna, barnabarnanna, og
tengdabarnanna. Þetta akkeri er
ekki lengur til staðar en eftir lifir
minningin um eiginkonu, móður,
ömmu og tengdamóður sem var
einstök í augum okkar allra.
Ég votta Páli tengdaföður mínum
og öllum hópnum þeirra stóra, mína
innilegustu samúð. Megi Guð vera
með ykkur.
Arndís Harpa Einarsdóttir.
Elsku amma. Mér þykir vænt um
þig og þú varst góð og skemmtileg.
Amma mín bakaði góðar hveitikök-
ur og mér þykir leiðinlegt að þú
skyldir deyja. Síðast þegar ég heim-
sótti þig með frænda mínum Arnari
fengum við fiskibollur sem þú bjóst
til sjálf og það voru bestu fiskibollur
sem ég hef smakkað á ævi minni.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Bless amma mín.
Kristín Eggertsdóttir.
Elsku amma og langamma. Okk-
ur langar að þakka þér alla þá hlýju
og góðvild sem þú gafst okkur.
Alltaf var svo gott að koma til þín
og vita að við fengjum heimabakaða
snúða og vínarbrauð sem okkur
þótti öllum svo gott. Elsku amma,
ekki hafa áhyggjur af afa, við skul-
um passa hann.
Margs er að minnast
margs er að þakka
guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast
margs er að sakna
guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú með guði
guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð geymi þig.
Einar Ásgeir, Páll, Líney,
Margrét Diljá, Davíð, Gunnar
Sean, Rikki, Sóley Dröfn,
Linda, Alex, Helgi Fannar,
Klara Osp, Gísli Rúnar,
Petrína, Jórunn, Olfa Sif,
Hjördís, Elvar, Ari, Sóley,
Ari Alexander, Taylor, Særós
Freyja, Finnur Hrafn og
Hörður.
Elsku amma. Okkur langar til
þess að kveðja þig með örfáum orð-
um og þakka þér allar góðu stund-
irnar sem við áttum með þér. Þær
eru ómetanlegar í minningunni.
Hjartkæra amma, far í friði,
fóðurlandið himneskt á.
Þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir
alvaldshendi falin ver,
inn í landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Höf. ók.)
Vertu sæl, elsku amma okkar.
Þínar
Nanna og Dagmar.
Elsku amma. Líður þér vel uppi
hjá Guði?
Mér þykir vænt um þig og afa.
Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gefið mér, mér
finnst allur maturinn þinn svo góð-
ur, amma, þú þarft ekki að hafa
áhyggjur af afa, því ég ætla að passa
hann svo honum líði ekki illa. Ég
ætla að biðja Guð að passa þig vel
þegar ég fer með bænirnar mínar.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(H.P.)
Guð, viltu passa ömmu mína voða
vel, því hún er besta amma í öllum
heimi.
Þinn
Arnar Eyberg.
Elsku hjartans amma mín. Marg-
ar minningar skjótast upp í huga
mér á þessari erfiðu stundu. Fyrstu
minningar mínar um þig, elsku
amma mín, eru af þér á Klifinu þeg-
ar ég og mamma bjuggum hjá ykk-
ur afa. Amma, þú kenndir mér svo
margt, t.d. að lesa, reikna, og ekki
má gleyma því þegar þú kenndir
mér að spila á spil og að leggja alla
kaplana sem þú varst svo klár i.
Aldrei gleymi ég öllum veiðiferðun-
um sem ég fór í með þér og afa í
Skálmadalinn okkar. Til dæmis
þegar ég var svona 5 ára, þegar þú
fékkst stóra laxinn þegar ég var að
veiða með þér, og ég hljóp upp í bú-
stað til afa og sagði honum að þú
hefðir fengið hákarl. Þú varst alltaf
svo indæl og góð við mig, sama
hversu óþekkur ég var, aldrei skipt-
ir þú skapi. Hjá þér, elsku amma,
var alltaf opið hús fyrir mig ef eitt-
hvað bjátaði á. Amma, þú varst
besti kokkur í heimi, ég á eftir að
sakna þess að fá ekki góðu hveiti-
kökurnar, snúðana, fiskibollurnar,
kjötbollurnar í brúnni sósu og kjöt-
súpuna þína, og alltaf keyptir þú
coke fyrir mig og hann Arnar litla.
Ef ég gleymdi þvottinum á snúr-
unum, tókst þú hann inn og braust
hann saman. Ég gæti endalaust talið
upp alla hlutina sem þú gerðir fyrir
mig. Amma, ég á erfitt með að sætta
mig við það að þú sért farin frá mér í
þessu jarðneska lífi, en eflaust
þarfnast Guð þín annars staðar.
Elsku amma, þú ert besta amma í
öllum heiminum og ég mun ætíð
geyma þig í hjarta mínu og elska til
dauðadags míns.
Þinn
Rúnar Freyr.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reylqavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-
4, miðað við meðalh'nubil og hæfílega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfundai- eru beðnir að hafa skímamöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar
um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auð-
veldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era
nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.