Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 47 *f í byggingarnefnd Þorlákskirkju, en þar munaði vel um framlag hans. Ásamt Karli Karlssyni vorum við stofnendur Útvegsmannafélags Þorlákshafnar og í stjórn Lands- hafnarinnar Þorlákshöfn störfuðum við saman um tíma. Guðmundur var mikill hugmaður og rakst illa í hópi. Hægagangur í kerfísköllum var eit- ur í hans beinum. Hann vildi láta verkin tala og það gerðu þau sann- arlega. Hann var athafnamaður og atvinnurekstur hans og umsvif urðu bæði honum og byggð okkar til framdráttar. Þótt sundur drægi um dagleg samskipti okkar Guðmundar eftir að hann hóf störf við eigin útgerð og verkun og í ærnu að snúast hjá báð- um, voi'um við góðir kunningjar og dafnaði það samband með áranum, þegar vinnudagur styttist hjá báð- um. Við áttum samliggjandi hest- hús, en Guðmundur hafði yndi af hestum og átti við andlát sitt tvo stólpagripi og fór oftar á hestbak en flestir aðrir hér um sióðir. Þá höfum við um nokkurt skeið spilað bridge tvisvar í viku með góðum félögum og vaxandi áhuga og ánægju, nú síðast fyrii' nokkrum dögum, var hann þá hress og glaður, kvikur á fæti eins og einkenndi hann ætíð. Mér fannst eiginlega að ellin hefði ekki enn heimsótt hann og hana ætti hann eftir. Fráfall hans var því sviplegt, þótt eigi gengi hann heill til skógar, átti t.d. erfitt með að þola fjúk og kulda, vegna andþrengsla. Guðmundur átti láni að fagna í einkalífí sínu, kvæntist Magneu Þórarinsdóttur, ættaðri frá Eyrar- bakka, eignaðist gott heimili og fjöl- skyldu. Magnea lést 26. október 1996. Ég votta fjölskyldunni og að- standendum öðrum samúð okkar hjóna og biðjum við hinum látna blessunar Guðs. Benedikt. Hún er fógur fjallasýnin af Sel- vogsbanka, en það má segja að þar hafi verið höfuð dagslátta Guð- mundar Friðrikssonar skipstjóra sem við kveðjum í dag. Guðmundur fæddist á Gamla- Hrauni við Eyrarbakka. Stutt, en lærdómsrík varð skólagangan í barnaskólanum á Eyrarbakka og skaraði Guðmundur alltaf fram úr þar eins og síðar meir varð á lífs- leiðinni. Þegar Guðmundur var ung- lingur gekk yfír heimskreppan svo- kallaða og lék hún marga illa, meðal annars fjölskylduna á Gamla- Hrauni. Sagði Guðmundur oft frá því að varkámi hans í meðferð fjár- muna mætti rekja til þeirrar lífs- reynslu sem hann upplifði sem ung- lingur á kreppuárunum. Arið 1955 stofnaði Guðmundur ásamt Friðriki heitnum bróður sín- um útgerðarfélagið Hafnarnes hf. Ákváðu þeir bræður að leita eftir samvinnu við Sandvíkurmenn. „Það fer aldrei svo að hann tapi öllum veiðarfærum og fái engan afia,“ sagði einhver þeirra og þar með var ákveðið að slá í púkkið. Er þetta upphafið að einni farsælustu útgerð og síðar fískvinnslu í sögu Þorláks- hafnar til þessa dags. Guðmundur stýrði félaginu frá stofnun þess. Ráðdeild og heiðarleiki í viðskiptum voru hans aðalsmerki, lagði hann allt upp úr því að standa við það sem lofað var. Fyrstu kynni mín af Guðmundi urðu þegar ég 15 ára unglingur fékk lausapláss um tíma á mb. Frið- riki Sigurðssyni ÁR 7. Þá strax tókst með okkur góð vinátta, sem entist alla tíð, þrátt fyrir nokkurn aldprsmun. Árin í skipsrúmi hjá Guðmundi Friðrikssyni urðu síðar mörg, lær- dómsrík og ánægjuleg, enda Guð- mundur físksæll með fádæmum. Han kenndi mér á kompás, og lagði áherslu á að ungir menn til sjós kynnu öll strik, hálfstrik og kvart strik upp á eldri sjómanna sið, ekki dugði að nota engöngu gráður til að stýra eftir, það fannst honum of ein- föld siglingafræði. Seinni árin stundaði hann hesta- mennsku og undi sér vel í kringum hestana sína, og varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að fara í nokkra útreiðartúra með honum og gleyma puðinu eins og hann sagði. Guðmundur hverfur frá góðu búi og veit ég að hann leit sáttur yfir farinn veg. Ég og fjölskylda mín sendum börnum, barnabörnum og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðj- ur. Hannes Sigurðsson. Það hefur margt breyst í sjávar- þorpum við suðurströndina á síðast- liðnum fímmtíu árum. Þá voru húsin lítil og lág og fólkið fátt. En dugnað- ur og bjartsýni voru ríkjandi og sjórinn var sóttur af kappi. Skipin og verkfærin voru að vísu önnur en í dag. Róið var á litlum mótorbátum en hafnaraðstaða var víða vond og þurfti oft mikla árvekni þegar hvessti. Aflinn var að mestu saltað- ur og þurrkaður. Lífsbaráttan var hörð og oft óvægin en þó að fólkið hefði ekki úr miklu að moða kom það undir sig fótunum með þrot- lausri vinnu og eljusemi. í þá daga var aflinn ekki bundinn í kvóta og ungir menn, sem sýndu dugnað og þor blómstruðu sem for- menn og skipstjórar. Margir eign- uðust síðar sína eigin báta og lögðu þar með grunninn að útgerðarfyi’ir- tækjum, sem mörg hver lifa enn í dag. Þessi fyrirtæki og fólkið, sem þar vann hörðum höndum, lagði drjúgan skerf að velferðarþjóðfélagi dagsins í dag. Guðmundur Friðriksson, skip- stjóri og útgerðarmaður í Þorláks- höfn, tók þátt í þessari hörðu en jafnframt spennandi lífsbaráttu ásamt systkinum sínum um miðja öldina. Friðrik Sigurðsson, útvegs- bóndi frá Gamia-Hrauni, faðir Guð- mundar, var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Margréti Jóhannsdóttur frá Eyi-arbakka átti hann fjóra syni. Sigurður var elstur, þá Jóhann, Friðrik og Davíð. Margrét lést er synirnir voru enn á unga aldri. Með seinni konu sinni, Sesselju Ás- mundsdóttur frá Apavatni, átti Friðrik fímm börn. Margrét var elst, þá Guðmundur, Ragna, Guðleif og yngstur var Pétur. Allur þessi hópur ólst upp í fóðurhúsum að Gamla-Hrauni og gekk Sesselja elstu drengjunum fjórum í móður- stað. Það var oft glatt á hjalla heima á Gamla-Hrauni og fjölskyldan var samhent. Útgerð og búskapur voru stundið jöfnum höndum. Synirnir fóru allir ungir til sjós og reru á bátum og togurum þar sem pláss var að fá. Fimm þeirra gerðu sjómennskuna að ævistarfi og urðu skipstjórar. Guðmundur eign- aðist snemma bát ásamt Friðriki bróður sínum og fleirum. Báturinn hlaut nafnið Friðrik Sigurðsson og hafa þeir síðan gert út báta frá Þor- lákshöfn með þessu nafni, sem verið hafa fengsælir og happafleytur. Þeir bræður fóru síðar að verka afl- ann í eigin fyrirtæki og er fyrirtæki þeirra, Hafnarnes, enn rekið með blóma. Guðmundur stýrði báti þeirra bræðra um árabil, sótti hart og var fiskinn mjög og er á engan hallað þótt sagt sé að hann hafí oft á tíðum verið fremstur meðal jafn- ingja í þeim efnum. Guðmundur kvæntist árið 1954 Magneu Þórarinsdóttur og eignuð- ust þau soninn Friðrik. Magnea átti fyrir dótturina Ernu og gekk Guð- mundur henni í föðurstað. Friðrik tók við fyrirtæki föður síns og stýrir því í dag ásamt frænda sínum Sig- urði Bjarnasyni, sem lengi var feng- sæll skipstjóri á mb. Friðriki Sig- urðssyni. Magnea lést fyrir tveimur árum eftir erfiða sjúkdómslegu og stóð Guðmundur sem klettur við hlið konu sinnar í veikindum henn- ar. Strax á unga aldri komu fram þeir eiginleikar hjá Guðmundi er leiddu til þess árangurs sem hann náði í starfí sínu síðar á lífsleiðinni. Hann var hugmaður um allt það er hann tók sér fyrir hendur og sinnti bæði stórum og smáum verkum af kostgæfni og samviskusemi. Sam- viskusemi hans og frændrækni voru annáluð í fjölskyldunni. Ávallt var hann tilbúinn að rétta hjálparhönd þar sem eitthvað bjátaði á hjá vin- um eða ættingjum og lét þar verkin tala. Gjafmild átti hann í ríkum mæli og eni ófá heimilin sem nutu góðs af henni þegar hann kom fær- andi hendi með físk í soðið. Ég minnist þess hve oft hann kom á heimili foreldra minna í þessum er- indagjörðum. Á námsárum mínum kom hann ósjaldan til mín og spurði hvort mig vanhagaði ekki um eitt- hvað. Já, hann hugsaði um náunga sinn ekki síður en sjálfan sig, hann Guðmundur. Fyrirtæki sínu sinnti hann alla tíð af alúð og kunnáttu enda þekkti hann íslenskan sjávar- útveg frá flestum hliðum. Hann var góður sínu starfsfólki og virti það hann að verðleikum. Hann var hins vegar kappsamur og gat verið harð- ur húsbóndi. Það á vel við um Guðmund, móð- urbróður minn, hið fornkveðna, að góður orðstír deyi- aldrei og sannar- lega á hann góðan orðstír í )-íkum mæli. Það er skarð fyi'ii' skildi þeg- ar Guðmundur er allur. Ég kveð með söknuði góðan mann og votta þeim Ernu og Friðriki og fjölskyld- um þeirra mína dýpstu _samúð. Ingvar Ágústsson. Með Guðmundi Friðrikssyni er horfinn einn af frumbyggjum Þor- lákshafnar. Hann átti stóran og góðan þátt í uppbyggingu þorpsins. Hann kom hingað ungur maður þegar útgerð var að hefjast á ný. í mörg ár var hann skipstjóri, feng- sæll og farsæll alla tíð. Fyrstu árin hjá Meitlinum og svo á eigin bátum. Hafnarnes hf., sem Guðmundur stofnaði ásamt öðrum, hefur verið starfrækt yfir 40 ár, með útgerð og fiskverkun. Lengi vel var Guð- mundur í senn skipstjóri og stjóm- andi fyrirtækisins. Að sjómennsku lokinni annaðist hann stjórn í landi. Kom að því að sonur hans, Friðrik, tók við. Það tók sinn tíma fyrir jafn starfsaman mann og Guðmund að draga sig út úr hinu daglega út- gerðarvafstri. En hann gerði það með því að fínna sér nýjan vettvang. Um það leyti sem hann hætti sjó- mennsku eignaðist hann sinn fyrsta hest og átti og naut hesta sinna til síðasta dags. Umgekkst hann þá með lagni og nærgætni. Hann not- aði þá bæði einsamail eða í félags- skap í styttri eða lengri ferðum og hlífði sér hvergi. Þeir veittu honum mikla gleði þegar hann fór að hægja á sínum starfsvettvangi. Guðmundur unni sínu byggðar- lagi og vildi hag þess sem bestan. Framfaramál studdi hann með verklegum og fjármunalegum hætti, bæði persónulega og gegnum fyi'irtækið. Hjálpsemi hans var við- brugðið, hann hafði sterka réttlæt- iskennd og fór ógjarnan eftir for- skrift annarra. Hann sat í hreppsnefnd Ölfus- hrepps 1970-1974, fyrst sem vara- oddviti og síðar sem oddviti. Á þessu tímabili tók vöxtur Þorláks- hafnar mikinn kipp í kjölfar eldanna í Vestmannaeyjum. Þá var gott að hafa traust samstarf um málefni sveitarfélagsins, sem ég vil þakka fyrir. Eiginkona Guðmundar var Magnea Þórarinsdóttir. Eignuðust þau einn son, Friðrik, sem fyrr er getið. Einnig ólu þau upp Ernu, dóttur Magneu. Magnea lést árið 1996. Eftir það bjó Guðmundur einn í sínu húsi í góðri umhyggju barna sinna og tengdadóttur. A fógrum septemberdegi hitti ég Guðmund síðast. Var hann enn að koma úr góðum útreiðartúr á heimaslóðum með hestana sína tvo. Hann var hinn hressasti og ánægð- ur með hestana sína. Hann var ekk- ert að láta deigan síga þrátt fyrir tæpa heilsu. Þannig var hans eðli. Guðmundur lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 9. september, samdæg- urs og hann kom þangað. Við hjónin þökkum fyrir margar samverustundir, útreiðartúra styttri og lengri svo og ýmsan greiða. Aðstandendum eru hér fluttar samúðai'kveðjur. Sérstaklega verður hugsað til afabarnanna, en Guðmundur var sérlega bamgóður. Blessuð sé minning hans. Svanur Krisljánsson. + Ástkasr móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð 17. september síðastliðinn. Ómar Ingólfsson, Elín Edda Benediktsdóttir, Auður Ingólfsdóttir, Þórir Dan Jónsson, Jóna Guðný Jónsdóttir, Heimir Hólmgeirsson, Jón Guðni Ómarsson, Dagný Fjóla Ómarsdóttir, Ásdís Dan Þórisdóttir, Ben Frank Boyce, Margrét Dan Þórisdóttir, Ingólfur Dan Þórisson og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, AUÐUR JÓNSDÓTTIR ASPAR, Skarðshlíð 12a, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt fimmtudagsins 17. september. Halldór B. Aspar, Hrefna Kristinsdóttir, Jón B. Aspar, Unnur Hermannsdóttir, Birgir B. Aspar, Stefán B. Aspar, Edda B. Aspar, Reynir Rósantsson, Torfi B. Aspar, Gunnar B. Aspar, Guðrún Jóhannesdóttir, Birna K.B. Aspar, Birgir Aðalsteinsson, barnaböm og barnabarnabörn. Móðir okkar, ALMA TYNES, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 21. september kl. 15.00. Guðmundur Rúnar Einarsson, Ragnar Páll Einarsson, Sverrir Einarsson, Elín Guðrún Einarsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir, Norma Einarsdóttir og fjölskyldur. + Kveðjuathöfn um föður okkar, RAGNAR ÞORSTEINSSON, sem andaðist miðvikudaginn 9. september, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysa- varnafélag íslands. Fyrir hönd aðstandenda, Reynir, Þorsteinn, Valdís, Guðrún Salome og ína Sóley Ragnarsbörn. + Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður og ömmu, HUGLJÚFAR DAGBJARTSDÓTTUR, Bláhömrum 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til frændfólks og vina fyrir einstaka aðstoð, einnig færum við starfsfólki gjörgæslu Landspítalans hlýjar kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Þengilsson, Jón Kristinn Guðmundsson, Pálína Guðný Guðmundsdóttir, Svanhvít Guðmundsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.