Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 56
*Í6 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Betra líf í Bústaða- hverfi EFTIR bjart og fagurt sumar breytir kirkjan um takt og hefur vetrarstarflð. Þannig færist meira líf í kirkjuna okkar og margvíslegir þættir starfsins vakna á ný eftir sumardvalann. Starfshópur hefur verið starfandi í hverfinu að undanfömu, sem hefur unnið að úrbótum, sem miða að JSetra lífi í Bústaðahverfi. Kirkjan er sameiningartákn hverfisins og er opin öllum íbúum og eru sóknarbörnin hvött til þess að taka þátt í starfl hennar. Hér á eftir er minnt á nokkra þætti í starfi Bústaðakirkju. Almennar guðsþjónustur eru hvem helgan dag kl. 14:00. Kirkjukór Bústaðakirku og org- anisti annast tónlistarflutning og einsöngvarar munu einnig syngja. Guðsþjónustan er þungamiðja safn- aðarins. Þar kemur söfnuðurinn saman til þess að lofsyngja Guð og syngja saman. í umhverfi messunn- ar má einnig finna þá þögn og kyrrð, sem þarf til að heyra, hugsa biðja. Barnamessur era haldnar hvem sunnudag kl. 11:00. Hér er gott tækifæri fyrir alla fjölskylduna að eiga innihaldsríkar stundir saman í hópi með öðrum fjölskyldum. For- eldrar, afar og ömmur era sérstak- lega hvött til þátttöku með börnun- um og er þakklátt hve margir fylgja börnunum til kirkjunnar. Foreldramorgnar era samverar foreldra og barna alla fímmtudags- morgna milli kl. 10:00 og 12:00. -^pssar samverar eru jafnan nefnd- ar mömmumorgnar en til þess að undirstrika að feður séu jafn vel- komnir, þá notum við nafnið for- eldramorgnar. A þessum samverum er skipst á skoðunum og er þetta kærkomin samvera þeim, sem era heimavinnandi. Boðið er upp á veit- ingar, te og kaffispjall hjá foreldr- unum, ásamt margskonar fræðslu á meðan bömin dunda sér við leiki og létt gaman. Þá er helgistund með þátttöku allra. T.T.T. æskulýðsstarf fyrir tíu til tólf ára er mikilvægur liður í safn- aðarstarfinu. Undir stjórn hæfra leiðtoga munu bömin vinna að margskonar verkefnum, s.s. blaða- útgáfu og fleiru. Farið verður í kynnisferðir í fyrirtæki og stofnanir og bömunum kynntar ólíkar að- stæður fólks í lífinu. Fundirnir í T.T.T. era á mánudögum kl. 17:00. Æskulýðsstarf er umhverfi og vettvangur unglinganna. Markmið þess er að efla jákvæða og heil- brigða unglingamenningu undir merki Jesú Krists. Hér er vettvang- ur fyrir unga fólkið, sem vill vera töff og taka þátt í töff starfi með Guði. Fundir Æskulýðsfélagsins eru á þriðjudagskvöldum kl. 20:30 og verða þeir í félagsmiðstöðinni Bústöðum. Starf aldraðra er á hverjum mið- vikudegi og þá koma aldraðir saman í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar bíður þeirra hópur kvenna, sem annast um hina öldruðu bæði hvað varðar veitingar, hannyrðir og fé- lagslíf. Við höfum nefnt þennan hóp kærleikshópinn og er Stella Guðna- dóttir í forsvari fyrir hópinn. A hverri samveru er helgistund og einnig koma margir gestir á sam- verarnar og flytja sinn boðskap í máli, myndum og tónlist. Fyrsta samvera í starfi aldraðra er mið- vikudaginn 30. september, þá verð- ur farið í haustlitaferð og sem fyrr er ákvörðunarstaður ókunnur þar til lagt verður af stað. Á leiðinni verður áð á góðum stað og notið góðra veitinga. Skráning í ferðina er hjá kirkjuvöram í síma 553 8500 alla daga til þriðjudagsins 29. sept- ember. Kvenfélag Bústaðasóknar er öfl- ugt félag, sem hefur unnið kirkjunni betur og meir en flestir aðrir. Fund- ir félagsins eru annan mánudag í hverjum mánuði og fyrsti fundur 12. október. Dagskrá fundanna er fjölbreytt og metnaðarfull. Barnakór er starfandi í Bústaða- kirkju. Öflugt foreldrafélag stendur að baki starfinu. Barnakórinn syng- ur í messum einu sinni í mánuði auk þess að taka þátt í öðrum þáttum kirkjustarfsins. Þá hefur kórinn haldið tónleika og sett upp söngleiki og fleira. Æfingatími barnakórsins er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16:00 til 18:15. Stjórnandi barnakórsins er Jóhanna Þórhalls- dóttir. Kirkjukór Bústaðasóknar syngur við guðsþjónustur og kirkjulegar at- hafnir og æfir á þriðjudagskvöldum kl. 20:30. Stjórnandi hans er Guðni Þ. Guðmundsson. Einstaklingar, sem era áhugasamir um þátttöku í starfi kórsins eru beðnir að snúa sér til organista kirkjunnar. Bjöllukór hefur verið starfandi í Bústaðakirkju um árabil og hefur hann haldið tónleika víða um land. Unglingarnir spila einnig á önnur hljóðfæri og syngja, sem gefur starfínu aukið gildi og fjölbreyttari möguleika. Stjórnandi kórsins er Guðni Þ. Guðmundsson. Fermingarstarfið er nú að hefjast og stendur skráning fermingar- barna yfir í kirkjunni. Börn úr Rétt- arholtskóla hafa þegar verið skráð en önnur börn era beðin að skrá sig í kirkjunni. Hjónakvöld eru haldin í kirkjunni og þar er starfandi hjónahópur, sem kemur saman nokkram sinnum á vetri. Þá eru flutt fræðsluerindi um hjónabandið, heimilislífið eða sam- skipti hjóna og barna. Einnig hefur verið fjallað um lögfræði hjóna- bandsins og spurninguna hvað karl- ar viti um konur. Nú er þegar all stór hópur, sem tekur þátt í þessu starfi og fá þeir bréflega fréttir um starfið. Aðrir, sem hafa áhuga á þátttöku í slíku starfi geta skráð sig hjá kirkjuvörðum. Mæðgna- og feðgakvöld hafa ver- ið vinsæl og fjölsótt á undanförnum árum. Þessar samverur hafa verið vinsælar og ljóst að mikil þörf er fyrir slíkan vettvang, þar sem mæðgur og feðgar geta komið sam- an og rætt sín hjartans mál. Næstu mæðgna- og feðgakvöld verða fimmtudaginn 8. október og er skráing hjá kirkjuvörðum. Frá Grafarvogs- söfnuði VIGSLA kirkjunnar. Á sóknar- nefndarfundi 7. september sl. var samþykkt að stefnt yrði að því að Grafarvogskirkja yrði vígð hinn 18. júní árið 2000, þannig að það eru um það bil 20 mánuðir þar til söfn- uðurinn eignast fullbúna kirkju til safnaðarstaifsins. Vakin er athygli á því að enn er möguleiki á að gefa steina í klæðninguna sem minning- argjöf til kirkjunnar. Guðsþjónustur hefjast sunnudag- inn 20. september nk. kl. 11 í Graf- arvogskirkju. Sú nýbreytni verður að fyrsta sunnudag í hverjum mán- uði verður barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta í Engjaskóla og hefjast þær 4. október. Almennar guðsþjónustur verða í allan vetur á sunnudögum kl. 14 í Grafarvogs- kirkju. Starf KFUM og K verður áfram í veetur fyrir drengi 9-12 ára á þriðjudögum kl. 17.30-18.30 og hef- ast þeir 29. september nk. og íyrir stúlkur 9-12 ára á miðvikudögum kl. 17.30-18.30 og hefjast þeir 23. sept- ember nk. „Kirkjukrakkar" í Rimaskóla verður í vetur fyrir börn 7-9 ára. Fundir verða vikulega á þriðjudög- um í Rimaskóla kl. 17-18 og hefjast þeir 22. september nk. Æskulýðsfélög munu starfa á vetri komanda í fjóram deildum. Fyrir 8. og 9. bekk á þriðjudögum kl. 20-22 og hefjast þeir 29. septem- ber. Fyrir 10. bekk á fimmtudags- kvöldum kl. 20-22 og hefjast þeir 24. september nk. í kirkjunni. í Engjaskóla hefjast vikulegir æskulýðsfundir 8. og 9. bekkinga úr Engja-, Staðar-, Borgar-, Víkur- og Rimahverfi, en allir unglingar úr Grafarvogi eru hjartanlega vel- komnir. Fundirnir eru á sunnudags- kvöldum kl. 20-22 og hefjast 18. október. I vetur verða í Grafarvogskirkju vikulegir fundir fyrir ungt fólk á aldrinum 16-20 ára. Hefjast þeir 4. október kl. 20-22. Mömmumorgnar hefjast fimmtu- daginn 24. september kl. 10-12 í Grafarvogskirkju og eru vikulega. Fjölbreytt dagskrá. Kyrrðarstundir í Grafarvogs- kirkju á fimmtudögum kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð. Allir velkomnir. Tíunda starfsár safnaðarfélagsins er að hefjast. Félagið er öllum opið og eru félagsgjöld engin. Fundir era fyrsta mánudag í hverjum mán- uði. Fyrsti fundur er 5. október kl. 20.30 í kirkjunni. Eldri borgarar hittast í kh-kjunni á þriðjudögum kl. 13.30 og hefst starfíð með því að farið verður í haustferð til Borgarness og Aki-a- ness 29. september nk. og er mæt- ing við Grafarvogskirkju kl. 10.30. Skráning í ferðina í síma 587 9070 kl. 9-17. Sorgarhópur mun starfa í vetur. Prestar kirkjunnar sjá um skrán- ingu í hópinn og hefst starfið eftir áramót. Bænahópúr er á hverju sunnu- dagskvöldi kl. 20 í kirkjunni og er hann öllum opinn. Al-Anon er með fundi á föstu- dagskvöldum kl. 20 og AA-hópur hittist á laugardagsmorgnum kl. 11. Fermingarbörn eru beðin að mæta samk\ræmt stundaskrá vik- una 20.-26. september. Kirkjukórinn hefur hafið vetrar- staifið undir stjórn Harðar Braga- sonar organista og kórstjóra. Hægt er að bæta við kariaröddum. Barnakór og unglingakór undir stjóm Hrannar Helgadóttur stjórn- anda og organista hafa hafið vetrar- starf sitt. Verið er að vinna að því að koma upp „Kirkjuseli" í Engjahverfi. Símatímar prestanna eru frá kl. 11-12, þriðjudaga til föstudaga og viðtalstímar eftir samkomulagi. ATVINNUAUGLÝSINGAR Landgræðsla ríkisins óskar að ráða starfsmann til starfa við tölvuumsjón Helstu verkefni: Umsjón með tölvum, hugbúnaði og netkerfi. Uppsetning á gagnagrunni, birgðakerfi, ýmis konar forritun o.fl. Æskileg reynsla/þekking: ^kking á netkerfum, Windows NT- og Wind- ows 95-stýrikerfum, gagnagrunnsvinnslu og Microsoft Office-hugbúnaði. Hlutastarf kemur til greina. Vinnustaður er í Gunnarsholti. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veita Ásgeir Jónsson og Sveinn Runólfsson í síma 487 5500. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknirtil Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hellu, jáyrir 5. október nk. Bakarar — bakarar Óska að ráða bakara og vanan aðstoðarmann. Upplýsingar gefur Guðmundur í síma 3655. Landgræðsla ríkisins óskar að ráða starfsmann til starfa við áætlanagerð Helstu verkefni: Gagnasöfnun, kortlagning landgræðslusvæða og áætlanagerð. Æskileg reynsla/þekking: B.S. próf í náttúrufræðum. Hafi gott vald á íslensku og tölvuvinnslu. Vinnustaður er í Gunnarsholti. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veita Ásgeir Jónsson og Sveinn Runólfsson í síma 487 5500. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hellu, fyrir 5. október nk. Barnapössun Okkur vantar barnapössun 16 ára eða eldri til að passa tveggja ára stelpu nokkura tíma í viku. Búum í miðbæ Reykjavíkur. Hafið sam- band við Karl eða Kristínu í síma 561 1798. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Laust er til umsóknar starf skólameistara Kvennaskólans í Reykjavíktil tveggja ára. Um- sóknarfrestur er hálfur mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar og verður fjallað um um- sóknir og ráðið í starfið strax að liðnum um- sóknarfresti. Umsóknum sé skilað á skrifstofu Kvennaskól- ans í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 9, ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf. Launakjör eru samkvæmt úrskurði kjaranefnd- ar frá 13. febrúar 1998. Skólanefnd. Matreiðslumaður eða meistari óskast á veitingahúsið Bing Dao Renniverk- stæðið. Mikil vinna í boði. Upplýsingar í síma 461 1617. Atvinna í boði Óska eftir lærðum bifvélavirkja á verkstæði á Vopnafirði. Allar upplýsingar í síma 473 1548 og 473 1238 eftir kl. 19.00 á kvöldin. Bílabær ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.