Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 11
FRÉTTIR
Hannes Hlífar Stefánsson stórmeist-
ari hefur tryggl sér þátttöku á
heimsmeistaramótinu í skák
Jafnaði metin
gegn Djurhuus
HANNES Hlífar Stefánsson
stórmeistari segir að hann hafi
að nokkru jafnað metin gegn
Norðmanninum Rune Djurhuus
með því að slá hann út úr
keppninni á svæðamóti Norður-
landa um þátttöku í heims-
meistaramótinu í Las Vegas.
Djurhuus sigraði nefnilega
Hannes Hlífar í lokaskákinni á
Evrópumeistaramóti unglinga
árið 1990 og réð
það úrslitum um að
Djurhuus hampaði
titlinum en ekki
Hannes Hlífar, sem
hefði dugað jafn-
tefli í skákinni til
að sigra á mótinu.
Sigurinn þýðir
að Hannes Hlífar
verður einn þriggja
keppenda frá
Norðurlöndum á
heimsmeistaramót-
inu en hinir eru
sænski stórmeist-
arinn Ralf Ákeson
og Peter Heine Ni-
elsen frá Dan-
mörku, sem sló
Tom Wedberg frá Svíþjóð út úr
keppninni í gær.
títsláttarfyrirkomulag
Heimsmeistaramótið verður
haldið í Las Vegas í desember
og hafa um eitt hundrað skák-
meistarar unnið sér rétt til
þátttöku. Keppnin er með út-
sláttarfyrirkomulagi og er teflt
þar til einn stendur eftir sem
heimsmeistari. Keppendum er
raðað saman eftir skákstyrk-
leika og er sterkustu keppend-
unum samkvæmt skákstigum
raðað gegn þeim sem færri
skákstigin hafa eftir ákveðnum
reglum. Keppnin snýst ekki um
að ávinna sér áskorendarétt á
heimsmeistarann, eins og var í
síðasta móti, því núverandi
heimsmeistari FIDE, Anatoly
Karpov, verður að taka þátt í
mótinu. Hins vegar er óráðið
enn hvort hann kemur inn í það
strax í byrjun eða í annarri um-
ferð, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins.
Hannes sagði að allir sterk-
ustu skákmenn heims yrðu með
á heimsmeistaramótinu. Ind-
verski stórmeistarinn Anand
hefði unnið mótið síðast, en nú
fengi Karpov ekkert forskot
eins og þá og yrði að taka þátt í
mótinu. Gert væri ráð fyrir að
hann yrði með frá byrjun, en
hann væri ekkert ánægður með
það.
Hannes sagðist ekki áður
hafa náð jafnlangt í heimsmeist-
arakeppni, enda hefði keppnin
verið með öðru sniði undanfarin
ár. Hann sagðist vera bjartsýnn
á árangur þar. Andstæðingarnir
yrðu hins vegar mjög sterkir,
en auðvitað myndi hann rejma
að ná sem lengst.
Kom ekki á óvart
Hannes sagði að þessi árang-
ur nú hefði ekki komið sér á
óvart. Hann hefði
unnið sterkt mót í
Antwerpen í síðasta
mánuði og árangur-
inn nú kæmi í fram-
haldi af því. Hann
hefði því gert sér
vonir um að komast
áfram.
Hannes tapaði
ekki skák á mótinu.
Aðspurður hvort
hann hefði einhvern
tíma komist í tap-
hættu sagðist hann
hafa lagt allt of
mikið á stöðuna i
seinni skákinni
gegn Helga Olafs-
syni, en Helgi hefði
leikið af sér og hann náð jafn-
tefli. Annars væri hann mjög
ánægður með taflmennskuna á
mótinu.
Hins vegar væri allt öðru vísi
að tefla í mótum með svona ein-
vígisfyrirkomulagi en í venju-
legum mótum, því sálfræðiþátt-
urinn spilaði miklu meira inn í,
eins og hvað undirbúning
snerti, hvaða byrjanir andstæð-
ingurinn veldi og fleira.
„Eg var búinn að vinna hann
áður tvisvar í röð með hvítu.
Hann þorði ekki að tefla uppá-
haldsbyrjunina sína,“ sagði
Hannes um sigurskákina gegn
Djurhuus. „Hann tefldi afbrigði
sem hann hefur aldrei teflt áður
og ég refsaði honum fyrir það.
Ég mátaði hann í 26. leik og það
er rosalega þægilegt að fá
svona auðveldan vinning," sagði
Hannes Hlífar ennfremur.
Hann rifjaði upp tap sitt gegn
Djurhuus á Evrópumeistara-
móti unglinga árið 1990, en
skákin réð úrslitum um að hann
varð Evrópumeistari en ekki
Hannes, eins og fyrr sagði. „Ég
einmitt hafði það í huga áður en
ég tefldi skákina að ég ætlaði að
hefna fyrir það,“ sagði Hannes
og bætti við að þótt hann hefði
hefnt fyrir tapið áður með sigr-
um á Djurhuus þá sæti það enn
í sér.
Hann hefði þurft jafntefli til að
vinna mótið 1990 en hefði tapað
skákinni mjög klaufalega. Tap
eins og það gleymdist ekki.
Hannes
Hlífar
Ornefnanefnd telur nafnið
Austur-Hérað eiga við
ÖRNEFNANEFND telur nafnið
Austur-Hérað viðeigandi fyrir sam-
einað sveitarfélag Egilsstaðabæjar,
Eiðahrepps, Hjaltastaðarhrepps,
Skiiðdalshrepps og Vallahrepps.
Nefndin svaraði á flmmtudag er-
indi bæjarstjóra hins nýja sveitarfé-
lags og segir í svarinu að heitið
Hérað sé gamalkunnugt um Fljóts-
dalshérað. Liðurinn „Austur-“ í til-
lögu bæjarstjórans væri til nánari
afmörkunar með nafninu Hérað og
alþekkt væri í örnefnum að átta-
táknanir væru notaðar til aðgrein-
ingar á stöðum eða skiptingar á
svæðum sem annars lægju saman.
„Ekki verður annað séð en Aust-
ur-Hérað megi teljast viðeigandi
nafn á hinu nýja sveitarfélagi og
ekki verður ráðið af heimildum eða
athugunum nefndarinnar að gengið
yrði á hlut annarra Héraðsbúa með
þeirri nafngift," segir í svarinu og
er því bætt við að heitið geti sam-
rýmst meginsjónarmiðum nefndar-
innar, einkum að forðast skuli að ný
stjórnsýsluheiti geti útilokað,
þrengt að eða raskað á annan hátt
merkingu eða notkun rótgróinna
heita sem tengjast svæðum eða
byggðarlögum innan sveitarfélags,
nági-annasveitarfélags eða héraðs.
Morgunblaðið/Ásdís
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir og Christoph Kirchner undirrituðu samninginn.
Reykjavík orðin
heilsulindarborg
FIMMTUDAGINN 17. september undirrituðu í Ráð-
húsi Reykjavíkur þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri og dr. med. Christoph Kirschner, for-
seti Heilsulindasamtaka Evrópu, samning um aðild
Reykjavíkurborgar að samtökunum.
tínnið hefur verið að því undanfarna mánuði á
vegum Reykjavíkurborgar, og þá fyrst og fremst af
Iþrótta- og tómstundaráði og Hitaveitu Reykjavík-
ur, að kanna hvort Reykjavík geti orðið heilsulinda-
borg. Leitað var eftir ráðleggingum og samstarfi
við Heilsulindasamtök Evrópu (European Spas As-
sociation) sem aðsetur hefur í Brussel. Miklu magni
upplýsinga um Reykjavík hefur verið safnað í þessu
sambandi og þær sendar til ESPA þar sem sérfræð-
ingar samtakanna hafa unnið úr þeim. Einnig var
Rannsóknastofnuninni Institut Fresenius í Þýska-
landi falið að kanna jákvæða eiginleika heita vatns-
ins í sundlaugum borgarinnar og á hvern hátt væri
hægt að nýta það til lækninga og heilsubóta.
„Ljóst er að mikill vöxtur er f heilsutengdri ferða-
þjónustu í heiminum. Sundstaðir borgarinnar, borgin
sjálf og ýmis ytri skilyrði, svo sem öflugt menningarlíf
og nálægð við fagra náttúru, gera það að verkum að
Reykjavík ætti að vera kjörinn áningarstaður fyrir þá
sem kjósa að dvelja í friðsömu umhverfí, njóta fjöl-
breytts menningarh'fs, heimsækja góð veitingahús og
sækja sundlaugarnar sér til hressingar og heilsubót-
ar,“ segir í frétt frá Reykjavíkurborg.
HONDA
4 cLyji L^á i±
9 0 h e s t ö( l
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
Innifalið í verði bílsins
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.550.000,-
115 hestöfl
Fjarstýrðar samlæsingar
4 hátalarar
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Sjálfskipting 100.000,-
1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautunl
Loftpúðar fyrir ökumann og farþega I
Rafdrifnar rúður og speglar<
ABS bremsukerfi4
Samlæsingarí
14" dekkí
Honda teppasettt
Ryðvörn og skráning4
Útvarp og kassettutæki4
Verð á götuna: 1.455.000.-
Sjálfskipting kostar 1 00.000,-
HJ
HONDA
Sími: 520 1100
Umboðsaðilar:
Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílvér,’ s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712
Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011