Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ábending frá ung- um ökumönnum Frá hópum 71 og 72 hjá Sjóvá-Almennum: VIÐ erum tveir hópar sem voru á námskeiði ungra ökumanna hjá Sjó- vá-Almennum í Reykjavík í byrjun september. Við viljum benda ykkur, kæru ökumenn, á nokkur atriði sem við skoðuðum sérstaklega. Vegna tíðra slysa viljum við benda ykkur á nokkui- atriði varðandi öku- hraða: Við þurfum að miða hraða alltaf við aðstæður, færð, veður, rigningu o.s.frv. og huga að þeim sem vilja aka hægar en meðalhraðinn, en bendum þeim á að halda sig á hægri akrein, þannig að möguleikar séu á framúr- akstri á þeirri vinstri. Astæða er til að aka sem hægast í íbúðahverfum og í nágrenni við skóla, félagsmiðstöðvar og íþróttahús og annars staðar þar sem búast má við að börn séu á ferð. Við teljum rétt að lækka hámarkshraða á vissum hættu- legum vegarköflum. Pá minnum við ökumenn á að vera alltaf með fulia einbeitingu við akstur- inn og þá er sama hvort hægt eða hratt er ekið. Munum að ástand öku- tækisins þarf að vera í lagi og það hvort við þekkjum eiginleika þess get- ur haft mikil áhrif á hvemig við ökum. Hvernig komum við í veg fyrir aftanákeyrslur? Algengasta orsök árekstra hjá 17- 20 ára ökumönnum eru aftaná- kevrslur. Við ræddum mikið um það hvernig draga má úr þeim og kom: um með nokkrar ábendingar. I fyrsta lagi þurfum við að huga vel að bili á milli bíla. Gott er að nota 3ja sekúndna regluna en það þýðir að við erum 3 sekúndum á eftir næsta bíl og það ætti að gefa okkur nóg pláss. Höfum vel í huga hvað öku- menn bílanna á undan eru að gera ekki bara þann næsta heldur hina fyrir framan hann og miðum hraða við aðstæður. Hugleiðum hversu langur við- bragðstíminn er hjá okkur til að við getum örugglega brugðist við ef eitt> hvað ber útaf. Fylgjumst vel með þeim sem eru fyrir aftan okkur því við getum hugs- anlega komið í veg fyrir að hann lendi aftan á okkar bíl. Gefum stefnuljós tímanlega ef við ætlum að beygja svo bílar fyrir aftan séu viðbúnir því þeg- ar við hægjum á okkur. Okumenn, hafíð bremsuljós eins og annan ljósabúnað í lagi og notið hann rétt. Bremsuljós í afturglugga auð- velda þeim sem á eftir eru að sjá þeg- ar við hemlum. Að lokum hvetjum við ykkur til að vera alltaf með hugann við aksturinn. F.h. hópa 71 og 72 hjá Sjóvá-Al- mennum, EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnarfulltrúi Sj óvá-Almennr a. Smáfólk |‘LL NE\/ER F0R6ET THE EXPRE55ION 0N THE OTHER ATTORNEV'S FACE... HE 5AW I HAP THI5 BRANP-NEW YELL0W LE6AL « PAP WITH LINE5 ON IT.. there's a lot of JEALOUST AM0N6 ATTORNEfS ^^^ Ég mun aldrei gleyma svipnum á hin- Hann sá að ég var með glænýja línu- Það er mikil afbrýðisemi meðal lög- um lögmanninum... strikaða iögfræðingaskrifblokk... manna. Stúdentar koma enn að læstum dyrum Frá Guðlaugu M. Júlíusdóttur: HÁTT í 1.000 nemendur félagsvís- inda-, viðskipta- og hagfræðideildar hafa misst lesaðstöðu sína í Odda. Lesaðstaðan var sú eina þar sem flestir þessir nemendur gátu lesið um kvöld og helgar. Yfirstjórn félagsvísinda- deildar lagði síð- asta vetur tvo kosti fyrir full- trúa nemenda í stjóm deildarinnar. Velja þyrfti á milli þess að halda lesaðstöðunni eða fjarlægja hana til að koma mætti upp nýju tölvuveri. Nemendur áttu úr vöndu að ráða því hvort tveggja skortir mjög við Háskólann, tölvuver og lesaðstöðu. Nemendur völdu þó tölvuverið gegn samningi þess efnis að Þjóðarbókhlaðan yrði opin lengur. Það er þó tæplega nema lausn að hluta þar sem Þjóðarbókhlaðan yfir- fyllist ætíð á próftímanum. Einnig stendur til að selja hús við Bjarkar- götu, þar sem nemendur í viðskipta- fræði hafa aðstöðu til lestrar og mun þá ástandið enn versna. Ekkert hefur gerst Nú er skólaárið byrjað á nýjan leik en ekkert ber á lengdum opnunartíma Þjóðarbókhlöðu né annarri lesað- stöðu. í dag er Þjóðarbókhlaðan opin virka daga til sjö á kvöldin, frá 9-17 á laugardögum og lokað er sunnudaga. Einnig er lokað alla lögbundna fii- daga. Það væri sannarlega sældarlíf að vera háskólanemi ef opnunartími Þjóðarbókhlöðunnar nægði til að nema fræðin. Þannig er málum þó ekki háttað og nemendur sem geta ekki lesið heimavið em á hrakhólum. Háskólastúdentar hafa verið óþreyt- andi, allt frá vígslu Þjóðarbóldilöðu, við að minna á að opnunartími hússins er óviðunandi. Það em þó ekki bara stúdentar sem era óánægðir. Vinn- andi fólk getur ekki með góðu móti komist á safnið að loknum vinnudegi. Nemendur í félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild geta ekki beðið þess að þetta mál flækist milli nefnda innan skólans. Okkur vantai- lesaðstöðuna strax og í allra síðasta lagi áður en próftömin skellur á um miðjan nóvember. Þó svo að bætt að- gengi að tölvum í Háskóla íslands sé af hinu góða, má það ekki vera á kostnað nemenda, heldur þeim í hag. Það verður að finna leið til að gera hvort tveggja, auka tölvukost nem- enda og tryggja að lesaðstöðu nem- enda sé ekki fórnað. Góð og aðgengi- leg lesaðstaða fyrir alla nemendur Háskóla Islands er ein aðalforsenda þess að þeir geti staðið sig í námi og verið samkeppnishæfir úti á vinnu- mai'kaðnum. GUÐLAUG M. JÚLÍUSDÓTTIR þriðja árs nemi í félagsráðgjöf og varafulltrúi Vöku í Stúdentaráði Háskóla Islands. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.