Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ VIÐSKIPTI Úrskurður samkeppnisráðs í Breiðvarpsmálinu staðfestur Fjarskipti á valdsviði samkeppnisyfírvalda ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hafnar þeirri kröfu Lands- símans að málefni Breiðbandsins varði fyrst og fremst fjarskiptamál- efni sem heyri undir Póst- og fjar- skiptastofnun en falli utan valdsviðs samkeppnisyfirvalda. Afrýjunar- nefndin hefur í meginatriðum stað- fest úrskurð samkeppnisráðs þar sem kveðið er á um fjárhagslegan og stjórnunarlegan aðskilnað Breið- varpsins frá öðrum rekstri Lands- símans og að öllum sjónvarpsfyrir- tækjum skuli veittur aðgangur að því á sambærilegum kjörum. Útsendingum Ríkisútvarpsins er dreift stofnuninni að kostnaðar- lausu á Breiðbandi Landssímans. I desember síðastliðnum sendi Fjöl- miðlun hf., eigandi Islenska út- varpsfélagsins, Samkeppnisstofnun kvörtun vegna þess og taldi sér mis- munað. í úrskurði samkeppnisráðs frá því í júlí sl. er meðal annars kveðið á um fjárhagslegan og stjórnunarlegan aðskilnað Lands- síma íslands hf. og Breiðvarpsins fyrir 1. janúar 1999 og að Lands- síminn skuli veita fyrirtækjum á sjónvarps- og hljóðvarpsmarkaði aðgang að dreifikerfum sínum, þar á meðal Breiðbandinu, á sambæri- legum kjörum. Landssíminn áfrýjaði úrskurðin- Ekki má mismuna keppinautum á sj ónvarpsmarkaði um til áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála. Aðalkrafa hans var að úr- skurðinum yrði hnekkt vegna þess að samkeppnisráð hefði ekki lög- sögu í fjarskiptamálefnum þeim sem hér um ræðir, heldur Póst- og fjarskiptastofnun. Því hafnaði áfrýj- unarnefnd með þeim rökum að vald- svið samkeppnisyfirvalda á sviði samkeppnismála á fjarskiptasviðinu væri í eðli sínu mun víðtækara en það eftirlitsvald sem Póst- og fjar- skiptastofnun færi með. Það gilti þó ekki að því leyti sem löggjöfin mælti skýrlega fyrir á annan veg. Að lok- inni efnislegri umfjöllun komst áfrýjunamefndin að þeirri niður- stöðu að úrskurður samkeppnisráðs skyldi staðfestur með nokkrum orðalagsbreytingum. Miklar breytingar Guðmundur Björnsson, forstjóri Landssímans, segir að niðurstaða áfrýjunamefndar sé nú til athugun- ar innan fyrirtækisins. Meðal ann- ars yrði skoðað hvort rétt væri að höfða mál fyrir almennum dómstól- um til að fá úrskurðinum hnekkt. Guðmundur neitar því að grundvöll- ur Breiðvarpsins sé brostinn með þessum ákvörðunum og bendii' á að rekstur þess sé nú þegar aðskilinn frá öðrum rekstri Landssímans. Hann segir ljóst að ef þessi úrskurð- ur standi verði miklar breytingar á dreifingu efnis fyrir aðra en segir nokkrar leiðir koma til greina í því efni, meðal annars að reyna að inn- heimta gjald hjá Ríkisútvarpinu eða að rukka neytendur. „Ég get ekki annað en verið sátt- ur við niðurstöðuna. Þetta er ekki aðeins góð frétt fyrir okkur heldur einnig önnur fyrirtæki sem eru að keppa við Landssímann og ekki síð- ur fyrir almenning," segir Hregg- viður Jónsson, forstjóri Islenska út- varpsfélagsins hf. Hann segir að nú geti Landssíminn ekki notað krafta sína og fjármuni til að keppa við aðra aðila á sjónvarpsmarkaðnum. Breiðvarpið verði að standa undir sér sjálft. „Menn hljóta að spyrja sig þeirra spuminga hvort sú gífur- lega fjárfesting sem lagt hefur verið í til að dreifa erlendum gemhnatta- stöðvum fær staðist þegar fólk greiðir fyrir það 1.500 krónur á mánuði," segir Hreggviður. Stærstu hluthafar Hlutafjáreign, Hluthafar í sept. 1998 milljónir kr. Hlutfall, % 1 Jöklar hf. [SH] 64,6 8,08 2 Framleiðendur ehf. 52,5 6,56 3 Lífeyrissj. verslunarmanna 44,8 5,60 4 Burðarás hf. [Eimskip] 40,3 5,03 5 Samvinnulífeyrissjóðurinn 27,0 3,38 6 Nesskiphf. 23,3 2,92 7 Tryggingamiðstöðin hf. 22,8 2,85 8 Lífeyrissjóður Norðurlands 18,7 2,33 9 Vátryggingarfélag íslands hf. 16,4 2,05 10 Fiskaneshf. 15,8 1,97 11 ísl. fjársjóðurinn hf. 14,1 1,76 12 Þorbjörnhf. 13,9 1,74 13 Vísirhf. 11,5 1,43 14 Auðlind hf., hlutabréfasjóður 10,7 1,34 15 Þróunarfélag íslands hf. 10,2 1,28 16 Síldarvinnslan hf. 10,0 1,25 Samtals, 16 stærstu 396,6 SH á mest í SIF JÖKLAR hf., dótturfélag Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, er orð- inn stærsti hluthafinn í Sölusam- bandi íslenskra fiskframleiðenda hf. (SÍF) með liðlega 8% eignarhlut. Og Eimskip hf. er í raun orðinn þriðji stærsti hluthafínn í gegnum dóttur- félög sín, Burðarás hf. og Hafnar- bakka hf. sem samtals eiga tæplega 6% hlut í fyrirtækinu. Báðir þessir fjárfestar keyptu hlutabréf í SÍF í sumar, eins og þá kom fram, en SIF hefur ekki getað gefið út nýjan hluthafalista fyrr en nú vegna þess að formlegar tilkynn- ingar um hlutabréfaviðskiptin höfðu ekki borist. Jöklar hf. áttu ekki áður hlut í SÍF. Burðarás hf. á 5,03% eins og fram kemur á meðfylgjandi lista yfir þá hluthafa sem eiga meii’a en 10 milljóna kr. hlutafé að nafnvirði. Dótturfélag Burðaráss hf., Hafnar- bakki hf., á til viðbótar 0,93% hlut og er samanlagður eignarhlutur dóttur- félaga Eimskips í SÍF því 5,96%. Ráðstefna um kaupskipaútgerð og aukaskráningar kaupskipa Skattfrelsi og frjáls mönnun yrðu nauðsyn Samgönguráðherra segir skatta- ívilnanir draga úr hagkvæmni Morgunblaðið/Kristinn ÞUNGT hugsi á ráðstefnu um kaupskipaútgerð og skipaskráningar. HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra sagði á alþjóðlegri ráðstefnu um kaupskipaútgerð í Súlnasal Hótel Sögu í gær, að íslendingar yrðu að laga sig að alþjóðlegum rekstrarforsendum í útgerð kaup- skipa af því að þeir vildu að útgerðin væri í höndum þeirra sjálfra. „Framtíðarsýn okkar hlýtur að vera sú að siglingar eins og aðrar at- vinnugreinar geti staðið undir sér og séu reknar á heilbrigðum for- sendum. Fyrir því hljótum við að beita okkur á alþjóðlegum vettvangi. Ríldsstyrkir og skattaívilnanir draga úr hagræðingu og hagkvæmni til lengri tíma Iitið, það eru þjóðum heims smám saman að verða Ijóst,“ sagði Halldór í ræðu á ráðstefnunni. Boðað var til ráðstefnunnar eink- um til að ræða möguleika á stofnun aukaskipaskráningar fyrir kaupskip á íslandi, bæði til að fá íslensk skip aftur til að sigla undir íslenskum fána, og til að laða að erlend skipafé- lög til að skrá sig hér á landi. Á ráð- stefnunni kom skýrt fram að for- sendumar fyrir slíkri framkvæmd væru að útgerðirnar og sjómennim- ir nytu skattfríðinda eða skattleysis og að mönnun á skipin yrði gefin frjáls. Að öðra leyti yrði ísland aldrei samkeppnishæft við þær fjöl- mörgu þjóðir sem bjóða slíkar skráningar. Jákvætt í alla staði Rolf Sæther, forstjóri samtaka Norskra kaupskipaútgerða í Ósló, sagði að reynsla Norðmanna af aukaskráningum skipa væri jákvæð í alla staði og ekki einungis hefðu Norðmenn endurheimt stóran hluta kaupskipaflota síns heldur skapaði þessi iðnaður umtalsverðar gjald- eyristekjur fyrir landið í gegnum skráningargjöld og ýmsa tengda starfsemi í landi. Tíu ár eru síðan ákveðið var að taka þá stefnu í Nor- egi að setja á stofn aukaskráningu kaupskipa og þrátt fyrir erfiða fæð- ingu, vantrú og mótmæli, til dæmis verkalýðsfélaga, efast enginn um gildi þessa í dag, að hans sögn. Sigurður Sigurgeirsson, skipa- rekstrarfræðingur hjá Oceanic Shipping & Chartering Ltd. í London, hafði veg og vanda af ráð- stefnunni og var fundarstjóri á fundinum, en framsögumenn voru m.a. fulltrúar íjögurra þjóða sem stunda mikla kaupskipaútgerð und- ir merkjum aukaskráningar m.a. í opnunarerindi sínu sagðist Sig- urður fyrst og fremst vera sjómað- ur og sagðist sjá mikla möguleika fyrir sjómennskuna og sjómanns- menntunina á Islandi ef aukaskipa- skráning yrði að veruleika hér á landi. Hann sjálfur ynni við skipa- miðlun og hann talaði því af reynslu þegar hann segði að eftir miklu væri að slægjast í þeim efnum fyrir íslendinga. Kostir sem ísland gæti haft upp á að bjóða væra meðal annars að hér ríkti Greenwitch tími, hér væri hátt menntunarstig, góð fjarskipti, góðir skólar o.s.frv. Stéttarfélög hafa einna helst gagnrýnt hugsanlega aukaskipa- skráningu vegna þess að hún hefði í för með sér rýmri mönnunarreglur á kaupskipin. Sigurður segir að það skilyrði yrði að vera, að fyrst yrðu íslendingar ráðnir áður en mönnum yrði leyft að manna skip sín útlend- ingum. Islenskir sjómenn verði því ekki úti í kuldanum þegar að ráðn- ingum kemur heldur myndu at- vinnumöguleikar þeiiTa aukast með fleiri skipum sem hér yrðu skráð. Hann sagði þó að staðreyndin væri reyndar sú að ekki sé úr mörgum starfskröftum að moða í sjómanna- stétt, ekki síst núna þegar ekki er jafnvinsælt og oft áður að fara í sjó- mannaskólann, að hans sögn. Flestir norskir yfirmenn Rolf Sæther svaraði því til þegar hann var spurður um hvað olli góðu samstarfi félagsins nú við stéttarfé- lög í Noregi að það hefði alls ekki verið auðvelt í byrjun að fá þetta samþykkt, einkum vegna andstöðu stéttarfélaga, en í dag væri engin andstaða við skráninguna og sann- leikurinn sé sá að norskum sjó- mönnum á kaupskipum færi fjölg- andi og menntun sjómanna batn- andi. Hann játaði þó aðspurður að norskir sjómenn á kaupskipum væru færri nú en hefðu verið áður en kerfið komst á. Að hans sögn er hlutfall norskra sjómanna á kaupskipum sem sigla undir norsku flaggi 18.000 af alls 65.000 mönnum, en flestir norsku sjómannanna séu í yfirmannsstöð- um. Framsögumenn komu m.a. einnig inn á hve mikill hluti af efnahag lands þeirra kaupskipaútgerðin væri og til dæmis sagði John Demp- ster forstjóri siglingayfirvalda á Ba- hamaeyjum, sem hefur aðsetur í London, að kaupskipaútgerð þar væri 5% af efnahag landsins og að ísland hefði alla möguleika á svip- uðum umsvifum ef vel yrði á spöð- unum haldið í markaðsmálum. Rétt er að geta þess að Bahamas er þriðja stærsta ríki heims á sviði kaupskipaútgerðar Nýtt fjöl- notakort væntanlegt NÝTT fjölnotakort, eins og það sem Eurocard-MasterCard kynnti á alþjóðlegri ráðstefnu í Cannes í síðustu viku, er vænt- anlegt frá Eurocard á íslenskan markað á næsta ári, í samvinnu banka, sparisjóða og greiðslu- koi'tafyrirtækj a. Nýja kortið er búið örgjörva sem mun í framtíðinni leysa segulröndina á núverandi kort- um af hólmi, segir í fréttatil- kynningu frá Eurocard. Slík kort hafa verið nefnd snjallkort á íslensku. Notandi kortsins mun í fyllingu tímans geta valið við hverja færslu hvort greitt er af bankareikningi eða greitt af innistæðu sem greidd er fyrii’- fram inn á kortið, til þess að nota í stað myntar í smærri við- skiptum. Fjölmargir möguleikar Örgjörvanum er stjórnað af stýrikerfi sem hefur þann eigin- leika að unnt er að forrita mis- munandi möguleika inn á kort- ið. Þannig getur eitt og sama kortið meðal annars verið greiðslukort, tryggðarkort á borð við Fríkortið, að- gangskort, t.d. í strætisvagna, persónuskilríki og ökuskírteini. Europay gerir ráð fyrir að í upphafi verði fjölnotakortið ein- göngu notað sem greiðslukort, en aðrir möguleikar verði tekn- ir í notkun eftir því sem sam- starf tekst við aðra aðila. Fjölnotakortin eru öruggari en venjuleg greiðslukort, segir í fréttatilkynningu, þar sem auð- velt er að láta örgjörvann læs- ast ef reynt er að misnota kort- ið. Þá er stýrikerfið þannig upp- byggt að óviðkomandi geta ekki komist í upplýsingar á kortinu. Þannig gæti bankinn eða kaup- maðurinn ekki lesið ökuferils- skrá eða persónuupplýsingai’, heldur hefur hver og einn að- eins aðgang að þeim upplýsing- um sem varða viðkomandi við- skipti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.