Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 46
^ 46 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR FRIÐRIKSSON + Guðmundur Friðriksson fæddist á Gamla- Hrauni, Eyrar- bakka, 5. júní 1922. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 9. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Friðrik Sig- urðsson, útvegs- bóndi á Gamla- Hrauni, f. 11.2. 1876, d. 2.4. 1953, og síðari kona hans Sesselja Ásmunds- dóttir, f. 18.2. 1887, d. 4.9. 1944, frá Neðra-Apa- vatni. Fyrri kona Friðriks á Gamla-Hrauni var Margrét Jó- hannsdóttir, f. 25.6. 1888, d. 30.11. 1918, úr spönsku veik- inni. Hún var frá Hofí á Eyrar- bakka. Þeirra börn sem upp komust og hálfsystkini Guð- mundar voru: Sigurður, f. 8.4. 1912, d. 21.1. 1981; Jóhann, f. 14.9. 1913, fórst með mb. Sæ- borgu 14.11. 1942; Friðrik, f. 23.5. 1915, d. 24.8. 1977; Davíð f. 14.9. 1917, d. 22.12. 1973. Al- systkini Guðmundar eru: Mar- grét, f. 9.12. 1920; Ragna, f. 13.1. 1924; Guðleif, f. 14.4. 1925; Pétur, f. 13.6. 1928. Á árinu 1951 hóf Guðmundur sambúð með eiginkonu sinni Magneu Þórarinsdóttur, frá Stígprýði á Eyrarbakka, f. 25.9. 1920, d. 26.10. 1996. Þau bjuggu fyrstu árin á Selfossi, en flutt- ust nokkrum árum síðar til Þor- lákshafnar og áttu heima þar síðan. Þeirra sonur er Friðrik, f. 22.3. 1954. Hans kona er Gitte Jakobsen, f. 1.6. 1963. Þeirra börn eru íris, f. 13.10. 1986; Kristín, f. 5.6. 1989; og Guð- mundur, f. 6.2. 1994. Dóttir Magneu og stjúpdóttir Guð- mundar er Erna Marlen, f. 18.4. 1944. Hennar börn eru: Guðmundur, f. 17.4. 1970; Líney Magnea, _ f. 4.9. 1975; og Ólöf Þóra, f. 15.4. 1979. Guðmundur var í sveitarstjórn Ölfus- hrepps 1970-1974. Meirihluta þess tímabils gegndi hann störfum odd- vita í veikindafor- föllum Hermanns Eyjólfssonar. Hann var í bygginga- nefnd Þorláks- kirkju árin 1975-1985 og í stjórn Landshafnarinnar Þor- lákshöfn eitt kjörtímabil. Þá var hann einn af þremur stofnend- um Utvegsmannafélags Þor- lákshafnar árið 1965. Guðmundur fór ungur að vinna fyrir sér, var til sjós bæði á togurum og bátum, sigldi m.a. til Englands í stríðinu, stundaði svo ýmsa vinnu í landi þess á milli. Árið 1951 ræðst hann sem skipstjóri til Meitils- ins hf., og var þar um sex ára tímabil. Árið 1955 var stofnað útgerðarfélagið Hafnarnes hf. í Þorlákshöfn af bræðrunum Guðmundi og Friðriki, svo og fimm bændum í Sandvíkur- hreppi. Félagið keypti 36 tonna fískibát frá Danmörku og tók Guðmundur við skipstjórn á honum 1957. Félagið endurnýj- aði og stækkaði fiskiskip sín eftir því sem hafnaraðstaða batnaði. Það rekur nú tvö fiski- skip og fiskvinnslu. Guðmund- ur var skipstjóri á skipum fé- lagsins til 1975. Eftir það starf- aði hann við rekstur félagsins í landi. Utför Guðmundar fer fram frá Þorlákskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar til þess að minnast afa míns, Guðmundar Friðrikssonar, sem var mér mjög kær. Það er erfitt að trúa þvi að hann sé farinn þvi að hann var búinn að vera svo góður til heilsunnar i sumar. Ég á eftir að sakna stundanna sem við áttum saman og allra góðu ráðanna t Elsku litli drengurinn okkar, ARON VALUR GUÐMUNDSSON, fæddur hinn 20. apríl 1998 lést á vökudeild Landspítalans miðvikudaginn 16. september. Ester Marít Arnbjörnsdóttir, Guðmundur Valur Ríkharðsson. t Fósturmóðir mín, systir og móðursystir, HILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR kaupmaður, er látin. Sigríður Sigurðardóttir, Valgerður Þorsteinsdóttir, Þóra Laufey og Sigrún Steingrímsdætur. t Ástkær móðir okkar, RANNVEIG LÁRUSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Arnarholti, áður til heimilis í Hólmgarði 29, W lést miðvikudaginn 16. september. _ Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. sem ég fékk frá honum varðandi vinnuna og daglegt líf. Hversdags- leikinn á eftir að verða hálftómlegur án hans á komandi tíð. Afi var afskaplega ákveðinn mað- ur, en alltaf sanngjarn. Hann var mjög örlátur, þó sér í lagi gagnvart þeim sem minna máttu sín. Hann reyndist okkur barnabörnum sínum mjög vel og við söknum hans sárt. Mér leiðbeindi hann þegar ég var að stíga fyrstu skrefin í sjómennskunni og stuðningur hans var ómetanleg- ur og verður seint fullþakkaður. Guðmundur Þorkelsson. Látinn er frændi minn og vinur Guðmundur Friðriksson, skipstjóri og útgerðarmaður. Með honum er genginn einn af frumkvöðlum byggðarlags okkar, einn af þeim sem settust hér að á sandinum og trúðu því að hér yrði blómleg byggð. Guðmundur var fyrsti odd- viti okkar hér í Þorlákshöfn eftir að byggðin fór að stækka og stjómin færðist til Þorlákshafnar. Þegar við hugsum til Guðmundar minnumst við hans fyrst og fremst sem harðsækins skipstjóra sem sótti sjóinn fast og gaf hvergi eftir. Guðmundur hóf sjómannsferil sinn á togurum en um nokkurra ára skeið var hann með eigin vöruflutn- ingabíl. Hugur hans stóð þó til báta- útgerðar, líkt og var um föður hans, Friðrik Sigurðsson, sem gerði út fiskibát frá Stokkseyri. Guðmundur hóf skipstjóm hjá Meitlinum fljót- lega eftir stofnun fyrirtækisins en nokkru síðar stofnaði hann með bróður sínum Friðrik og Sandvíkur- bræðmm fyrirtækið Hafnarnes hf. og keyptur var 37 tonna trébátur, Friðrik Sigurðsson, sem kom til landsins árið 1955. Ekki leið á löngu þar til Guð- mundur tók við skipstjórn á Friðrik Sigurðssyni og segja má að þá hafi orðið kaflaskil í lífi hans. Þaðan í frá var hann áram saman með aflasæl- ustu skipstjórum landsins. Það var svo árið 1963 að Hafnarnes fær nýj- an 77 tonna trébát, smíðaðan í Dan- mörku, en undir stjórn Guðmundar bar sá bátur oft á tíðum á land hreint ævintýralegan afla. Minnis- stætt er mér atvik sem átti sér stað í janúar 1964 er þeir bræður höfðu nýlega fengið bátinn. Hafnarskil- yrði voru mjög framstæð í Þorláks- höfn. Eitt laugardagskvöld hafði bát þeirra verið lagt við ból en áhöfnin fór öll í frí. Gerði þá skyndilega suð- austan storm og komust bræðurnir við illan leik um borð í bátinn. Stóðst það á endum að þeir komu vélinni í gang og keðjan slitnaði en þeir höfðu það þó að sigla bátnum út pg komust í höfn í Grindavík. Árið 1970 er smíðaður nýr bátur og nú rúmlega 100 tonna stálbátur sem síðar var stækkaður og er enn í eigu Hafnarness. Guðmundui- hætti hins vegar sjósókn árið 1975 og sneri sér alfarið að rekstri Fisk- verkunar Hafnarnessins í landi. Guðmundur Friðriksson var sannarlega mikill sjómaður. Hann var móðurbróðir minn og sem ung- lingur komst ég í hans umsjá og átti því láni að fagna að hann tók mig fyrst í stað með sér til sjós á sumr- in. Þar kynntist maður því fljótt að menn þurftu að standa sig til þess að geta verið í skipsrúmi hjá Guð- mundi. Margir góðir og duglegir menn voru lengi hjá honum og einn þeirra þó lengst, eða mest alla skip- stjóratíð hans. Það var Tómas Grét- ar Sigfússon vélstjóri. Með þeim tókst vinátta sem stóð alla tíð síðan. Guðmundur var kappsfullur mjög við sjósókn sína en fór þó með gætni og góðri sjómennsku. Kvóta- kerfið átti mjög illa við hann enda vildi hann fá að sækja sjóinn af full- um þunga eins og veiðimanninum er tamt og felldi sig alls ekki við þá miðstýringu sem felst í þessu kerfí. Guðmundur var dagfarsprúður maður en um leið áhuga- og ákafa- maður mikill um allt það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var sjálfstæður mjög í hugsun og lifði að mörgu leyti í samræmi við það. Raungóður var hann og reyndist ævinlega vel þeim mörgu sem til hans leituðu. Þegar Guðmundur var kominn á efri ár og hættur að vinna jafnmikið og hann hafði gert fyrr á árum eignaðist hann áhugamál sem hann hafði gaman af og sinnti mikið upp frá því en það var hesta- mennska sem veitti honum margar ánægjustundir. Konu sína missti Guðmundur fyr- ir nokkru. Sár er bróðurmissirinn fyrir eftirlifandi systkini Guðmund- ar, þau Margréti, Guðmundu, Guð- leifu og Pétur, því miklir og góðir kærleikar voru með þeim systkin- um en sárastur er söknuður barna hans og barnabarna. Votta ég Ernu og börnum hennar, Friðrik og tengdadótturinni Gitte og börnum þeirra mína dýpstu samúð og styrki góður guð þau í sorg sinni. Guð- mundi þakka ég fyrir allt sem hann gerði fyrir mig ungan, það sem hann kenndi mér þegar ég var með honum til sjós og loks samstarfíð á liðnum árum. Sigurður Bjarnason. Þegar ég kom til starfa hjá út- gerðarfélaginu Meitlinum hf. í Þor- lákshöfn um vorið 1951, var fyrir- tækið með fjóra þilfarsbáta í útgerð 20-30 lestir að stærð, en verið var að endurbyggja fimmta bátinn sem var 17—18 lestir og bar heitið Jón Vídalín. Á þessum bátum voru afla- sælir skipstjórar ásamt duglegum áhöfnum, mikiil afli hafði borist að landi á nýliðinni vetrarvertíð. Mér er minnisstætt að seinni hluta sum- ars er Egill Thorarensen kaupfé- lagsstjóri, sem var stjómarformað- ur félagsins, var þá staddur í Þor- lákshöfn og segir við okkur Bene- dikt Thorarensen, sem var fram- kvæmdastjóri þess, að hann sé ánægður með það að vera búinn að ráða Guðmund Friðriksson skip- stjóra á bátinn, sem var í endur- byggingu, „hann verður mestur aflamaður þeirra allra“ bætti hann við. Egill j'eyndist sannspár, Guð- mundur tók við skipstjórn þessa báts, varð mikill aflamaður, dugleg- ur, kappsamur, veðurglöggur og gætinn skipstjórnandi, hafði jafnan úrvalsáhöfn. Sumardaginn fyrsta, aðra vertíð- ina sem hann var með þennan litla bát, kom hann þrisvar að landi með samtals 47 tonn, mér er þetta í minni vegna þess að ég var með í þi'iðju sjóferðinni. Síðar eftir að Guðmundur var orðinn skipstjóri á stærri og betri bátum aflaði hann og áhöfn hans það mikið á veti-ar- vertíð að skip hans náði því að verða aflahæst yfir landið. Ég flyst frá Þorlákshöfn í árslok 1956, við það urðu samfundir okkar færri næstu árin. Guðmundur hafði tekið að sér framkvæmdastjórn fyr- ir Hafnai-nes hf., útgerðarfélag, sem hann hafði verið einn stofnenda að. Félagið hafði látið endurnýja fiski- skip sitt með nýjum 77 tonna báti, Guðmundur var jafnframt skipstjóri þessa báts. Um þetta leyti komst á með okkur kunningsskapur að nýju, sem þróaðist til góðrar vináttu, sem enst hefur til æviloka hans. Ég hefi í meira en 30 ár annast bókhald og ársuppgjör fyrir félagið og við átt gott samstarf. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með og fá að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækis- ins. Á engan mun hallað þó að sagt sé að velgengni Hafnarness hf., hafi fyrst og fremst byggst á dugnaði, ósérhlífni og útsjónarsemi Guð- mundar. Guðmundur var skapríkur mað- ur, en stillti það með árunum. Hann var mjög athugull, gerði sér far um að kynna sér þau mál sem hann þurfti að sinna og finna oftast far- sæla lausn. Hann fylgdist jafnan alla tíð með nýjungum bæði hvað viðkom veiðum og vinnslu, vildi hafa allan útbúnað sem bestan. Honum hélst vel á starfsfólki, margir sem störfuðu með honum, hvort heldur var til sjós eða lands gerðu það ár- um saman. Guðmundur var mjög hjálpsam- ur, hvort heldur áttu í hlut skyldir eða vandalausir og ekki hvað síst við þá sem minna máttu sín. Hann hafði ábyrgðai'kennd gagnvart skyldfólki og starfsfólki. Við áttum einnig saman ánægju- legar tómstundir, sérstaklega hestaferðir sem við fórum í nokkr- ar. Hestamennska var síðari ár helsta tómstundaáhugamál hans. Við leiðarlok þakka ég Guðmundi Fi'iðrikssyni samstarfið, honum og fjölskyldu hans vináttu og góð kynni, sem ég og fjölskylda mín nutum í áratugi. Eiginkona hans, Magnea Þórarinsdóttir, lést 26. október 1996. Blessuð sé minning þeirra. Þau hvíli í friði. Samúðarkveðjur til aðstandenda. Hjálmar Styrkársson. Látinn er 76 ára gamall Guð- mundur Friði'iksson, skipstjóri og útgerðai’maður, Heinabei'gi 22, Þorlákshöfn. Tæp hálf öld er nú lið- in siðan leiðir okkar lágu saman við upphaf enduiTeisnai'tímabils Þor- lákshafnar um miðja öldina. Fi-um- kvöðull enduiTeisnarinnar, Egill í Sigtúnum, hafði þá beitt sér fyrh' stofnun útgerðarfélagsins Meitils- ins hf., sem strax á stofnári 1949 festi kaup á fimm vélbátum, 18-26 tonna skipum. Egill var einnig hvatamaður að hafnarbótum á þess- um árum og allt til dauðadags í jan- úar 1961. Hafnargarður í Suðui'vör var þá kominn í um 100 metra lengd og skapaði skjól fyrir bátana, sem lágu við legufæri úti á legunni. Þá gátu minni flutningaskip lagst að bryggju í sæmilegu veðri, skipað upp vörum og tekið afurðir. Margir ungir menn af ströndinni komu til sjósóknar hjá Meitlinum á þessum árum. Má þar nefna þá Gamla-Hrauns bræður og bræður Svavars Karlssonar frá Stokkseyri. Þeir voi'u formenn á bátum félags- ins um lengri eða skemmri tíma. Allir þessir frumherjar reyndust fengsælir og heppnir skipstjórnar- menn. Það var nýstofnuðu félagi og staðnum mikilvægt í upphafi, þegar tvísýnt var um tilveru og fi'amtíð Þorlákshafnar og útgei'ð þaðan. Góð aflabrögð fyrstu áranna studdu einnig framhald hafnarfram- kvæmda og veitti ekki af því fjár- munir voru naumir og mai'gir um hituna. Hugur Guðmundar mun snemma hafa beinzt að sjósókn og aflaði hann sér réttinda til skipstjórnar, sem hann síðar jók við. Hann mun hafa ráðið sig á togara með Jóni Sigurðssyni um tíma. Á fyrstu ver- tíð Meitilsins er hann á mb. Ög- mundi, en formaður var Ingimund- ur á Strönd. Bátinn sleit upp í byrj- un vetrarvertíðar og var frá veiðum það árið. Þegar ég kynntist Guðmundi var hann eigandi vörabifreiðar og ann- aðist flutninga bæði fyrir MBF og KÁ. Hann bjó þá á Selfossi, flutti síðar til Þorlákshafnar og byggði sér einbýlishús við Egilsbi'aut. VertíðiiTiar 1952 og 1953 var Guðmundur formaður á mb. Jóni Vídalín, 20 tonna bát félagsins. Gekk honum strax vel og er í minn- um hafður allfrægur róður, þegar hann þríhlóð skipið sama daginn, sumardaginn fyrsta 1953, og var aflinn milli 40 og 50 tonn þann dag- inn. Við Ari Páll Hannesson vorum þá ásamt fleirum að skipa út salt- fiski því engan mann mátti missa úr aðgerð á hávei'tíð og var óvanalegt að bátur kæmi hlaðinn að landi fyrir morgunkaffi. Guðmundur tók síðan við for- mennsku á mb. Klæng og fór með mér til Dalvíkur þegar báturinn var keyptur. Þessi bátur var svokallað- ur Landssmiðjubátur, reyndist vel og var mikið aflaskip. Um miðjan sjötta áratuginn stofnaði Guðmundur ásamt Fi'iðriki bróður sínum og Sandvíkurmönnum útgerðarfélagið Hafnarnes hf., og kom fyrsti bátur þeirra, mb. Fi'iðrik Sigui'ðsson, hingað í heimahöfn um áramótin 1955/1956, þetta var 36 tonna eikarbátur, danskur, burða- mikill og reyndist happaflejda. Friðrik var með bátinn fystu tvö ár- in, en síðan tók Guðmundur við skipstjóm og æ síðan, þar til hann fór í land, að sinna reksti'i Hafnar- ness þar. Guðmundur naut hjúasældar við störf sín og völdust til hans dugnað- armenn til sjós og lands, enda hlut- ur jafnan hár á skipum hans. Við Guðmundur áttum báðir sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.