Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 29 ERLENT Úrslit í Bosníu innan viku ÚRSLIT kosninganna í Bosníu verða birt um miðja næstu viku að því er Oryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu (ÖSE) greindi frá. Um 70% atkvæða hafa verið talin nú þegar. Tals- kona ÖSE segir mjótt á mun- um og ótalin atkvæði geti ráðið úrslitum. Akvörðun ÖSE að birta ekki tölur fyrr en öll at- kvæði hefðu verið talin hefur vakið litla hrifningu stjórn- málaflokka í Bosníu. Meciar hættir ef hann tapar VLADÍMÍR Meciar, forsætis- ráðherra Slóvakíu, tilkynnti að hann myndi hætta í stjórnmál- um ef flokkur sinn sigraði ekki í kosningunum þar í Iandi 25. og 26. september, að því er TÆSR-fréttastofan greindi frá. Niðurstöður skoðanakannana sýna minnkandi fylgi við flokk forsætisráðherrans. Vilja rithöfund feigan HUNDRUÐ múslima í höfuð- borg Bangladesh tóku þátt í mótmælagöngu í gær til þess að krefjast handtöku og dauða- dóms yfir rithöfundinum og kvenfrelsiskonunni, Taslima Nasreen. Bókstafstrúaðir múslimar segja skrif hennar móðgun við íslamstrú. Nasreen flýði varð landflótta fyi'ir fjór- um árum vegna ofsókna í heimalandi sínu. Réttað í hol- lenskri herstöð SAMKOMULAG hefur náðst á milli stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi um að réttað verði í Lockerbie-málinu í hollenskri herstöð. Tveir líbýskir karlar hafa verið ákærðir fyi'ir aðild að sprengingunni sem grand- aði þotu Pan Am-flugfélagsins með 270 manns um borð og á jörðu niðri í Lockerbie í Skotlandi árið 1988. Grænlendingar vilja styrki JÓNATAN Motzfeldt, formað- ur grænlensku landsstjómar- innar, sagði við setningu græn- lenska þingsins í gær að nauð- synlegt væri að danska ríkið styrkti endurnýjun og úrbætur húsnæðis, sem víða er í niður- níðslu á Grænlandi. Motzfeldt sagði ástand húsnæðis mjög slæmt og Ijóst að Grænlend- ingar einir gætu ekki staðið straum af kostnaði við nauð- synlegar endurbætur. Clinton sagður lostapyntari KLERKUR í íran hefur haldið því fram að Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sé lostapyntari í kynferðismálum og hvatt Mo- hammad Khatami, forseta Irans, til þess að fletta ofan af Clinton í opinberri heimsókn til Bandaríkjanna í næstu viku. V erkamannaflokkurinn vinnur á í Astralíu Sydney. Reuter. VERKAMANNAFLOKKURINN í Ástralíu nýt- ur nú meira fylgis en stjórnarflokkarnir, sam- kvæmt niðurstöðum tveggja skoðanakannana sem birtar voru í dag. Þingkosningar fara fram í Astralíu eftir tvær vikur. Með þessu vh'ðist þróunin hafa snúist við en í upphafi kosningabaráttunnar sótti flokkur Johns Howards forsætisráðherra á. Engu að síður eru stjórnmálaskýrendur enn á því að Howard fari með sigur af hóimi og skírskota í því sambandi til hins mikla þingmeirihluta sem hann hefur. Kannanirnar sýna að fylgi þjóðernisflokks Pauline Hansons fer dvínandi en er þó nógu mik- ið til þess að hún gæti haft mikil áhrif um mynd- un næstu stjórnar. Samkvæmt könnun Roy Morgan-stofnunarinn- ar nýtur Verkamannaflokkurinn 44,5% fylgis og stjórnarflokkarnir 38,5%. Könnun sem gerð var fyrir blöðin Sydney Morning Herald og The Age bendir til minni munar, eða 43% gegn 42% Verkamannaflokknum í hag. Samkvæmt henni hafði flokkurinn bætt við sig 4% en stjórnarflokkarnir tapað 1% á viku. Þá leiða báðar kannanirnar í ljós vaxandi and- stöðu þjóðarinnar gegn 10% vöru- og þjónustu- skatti, sem er lykilatriði í efnahagsstefnu stjórn- ar Howards. Lýstu 52% andstöðu við skattinn. Flokkur PauUne Hansons nýtur 8% og 8,5% fylgis samkvæmt könnununum tveimur eða miklu minna fylgis en í sveitarstjómarkosningunum í júlí sl. Brazilískir fjölmiðlar styðja Cardoso Þegja um ástandið í efnahagsmálum Rio de Janeiro. The Daily Telegraph. RIKISSTJÓRNINNI í Brazilíu hefur tekist að fá fjölmiðlana í lið með sér við að draga úr ótta landsmanna við yfírvofandi þi'eng- ingar og ki'eppu. Svo vill til, að stærstu fjölmiðl- arnir eru hlynntir því, að Fern- ando Henrique Cardoso forseti verði endurkjörinn í kosningunum 4. október nk. en hann vill helst, að umræðan um gengisfall gjald- miðilsins, reals, einskorðist aðal- lega við miðstöðvar fjármálalífsins í landinu, höfuðborgina Brasilíu og Sao Paulo. Reynir hann að sannfæra erlendar fjármálastofn- anir um, að ráðist verði í óhjá- kvæmilegar umbætur í skatta- og lífeyrismálum og í ríkiskei'finu en kærir sig ekkert um, að þær heit- strengingar fæli frá honum at- kvæði heimafyrii'. Hefur honum tekist þetta vel með aðstoð fjöl- miðlanna, til dæmis Globo, stærstu sjónvarpsstöðvarinnar í Brazilíu. „Vinsæl“ vaxtahækkun Það er kannski af þessum sök- um meðal annars, að helsti and- stæðingur Cardosos forseta, Luiz Ignacio Lula da Silva, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur átt erfítt með að ná eyrum lands- manna sinna þegar hann reynir að gera þeim grein fyrir ástandinu í efnahagsmálunum. Vinsældir Car- dosos jukust jafnvel í síðustu viku á sama tíma og vextir ruku upp og spákaupmenn létu gi-eipar sópa um gjaldeyrisvaraforðann. Það er raunar útbreidd skoðun, að Car- doso einum sé treystandi til að ráða fram úr vandanum þótt hann og ríkisstjórn hans eigi mesta sök á honum. Ríkisstjórnin í Brazilíu hefur leitað eftir hjálp iðnríkjanna, G7- ríkjanna, og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, IMF, við að verja gengi realsins og hún hefur einnig beðið Alan Greenspan, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, og Robert Rubin, bandaríska fjármálaráðherrann, að láta nú verða af þeirri vaxta- lækkun, sem lengi hefur verið beðið efth' og gæti aðeins linað þjáningarnar. Þá er einnig nokkur von um verulega fjárhagsaðstoð við ríkin í Rómönsku Ameríku og gætu rúmlega 1.000 milljarðar ísl. kr. komið í hlut Brazilíu. TILBOÐ Tekur 5 kg • Vindingarhraði: 800/400 snúningar Ryöfrir belgur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni. „Fuzzy- Logic" enginn 1/2 takki • „ÖKO" kerfi (sparar sápu) • Öll þvottakerfi Ullar vagga • Þvottahæfni „B“ þeytivinduafköst „C“ kr. 49.900 stgr. •> V B R Æ Ð U R N I R VaÚVfy (©JORMSSONHF Lágmúla 8 • Sími 5332800 Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður nnifalið í verði bílsins v' 2.0I 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél S Loftpúðar fyrir ökumann og farþega Rafdrifnar rúður og speglar S ABS bremsukerfi v Veghæð: 20,5 cm ^ Fjórhjóladrif V Samlæsingar s Ryðvörn og skráning S Útvarp og kassettutæki S Hjólhaf: 2.62 m V Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m Verð á götuna: 2.285.000,- með abs Sjálfskipting kostar 80.000,- M HONDA Sími: 520 1100 EiSfiP Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • l’safjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 KeHa.vjk;, B..6. Bilakrincglan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011 _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.