Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 29
ERLENT
Úrslit í
Bosníu
innan viku
ÚRSLIT kosninganna í Bosníu
verða birt um miðja næstu viku
að því er Oryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu (ÖSE)
greindi frá. Um 70% atkvæða
hafa verið talin nú þegar. Tals-
kona ÖSE segir mjótt á mun-
um og ótalin atkvæði geti ráðið
úrslitum. Akvörðun ÖSE að
birta ekki tölur fyrr en öll at-
kvæði hefðu verið talin hefur
vakið litla hrifningu stjórn-
málaflokka í Bosníu.
Meciar hættir
ef hann tapar
VLADÍMÍR Meciar, forsætis-
ráðherra Slóvakíu, tilkynnti að
hann myndi hætta í stjórnmál-
um ef flokkur sinn sigraði ekki
í kosningunum þar í Iandi 25.
og 26. september, að því er
TÆSR-fréttastofan greindi frá.
Niðurstöður skoðanakannana
sýna minnkandi fylgi við flokk
forsætisráðherrans.
Vilja rithöfund
feigan
HUNDRUÐ múslima í höfuð-
borg Bangladesh tóku þátt í
mótmælagöngu í gær til þess
að krefjast handtöku og dauða-
dóms yfir rithöfundinum og
kvenfrelsiskonunni, Taslima
Nasreen. Bókstafstrúaðir
múslimar segja skrif hennar
móðgun við íslamstrú. Nasreen
flýði varð landflótta fyi'ir fjór-
um árum vegna ofsókna í
heimalandi sínu.
Réttað í hol-
lenskri herstöð
SAMKOMULAG hefur náðst á
milli stjórnvalda í Bretlandi og
Hollandi um að réttað verði í
Lockerbie-málinu í hollenskri
herstöð. Tveir líbýskir karlar
hafa verið ákærðir fyi'ir aðild
að sprengingunni sem grand-
aði þotu Pan Am-flugfélagsins
með 270 manns um borð og á
jörðu niðri í Lockerbie í
Skotlandi árið 1988.
Grænlendingar
vilja styrki
JÓNATAN Motzfeldt, formað-
ur grænlensku landsstjómar-
innar, sagði við setningu græn-
lenska þingsins í gær að nauð-
synlegt væri að danska ríkið
styrkti endurnýjun og úrbætur
húsnæðis, sem víða er í niður-
níðslu á Grænlandi. Motzfeldt
sagði ástand húsnæðis mjög
slæmt og Ijóst að Grænlend-
ingar einir gætu ekki staðið
straum af kostnaði við nauð-
synlegar endurbætur.
Clinton sagður
lostapyntari
KLERKUR í íran hefur haldið
því fram að Bill Clinton, forseti
Bandaríkjanna, sé lostapyntari
í kynferðismálum og hvatt Mo-
hammad Khatami, forseta
Irans, til þess að fletta ofan af
Clinton í opinberri heimsókn
til Bandaríkjanna í næstu viku.
V erkamannaflokkurinn
vinnur á í Astralíu
Sydney. Reuter.
VERKAMANNAFLOKKURINN í Ástralíu nýt-
ur nú meira fylgis en stjórnarflokkarnir, sam-
kvæmt niðurstöðum tveggja skoðanakannana
sem birtar voru í dag. Þingkosningar fara fram í
Astralíu eftir tvær vikur.
Með þessu vh'ðist þróunin hafa snúist við en í
upphafi kosningabaráttunnar sótti flokkur Johns
Howards forsætisráðherra á. Engu að síður eru
stjórnmálaskýrendur enn á því að Howard fari
með sigur af hóimi og skírskota í því sambandi til
hins mikla þingmeirihluta sem hann hefur.
Kannanirnar sýna að fylgi þjóðernisflokks
Pauline Hansons fer dvínandi en er þó nógu mik-
ið til þess að hún gæti haft mikil áhrif um mynd-
un næstu stjórnar.
Samkvæmt könnun Roy Morgan-stofnunarinn-
ar nýtur Verkamannaflokkurinn 44,5% fylgis og
stjórnarflokkarnir 38,5%.
Könnun sem gerð var fyrir blöðin Sydney
Morning Herald og The Age bendir til minni
munar, eða 43% gegn 42% Verkamannaflokknum
í hag. Samkvæmt henni hafði flokkurinn bætt við
sig 4% en stjórnarflokkarnir tapað 1% á viku.
Þá leiða báðar kannanirnar í ljós vaxandi and-
stöðu þjóðarinnar gegn 10% vöru- og þjónustu-
skatti, sem er lykilatriði í efnahagsstefnu stjórn-
ar Howards. Lýstu 52% andstöðu við skattinn.
Flokkur PauUne Hansons nýtur 8% og 8,5% fylgis
samkvæmt könnununum tveimur eða miklu minna
fylgis en í sveitarstjómarkosningunum í júlí sl.
Brazilískir fjölmiðlar styðja Cardoso
Þegja um ástandið í
efnahagsmálum
Rio de Janeiro. The Daily Telegraph.
RIKISSTJÓRNINNI í Brazilíu
hefur tekist að fá fjölmiðlana í lið
með sér við að draga úr ótta
landsmanna við yfírvofandi þi'eng-
ingar og ki'eppu.
Svo vill til, að stærstu fjölmiðl-
arnir eru hlynntir því, að Fern-
ando Henrique Cardoso forseti
verði endurkjörinn í kosningunum
4. október nk. en hann vill helst,
að umræðan um gengisfall gjald-
miðilsins, reals, einskorðist aðal-
lega við miðstöðvar fjármálalífsins
í landinu, höfuðborgina Brasilíu
og Sao Paulo. Reynir hann að
sannfæra erlendar fjármálastofn-
anir um, að ráðist verði í óhjá-
kvæmilegar umbætur í skatta- og
lífeyrismálum og í ríkiskei'finu en
kærir sig ekkert um, að þær heit-
strengingar fæli frá honum at-
kvæði heimafyrii'. Hefur honum
tekist þetta vel með aðstoð fjöl-
miðlanna, til dæmis Globo,
stærstu sjónvarpsstöðvarinnar í
Brazilíu.
„Vinsæl“ vaxtahækkun
Það er kannski af þessum sök-
um meðal annars, að helsti and-
stæðingur Cardosos forseta, Luiz
Ignacio Lula da Silva, leiðtogi
Verkamannaflokksins, hefur átt
erfítt með að ná eyrum lands-
manna sinna þegar hann reynir að
gera þeim grein fyrir ástandinu í
efnahagsmálunum. Vinsældir Car-
dosos jukust jafnvel í síðustu viku
á sama tíma og vextir ruku upp og
spákaupmenn létu gi-eipar sópa
um gjaldeyrisvaraforðann. Það er
raunar útbreidd skoðun, að Car-
doso einum sé treystandi til að
ráða fram úr vandanum þótt hann
og ríkisstjórn hans eigi mesta sök
á honum.
Ríkisstjórnin í Brazilíu hefur
leitað eftir hjálp iðnríkjanna, G7-
ríkjanna, og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, IMF, við að verja gengi
realsins og hún hefur einnig beðið
Alan Greenspan, seðlabankastjóra
Bandaríkjanna, og Robert Rubin,
bandaríska fjármálaráðherrann,
að láta nú verða af þeirri vaxta-
lækkun, sem lengi hefur verið
beðið efth' og gæti aðeins linað
þjáningarnar. Þá er einnig nokkur
von um verulega fjárhagsaðstoð
við ríkin í Rómönsku Ameríku og
gætu rúmlega 1.000 milljarðar ísl.
kr. komið í hlut Brazilíu.
TILBOÐ
Tekur 5 kg • Vindingarhraði: 800/400 snúningar
Ryöfrir belgur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni.
„Fuzzy- Logic" enginn 1/2 takki • „ÖKO" kerfi (sparar sápu) • Öll þvottakerfi
Ullar vagga • Þvottahæfni „B“ þeytivinduafköst „C“
kr. 49.900 stgr.
•> V B R Æ Ð U R N I R VaÚVfy
(©JORMSSONHF
Lágmúla 8 • Sími 5332800
Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður
nnifalið í verði bílsins
v' 2.0I 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél
S Loftpúðar fyrir ökumann og farþega
Rafdrifnar rúður og speglar
S ABS bremsukerfi
v Veghæð: 20,5 cm
^ Fjórhjóladrif
V Samlæsingar
s Ryðvörn og skráning
S Útvarp og kassettutæki
S Hjólhaf: 2.62 m
V Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m
Verð á götuna: 2.285.000,- með abs
Sjálfskipting kostar 80.000,-
M
HONDA
Sími: 520 1100
EiSfiP
Umboðsaðilar:
Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • l’safjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712
KeHa.vjk;, B..6. Bilakrincglan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011 _