Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 • s eða „leggir Oft verður að grípa til óvenjulegra lýsing- arorða þegar lýsa á vínum fyrir öðrum. Steingrímur Sigurgeirsson skýrir þessi fræði og rekur nokkur dæmi. Draumurínn um dauðann góðra vín verið ótrúlega marg- siungin og nauðsynlegt að krydda mál sitt eigi lesandinn að geta gert sér í hugarlund hvers eðlis vínið er, sem verið er að Qalla um. Hinn klassíski skóli í víns- mökkun er breskur og ílialds- samur. Vín eru með „aðlaðandi nef, fínlegt í munni“. Á síðustu árum hefur flestum yngri vín- skribentum í Bretlandi jafnt sem annars staðar þótt slíkar lýsing- ar of mikið „bla, bla, bla“ og smám saman gerst djarfari og fjölgað þeim lýsingarorðum, sem notuð eru. Allt í einu fóru að skjóta upp kollinum ávextir sem fæstir vissu að væru til. Líklega er hins vegar hvergi jafnlangt gengið og hjá tímaritinu Wine X, sem gefíð er út í Kaliforníu. Vinsældir þess aukast stöðugt en markmiðið með útgáfunni er að ná til ungu poppkynslóðarinnar, sem undir venjulegum kringumstæðum sækir ekki í hin hefðbundnu víntímarit. Portúgalskt rauðvín er sagt minna á „læri ofurfyrir- sætu í silkisokkabuxuni", hvítt Kaliforníuvín á „hávaxna sænska stúlku í þröngum kjól“. Fjallað er um vínkjallara popp- stjarna og einn af föstu dálkun- um ber heitið „G-bletturinn“. I matardálki nýjasta heftis tíma- ritsins er fjallað um tannkrem og sagt að það njóti ekki sann- mælis sem sælkerafæði. Blaða- maður ritsins dæmir helstu tannkremstegundir á markaðn- um og veltir fyrir sér hvort hægt sé að nota tannkrem í matargerð. Þótt ekki væri fyrir annað þá er Wine X hin besta skemmtun og sjón er sögu rík- ari. Skoða má ritið á slóðinni www.winexwired.com. an sýnist mér fjölskyldan vera stærri eða þjóðin öll og draum- urinn tengjast umbrotum í þjóð- lífínu sem verði vegna uppþota innan kirkjunnar og breytinga þar á bæ um aldamótin. Þessi draumur er því framtíðarsýn og ekki sá fyrsti sem birst hefur um átök innan kirkjunnar í tengslum við aldahvörfin. Kass- arnir og köntuðu bílarnir (til- færslur) eru þarna tákn kirkna („þessir eru rauðir, Guðrún á þá“), fólkið og bílarnir merki til- flutningar, eldsumbrotin tákn ólgu í þjóðfélaginu að þið skvett- ið olíu á eldinn (kirkjuna) gefur í skyn að um hitamál sé að ræða, þar sem tilfínningar ráði ferð- inni fremur en skynsemi og köld rökhyggja. Seinni draumurinn er svo á allt öðrum nótum og snýst um þínar tilfinningar sem mega reyna á stöðugleika sinn á næst- unni. Birnirnir merkja eitthvað eða einhverja utanaðkomandi. Afl sem er þér framandi og því ertu smeyk. Það tengist þínu nánasta umhverfi og þú munt þurfa að taka á honum stóra þín- um til að mæta þessu bein í baki. Þegar á reynir verður það þér léttara verk en þú taldir (annar björninn glefsaði í þig en þú fannst ekki til og ekkert blæddi) og þú verður (þú veltir fyrir þér hvort illt komi í sárið) hissa. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaði Kringlunni 1 103 Reykjavík DRAIIMSTAFIR Kristjáns Frímanns UPPELDISBRÓÐIR minn og systursonur móður minnar lést í febrúar síðastliðinn úr krabba- meini 57 ára að aldri. Móðir hans er enn á lífi en móðir mín lést fyr- ir tíu árum. Ég heimsótti frænku mína fyrir stuttu og þá sagði hún mér þennan draum, sem hana dreymdi þrem vikum eftir lát hans. „Mér fannst ég hér inni hjá mér og líta út um gluggann, sé ég þá son minn koma gangandi frá- an og léttan á fæti eins og hann átti að sér, upp götuna að húsinu. Ég verð upprifin yfir hversu létt- ur hann er á sér, líkt og honum sé batnað. Ég bíð eftir að hann opni dyrnar og komi inn, en á því verður dráttur svo ég fer fram að gá að honum. Þegar ég opna dyrnar fram í forstofuna er sonur minn ekki þar, heldur stendur mamma þín þar með lítinn dreng sér við hlið sem hún leiðir. Hún segir ekkert og draumnum lýk- ur.“ Þessi litli en merkilegi draum- ur sem móðursystur mína dreymdi um son sinn og „bróður“ minn er eitt af mörgum táknum draumsins um að h'fið sé líkt og ferð með lest frá einni stöð til annarrar, frá einu landi til ann- ars, úr einum heim í annan og dauðinn sé eins og stoppistöð eða lestarstöð þar sem maður stígur af einni lest og heldur með þeim næstu í aðra átt, til annars lands, inn í nýtt líf í nýjum heimi. Þarna lýsir draumurinn ferð hans (sál- arinnar) stuttu eftir dauðann þegar byrði h'fsins er létt af hon- um og hann heldur léttur í spori með lest dauðans frá þessu lífi til þess næsta. Forstofan er þama ímynd brautarpallsins þar sem skipt er um lest. Þar er hann litli Ávextir og krydd einkenna ilm margra vína Mynd/Kristján Kristjánsson EITT tákna draumsins uni ferð dauðans frá einu lífi til annars. drengurinn sem hittir fósturmóð- ur sína og bíður þess að hin lestin komi og haldi með hann í nýja átt, á nýjan stað, í nýju lífi. Móðir mín er þarna sem lestarvörður, leiðbeinandi sem aðstoðar hann að taka rétta lest. Draumar „Ráðu“ I. Ég sat ásamt fjölskyldunni í björtu húsi með útsýni er það fór að gjósa í nágrenninu, undir vatni að mér fannst. Við héldum bara áfram að spjalla, ég, pabbi (lát- inn) og systir mín. Síðan verður þetta eitthvað meira en okkur lík- ar. Við þurfum að forða eignum okkar. Berum kassana í halarófu eða röð. Ema kallar „Þessir em rauðir, Guðrún á þá“. Síðan er þetta meira en við héldum, búið að hleypa umferðinni framhjá Ár- túnsbrekkunni yfir ímyndað þýft gras. Frá húsinu sáum við bílana hnoðast áfram ójöfnuna í þre- faldri röð, álíka mikil umferð og er í Ártúnsbrekkunni. Athygli mína vöktu margir eins bflar í röðinni, hvítir kantaðir og óraun- verulegir, líkt og teikningar. Síð- an þurftum við að bjarga bílum fjölskyldunnar, færa þá frá nátt- úruhamförunum og setja hreint bensín á þá. Margét kastaði í mig einhverju og saman fómm við að skvetta bensíni á logandi kirkjuna en eitthvað fannst mér það skrýt- ið. II. Mig dreymdi að ég þyrfti að umgangast ís- eða skógarbirni vinkonu minnar, sem vom heimil- isdýrin. Ég var dauðhrædd við bimina tvo, annar hvítur en hinn brúnn. Ég reyndi samt að um- gangast þá af virðingu og láta ekki bera á hræðslu minni. Þegar ég var alveg að farast úr hræðslu, reyndi ég að loka birnina frammi á ganginum og það tókst. I at- ganginum glefsaði annar björninn í lófann á mér, neðan við þumal- inn. Það var lítið gat, án blóðs og ég fann ekki til en velti því fyrir mér hvort ég fengi illt í sárið. Ráðning Fyrri draumurinn virðist við fyrstu sín fjalla um tilfinningar þínar og athafnir tengdar fjöl- skyldunni, en við nánari grennsl- AÐ að fjalla um vín og lýsa vínum án þess að les- endur haldi að viðkom- andi sé endanlega genginn af göflunum getur stundum verið vandasamt. Þegar upp er staðið þá er rauðvínslykt af rauðvíni og hvítvínsbragð af hvítvíni. Eða hvað? Til að koma þeim hughrif- um er fylgja víni til skila verður yfirleitt að kafa miklu dýpra. Hvergi hafa verið fram- kvæmdar nákvæmari rannsókn- ir á þessari hlið vínsins heldur en við Davis-háskóla í Kaliforníu og þar hafa vísindamenn greint rúmlæga fímm hundruð efna- fræðilega þætti, sem oft er einnig að fínna í ávöxtum eða öðrum algengum matvælum. Þannig ætti það ekki að koma neinum á óvart ef hann fínnur ilm af grænni papriku í vínum sem innihalda mikið af þrúgunni Cabernet Franc. Hindberjailm í rauðu Búrgundarvíni eða snert af ananas í Chardonnay-vínum. Að ekki sé nú minnst á hinn ertandi ilm vand- aðra vína úr þrúgunni Sauvignon Blanc, t.d. Sancerre og Pouilly-Fumé, sem varla verður lýst betur en svo að hann minni á kattar- hland! Hinar fjálglegu lýsingar á eiginleikum vína eru því ekki alfarið tilkomnar vegna þess að vínsmakkarar eru ímyndunar- veikir heldur getur ilmkarfa Sælkerinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.