Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 63 BREF TIL BLAÐSINS Tillitslausir ökumenn Faber-Castell Kynni ng á myndi i starvörum Frá Helgu Fanneyju Jóhannes- dóttur og Hrefnu Jóhannesdóttur: NÚ GETUM við ekki orða bundist lengur. Endalaust er verið að skrifa í blöðin um búfénað á vegum og allri sökinni skellt á bændur. Hins vegar er ekki hægt að horfa framhjá því að ökumenn keyra oft hraðar en aðstæður leyfa, t.d. við blindhæðir og einbreiðar brýr og margir leggja ekkert af mörkun- um sjálfír til að afstýra slysum. T.d. virðist heyra til undantekn- inga ef ökumenn hægja á sér eða víkja, við ýmist framúrakstur eða mætingar. Þjóðvegurinn liggur í gegnum landareignina hjá okkur og er að hluta til mjög beinn og breiður, enda sjaldgæft að nokkur keyri þar á undir 120 km hraða á klukku- stund. Og vei hverri þeirri skepnu sem slysast út á veginn þar, enda gjalda margar íyrir með lífinu. Nú erum við ekki að segja að fólk eigi að keyra útaf frekar en að keyra á „Kollu“ enda ekki hlynntar lausa- fjárgöngu sjálfar. A hinn bóginn eru ökumenn ,sem keyra á skepn- ur, oft ótrúlega ófyrirleitnir og veigi-a sér ekki við að keyra burtu frá stórslösuðum og þjáðum dýr- um, annað eins hefur víst gerst hér, og síðast íyrir 2-3 vikum fannst hálfdautt og kvalið lamb úti í vegarkanti. Lágmark þykir manni að látið sé vita af slíkum tilvikum, svo stytta megi þjáningar dýi'sins. Dæmi eru um að lifandi en stórslasaðar kindur hafí verið dregnar langar leiðir, í felur bak við steina. Eitt er að aka burtu frá dauðum dýrum, en að fara svona með iifandi dýr er ekkert nema mannvonska. Dropinn sem fyllti mælinn var fyrir 2 vikum, eða föstudaginn 21. ágúst, þegar önnur undirritaðra var ásamt öðrum að vinna „fram í fjalii" og mmeð í för var heimilis- hundurinn, Hvutti. Ekki af því hann ætti að vinna, enda er hér ekki skepnubúskapur svo heitið geti, heldur var hann tekinn með sjálfum sér og öðrum til skemmt- unar. Hann hljóp þarna fram og til baka að elta fugla og kindur (inn- an girðingar), en fyrr en varði, álpaðist hann út á þjóðveginn, eins og hver annar óviti, enda bara hvolpur enn. Þar stóð hann í sak- leysi sínu en áður en nokkur fékk færi á að kalla á hann til baka, kom stór rauður jeppi (með 3 hvít- um loftnetsstöngum) og án þess svo mikið sem hægja á sér, eða flauta, ók hann á Hvutta og hvarf á braut hraðar en auga á festi. Hvutti litli sem var sekúndubroti of seinn og stökkva undan, lá eftir á miðjum veginum og ökumaður- inn hvorki stöðvaði til að athuga hvort lífsmark væri með honum, né til að fjarlægja hann af vegin- um svo hundurinn yrði ekki fyrir þeim ökumönnum sem á eftir kæmu. Þessi tiltekni ökumaður tók hvorki tillit til fórnarlambsins né annarra ökumanna og al- mennra aðstæðna á þessum veg- arkafla, en vegurinn í fjallshlíðinni er bæði mjór og hlykkjóttur og auk þess fullt af blindhæðum. Þar sem þetta átti sér stað, lá þó veg- urinn þannig að Hvutti hefði átt að vera vel sýnilegur hverjum þeim ökumanni sem hefði hugann við aksturinn og tæki tillit til að- stæðna og umferðarreglna. Allir sem átt hafa hunda eða ketti eða hvaða húsvön gæludýr sem er vita að oft verða dýrin eins og hluti af fjölskyldunni og þannig var það með Hvutta. Kjölturakki með ætt- artölu og búsetu í Vesturbænum, hefði ekki orðið eigendum sínum meiri harmdauði en Hvutti okkar. Þó að hundar séu „sveitahundar", þýðir það ekki endilega að þeir séu í eðli sínu frábrugðnir „bæjar- hundum“ eða eigendum sínum síð- ur kærir. Fólk ætti aðeins að hugleiða hvemig það ekur úti á landi og hafa í huga að það er ástæða fyrir því að hámarkshraðinn er 90 km á klukkustund, en ekki meira. Einnig mættu menn hugsa til þess að það eru ábyggilega ekki margir bænd- ur á íslandi, sem myndu kjósa að hafa þjóðveginn í gegnum landið sitt, ef þeir hefðu um eitthvað að velja. Fólk sem ferðast um þjóð- veginn gerir í raun ekki annað en að aka í gegnum hveija landar- eignina á fætur annarri. Margir virðast ekki átta sig á því. Um dag- inn var t.d. maður sem sagði í út- varpið að bændur yrðu bara að átta sig á því að sumstaðar þar sem þjóðvegurinn lægi, væri ekkert hægt að vera með búskap! Þetta er með því heimskulegasta sem við höfum heyrt og við viljum bara segja að lokum, einkum og sér í lagi til tillitslausra ökumanna á borð við þann sem ók á Hvutta: sumstaðar eru bújarðir þannig að það er ekkert vit í að leggja þjóð- veginn þar í gegn! Minnist þess að þegar þið faiið í ferðalög eruð þig alltaf að keyra í gegnum landar- eignh' e-s fólks og sýnið bændum og skepnum þeirra smávirðingu. HELGA FANNEY JÓHANNESDÓTTIR, myndlistai-maður, HREFNA JÓHANNESDÓTTIR, skógfræðingur. Sara Ví I bergsdótti r myndl i starkona verður á staðnum og sýnir notkun trélita, þurr-pastel s, koia, graphi c-bl ýanta, teiknikríta ásamt nýrra pastel - bl ýanta og vatnslita Sunnudaginn 20. sept. klukkan 14.00 Hlaup fyrir börnin stór og smá, pabba og mömmu, afa og ömmu, frænda og frænku og alla hina sem þiö þekkið. Stuttar, þægilegar og fallegar hlaupaleiðir fyrir fólk á öllum aldri. Þátttökugjald: Kr. 650.- Allir þátttakendur fá: Bol og verðlaunapening. Tökum þátt í fjölskylduvænum íþróttaviðburði. Akranes: Hlaupið frá íþróttamiðstöðinni kl. 11.00 Stykkishólmur: Hlaupið frá íþróttamiðstöðinni kl. 14.00 ísafjörður: Hlaupið frá Silfurtorgi kl. 14.00 Sauðárkrókur: Hlaupið frá Sundlauginni kl. 14.00 Akureyri: Hlaupið í Kjarnaskógi kl. 14.00 Egilsstaðir: Hlaupið í Selskógi kl. 14.00 Höfn: Hlaupið frá Orkuverinu kl. 14.00 Vík: Hlaupið frá Landsbankaplaninu kl. 14.00 Reykjanesbær: Hlaupið frá Sundmiðstööinni kl. 14.00 Sjá nánar á götuauglýsingum á hverjum stað & KAUPÞING HF oqp SPARISJÓÐURINN -fyrirþigogþína tryg0nomtéMónr»ft6 Grænn lífseðili gagnast þér allt iífíð - Akranes • Stykkishólmur • ísafjörður • Sauðárkrókur • Akureyri Egilsstaðir • Höfn • Vík • Reykjanesbær • Kópavogur TKD-Cobra-002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.