Morgunblaðið - 19.09.1998, Side 57

Morgunblaðið - 19.09.1998, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 57^ KIRKJUSTARF Vetrarstarf Háteigskirkju MESSUTÍMI Háteigskirkju breyt- ist nk. sunnudag, 20. september. Þá verður messað kl. 14 og verður svo framvegis í allan vetur. Bænastundir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Fyrirbæna- efnum er hægt að koma á framfæri við kirkjuverðina. Taizé-guðsþjónustur með léttum söngvum, íhugun og fyi-irbænum eru á hverju fimmtudagskvöldi kl. 21. Barnaguðsþjónustur verða í kirkjunni á sunnudögum kl. 11 og hefst 20. september. Börnin fá af- hent fræðsluefni Þjóðkirkjunnar fyi'ir sunnudagaskóla að gjöf frá söfnuðinum. Þessar guðsþjónustur eru ætlaðar börnum og foreldi’um þeirra. Starf fyrir 6-9 ára börn verður í Safnaðarheimili kirkjunnar á þriðjudögum kl. 17-18 og starf fyrir 10-12 ára börn á sama stað á fimmtudögum kl. 17-18 og verða fyrstu fundirnar 22. og 24. septem- ber nk. Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13- 16 ára verður starfrækt í kirkjunni í vetur og verður auglýst síðar. Barnakór Háteigskirkju verður starfræktur í tveimur deildum í vet- ur. Kór I, fyrir 6, 7 og 8 ára börn, æfir á miðvikudögum kl. 17.15-18.16 og Kór II, fyrir 9,10 og 11 ára börn, æfir á þriðjudögum kl. 17-18.15. Stjórnandi kórsins er Birna Björns- dóttir, tónmenntakennari. Fermingarfræðsla fer fram á fimmtudögum. Bréf hafa verið send til allra sóknarbarna fædd 1985 en allar upplýsingar fást hjá prestun- um. Mömmumorgnar verða á mið- vikudagsmorgnum kl. 10-12. Starfið hefst miðvikudaginn 23. september. Kirkjukór Háteigskirkju verður starfræktur undir stjórn organist- ans Mgr. Pavel Manasek og veitir hann allar nánari upplýsingar. Kvenfélag Háteigskirkju hittist á fundum fyi’sta þriðjudag hvers mánaðar. I nóvember verður m.a. boðið upp á námskeið í sjálfstyrk- ingu kvenna. Formaður er Kristín Guðmundsdóttir. Starf fyrir aldraða er í safnaðar- heimilinu eftir hádegi á mánudög- um og miðvikudögum. Ailar nánari uppl. veitir Hanna Þórarinsdóttir í kirkjunni. Salir safnaðarheimilisins eru leigðir út fyrir veislur og mannfagn- aði. Umsjón hefur Haukur Hannes- son, veitingamaður. Símaviðtalstími prestanna er í kirkjunni mánudaga til föstudaga kl. 11-12. Hægt er að hringja á þeim tíma og panta viðtalstíma eftir sam- komulagi. Tómas Sveinsson og Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa Kvenna- kirkjunnar KVENNAKIRKJAN heldur messu í Dómkirkjunni sunnudaginn 20. september kl. 20.30. Yfirskrift messunnar er uppskeran, við söfn- um saman jarðargróða og veltum fyrh’ okkur ávöxtum sumarsins í hjörtum okkar. Konur eru beðnar að koma með dæmi um uppskeru sum- arsins og leggja á sameiginlegt borð. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Anna Pálína Arnadóttir syngur einsöng við undirleik Aðal- heiðar Þorsteinsdóttur. Kór Kvemmkirkjunnar leiðir almennan söng. Á eftir er kaffi í safnaðarheim- ili Dómkirkjunnar í Lækjargötu. , Vetrarstarf Arbæjarkirkju FORMLEGT vetrarstarf hefst í Ár- bæjarkirkju sunnudaginn 20. sept- ember. Þá byrjar sunnudagaskólinn aftur eftir gott sumar en hann verð- ur kl. 13-14 í vetur. Foreldrafélag sunnudagaskólans mun standa fyrir fræðslufundum í vetur. Almennar guðsþjónustur verða kl. 11. Reglu- bundnar guðsþjónustur með léttu formi verða í vetur. Þær verða aug- lýstar sérstaklega. Á síðastliðnum árum hefur barna- og unglingastarfið aukist verulega. Starf fyrir unglinga verð- ur í þremur deildum. Æskulýðsfé- lagið, yngri deild fyrir unglinga fædda 1985, verður á sunnudags- kvöldum kl. 20-22. Eldri deild ung- linga, fæddir 1984, er á þriðjudags- kvöldum kl. 20-22. Ekki er á þessari stundu komin dagsetning á lávarða- deildina, starf fyi’ir unglinga fædda 1983 og eldri. STN (7-9 ára börn) starf er á mánudögum kl. 16-17. TTT (10-12 ára börn) starf verður á tveimur stöðum, í Árbæjarkirkju á mánudögum kl. 17-18 og í Ártúns- skóla á þriðjudögum kl. 17-18. Þess má geta að æskulýðsfélög kirkjunn- ar hafa undanfarin ár verið með biblíumaraþon áheitalestur þar sem biblían er lesin í heilan sólarhring. Það fé sem safnast fer undantekn- ingalaust til góðgerðarmála. Slegið er líka á léttari strengi, t.d. í fyrra setti æskulýðsfélag Árbæjarkirkju íslandsmet í bananasplitti eða 20,6 metra langt. Allar líkur eru á því að bætt verði um betur í ár. Barnakór er starfræktur þar sem börnin eru æfð í raddbeitingu og læra auðvitað margar af helstu perlum kórlaga í bland við léttara efni. Kvenfélag starfar af krafti við kirkjuna. Er fundur einu sinni í mánuði eða oftar þegar þurfa þykir. Á vegum félagsins hefur verið starf- ræktur líknarsjóður, sem sinnir veraldlegum áföllum sóknarbarna eftir bestu getu. Ekki má gleyma foreldramorgn- unum sem eru að hefja sitt 11. starfsár. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta starf ætlað for- eldrum og börnum þeiri’a. Samverur eru á þriðjudagsmorgnum kl. 10-12. Fermingarbörn vorsins 1999 koma til skráningar mánudaginn 21. september nk. Eldri borgarar safnaðarins eiga sínar stundir á mánudögum kl. 13.45- 15.30 og á miðvikudögum kl. 13.45- 16. Fyrirbænastundir eru á miðvikudögum kl. 16. Áframhald verður á samverum um sorg og sorgarviðbrögð í vetur. Gestir koma og miðla reynslu sinni. Nánar aug- lýst þegar nær dregur. Ýmis félagasamtök eiga sér skjól í kirkjunni eins og AA og Al-Anon. Á mánudögum kl. 21 er opinn AA- fundur, Al-Anon-fundur á þriðju- dögum kl. 20. Lokaður AA-fundur á miðvikudögum kl. 20.30 og á laugar- dögum kl. 10.30. Hér hefur verið drepið á það helsta sem er á döfinni í Árbæjar- kirkju í vetur. Ekki hefur verið minnst á ýmiskonar fræðslutilboð sem kirkjan mun standa fyrir á vetri komanda. Mun það verða kynnt þegar tilefni er til. Prestar Árbæjarkirkju. Kvöldmessa í Hallgrímskirkju KVÖLDMESSA verður í Hall- grímskirkju sunnudagskvöldið 20. september. Til messunnar er sér- staklega boðið öllum þeim mörgu sem leggja hönd á plóginn í starfi kirkjunnar í Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra, sóknamefndarfólki, kórfólki, organistum, starfsmönnum safnaðanna, sjálfboðaliðum og prestum. Að sjálfsögðu eru aðrir einnig velkomnir. Dómkórinn í Reykjavík mun syngja undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, en að auki þjóna um tuttugu manns að messunni, fulltrúar hinna ýmsu sókna og starfsgreina í borginni. Verið velkomin í kirkju á sunnudag- inn. Nýtt orgel í Breiðholtskirkju NÝTT orgel Breiðþoltskirkju verð- ur vígt af biskupi íslands, hr. Karli Sigurbjörnssyni, við hátíðannessu í kirkjunni nk. sunnudag, 20. septem- ber, kl. 14. Björgvin Tómasson, orgelsmiður, hefur nú lokið smíði á 19 radda pípuorgeli fyrir Breiðholtskirkju og verður það vígt og tekið í notkun við messu nk. sunnudag kl. 14. Biskup Islands, hr. Karl Sigurbjörnsson, vígir orgelið og prédikar í messunni og þjónar fyrir altari ásamt sóknar- prestinum, sr. Gísla Jónassyni. Daníel Jónasson, organisti, leikur á hið nývígða hljóðfæri og kór Breið- holtsldrkju syngur ásamt Ingu J. Backman, einsöngvara. Að messu lokinni býður sóknarnefnd kirkju- gestum að þiggja kaffiveitingar í- safnaðarheimili kirkjunnar. Nýja orgelið kemur í stað 25 ára gamals rafmagnsorgels sem orðið er mjög lélegt og gjörbreytir það allri aðstöðu til helgihalds í kirkj- unni. Á þessum tímamótum viljum við þakka öllum sem lagt hafa söfnuðin- um lið við að gera orgelkaupin möguleg og hvetjum alla velunnara kirkjunnar til að samfagna okkur við vígsluathöfnina. Inntökupróf í Barna- og ung- lingakór Hafnar- fjarðarkirkju ÞÁ ER Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju tekinn til starfa á ný. Kórinn starfar í tveimur deildum, yngri deild, 8-10 ára, og unglingadeild, 11-16 ára. Starf kórs- ins er fjölbreytilegt að venju. Inntökupróf fer fram næstkom- andi sunnudag kl. 15-18 og mánu- dag kl. 17-19 í Hafnarfjarðarkirkju. Kórstjóri í vetur er Hrafnhildur Blomsterberg. KEFAS, Dalvegi 24, Kópavogi. Israelssamkoma kl. 14. Exodus hóp- urinn kemur í heimsókn. Israelsk tónlist og dansar. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Laugardags- skólinn hefur göngu sína á ný kl. 13. Blessum ísrael 1 kvöld kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasumiukirkjan Ffladelfía. Bænastund kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Akraneskirkja. Kirkjuskóli yngri bama, 6 ára og yngri, hefst í dag,' laugardag, kl. 11. Starf fyrir 10-12 ára í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13. Stjórnandi Guðrún Karls- dóttir, guðfræðinemi. Guðþjónusta sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. TIL SÖLU Til sýnis og sölu Brúnastadir 27-31 |0P liiil 11 llllllp 1 H 1 Raöhús á 2 hæöum við Korpúlfsstaðavöll. Afhendast frágengin aö utan eða lengra komin. Upplýsingar á staðnum. Fiskbúð til sölu Höfum til sölu fyrir umbjóðanda okkar rekstur fiskbúðarinnar á Höfðabakka 1. Um erað ræða 150 fm pláss. Góð aðstaða er til að vinna fisk, t.d. til útflutnings. Afhendist um næstu ára- mót. Upplýsingar veittar á Lögfræðistofu Reykjavík- ur, Eggert Ólafsson hdl., í síma 552 7166. TILKYNNINGAR Læknamóttaka Opna móttöku í Læknastöðinni í Mjódd, Álfa- bakka, Breiðholti á fimmtidögum frá og með 24. sept. Tímapantanir í síma 587 3300. Móttakan hjá Gigtarfélagi íslands, Síðumúla 5, óbreytt. Tímapantanir þar í síma 553 0760. Magnús Guðmundsson, dr. med. Lyf-og gigtarlæknir. ÖLFUSHREPPUR Losun rotþróa, forathugun Ölfushreppur ætlar að bjóða út losun rotþróa í dreifbýli Ölfushrepps. Losun skal vera annað hvert ár. Losa skal einungis þurrefni úr þrónum og skilja þrærnar eftir fullar af vökva. Frekari upplýsingarfást hjá skipulags- og byggingar- fulltrúa á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, 815 Þorlákshöfn. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í lokuðu útboði um losun rotþróa í dreifbýli Ölfus- hrepps, skulu tilkynna sig á skrifstofu Ölfus- hrepps fyrir 1. október nk. en þá verða útboðs- gögn send úttil þeirra aðila sem óska eftir að taka þátt í útboðinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi Ölfushrepps. ÝMISLEGT Hótel Eldborg í Laugagerðisskóla er til leigu næsta sumar og áfram ef um semst. Upplýsingar gefur Guðbjartur Alexandersson í síma 435 6685. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins að Hafnarstræti 1, ísafirði, sem hér segír: Snæfell IS-820, þingl. eig. Náttfari ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Húsavík, föstudaginn 25. september 1998 kl. 16.00. Sýslumaðurinn á ísafirði, 18. september 1998. FÉLAGSLÍF Opið hús fyrir nemendur mína á Sogavegi 108, 2. hæð (fyrir ofan Garðsapó- tek), mánudags- kvöldið 21. sept. kl. 20.00. • Fræðsla. • Hugleiðsla. • Reikimeðferðir. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Dagsferðir sunnudaginn 20. september Frá BSÍ kl. 10.30. Leggjarbrjót- ur. Gengin hin forna þjóðleið frá Svartagili við Þingvelli um Leggj- arbrjót í Botnsdal í Hvalfirði. Verð 1600/1800. Haustlitir í Básum 25.-27. sept. Haustlitaferð í Bása. Gönguferðir, varðeldur og fjör. Goðaland í haustlitum. Far- arstjóri verður Gunnar Hólm Hjálmarsson. Dagsferðir alla sunnudaga 27. sept. Klóarvegur, 4 okt. Búr- fell í Grímsnesi, 11. okt. Gjábakki — Sog um Drift, 18. okt. Ólafs- skarðsvegur, 25 okt. Þyrilsnes. Brottför í dagsferðir frá BSl' kl. 1ý.30 á sunnudögum. Útivist - ferðafélag, Hallveig- arstíg 1, 101 Reykjavík, sími 561 4330, fax 561 4606. KRISTIÐ SAMFÉLAO Dalvegi 24, Kópavogi. ísraelssamkoma kl. 14.00. Exodus-hópurinn kemur í heim- sókn, verður með ísraelska tónlist og dansa. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræóis- herinn Kirkjustræti 2 Laugardagsskólinn hefur göngu sína á ný kl. 13.00. Blessun ísrael í kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG # ÍSIANDS MORKINNI e - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 20. sept. kl. 10.30 Tindstaðahnúkur — Hábunga — Esjan — Meðal- fellsvatn. Góð fjallganga. Verð 1.300 kr. kl. 13.00 Bláfjallahellar. Skoðaðir nokkrir spennandi hell- ar í Strompahrauni undir leið- sögn félaga I Hellarannsóknarfé- laginu sem þekkja þar hvern krók og kima. Fjölskylduferð. Hafið Ijós og húfu. Verð 1.300 kr., frítt fyrir börn m. fullorðnum. Brottför frá BSl, austanmegin, og Mörkinni 6. Sjá ferðir á textavarpi bls. 619. (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.