Morgunblaðið - 09.10.1998, Síða 17

Morgunblaðið - 09.10.1998, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 17 LANDIÐ Gaulverjabæjarhreppur Eldur í hlöðu slökktur með snarræði Gaulveijabæ - Eldur kviknaði í dráttarvél á bænum Efri-Gegnis- hólum í Gaulverjabæjarhreppi um áttaleytið á miðvikudagsmorgun. Óskar Þorgrímsson bóndi var að færa til rúllur inni í hlöðu þegar eldurinn blossaði upp í vélinni. Að sögn Óskai-s var traktorinn einmitt staðsettur næst þurrustu rúllunum er hann tók að loga. Náði eldurinn að læsa sig í 10 rúllur sem voru í plasti. Það er þakkað snarræði Óskars að ekki fór verr og ekkert tjón varð á byggingum. Hann náði að draga dráttarvélina út og slökkva í henni áður en slökkvilið frá Brunavöm- um Amessýslu kom á staðinn. Að sögn Karls Bergssonar vara- slökkviliðsstjóra rauk mikið og leist mönnum vart á blikuna. Var Óskar þá að taka síðustu rúllurnar úr hlöðunni. Aðeins sér á jámplöt- um á þaki hlöðunnar þannig að litlu mátti muna. A bænum reka bræðurnir Óskar og Karl Þorgrímssynir stórt kúabú með nýlegum byggingum þannig að verulegum verðmætum var bjargað. Dráttarvélin er talin ónýt. ÞÓ nokkrir starfsmenn fyrir- tækja hlutu viðurkenningu fyrir að velja það að ganga frekar en að aka bfl á leið til vinnu í ágúst. * Anægð í ágúst Egilsstöðum - Heilsuefling á Héraði og Umhverfísverkefnið á Egilsstöð- um verðlaunuðu starfsfólk vinnu- staða fyi-ir að velja heilsubætandi og umhverfisvæna aðferð til þess að fai’a í og úr vinnu í ágústmánuði. Atak þetta var kallað „ánægð í ágúst.“ Var fólk sérstaklega hvatt til þess að draga úr akstri og auka líkams- hreyfingu. Sendh- voru þátttökulist- ar til fyrirtækja sem skilað var inn að þremur vikum loknum þegar átakinu lauk. Þeir sem hlutu viður- kenningu voru: Búnaðarbankinn á Egilsstöðum, Heilbrigðisstofnun, Egilsstöðum, Landsíminn, Egils- stöðum, Miðás, Egilsstöðum, Skóg- ræktin, Hallormsstað og Verslunin Ártún. Auk starfsmanna ofan- greindra fyrirtækja fékk Birgir Bragason sérstaka viðurkenningu fyiir að hjóla til og frá vinnu, en hann hjólar milli Egilsstaða og Fellabæjar í öllum veðrum, allan ársins hring. HEYRULLURNAR er kviknaði í á bænum Efri-Gegnishólum. Hlaðan og fjósið í baksýn. Morgunblaðið/Valdimar ..ÍVÍpfr matreic s 490 kr! ituaiuklúbbi landsins? Fyrsti pakkinn á aðeir .i „tosKeiainveraahaldin: Klúbbverð: 4.500 .átnskeið í október LuklúbbnumAíbes ^ natur, betn ^^.“éðinsaon ^ náinsKeiötau fáþátttakendui in á þessu namskei ðard6ttir ritstjon ^ ^voldverð og bo slumeistari og B’"8 ðlð 0g talka holtasta 0 í sínta 550 30°°' iferöirtilaöiitoa^to^^^^ .aueiöstatoilsuretta- « _____- Mstundoghe(stM.18-» ■ ---- Hringdu strax! Síminn er 550 3000 VAKA - HELGAFELL SÍÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK, SÍMI S50 3000. —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.