Morgunblaðið - 09.10.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 09.10.1998, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Magnús Oddsson ferðamálasljóri á Ferðamálaráðstefnu Ferðaþj onustan stendur á túnamótum MAGNÚS Oddsson ferðamála- stjóri telur að ferðaþjónusta á Is- landi standi á tímamótum. At- vinnugreinin hafí byggst upp á grunni sem fáir frumherjar lögðu, en hann hafi skilað henni þeirri stöðu að nú er ferðaþjónusta ein af þeim greinum sem litið er til sem undirstöðuatvinnugreina næstu aldar. Að baki liggur áræði, kjark- ur og gífurleg vinna framherjanna og þeirra sem í kjölfarið fylgdu. Þetta kom fram í ávarpi ferða- málastjóra á Ferðamálaráðstefnu sem hófst á Akureyri í gær, en um- ræðuefni hennar var staða og framtíð íslenskrar ferðaþjónstu. Nefndi Magnús að meira en tvö- fóldun hefði orðið í magni þegar lit- ið væri til íjölda erlendra ferða- manna og fimmföldun í raunvirði gjaldeyristekna á síðustu 15 áram. Hollenskt hálendi „HOLLENSKT hálendi" er heiti á sýningu hollenska fjöllistamanns- ins Roels Knappstein sem nú dvel- ur í gestavinnustofu Gilfélagsins en hún verður opnuð í Deiglunni á morgun, laugardaginn 10. október kl. 15. Verk sín vinnur Roel með bland- aðri tækni, í ólík efni eftir við- fangsefnum sínum í hvert sinn. Verkin á sýningunni valdi hann og tók með sér með sérstöku tilliti til umhverfis síns í uppeldinu, með bæði landslag og félagslega arf- leifð í huga. Síðustu ár hefur hann unnið við innsetningar og samspilið þeirra á milli. Þannig leggur hann áherslu á hvert verk útaf fyrir sig en skoðar og sýnir heildaráhrif sam- spilsins. Roel hefur sýnt í flestum tegundum listagallería í Hollandi. Fyrstu framhaldsmenntun sinni lauk hann í regnskógarfræðum við Landbúnaðarháskólann í Wa- geninger en hóf síðar nám í lista- skóla í Maastricht. Sýningin er opin daglega frá kl. 14 til 18, en henni lýkur 24. október næstkom- andi. -----♦-♦“♦--- Endurbygging vegar yfír Lágheiði Oddur f hópinn BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur til- nefnt Odd H. Halldórsson bæjar- fulltrúa í samráðshóp um endur- byggingu vegar um Lágheiði. Er- indi þessa efnis var sent bæjarráði fyrir skömmu, en þá hafnaði ráðið því að tilnefna í samráðshópinn á þeim forsendum að eðlilegast væri að skoða frekar kosti jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Nú hefur verið upplýst að hópur- inn á m.a. að fjalla um jarðganga- gerð á svæðinu og því samþykkti bæjarráð í gær að tilnefna Odd sem fulltrúa sinn í hópinn. AKSJON 9. október, fóstudagur 12.00^-Skjáfréttir 18.15^-Kortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45,19.15,19.45,20.15 og 20.45. 21 .OO^Körfubolti Grindavík - Þór. Eggjabikarinn. Þá hefur hlutfall gjaldeyristekna í heildargjaldeyrisöflun þjóðarinnar vaxið úr 5% í 12% á þessum tíma. Fór Magnús yfir tölulegar upp- lýsingar um stöðu ferðaþjónust- unnar í þjóðarbúskapnum, en vöxt- urinn hefiir verið ör. I kjölfar stór- aukinna umsvifa sagði hann að ferðaþjónustan væri að taka gífur- legum breytingum, jafnvel ham- skiptum. Ytra umhverfi væri að breytast en með auknum umsvifum og þreyttri stöðu ykjust kröfurnar, til hins opinbera, einstaklinga og fyrirtækja á þessu sviði. Gjörbreytt uinhverfi Sem dæmi um gjörbreytt um- hvei’fi ferðaþjónustunnar nefndi ferðamálastjóri að á síðustu sjö ár- um hefði Ferðamálaráð varið nær 100 milljónum króna til úrbóta á FRAMKVÆMDIR hófust við gerð útilífsmiðstöðvar skáta og nýs tjaldstæðis á Hömrum með því að Kristján Þór Júliusson, bæjarstjóri á Akureyri, brá sér í hlutverk ýtustjóra og hóf þannig framkvæmdir formlega. Bæjarsljórn Akureyrar hefur falið skátafélaginu Klakki að ferðamannastöðum. Þá hefðu verið gerðar viðamiklar kannanir á veg- um ráðsins og fjárveitingar hefðu nú fengist til rannsóknarstarfa á þess vegum. Til stæði einnig að gera samning milli Ferðamálaráðs og Háskólans á Akureyri um sam- starf á sviði rannsókna. Loks nefndi hann að framlög greinarinn- ar til verkefna með Ferðamálaráði yrðu á þessu ári um 50 milljónir króna, en vora 17 milljónir 1990. Heildarvelta ráðsins hefur aukist á sama tíma úr 90 milljónum í 200. Stærð eininga í ferðaþjónustu gerði ferðamálastjóri einnig að um- talsefni, en hann hefur ítrekað tal- að um nauðsyn þess að fækka og stækka einingar svo þær verði samkeppnishæfari og einnig til að einfalda og auka aðgengi fjárfesta að atvinnugreininni. hafa umsjón með nýju tjaldstæði á svæðinu og reka það, en Klakksfélagar hafa fengið Bandalag íslenskra skáta og Skátasamband Norðurlands til liðs við sig. Tryggvi Marinósson hjá Klakki sagði að þessi fyrsti áfangi sem nú er byijað á væri heldur stærri Rugluðust jólasveinarnir í ríminu? BRÆÐURNIR Bjúgnakrækir og Giljagaur virðast hafa litið vitlaust á dagatalið, en þeir voru hoppandi og skoppandi á Akureyri í gær. Tilefni komu þeirra bræðra á sér raunar þá skýringu að fulltrúum á Ferða- málaráðstefnu var boðið í óvissuferð síðdegis og var tækifærið notað til að kynna Norðurpólinn og dagskrá sem tengist jólahaldi og efnt verð- ur til á Akureyri í næsta mán- uði. Staldrað var við þar sem Norðurpólsbyggðinni verður komið fyrir, á flötinni neðau við Samkomuhúsið, þá var haldið í heimsókn í Jólaland þar sem stiginn var dans kringum jólatréð eins og sjá má á myndinni og loks var stoppað í Kjarnaskógi. Hvar- vetna hljómuðu jólalögin og fulltrúarnir sem skörtuðu jóla- sveinahúfum hafa væntanlega verið í jólaskapi fram eftir kvöldi. en allt núverandi tjaldstæði bæj- arins við Þórunnarstræti og kæmust þar fyrir með góðu móti um 500 manns. „Við ætlum okkur að opna tjaldstæðið fyrir fyrstu gestunum 1. júní á næsta ári,“ sagði Tryggvi. Gert er ráð fyrir að tengja starfsemi hestamanna- félags og siglingaklúbbs við starfið í útilífsmiðstöðinni og bjóða þannig upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti á tjald- stæðinu. Þá verða göngustígar lagðir og stutt er að fara á úti- vistarsvæði Akureyringa í Kjarnaskógi. „Við ætlum okkur ekki bara að taka á móti gestum og bjóða upp á fjölbeytta dag- skrá hér, við ætlum að gera átak í að fjölga gesturn," sagði Tryggvi. Landsmót skáta verða haldin á Hömrum þriðja hvert ár í framtíðinni, hið fyrsta árið 2002. Nútímalegt tjaldstæði „Hér verður nútímaleg að- staða fyrir ferðamenn,“ sagði Árni Steinar Jóhannsson, um- hverfissljóri Akureyrarbæjar, en umhverfisnefnd fylgdist með þegar framkvæmdir hófust á svæðinu í gær. Nefndi Árni Steinar að möguleikar á stækk- un svæðisins í framtíðinni væru nær óendanlegir, en bærinn ætti mikið land allt umhverfis Hamra. GUÐRIJN Elín við verk sín. Silkimynd- ir í Vín UPPRISA er heiti á silki- myndasýningu Guðrúnar Elínar Sigurðardóttur sem nú stendur yfir í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit. Sýn- inguna tileinkar hún 100 ára minningur ömmu sinnar, Elínóru Guðbjartsdóttur frá Aðalvík. Viðtökur hafa verið afar góðar að sögn Guðrúnar og er hún þakklát áhugasömum gestum sýningarinnar. Heiti sýningarinnar segir hún að hafi hljómað skýrt í huga sínum við undirbúning hennar og tengist það einnig tráarlegum þáttum sem tengjast ömmu hennar. Guðrán hefur sótt nokkur silkimyndlistarnámskeið og hefur málað slíkar myndir undanfarin ár. Hún tekur einnig að sér að mála per- sónulegar myndir fyrir fólk. Sýningin er sölusýning og stendur til 18. október næst- komanid, en hún er opin á af- greiðslutíma Blómaskálans, frá kl. 13 til 22 virka daga og frá 13 til 19 um helgar. Glænýtt efni í Barnastarfi MÖÐRUVALLAPRESTA- KALL: Sunnudagaskóli vetr- arins hefst í Möðravallakirkju næstkomandi sunnudag, 11. október kl. 11 og verður fram- vegis á hálfsmánaðarfresti. Barnaefnið er glænýtt, nú fá börnin afhent til eignar Kirkjubókina mína og mæt- ingarlímmiða í hvert skipti. Sr. Hannes Öm Blandon mun sjá um barnastarfíð í haust ásamt Söra Helgadóttur auk fleiri aðstoðarmanna í fjar- vera sóknarprests. Foreldrar eða aðstandendur era hvattir til að mæta með bömum sín- um. * Islensk blóm í Blómavali SÝNING á íslenskum af- skornum blómum verður haldin í Blómavali um helgina, eða dagana 9. til 11. október, í samvinnu við Islenska garð- yi’kju og Hummer-umboðið á Islandi, sem sýnir slíkan bíl baðaðan íslenskum blómum. Blómaskreytingameistarar Blómavals sýna allt það nýjasta í blómaskreytingum og þá verða ýmis tilboð m.a. á íslenskum pottablómum og blómvöndum alla sýningar- dagana. Sýningin er opin frá kl. 9 til 22. Morgunblaðið/Kristj án Útilífsmiðstöð skáta og nýtt tjaldstæði á Hömrum Morgunblaðið/Kristján KRISTJÁN Þór Júhusson bæjarstjóri hóf formlega framkvæmdir við útilífsmiðstöð skáta og nýtt tjaldstæði á Akureyri, á Hömrum. Framkvæmdir hafnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.