Morgunblaðið - 09.10.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 09.10.1998, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 ERLENT UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Reuters ÞÚSUNDIR Kosovo-Albana eru á vergangi eða í bráðabirgðabúðum víðs vegar um héraðið. Þetta fólk sagði, að hugsanlegar loftárásir NATO-ríkjanna myndu hvorki hlífa því við vetrarkuldunum, sjúk- dómum né árásum Serba. Skiptar skoðanir innan NATO um aðgerðir í Kosovo Italir segja árásir enn ekki tímabærar Öll aðildarríkjin þurfa að vera samþykk hernaðaríhlutun R<5m, Brussel, Belgrad, París, London. Reuters, The Daily Telegraph. FULLTRÚI Atlantshafsbandalags- ins (NATO) sagðist í gær þess full- viss að öll sextán aðildarríki NATO myndu ná samstöðu um aðgerðir í Kosovo. Komu ummæli hans í kjölfar þess að Romano Prodi, forsætisráð- herra Ítalíu, hvatti til þess að enn yrði leitað friðsamlegrar lausnar á deilunni áður en ákveðið væri að grípa til hernaðaríhlutunar. Kvaðst Prodi líta svo á að Sameinuðu þjóð- imar yrðu að gefa formlegt sam- þykki sitt fyrir loftárásum NATO og vill að Vesturveldin flýti sér hægt í þessu máli. Segir talsmaður NATO hins vegar frekari samþykktir öryggisráðs SÞ óþarfar því NATO muni ákveða hemaðaríhlutun á grundvelli sam- þykktar öryggisráðsins frá 23. sept- ember þar sem þess var krafist að Slobodan Milosevic, forseti Jú- góslavíu, hætti kúgunaraðgerðum í Kosovo. I henni er þó reyndar ekki kveðið með beinum hætti á um hem- aðaríhlutun. Aðspurður um þessar deilur innan NATO sagði talsmaðurinn að sam- starfíð innan NATO yrði rætt á fundum samtakanna í þessari viku. „Það skiptir sköpum að okkur takist að móta afstöðu sem öll aðildarríki NATO era sátt við.“ Prodi á báðum áttum Stuðningur Itala við væntanlega hernaðaríhlutun í Kosovo er talinn mikilvægur því hernaðarmannvirki þar myndu gegna lykihlutverki í öll- um aðgerðum. Andstaða Romanos Prodis nú skýrist hins vegar meðal annars af því að ítalska ríkisstjórnin hefur undanfarna daga riðað til falls og telja fréttaskýrendur að hann vilji því alls ekki egna hófsama marxista á ítalska þinginu, sem stutt hafa stjórn hans, til reiði. Ljóst er hins vegar að ekki aðeins ítalir era lítt hrifnir af fyrirhuguðum loftárásum. Leiddi breska dagblaðið The Daily Telegraph að því líkum í gær að Bretar og Bandaríkjamenn gætu þurft að hefja hemaðarfhlutun í Kosovo upp á sitt eindæmi. Sagði blaðið reyndar að þeir myndu sennilega njóta stuðnings Frakka og staðfesti talsmaður vam- armálaráðuneytisins franska í gær að Frakkar væru reiðubúnir til að taka þátt í þeim aðgerðum sem ákveðnar yrðu. Hið sama gerðu hol- lensk, belgísk og dönsk stjómvöld og lofuðu að senda flugvélar og herlið til að taka þátt í þeim aðgerðum sem ákveðnar yrðu. Stuðning allra sextán aðildam'kja NATO þarf hins vegar til að hefja aðgerðir á vegum bandalagsins og era Þýskaland, Italía og Grikkland enn talin andsnúin beitingu NATO- herja. Ekki er hins vegar ljóst hvort þau myndu beita neitunarvaldi gegn loftárásum NATO eða hvort þau myndu einfaldlega velja að taka ekki þátt í aðgerðunum. Engin fordæmi era til fyrir því að aðildarríki NATO neiti að taka þátt í aðgerðum bandalagsins. Grikkir áttu ekki þátt í loftárásum NATO í Bosn- íu-stríðinu 1995 en létu NATO hem- aðaraðstöðu í té þrátt fyrir það. Evrópuþingið gagnrýnir vinnubrögð framkvæmdastjórnariniiar Morgunblaðið/Ármann Agnarsson SKIPVERJAR á Beiti fást við flottrollid. „Hrein búbótu BEITIR NK er nú kominn með um 8.000 tonn af kolmunna frá því veiðar hófúst í ágúst. í siðasta túr fengu þeir á Beiti um 1.000 tonn á fimm dögum, mcðal annars eitt 250 tonna hol. Sfldarvinnsl- an í Neskaupstað á Beiti og hefur hún nú tekið á inóti uin 27.000 tonnum af kolmunnanum til bræðslu. Freysteinn Bjaruason, út- gerðarstjóri Sfldarvinnslunnar, segir þetta ganga ágætlega og veiðunum verði haldið áfram um sinn, meðal annars vegna þess að enn finnist engin veiðanleg loðna. Freysteinn segir bræðslu kohnunnans ganga vel. Hún skili miklu mjöli en reyndar hlutfalls- lega minna af Iýsi. Börkur NK hefur stundað kolmunnaveiðal• með hléum í haust og er kominn með á þriðja þúsund tonn, en hann landaði 300 tonnum af loðnu nú I vikunni. „Kolmunniim er hrein búbót og kemur sér vel, þegar hvorki gengur né rekur í sfldinni og loðnan næst ekki,“ segir Freysteinn. Norsk-íslenzka síldin Obreytt næsta ár SAMKOMULAG hefur náðst um nýtingu og veiðar úr norsk-íslenzka sfldarstofninum á næsta ári. A fundi aðildarríkjanna, sem haldinn var í Reykjavík s.l. miðvikudag, varð það niðurstaðan að heildarafli og skipting milli veiðiþjóðanna yrði sú sama 1999 og á þessu ári. Jafnframt var sam- þykkt að draga úr veiðum í framtíð- inni, verði þess talin þörf til að tryggja sem bezta nýtingu sfldar- stofnsins. Samkvæmt þessari niðurstöðu verður leyfilegur heildarafli á næsta ári 1,3 milljónir tonna. í hlut Norð- manna koma 741.000 tonn, ísland og Færeyjar fá 273.000 tonn hvor þjóð, í hlut Rússa koma 177.000 tonn og Evrópusambandið fær heimfldir til að veiða 109.000 tonn. Jafnframt var gengið frá samningum milli einstakra þjóða um aðgang að lögsögum þeirra. Þá hafa samningsaðilar farið þess á leit við Alþjóða hafrannsóknaráðið, að það meti áhrif mismikilla veiða á vöxt og viðgang stofnsins á næstu ár- um. Auk þess skal sérstakur vinnu- hópur fara yfir efnahagslega og aðra viðkomandi þætti þessara veiða fyrir samningsaðila. Ný stofnun berjist gegn fjársvikum og spillingu Strassborg. Reuters. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti á miðvikudag að fara fram á það við framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins (ESB), að hún legði fyrir 1. desember næstkomandi fram áætlun um stofnun sjálfstæðrar stofnunar, sem hefði það hlut- verk að fylgjast með og vinna gegn spillingu í stofnunum ESB og aðildarríkjum þess. I þingsályktun um málið, sem borin var upp af austurríska jafnað- armanninum Herbert Boesch, segir að þingið telji spillingar- og fjársvikaeftirlitsskrifstofu fram- kvæmdastjórnarinnar, sem nú starfar (og kölluð er skammstöfun- inni UCLAF), hefði ekki skilað skil- virku starfi og væri skipuð of fáum og ekki nógu hæfum starfskröftum. Þessar kröfur eru settar fram í kjölfar þess að fjölmiðlar hafa flett ofan af nokkram dæmum um fjár- málaspillingu og misbeitingu áhrifa innan fram- kvæmdastjórnar- innar. í síðasta mán- uði greindi fram- kvæmdatjórnin fi-á meintu mis- ferli með fé sem ætlað var að renna til þróunarað- stoðar og sagt er að hafi kostað þró- unarhjálparsjóð sambandsins um 500.000 ECU, um 40 milljónir króna. Santer til varnar I umræðum á Evrópuþinginu á þriðjudag vísaði Jacques Santer, for- seti framkvæmdastjómarinnar, á bug ásökunum þess efnis, að sú stofnun sem hann færi fyrir breiddi kerfisbundið yfir innanhússspillingu en viðui-kenndi að hagsmunaárekstr- ar ættu sér stað og dæmi væru um að sumum væri hyglt á kostnað ann- arra, en þetta ætti við um allar stofn- anir ESB. Hann varði starfsheiður fjársvika- eftirlitsskrifstofunnar, en sagði ekki loku fyiir það skotið að nýrri stofnun yrði komið á fót, sem Evrópuþingið hefur stungið upp á að verði kölluð OLAF, að skammstöfunarhætti ESB. I ályktuninni sem þingið sam- þykkti á miðvikudag er það ítrekað, að þingið telji að fyiir hendi sé sterk tilhneiging í kerfinu til að breiða yfir hvers kyns spillingarmál, hvar sem þau koma upp. Lokun Loftskeyta- stöðvarinnar á Siglufírði mótmælt BÆJARRAÐ Siglufjarðar hefur sent frá sér ályktun þar sem íyrir- huguð lokun Loftskeytastöðvarinnar á Siglufirði er harðlega gagnrýnd. Er aðgerðin sögð ganga þvert á stefnu stjómvalda í byggðamálum. I ályktuninni segir m.a: „Nú ligg- ur íyrir að leggja niður Loftskeyta- stöð Landssímans á Siglufirði og þar með 5-6 störf, en slík fækkun jafnast á við það að um 350 störf yrðu lögð niður í Reykjavík. Ákvörðun af slíku tagi stangast fullkomlega á við stefnu ríkisstjórnarinnar, ekki síst þegar á það er litið að a.m.k. þrír við- komandi starfsmenn geta fengið starf hjá Landsímanum áfram gegn því að þeir flytjist til Reykjavíkur. Eðlilegt er að menn spyrji þá hvað sé sparað með aðgerðinni." Bent er á að tækniþróun geri kleift að setja upp hvers konar starfsemi hvar sem er á landinu og því hljóti að vera hægt að nýta þá aðstöðu og þekkingu sem fyrir sé á Siglufirði í stað þess að hagræða í starfsemi íyr- irtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur segir í ályktuninni: „Það er löngu orðið tímabært að ríkisvaldið sýni vilja sinn í verki og snúi þessari þróun við. Nýjar opinberar stofnanir verður að staðsetja á landsbyggðinni og þar með á Siglufirði. Tekur bæjar- ráð þvi heilshugar undir hugmyndir um að Ibúðalánasjóður verði staðsett- ur á landsbyggðinni. Þegar skipulags- breytingar af þessu tagi eiga sér stað er lag fyrir stjómvöld að framfylgja stefnu sinni í byggðamálum. Geri þau það ekki verða þau enn ótrúverðugari í byggðastefnu sinni en þegar er orð- ið.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.