Morgunblaðið - 09.10.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 09.10.1998, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÖÐRUVÍSI SPENNA Kristján Jóhannsson kemur fram á minn- ingartónleikum um föður sinn, Jóhann Konráðsson - Jóa Konn - á Akureyri annað kvöld. Skapti Hallgrímsson hitti Kristján og ræddi við hann um tónleikana og annað sem framundan er hjá stórtenórnum. KRISTJÁN er í símanum þeg- ar mig ber að garði að heimili tengdaforeldra hans í Kópa- voginum í gær. Eg var ekki alveg viss hvort um rétt hús væri að ræða, en það fór ekki á milli mála þegar ég nálgaðist útidyrnar! Honum liggur hátt rómur, hlær og gerir að gamni sínu. Enda í „fínu formi“ eins og hann segir. „Eg hef lagt af, eins og þú sérð. Er ég ekki flottur?“ segh- stórtenórinn eftir að hafa heilsað með virktum. Jú, það leynir sér ekki. Hann segir sex kíló farin síðan hann var hér um síðustu áramót. Dóttirin Rannveig, sem nýlega er orðin eins árs, er á vappi í stofunni hjá ömmu og afa meðan viðtalið fer fram, blandar sér einstaka sinnum í umræðurnar, en lítið hægt að hafa eftir henni strax... Blaðamaður þykist einhvern tíma hafa heyrt þá kenningu að gott væri fyrir söngvara að vera svolítið bú- stnir. Er ekki verra fyrir hann að leggja svona af, eða er kenningin ef til vill ósönn, eftir allt saman? „Nei, það er bara plat að verra sé að grennast. En maður verður að hafa kassa,“ segir Kiddi og þenur brjóstkassann. „Byggingin skiptir máli og svo er gott að hafa svolítið utan á sér, það gefur betri hljóm. En það er slæmt fyrir söngvara, eins og alla aðra, að vera of feitir." Hann segist hafa komist að því í fyrra að hann væri með ofnæmi, meðal annars fyrir mjólkurvörum, og hefði fundið fyrir vanlíðan vegna þess. Meðal annars átt erfítt með andardrátt. Sigurjóna Sverrisdóttir eiginkona Rristjáns „dró“ söngvar- ann - svo notað sé hans eigið orða- lag og engu logið - til hómópata, sem skoðaði hann. „Eftir það vissi ég fyrir hverju ég hefði ofnæmi og tók mig á. Það hefur reyndar gengið svona upp og niður, stundum nenni ég ekki að fara alveg eftir því sem mér var sagt! Ég er til dæmis með ofnæmi fyrir hvítvíni, en gott hvítvín fínnst mér helvíti gott með físki og læt mig stundum hafa það. Rauðvín gerir mér hins vegar bara gott. En ég borða til dæmis helst ekki nauta- kjöt, nema í neyð!“ alandi um mat upplýsir Krist- ján, að meðan hann var í Kína um daginn - þar sem hann söng aðalhlutverkið í Turandot í Forboðnu borginni - hafí ekki allt verið með felldu: „Ég var með niður- gang í þrjár vikur. Maturinn þarna fer ekki vel í mig.“ Það truflaði hann þó ekki við sönginn, því Kristján segist hafa verið í banastuði. „Þó það sé lygilegt þá er ég farinn að hugsa svolítið um mataræðið eftir þetta í fyrra. Ég var áður eins og gamall togarasjómaður; sagði að svona lagað væri bara djöfulsins kjaftæði og kerlingabækur, skilurðu. Hlustaði ekki á þetta rugl. En mataræði skiptir máli og ég ráðlegg hverjum og einum að íhuga það. Við vorum heppin, Jóna fann þennan hómópat sem er líka læknir og veit mjög vel hvað hún er að tala um.“ ristján segist ekki alltaf nægilega einbeittur varðandi það hvað hann má. „Ég er nautnaseggur!" Kveðst þó hafa góða „löggu“ sér við hlið, en mætti að ósekju hlusta meira á Sigurjónu. Hann segir að þegar þau Jóna séu saman í einhvem tíma að heiman reyni þau að fá sér íbúð svo þau geti eldað sjálf. Þau voru t.d. í Múnchen í þrjár vikur áður en þau komu til landsins. „Þegar maður er einn nennir maður ekki að elda. Það er ekki hægt að elda eitthvað, jafnvel mjög gott, og sitja svo einn eins og hálfviti og borða! Það er hundleiðin- legt og eins gott að fara bara út að borða.“ Þá að konsertinum í íþróttahöll- inni á Akureyri annað kvöld. „Hann er til minningar um Jóa Konn. Enginn hefur gert það og mér fannst kominn tími til að sýna honum tilhlýðilega virðingu, karlin- um. Við ætluðum að gera þetta í fyrra, þegar hann hefði orðið átt- ræður en ekki varð af því. Ég sagði reyndar á jóiatónleikunum í kirkj- unni heima að þeir væra til heiðurs pabba, en þessir verða opinberlega til minningar um hann. Þetta er stærra dæmi; Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur og hluti af Sin- fóníuhljómsveit íslands kemur að sunnan. Þetta verða eitthvað á sjö- unda tug hljóðfæraleikara. Svo kem- ur Diddú með mér, þessi elska. Hún var líka með mér í KA-heimiiinu ‘95 eins og frægt varð. Þá var frábær stemmning, yfii'fullt og ofsalega gaman og verður það líka núna.“ En hvað skyldi verða boðið uppá á tónleikunum? Kannski uppáhalds- lögin hans Jóa Konn? „Ja, uppáhaldssönginn hans, held ég. Vegna þess að ég syng mjög lýrískt þarna, ljóðrænt. Hann var mjög ljóðrænn og unni mikið þannig söng og tónlist. Eins og flestir Is- lendingar reyndar gera. Ég hugsa því að þetta prógram myndi falla honum mjög vel í geð. Við verðum með fallega ástardúetta, ég og Diddú,“ segir Kristján og bætir við að hún, Sigrún Hjálmtýsdóttir, syngi einnig aríu úr óperanni Simon Boccanegra eftir Verdi. Það er sama óperan og Ki-istján var að ljúka við að syngja í Munchen á þriðjudags- kvöldið. „Diddú er í miklu uppáhaldi hjá mér og elskuleg. Síðan ætlar frænka mín, hún Jóna Fanney dóttir hans Svavars, að syngja heila aríu með hljómsveitinni. Það ætti að geta orðið gaman fyrir hana og viss reynsla." Aðal píanisti Kristjáns, Giovanni Andreoli, kom til landsins í gær, leikur á píanó á tónleikunum og stjórnar hljóm- sveitinni. „Ég er svo heppinn að hann býr í sama bæ og við á Italíu þannig að ég tek bara skellinöðruna og keyri til hans, þegar við ætlum að æfa okkur. Það er ekki nema 10 mínútna keyrsla til hans. Sumir fara klukkustundum saman í lestum og jafnvel flugvélum til að hitta píanist- ann sinn þannig að þetta er ofsalega þægilegt fyrir mig.“ Andreoli þessi er sá sem stjórnaði Ástardi-ykknum hjá íslensku óperunni síðasta vetur. „Helvíti góður strákur. Ég held því að þetta verði mjög spennandi verk- efni fyrir norðan.“ En Kristján dvelur ekki lengi nyrðra. Heldur raunar suður á bóg- inn strax á laugardagskvöld, fer út morguninn eftir og á að vera mætt- ur á æfíngu á mánudagsmorgun kl. 10 í Vín. Þar verður II Trovatore eft- ir Verdi á dagskrá. „Seinna í vetur verð ég svo með Óþelló í Vín. Ég er með átta til tíu sýningar í Vín yfír veturinn. Syng í fímm húsum í þýskumælandi löndum, í Vín, Munchen, Zúrich, og svo í báðum leikhúsunum í Berlín, Deutsche Opera og Staadtoper.“ Aftur að Akureyri. Er ekki alltaf svolítið sérstakt að syngja í heima- bænum? „Jú, það er alltaf mjög sérstakt. Mér fínnst ég hafa verið duglegur að syngja þar, ég vil gera það reglulega og þykir vænt um að geta það. Bæði á Ákureyri og íslandi yfirleitt. En óhjákvæmilega verða þessir tveir punktar fyrir valinu; áður fyrr fór maður jafnvel á Seyðisfjörð eða Eskifjörð og Raufarhöfn. Én það er orðið erfitt núna. Mér finnst það stórmál að syngja á Akureyri; það kemur alltaf öðruvísi spenna í belg- inn á manni og Akureyringar era líka mjög krítískir." Þetta er líklega eini staðurinn í heiminum þar sem Rristján þekkir hugsanlega flesta áheyrendur í sjón. Fylgist hann vel með fólkinu í saln- um þegar hann syngur þar? „Já, já. Ég hef alltaf verið perfor- mer, og til þess að vera það verð ég að ná sambandi við fólkið, án þess að það verði þó of augljóst. En ég reyni að upplifa stemmninguna í salnum og færa þá stemmningu sem ég kemst í til fólksins. Það er varla hægt að skýra það, en það er önnur tilfinning að syngja á Ákureyri en annars staðar. Auð- vitað þekki ég alltaf marga í áhorf- endahópnum, en því miður eru þeir að týna tölunni, karlarnir sem mað- ur söng með og þekkti þarna í gamla daga, Öli vindill, Sigmundur í Pyisu- gerðinni og þessir gam-ar sem voru í Geysi. Ég get grobbað mig af því að vera einn fárra sem hafa sungið ein- söng með Gígjunni, blandaða kórn- um sem mamma var formaður í um tíma, Karlakór Akureyi’ar og Geysi. Og þeir verða ekki fleiri því nú er búið að sameina karlakórana! Fjölskylda mín er líka alltaf á tón- leikunum fyrir norðan og er gagn- rýnust af öllum! Þess vegna er það kannski öðruvísi að syngja þar.“ Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.