Morgunblaðið - 09.10.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.10.1998, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 31 LISTIR Og þú lofar hörkutónleikum. „Já, ég er alveg í banastuði. I fyrra var ég með þetta ofnæmis- vandamál. Fitnaði og lenti í svolítilli krísu. Ég held reyndar að allir söngvarar, og listamenn yfirleitt, eigi svona krísuár, en þetta var eig- inlega í fyrsta skipti á mínum ferli að ég fann að eitthvað var að ske. Þess vegna tók ég mig í gegn.“ Mitt í samræðum um mat, sem fylgdu í kjölfarið, hrökk orðið éta (óvart) upp úr blaðamanni og Krist- ján hendir það á lofti. „Pabbi sagði að ekki mætti segja éta. Hann átti það til að standa upp frá borðum ef einhver sagði það; hann var með rollur og hann gaf þeim að éta. En það er von að þið segið éta, sagði hann, því þið borðið eins og skepnur!" Kristján hefur tekið nokkrar hláturrokurnar í við- talinu, en hlær nú meira en nokkru sinni. Kristján á að mæta á æfingu í Vín á mánudagsmorgun, sem fyrr segir, og eftir verkefnið þar heldur hann til Japans; í tónleikaferð þriggja tenóra. „Við verðum í Tókýó, Osaka og Hiroshima. Það verður mjög gaman. En við verðum ekki eins og hinir þrír tenórarnir; það verður ekki Frank Sinatra stfll á þessu; ekki dægurlög. Við verðum með eitthvað af ítölskum lögum en 90% af prógramminu verða óperuaríur. Og þetta verður skemmtilega sett upp; þrjár tegundir af tenórum. Hinir eru allt samskonar söngvarar, Lueiano og þeir, en í okkar hópi verður einn ljóðrænn, einn dramat- ískur og einn Wagner-tenór.“ Sá síð- astnefndi er Kanadamaðurinn Ben Hepner. „Mikill sláni, tveir metrar á hæð; það er eins gott að fá hann ekki upp á móti sér! Hann er örugg- lega heljarmenni, svona Garðar Cortes gerð.“ Sá þriðji átti að vera ítalinn Roberto Alaigna, hinn frægi Rieardo Mutti-söngvari, en hann gekk úr skaftinu fyrir fáeinum dög- um. „Þeir lentu eitthvað upp á kant, hann og Ben, og allt fór upp í loft. En við fáum annan sem heitir Luca Canonici," sem Kristján segir af sama skóla og Roberto. Spennandi verkefni bíður Kristjáns í Madríd í janúar og febrúar. „Þá debútera ég í Tannhauser eftir Wagner. Verð þar með titil- og aðalhlutverkið og þetta verður fyrsti „stóri“ Wagnerinn sem ég tek. Ég hef verið að vinna við það núna í eitt ár og er að rembast eins og rjúpan við staurinn að læra hlut- verkið, á þýskunni!" í vetur þreytir hann einnig frumraun sína í Samson og Dalílu í Feneyjum, sem hann seg- ir mikið mál, og Kristján tekur einnig þátt í nýrri uppfærslu af Óþelló í Deutsche Oper í Berlín, þar sem Christian Tieleman verður stjórnandi. „Hann stjórnaði mér einmitt þegar ég debúteraði í Óþelló og þá var hann sjálfur að debútera í því verki. Frábær stjórnandi." Svo syngur hann í Tosca á Metropolitan í New York næsta haust, í fyrsta skipti sem hann syng- ur í þvi verki þar, og einnig verður hann í Turandot í Flórens í haust. Kristján vinnur einnig að upptöku geislaplötu í Þýskalandi með pí- anista sínum, sem áður var nefndur, Giovanni Andreoli, sem er hljóm- sveitarstjóri í því verkefni. Tvær hljómsveitir leika undir; annars veg- ar Sinfóníuhljómsveit þýska ríkisút- varpsins og hins vegar Fflharmoníu- hljómsveit Múnchen-borgar. „Það verður eingöngu óperutónlist á disk- inum. Bæði lýrík og dramatík. Aríur sem áhangendur mínir hafa heyrt mig syngja áður en líka nýjar; ég verð með einar fimm sem ég hef ekki sungið á plötu áður, til dæmis aríu úr L’Arlesiana eftir Chilea, aðra úr Turandot eftir Puccini og eina úr Rigoletto." Kristján segist búinn að taka upp fimm aríur, búið sé að taka hljóm- sveitirnar upp að hluta en hann eigi eftir fimm aríur með hljómsveit. „Við ætlum að klára það á einni viku í nóvember," segir hann. „Það verð- ur léttara yfir þessari óperuplötu en því sem ég hef gert áður. Hún verð- ur gefin út af Japis á Islandi og Phil- ips á alþjóðamarkaði." Hugsanlegt er að platan komi út fyrir næstu jól. Að minnsta kosti kemur plata með honum þá, ef ekki þessi þá diskur með upptökum frá jólatónleikunum í Hallgrímskirkju síðastliðinn vetur. Síðan er enn eitt í vinnslu; að endurgera plötu sem var gefin út 1989 og hét Með Krístjáni. Hún kom út á vínil og lengi hefur staðið til að endurgera hana og setja á geisladisk en upptakan týndist í London og því hefur það ekki verið hægt. Upptakan fannst svo fyrir mánuði og ég hoppaði hæð mína í loft upp! Þetta voru íslenskar perlur sem settar voru í jólafötin, plata sem mér fannst frábær og við vorum báðir mjög stoltir af henni, ég og Jón Karlsson vinur minn í Iðunni, sem gaf hana út. Elítan á íslandi var að vísu ekki mjög hrifin af henni, vegna þess að undirleikarar voru út- lendir og stjórnandinn líka og Ríkis- útvarpið vildi helst ekki spila hana.“ Fflharmoníusveit Lundúna lék undir á plötunni og stjórnandi var Norðmaðurinn Karsten Andersen. „Jón Sigurðsson bassi setti út fyrir mig Hamraborgina og Gigjuna, ís- lenskar aríur, útsetningar sem enn eru notaðar af íslenskum söngvur- um enda eru þær mjög góðar. Jón Þórarinsson útsetti svo allt fyrir sin- fóníuhljómsveit og gerði það mjög vel. Ég man að ég gerði allt vitlaust hjá Ríkisútvarpinu; þeir voru mjög fastheldnir á gamlar hefðir, vildu bara rúgbrauð með smjöri! Karsten Andersen, sem nú er dáinn blessað- ur, hafði stjórnað Sinfóníuhljómsveit íslands mjög mikið og gat því vai’la talist „algjör" útlendingur. En þeir vildu ekki spila plötuna, helst ekki í útvarpi og alls ekki sem síðasta lag fyir fréttir. Þar átti að vera íslensk plata; rúgbrauð og smjör, helst með Guðmundi Jónssyni og ekkert kjaftæði! segir Kristján og hlær. „Þetta voru íslensk lög, útsetningar íslenskar, framleiðandinn íslenskur, íslenskur söngvari en undirleikarar voru enskir og stjórnandinn norskur og því var þetta útlensk plata! Ég var ofsalega sár. Landinn tók plötunni heldur ekki nógu vel. Ég var vanur að selja plötur í 15-20 þús- und eintökum, en þessi seldist ekki nema í níu eða tíu þúsund eintökum. Þetta var því reiðarslag fyrir mig, í orðsins fyllstu merkingu; Islending- ar virtust ekki vilja sjá sínar eigin perlur í sparifötunum.“ Að lokum enn og aftur að tón- leikunum nyrðra. Konnararn- ir, eins og fjölskylda Kristjáns hefur ætíð verið nefnd á Akureyri, eru þekktir fyrir að standa þétt sam- an og fulltrúi þeh’ra kemm’ auðvitað að undirbúningi tónleikanna fy’ir norðan. „Mæja systir hefur verið skipuleggjandi tónleikanna. Ég tala í gegnum hana við stjórn Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands - sem heldur konsertinn. Þegar ég er að skammast þarf ég að gera það við hana og hún framlengir skammirnar til þeirra! Annars höfum við að mestu sloppið við skammir, þetta hefur gengið svo vel. En það er verst að Mæja gerði ekki einu sinni slátur í ár, hún hefur verið svo upptekin vegna tónleikanna. Hún gerir besta slátur í heimi; lifrai’pylsan hennar er stórkostleg. Eg vona að hún eigi eitt- hvað í frystinum síðan í fyira!“ Camerarctica í Kammermúsíkklúbbnum Morgunblaðið/Kristinn CAMMERARCTICA á æfingu fyrir tónleikana á sunnudag. Aukinn og breyttur Örlagafugl AÐRIR tónleikar á 42. starfsári Kammermúsíkklúbbsins verða í Bú- staðakirkju sunnudaginn 11. nóv- ember kl. 20.30. Þar kemur fram kammerhljómsveitin Camerarctica og hefur tónleikana á Strengja- kvartett nr. 5 í B-dúr, op. 92 eftir Dmitri Shostakovich. Þá verður flutt verk eftir Þorkel Sigurbjöms- son, Örlagafugl, sextett fyrir fiautu, klarínettu, og strengjakvar- tett. Um er að ræða frumflutning í annað sinn, aukið og breytt. I kynningu í efnisskrá segir Þor- kell um verkið: „Verkið var upphaf- lega samið fyrir tónleika Kammer- sveitar Reykjavíkur í Jórvík haust- ið 1989. Það fjallar aðallega um ýmiss konar rím, og leiddi það hug- ann að eftirfarandi tilvitnun: „Egill segir, að ekki var ort: Hefir hér setit svala ein við gluggann ok klakat í alla nótt, svá at ek hefi aldregi beðið ró fyrir.“ I þeirri gerð, er hér heyrist, hefur ör- lagafuglinn ýft svolítið fjaðrirnar og m.a. bætt við flaututónum“.“ Á seinni hluta tónleikaima verð- ur leikið verk eftir Johannes Bra- hms, Kvintett fyrir tvær fiðlur, tvær lágfiðlur og knéfiðlu í G-dúr, op. 111. í Camerarctica era Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eð- valdsdóttir, fiðluleikarar, Guð- mundur Kristmundsson, lágfiðlu- leikari, Sigurður Halldórsson, knéfiðluleikari, Hallfríður Ólafs- dóttir, flautuleikari, Ármaim Helgason, klarínettuleikari. Með hópnum leikur ennfremur Guðrún Þórarinsdóttir lágfiðluleikari. Svanurinn í Borgarnesi LÚÐRASVEITIN Svanur hefur sitt 69. starfsár með tónleikum í Borgar- neskirkju laugardaginn 10. október kl. 16. Efnisskrá tónleikanna kemur úr ýmsum áttum. Stjórnandi Lúðra- sveitarinnar Svans er Haraldur Ámi Haraldsson. I fréttatilkynningu segir að Lúðrasveitin Svanur hafi ávallt haft þá stefnu að halda a.m.k. eina tón- leika utan Reykjavikur á hverju starfsári. í Svaninum starfa á milli 30-40 hljóðfæraleikarai’ og eru flest- h’ í tónlistarnámi. Á þessum vetri verða haldnir jólatónleikai’ í byrjun desember í Tjarnarbíói, einleikari á tónleikunum verður Þorkell Jóelsson hornaleikari. Eftir áramót verða síð- an haldnir a.m.k. tvennir tónleikar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. --------------- VATNSLITAMYND frá sjávarsíðunni eftir Jón Gunnarsson. Jón Gunnarsson sýnir í Hári og list Sýning í Galleríi Nema hvað RAGNHEIÐUR Tryggvadóttir og Már Örlygsson eru með sýningu í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c. Á sýningunni eru nokkurs konai’ niðm-stöður úr líffræðitilraunum, sjálfkviknun lífs úr ólífrænum efn- um, segir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til sunnudagsins 18. október og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Listmunaupp- boð í Súlnasal Hótels Sögu GALLERÍ Fold heldur list- munauppboð í Súlnasal Hótels Sögu sunnudagskvöldið 11. október kl. 20.30. Boðin verða upp yfir 100 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistar- anna, segir í fréttatilkynningu. JÓN Gunnarsson opnar sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí Hár og list, Strandgötu 39, Hafnar- firði, laugardaginn 10. október kl. 16. Myndefnið er aðallega frá sjáv- arsíðunni, fjörur og bátar. Jón hefur haldið íjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýn- ingum hér heima og erlendis, segir í fréttatilkynningu. Sýningin stendur til miðviku- dagsins 28. október og er opin virka daga kl. 9-18, um helgar kl. 14-18. LISTMUNAUPPBOÐ SUNNUDAGINN 11. OKTÓBER KL. 20.30 Á HÓTEL SÖGU Komið og skoðið verkin í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, í dag kl. 10.00—18.00, á morgun kl. 10.00-17.00 og á sunnudaginn kl. 12.00—17.00. Seld verða yfir 100 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.