Morgunblaðið - 09.10.1998, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ
40 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
Bj örgunarbátar
SVFÍ - lífsnauðsyn
eða tímaskekkja
HINN 7. október sl.
skrifaði Þorgeir Jó-
hannsson kafari á að-
stoðarbátnum Eldingu
grein í Morgunblaðið
og telur að björgunar-
'bátar séu tímaskekkja.
I þessari gi-ein kafar
Þorgeir mjög grunnt
og dregur ályktanir út
frá einföldum útreikn-
ingum og leggur til að
hætt verði rekstri
björgunarbáta og frek-
ar snúið sér að enn víð:
tækari þyrlurekstri. f
bæklingi sem Slysa-
vamafélagið hefur gef-
ið út til að hvetja fólk
til að styðja við rekstur björgunar-
báta félagsins er m.a. viðtal við
Svein Sigurjónsson, þar sem hann
lýsir hvernig honum og félaga hans
var bjargað af björgunarbáti Slysa-
*varnafélagsins í Grindavík þegar
bátur þeirra sökk vestur af Reykja-
nesi í október 1991. Sveinn segir
m.a.: „Þyrla Landhelgisgæslunnar
freistaði þess að hífa okkur úr
björgunarbátnum, en hann var svo
léttur að hann rak alltaf undan.“ Eg
fullyrði að þyrla kemur ekki í stað-
inn fyrir björgunarbát og öfugt, en
samstarf þyrlu og björgunarbáts er
öflugasta sjóbjörgunartæki sem við
höfum.
Ég vil t.d. benda á skýrslu Sigl-
ingaráðs um „alvarleg óhöpp og slys
á bátum undir 15m á árunum 1986
til 1992“. í þessari skýi’slu kemur
fram að þriðjungur allra slysa sem
fjallað er um varð á svæðinu sunnan
úr Reykjanesröst og vestur í Garð-
skagaröst. Hvergi á landinu er betri
aðgangur að þyi’lum, þvi á Keflavík-
urflugvelli eni að jafnaði 4 þyrlur
(þar af 2 tilbúnar til útkalls) svo eru
þyrlur Landhelgisgæslunnar á
Reykjavíkurflugvelli. Þessar þyrlur
eru tilbúnar til leitar og björgunar-
starfa allan sólarhring;
inn allan ársins hring. í
skýrslunni kemur fram
að á svæðinu í 40 sjó-
mílna radíus um
Reykjanes urðu 29 slys
hjá bátum undir 15
metrum á tímabilinu.
Áiið 1986 kom þyrla
Landhelgisgæslunnar
einu sinni við sögu,
1987 einu sinni. 1989
aldrei, 1990 aldrei,
1991 tvisvar og fjórum
sinnum árið 1992; þyrl-
ur Varnarliðsins komu
ekkert við sögu á þessu
svæði í umræddri
skýrslu. Ekki kann ég
skýringar á hvers vegna þáttur
þyrla var ekki meiri á umræddu
tímabili, en ég álít að kostnaður við
Störf Þorgeirs og
félaga á Eldingimni
eru, að mati Gunnars
Tómassonar, sönnun
þess að björgunarskip
eru nauðsynleg.
þyrlurekstur hafi haft einhver áhrif,
því þyrlur eru ekki aðeins mjög dýr
fjárfesting heldur einnig mjög dýr-
ar í rekstri. Þá hefur veður sjálfsagt
haft eitthvað að segja, því þyrlum
er ekki hægt að fljúga í hvaða veðri
og skyggni sem er.
Sjálfur tók ég þátt í björgunarað-
gerð seint í nóvember 1991 þar sem
þyrla Vamarliðsins og björgunar-
bátur frá Slysavarnafélaginu unnu
saman við að leita að týndum sjó-
mönnum sem tekið hafði út af
strönduðu skipi. Þyrlan fann menn-
ina en björgunarbáturinn náði þeim
úr sjónum, en því miður voru þeir
allir látnir, aðeins einn sjómaður
komst lífs af úr þessu sjóslysi en 5
fórust.
Þorgeir kýs að kalla Eldinguna,
sem hann er sjómaður og kafari á,
„aðstoðai-bát". Frá því ég var barn
hefur nafn Eldingarinnar alltaf ver-
ið tengt við björgun og í mínum
huga er Eldingin björgunarskip.
Eldingin er að jafnaði staðsett í
Sandgerði og hefur þjónustað báta-
flotann undanfarið rúmt ár þaðan,
en stundum brugðið sér austur fyrir
land t.d. þegar nótaflotinn er þar að
veiðum. Frá Sandgerði hefur Slysa-
varnafélagið gert út stærsta björg-
unarskipið sitt frá því árið 1993. A
árunum áður en Eldingin hóf sína
björgunarþjónustu frá Sandgerði
var reynslan sú að farið var að með-
altali í 20 útköll á ári og þar af voru
um 4 alvarlegs eðlis. Með tilkomu
Eldingarinnar hefur útköllum hjá
björgunarbátnum eðlilega fækkað
og þar við bætist að björgunarbátur
Slysavarnafélagsins varð fyrir al-
varlegri bilun á árinu og var þess
vegna frá þjónustu um alllangt
skeið.
Mér finnst að störf Þorgeirs og
félaga á Eldingunni séu sönnun
þess að björgunarskip eru nauðsyn-
leg og vonandi sjá fleiri sér hag í að
efla og fjölga björgunarskipum í
rekstri hér við land. Og auðvitað
styð ég öflugan þyi-lurekstur, ekki
aðeins á suðvesturhluta landsins,
heldur um allt land. Slysavarnafé-
lagið hefur kappkostað að dreifa
björgunarbátum sínum, smáum og
stórum, um allt land, þannig að
saman myndi þeir og björgunar-
sveitirnar þéttriðið björgunarnet.
Til þess þarf félagið stuðning al-
mennings. Ég hvet Þorgeir og alla
landsmenn til að taka þátt.
Höfundur er forseti
Slysavarnafélags Islands.
Gunnar
Tómasson
Krabbamein í
blöðruhálskirtli
ÞU ERT með
krabbamein í blöðru-
hálskirtli, en ...
Árlega heyra á ann-
að hundrað íslenskir
karlmenn þessa setn-
ingu í fyrsta sinn.
Margir heyra aðeins
fyrsta hluta setningar-
innar og tengja hana
strax við sjúkleika og
ótímabæran dauða.
^Hvað krabbamein í
blöðruhálskirtli varðar
er málið sem betur fer
ekki svo einfalt.
Hundrað og fjörutíu
karlar greindust hér á
landi síðastliðið ár og
hefur sá fjöldi aukist jafnt og þétt
síðustu áratugi. Svipuð aukning hef-
ur verið í hinum vestræna heimi og
eru ástæður að miklu leyti bættar
greiningaraðferðir og aukin árvekni
lækna fremur en að sjúkdómurinn
sé að breytast.
Ki-abbameinið vex gjarnan hægt
*og greinist hjá eldri karlmönnum
þannig að oft verða aðrir sjúkdómar
fyrri til að leggja menn að velli.
Éinnig getur meinið myndast hjá
mönnum á miðjum aldri en legið í
láginni og aldrei látið að sér kveða.
Meðal annars af þessum ástæðum
er ekki talið tímabært að gera hóp-
_leit að þessum sjúkdómi þar sem
"hætt er við að hópur karlmanna
Eiríkur
Jónsson
greindist sem ekki
þarfnaðist meðferðar.
Slæmu fréttimar eru
þó þær að um 40 ís-
lenskir karlmenn látast
úr þessum sjúkdómi ár-
lega og margir langt
fyrii' aldur fram eftir
langvinn veikindi.
Mestu líkurnar til að
koma í veg fyrir það er
greining meinsins á
framstigi og að beita
geislameðferð eða
skurðaðgerð. Einkenni
sjúkdómsins eru gjarn-
an tíð þvaglát, þvag-
tregða eða blóð í þvagi,
en jafnframt getur
meinið verið án einkenna. Blóðpróf
(PSA) og þreifing kirtilsins um enda-
þaiTn gefa vísbendingu um krabba-
meinið en sýnataka staðfestir grein-
inguna. Rétt er að taka fram að góð-
kynja stækkun í blöðruhálskirtli,
bólgur eða sýkingar era samt langal-
gengustu ástæður þvaglátarein-
kenna karla. Menn skyldu því ekki
láta sér detta fyrst í hug krabbamein
komi slík einkenni fram.
Meðal karlmanna hvílir dulúð og
leynd yfir blöðrahálskirtlinum, sem
hefur það hlutverk að næra og
vernda sæðisfrumur á ferðalagi milli
tveggja einstaklinga. Vegna hlut-
verks líffærisins og staðsetningar
nærri æðum og taugum getnaðar-
Skilaboð til íslenskra
karla eru að lifa ekki í
ótta og vanþekkingu
heldnr afla sér upplýs-
inga um þennan sjúk-
dóm og leita læknis ef
vart verður einkenna
frá þvagfærum, segir
Eiríkur Jónsson í
greinarflokki um karla
og krabbamein.
limsins geta sjúkdómar og meðferð
þeÚTa haft áhrif á kyngetu sem og
stjórnun þvagláta. Menn eru því oft
tregir til að leita læknis af ótta við
að sjúkdómar finnist sem þarfnist
meðferðai' er skert geti lífsgæðin.
Skilaboð til íslenski'a karla era að
lifa ekki í ótta og vanþekkingu held-
ur afla sér upplýsinga um þennan
sjúkdóm og leita sér læknis ef vart
verður einkenna frá þvagfærum.
Einkennalausir menn geta einnig
látið athuga blöðruhálskirtilinn og
mælt er með því að þeir geri það eft-
ir fímmtugt og jafnvel eftir fertugt
ef sterk ættarsaga er fyrir hendi.
Greinist þú með krabbamein í
blöðrahálskirtli standa til boða
margir valkostir sem spanna allt frá
reglubundnu eftirliti án meðferðar
upp í brottnám kirtilsins með
skurðaðgerð.
Höfundur eryfirlæknir þvagfæra-
skurðdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Erum við að
missa af
tölvuöld?
TÖLVUR og tölvu-
notkun eru orðin sam-
ofin nútímasamfélagi,
ekki síst því samfélagi
sem byggist á sér-
menntun og sértækum
hugtökum. Þörf hinna
ýmsu fræðigreina á
sérhæfðum hugbúnaði
er vel þekkt fyrir-
brigði í menntastofn-
unum um heim allan.
Því miður hefrn' æðsta
menntastofnun _ lands-
ins, Háskóli Islands,
ekki náð að fylgja því
þróunarferli í vél- og
hugbúnaði sem nauð-
synlegt er til að sú
fræðsla sem fer fram innan stofn-
unarinnar sé sambærileg við og
nýtist til fulls á hinum almenna
vinnumarkaði. Grannþekking á
tölvubúnaði og tölvunotkun er ekki
aðeins nauðsynleg innan mennta-
stofnana landsins heldur skilyrði
þess að hjól atvinnulífsins í hinu ís-
lenska samfélagi geti snúist. Það er
því ekki spurning að hagkvæmni
fyrirtækjanna við að fá tölvumennt-
að fólk úr grann- og framhaldsskól-
um landsins sparar fyrirtækjunum
ómældan tíma og peninga við þjálf-
un starfsliðsins. Hversu miklu
meiti yrði þá hagkvæmni í rekstri
fyrirtækja er starfa í þeim starfs-
greinum sem nýta sér
starfskrafta háskóla-
menntaðs fólks sem
flytti með sér þekk-
ingu og lausnir úr skól-
anum inn í fyrirtækin.
Ljóst er því að þróun
tölvunýtingar og
kennslu innan Háskól-
ans verður á öllum
tímum að taka mið af
þörfum og markmiðum
vinnumarkaðarins og
getur því ekki þróast
eðlilega án sterkra
tengsla við atvinnufyr-
irtækin. Virk þátttaka
fyrirtækjanna í upp-
byggingu þess verk-
efnis er óhjákvæmileg eigi lang-
tímamarkmið á sviði tölvuþekking-
ar að falla að framtíðarsýn atvinnu-
lífsins í landinu.
Lögkosnir fulltráar þjóðarinnar
á Alþingi virðast allir vera sam-
mála um nauðsyn stöðugrar endur-
nýjunar og endurmenntunar á sviði
tölvu- og samskiptatækni __ til að
styrkja samkeppnisstöðu Islands
gagnvart umheiminum. En fjárlög-
um Alþingis er þröngt sniðinn
stakkur og þótt almenn samstaða
sé um þessi mál er svo víða pottur
brotinn að sá skerfur sem lagður
hefur verið til þessa geira mennta-
mála hrekkur skammt.
Helen Mai'ía
Ólafsdóttir
„Húsið“
DAGANA 8.-10.
október 1998 mun
Kiwanishreyfingin á
Islandi standa fyrir
sölu á K-lyklinum sem
hefur verið seldur
þriðja hvert ár til
styrktar geðsjúkum.
Mörg verðug verkefni
hafa verið framkvæmd
t.d. bygging vemdaðs
vinnustaðar á Kleppi,
bygging áfangabú-
staðar í samvinnu við
Geðverndarfélagið og
kaup á sambýlum í
Reykjavík og á Akur-
eyri. Barna- og ung-
lingageðdeildin við
Dalbraut hefur einnig notið stuðn-
ings Kiwanishreyfingarinnar og
keypt var íbúð fyrir aðstandendur
geðsjúkra barna og unglinga. Að
þessu sinni mun Geðhjálp njóta
stuðningsins. Það eru samtök
þeirra sem þurfa eða hafa þurft
aðstoð vegna geðrænna vanda-
mála, aðstandenda og annars
áhugafólks um geðheilbrigðismál.
Tilgangur félagsins er að bæta hag
þeirra sem eiga við geðræn vanda-
mál að stríða og aðstandendur
þeirra.
Geðhjálp rekur m.a. félagsmið-
stöð, matstofu, skrifstofu og stuðn-
ingsþjónustu við búsetu á mörgum
þjónustustigum. Geðhjálp hefur frá
stofnun samtakanna 1979 verið í
leiguhúsnæði, en breyttir tímar
eru framundan því að heilbrigðis-
ráðherra og íjármálaráðherra af-
hentu Geðhjálp nú í vikunni hús til
eignar að Túngötu 7 í Reykjavík.
Áður en hægt verður að taka húsið
í notkun þarf að gera talsverðar
endurbætur á því innanhúss, Gísli
J.Johnsen stórkaupmaður byggði
húsið á árunum 1946-1947 en
seinni kona Gísla Anna E.O. John-
sen gaf það ríkinu til minningar um
mann sinn. Ekkert okkar hefur
undanþágubréf um að veikjast ekki
af geðsjúkdómi. Talið
er að fimmti hver ein-
staklingur þurfi ein-
hverntímann á ævinni
að glíma við veikindi af
geðrænum toga. Al-
þjóðlegi geðheilbrigð-
isdagurinn er 10. októ-
ber og í ár er fjallað
um mannréttindi og
geðheilbrigði og er því
vel við hæfi að stuðn-
ingur Kiwanismanna
bæti aðbúnað geð-
sjúkra. K lykillinn í ár
verður því „lykill að
framtíð Geðhjálpar."
Á þessum haustdög-
um er mikið talað um
„Húsið“ meðal þjónustuþega og
starfsmanna Geðhjálpar. Vænting-
amar eru miklar, við sjáum fyrir
Tilgangur félagsins,
segir Herdís Hólm-
steinsddttir, er að
bæta hag þeirra sem
eiga við geðræn vanda-
mál að stríða og að-
standendur þeirra.
okkur virknimiðstöð þar sem ein-
staklingar geta unnið í samræmi
við áhuga og getu, stóreflda félags-
miðstöð, aðstöðu fyrir fræðslu,
sj álfshj álparhópa, aðstandenda-
hópa, einnig verður efsta hæðin út-
búin með það í huga að þar geti bú-
ið 3 einstaklingar. Þið, góðir lands-
menn, getið tekið þátt í ævintýrinu
með okkur með því að kaupa K-
lykilinn þegar Kiwanismenn knýja
dyra.
Höfundur er hjúkrimarfræðingur,
starfar hjá Geðhjálp og er forstöðu■
maður sambylis fyrir geðfatlaða.
Herdís
Hólmsteinsdóttir