Morgunblaðið - 09.10.1998, Side 46
~y!6 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Valdimar Viggó
Nathanaelsson
fæddist á Þingeyri
við Dýraf]örð 11.
október 1903. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 1.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Nathanael Móses-
son, kaupmaður á
Þingeyri, f. á Ketils-
eyri við Dýrafjörö
13.4. 1878, d. 23.3.
1964. og Kristín
Ágústa Jónsdóttir, f.
á Nýjabæ á Seltjarn-
arnesi 1.8. 1881, d. 2.10. 1907.
Albræður hans voru Brynjólfur,
f. 31.8. 1902, d. 2.1. 1904 og Jón
Kristinn, f. 27.09. 1907, d. 10.10.
1907. Hálfsystkini hans eru:
Kristinn Ágúst, f. 15.9. 1917,
Kristín Ágústa, f. 14.10. 1917 og
Úlfar, f.14.8. 1932. Fóstursystk-
ini hans eru Guðráður Sigurðs-
son, f. 4.7. 1911, d. 18.4. 1994 og
Erla Sveinsdóttir, f. 23.10. 1916.
Hinn 19.9. 1931 kvæntist Viggó,
Unni Kristinsdóttur, f. 17.8.
1906, d. 11.11. 1994. Hún var
dóttir Kristins Guðlaugssonar,
bónda á Núpi í Dýrafirði, f.
13.11. 1868, d. 4.9. 1950, og
konu hans Rakelar Jónasdóttur,
f. 4.6. 1868, d. 2.4. 1948, sem
bæði voru Norðlendingar. Viggó
og Unnur eignuðust tvær dætur:
Kristínu Ágústu, f. 29.6. 1933,
gift Herði V. Jóhannssyni, f.
19.11. 1929. og eiga þau einn
son, Hörð Björn, f. 22.6. 1969, í
sambúð með Jónínu Sólborgu
Þórisdóttur. Rakel Margrét, f.
» 9.11. 1934, gift Sigurði S. Jóns-
syni og eru böm þeirra fjögur.
Mikill öðlingsmaður, Viggó Nat-
hanaelsson, lést í hárri elli 1. októ-
ber sl., tæplega 95 ára gamall.
Hann hélt sínu andlega atgervi
fram á síðustu stund, sáttur við
Guð og menn, tilbúinn að mæta
skapara sínum.
Fyrir u.þ.b. 48 árum Iágu leiðir
okkar saman, er ég kynntist dóttur
hans og síðar eiginkonu minni, Ra-
kel. Þá bjuggu þau hjónin, Unnur
og Viggó, í Skipasundi 27, en þar
bjuggu þau í 18 ár eða þar til þau
byggðu sér hús við Reynimel 63
ásamt systrum Unnar. Á Reynimel
áttu þau 27 hamingjurík ár í góðu
sambýli við nágranna sína, sem þau
tengdust miklum og góðum vin-
áttuböndum.
Þegar þessi bygging á Reynimel
hófst var Viggó orðinn 65 ára gam-
all og ekki beint á þeim aldri sem
menn yfírleitt eru þegar þeir ráð-
ast í byggingarframkvæmdir, og
það við lítil efni. Þarna var hann
vakinn og sofínn hvert kvöld og
hverja helgi um margra mánaða
skeið og unni sér ekki hvfldar fyrr
en íbúðin var fullbúin. Hann var
einstaklega lagtækur maður og
ósérhlífmn. Það var eins og allt léki
í höndum hans.
. ^ Aðalsmerki Viggós var hinn
óbflandi kjarkur, útsjónarsemi og
einstaklega jákvætt hugaríár.
Hann var fágætlega greiðvikinn og
hjálpsamur og fljótur til að rétta
fólki hjálparhönd og var það eins
og greiði við hann að gera öðrum
greiða. Allir voru velkomnir á
heimili þeirra hjóna, hvort sem var
til lengri eða skemmri dvalar.
Aldrei heyrði ég hann kvarta eða
hafa orð á því að efnin væru lítil, þó
vissi ég að tekjur hans voru alltaf
lágar.
Síðustu átta árin dvöldu þau hjón
“ *-á hjúkrunarheimilinu Skjóli, en
þangað þurftu þau að fara vegna
langvarandi heilsuleysis Unnar.
Viggó annaðist hana af mikilli um-
hyggju, en hún lést fyrir fjórum ár-
um.
Viggó undi hag sínum mjög vel á
Skjóli og átti þar fjölda vina, bæði
j^meðal vistmanna og starfsfólks, og
þótti honum innilega vænt um þau
1) Jón Gunnlaugur,
f. 29.11. 1952, d.
18.03. 1982, var
kvæntur Margréti
Jóhannsdóttur.
Börn þeirra eru Sig-
urður Sveinn og
Ástbjörg Rut. 2)
Viggó Valdimar, f.
11.02. 1954, kvænt-
ur Evu Haraldsdótt-
ur. Börn þeirra eru
Rakel Margrét, Jón
Gunnlaugur, Har-
aldur Stefán og
Tómas Aron. 3)
Unnur Kristín, f.
20.3. 1956, gift Þórði G. Lárus-
syni. Börn þeirra eru Hrafnhild-
ur Lára, Guðleif Edda og Sig-
urður Sveinn. 4) Edda Björg,
gift Konráð Sigurðssyni. Synir
þeirra eru Tandri Már og Darri
Steinn.
Viggó fór á fimmmánaða
íþróttanámskeið hjá ÍSÍ 1925.
Iþróttaskólann á Ollerup 1927-
1928. Hann fór margar sýning-
arferðir til útlanda með glímu-
og fímleikaflokkum. Hann
kenndi íþróttir, sund, fímleika
og glímu, víðsvegar á Vestfjörð-
um um margra ára bil. Við Hér-
aðsskólann á Núpi 1931-1939.
Til Reykjavíkur flutti hann
1939 og hóf þá kennslu við Mið-
bæjarskólann og Verslunarskól-
ann þar sem hann kenndi um
árabil. 1946 veiktist hann alvar-
lega og varð að hætta kennslu.
Eftir það stundaði hann hin
ýmsu störf þar til hann lét af
störfum 73 ára gamall.
Útför Viggós fer fram í dag
frá Neskirkju og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
öll. Við þökkum þeim hlýju þeirra,
umhyggjusemi og góðvild.
Ég tel mig hamingjumann að
hafa átt því láni að fagna að kynn-
ast þeim hjónum.
Þennan mikla heiðursmann kveð
ég nú með þökk og virðingu.
Blessuð sé minning hans.
Sigurður Jónsson.
Jæja elsku afí, þá ertu farinn frá
okkur. Þegar ég kom til þín síðast
varstu að vanda glaður í bragði
þótt ljóst væri að þér liði ekki vel.
Þú lést hins vegar á engu bera og
fórst strax að spyrja um hvað það
væri sem ég væri að gera í vinn-
unni þessa dagana. En þannig
varst þú nú einu sinni, alltaf að
hugsa um aðra. Ég man aldrei eftir
þér öðruvísi en ánægðum með lífið
og tilveruna og alltaf varstu tilbú-
inn með þinni óþrjótandi þolinmæði
að hjálpa og leiðbeina öðrum.
Ég hugsa oft um hvemig við í
gamla daga bröskuðum með ýmis-
legt tengt rafmagni og vélum sem
þú vissir svo mikið um. Það var
alltaf gaman hjá þér og ömmu á
Reynimelnum, þú kenndir mér
hvernig ætti að slá út rafmagninu í
skólanum við litla hrifningu ömmu
og mömmu. Efnafræðina notuðum
við til að búa til eitthvað skemmti-
legt til notkunar á gamlárskvöld
við enn fálegri undirtektir og þú
brostir svo þínu breiðasta þegar við
báðir vorum „sendir í skammar-
krókinn". Þú varst hinn eini sanni
afi með fullan skilning á því hvern-
ig hófsöm prakkarastrik áttu að
fara fram, hetja í mínum augum, og
ert ennþá.
Þú yfirgafst okkur á fímmtu-
dagsmorgni, eins og allt í einu væri
búið að ákveða að nú ættirðu að
fara á betri stað. Mér finnst svo
skrýtið að ég eigi aldrei eftir að
fara í heimsókn til þín í Skjól og
ræða við þig um heima og geima.
Þú ert farinn með næstum heila öld
af kunnáttu og reynslu með þér.
Ég kveð þig því, elsku afí minn, vit-
andi það að þú ert á betri stað.
Þinn
Hörður Björn.
Lífið er eins og gangur sólarinn-
ar. Hún kemur upp að morgni, án
þess að vita hvað dagurinn ber í
skauti sér. Hún skín yfir daginn, ylj-
ar lífverum jarðar og sest svo þegar
kvöldar og hlutverki hennar er lokið
þann daginn. Þótt sólarlaginu fylgi
söknuður, erum við samt aíltaf
þakklát fyrir þær stundir sem sólin
yljaði okkm' með geislum sínum.
Það var komið að sólarlagi hjá afa
langa. Það er ótrúlega sárt þegar
leiðir skilja, en minningarnar um
einstakan mann, besta „langa“ í
heimi, lina sársukann.
Afi var sannkallað gull, alltaf svo
hress og jákvæður, lumaði á ótelj-
andi skemmtilegum sögum að segja
frá og hafði alltaf tíma fyrir okkur
öll. Það var alltaf svo gaman að
hitta hann, spjalla við hann, jafnvel
tímunum saman, skoða kvikmynd-
irnar hans, tefla við hann eða reyna
að leysa ráðgáturnai' á bak við gald-
rana hans. Ekki minnkaði fjörið
þegar hann steypti sér í handahlaup
eða stóð á haus úti í garði kominn á
níræðisaldur, lagðist með léttum
leik á magann á gólfið til að fara í
sjómann, eða reigði sig allan og
teygði fram og aftur, til að sýna og
sanna að hann væri stálhraustur og
hefði aldrei fengið gigt! Já, afi langi
var aðdáunarverður og skemmtileg-
ur persónuleiki.
Élsku afi! Þú varst engum líkur
og það eru forréttindi að hafa átt
þig að! Okkur þykir óendanlega
vænt um þig og varðveitum minn-
ingu þína í hjörtum okkar. Takk
íyrir allt.
Vindurinn næðir
og skýin fella tár.
Sterk fóðurhönd
strýkur huggandi
um höfuð grátandi barnsins.
Sorgarkiprumar í andliti þess
rista djúpt.
Skyndilega hættir barnið að gráta
og yfir andlit þess færist hamingjubros.
Það á minningar.
Góðar minningar
um fegurð sólarinnar
yl geisla hennar
og gleði hjartans í návist hennar.
Kraftur sólarinnar
í bijósti barnsins
mun fylgja því
og varðveita hamingjuna í hjarta þess.
(Ástbjörg Rut Jónsdóttir)
Afi, þú ert okkar sól.
Langafabörnin.
Einhvern veginn er það svo að
maður hugsar ekki um lífið íyiT en
dauðinn kveður dyra. Um líf þess
sem er nú ekki lengur með manni,
er farinn á aðrar víddir tilvenmnar.
Elskulegur afi minn hefur kvatt
þennan heim. Nákvæmlega eins og
maður átti von á frá honum, án þess
að trufla nokkurn eða gera neitt
ónæði, bara fór. Hálfslappur eins og
hann sagði, en ekkert alvarlegt.
„Fyrirgefðu," sagði hann við spila-
félaga sinn á neðri hæðinni í Skjóli,
sem kvartaði yfir að hann kæmi
ekki niður að spila eins og venju-
lega, „ég skil þetta ekki, ég er hálf-
slappur, á erfitt með gang en ég
kem örugglega á morgun, en hvem-
ig líður þér?“
Afi var svo einstök manngerð að
erfitt er um lýsingar. Hann átti
bara gott í hjarta, aldrei slæmar
hugsanir um nokkurn mann.
Æska mín er umlukt geislandi
minningum um afa, hvflík þolin-
mæði, gæska og hjartahlýja, að
erfitt er að lýsa. Hvenær sem var,
hvar sem var. AJltaf gat afi hjálpað,
veitt manni hlýju á sinn einstaka
hátt. Öll uppvaxtarár okkar systkin-
anna em tengd afa og ömmu með
einum eða öðrum hætti.
Við bræðurnir vora fimm og sex
ára þegar afi sagði að nú væri kom-
inn tími til að læra að synda. Dag-
lega fóram við úr Skipasundinu í
gömlu Sundlaugarnar í Laugar-
dalnum þangað til við voram syndir.
Þetta era ótrúlega skemmtilegar
minningar úr æskunni. Þegar við
fóram í bflnum niður í laugar var til-
hlökkunin svo mikil að hún verður
ávallt minnisstæð. Alltaf var tími til
leikja á milli, þar sem afi var með á
fullu, alltaf eitthvað nýtt sem auð-
vitað var partur af að læra að
synda.
Á aímælum okkar systkinanna
sýndi hann kvikmyndir, þurfti bæði
að leigja vél og myndir og hafði
mildð fyrir.
í eina skiptið á ævinni sem ég
man eftir að afi hafi reiðst okkur
var eftir eitt aftnælið. Við bræðurn-
ir komumst að þeiiri niðurstöðu að
þarna væri komin góð fjáröflunar-
leið og daginn eftir seldum við inn á
kvikmyndasýningu, því afi hafði
ekki komist til að skila vélinni. Vélin
bilaði í miðri sýningu. Þvflíkt áfall
og þvflík skelfíng. Þetta var í eina
skiptið sem afi skammaði okkur,
hann átti ekki vélina sjálfur og var í
ábyrgð og ekki var hann fjáður.
Hann tók það mjög alvarlega ef ein-
hver lánaði honum eitthvað. Við
grétum af skömm í sólarhring og
földum okkur þegar afi kom næst í
heimsókn en hann leitaði okkur
uppi og gerði gott úr öllu, fyrirgaf
okkur og benti okkur á að taka
aldrei það sem við ekki ættum og
hefðum ekki leyfi til að nota.
Öll mín æskuár era tengd afa
með leikjum, spilamennsku og ekki
síst taflmennsku. Afi elskaði að tefla
og var ágætur taflmaður. Ég minn-
ist hins ólýsanlega hláturs þegar
hann var búinn að setja mann í
gildra, „þú mátt taka upp“, en eftir
tvo leiki var maður mát og það
ískraði í afa. Ef maður náði að máta
var hann búinn að stilla taflmönn-
unum upp á sekúndubroti og búinn
að leika fyrsta leik áður en maður
náði að anda, honum líkaði ekki vel
að tapa. En þetta þroskaði okkur,
leiddi okkur inn á keppnisbraut og
vakti okkur til umhugsunar, athygli
og yfivegunar.
Ég sagði alltaf, þegar ég var lítill
„ég heiti líka Viggó eins og afi
minn“. Ég var ákaflega stoltur af að
bera nafnið hans og ekki hefur það
breyst í áranna rás. Milli okkar var
sterkur strengur, og það var okkur
Evu og börnunum mikil gleði þegar
afi kom í heimsókn til okkar tii
Þýskalands, meira að segja í þrí-
gang. Við og afi ráðgerðum að hann
mundi eyða 95 ára afmælisdeginum
hjá okkur í Þýskalandi og það var
mikil tilhlökkun á báða bóga. En því
miður komst afi ekki í þá ferð held-
ur fór í aðra lengri.
Lífsklukka afa var einstaklega
falleg, þolinmæði, gæska, elskusemi
við allt og alla hvort sem um var að
ræða dýr eða menn. Börn hændust
að honum enda hafði hann yndi af
börnum.
Ég kveð hann með djúpri virð-
ingu.
Blessuð sé minning hans.
Viggó.
Elsku besti afi.
Það er erfitt að setjast niður og
skrifa þér kveðju. Fráfall þitt vekur
trega, söknuð en einnig góðar minn-
ingai' frá liðnum áram.
Jákvæðai'i og bónbetri mann var
vart hægt að hugsa sér. Þú varst
þúsundþjalasmiður og ef eitthvað
bilaði hjá fjölskyldunni var við-
kvæðið „afi hlýtur að geta lagað
þetta“.
I mörg ár hugsaðir þú um ömmu
heima, sem orðin vai' sjúklingur, af
miklu æðruleysi og óeigingimi. Síð-
ar sastu löngum stundum hjá henni
í Skjóli.
Mikill íþróttamaður varstu og
vora glíma, fimleikar og skákíþrótt-
in í fyrsta sæti. I september sl. fórst
þú helsjúkur á þing Glímusam-
bandsins og efa ég að nokkur hafi
vitað að þú værir lasinn.
Þú elskaðir að ferðast og sem
ungur maður fórstu nokkrar ferðir
til útianda að sýna glímu og fim-
leika. Hápunkturinn var þó ferðin á
Ólympíuleikana í Berlín 1936. Þið
amma fórað einnig nokkrar ferðir
til útlanda saman og höfðuð gaman
af. Það lýsir vel kjarki þínum og
dugnaði þegar þú fórst einn til Du-
blin eftir 90 ára afrnælið þitt.
Við barnabörnin og síðar barna-
barnabörnin voram stoltið ykkar
ömmu. Þegar einhver var að fara í
VALDIMAR VIGGO
, NATHANAELSSON
ferð voruð þið fyrst til að leggja í
ferðasjóð.
Þú varst alla tíð bindindismaður á
vín og tóbak. Þú varst það fyrir
sjálfan þig og varst ekkert að
predika, en þér fannst það samt
góður kostur að vera bindindismað-
ur.
Þið amma settuð það ekki fyrir
ykkur að passa elstu dóttur mína
þegar dagmamman eða hún vora
veikar, þá komin á áttræðisaldur-
inn. Man hún enn vísurnar og leik-
ina sem þið kennduð henni. Gælu-
nafnið sem þið gáfuð henni, Happy,
sögðu þið vera vegna sameiginlegr-
ar gleði ykkar að vera saman.
Elsku afi, þakka þér samfylgdina.
Minningin um þig mun auðga líf
okkar.
Unnur Kristín Sigurðardóttir.
Elsku afi minn, komið er að
kveðjustund. Margs er að minnast
og allar minningar þér tengdar eru
svo ljúfar. Þú varst einstakur fyrir
svo marga hluti. Æðraleysi þitt,
prúðmennsku og stillingu. Ég hef
aldrei séð þig skipta skapi og aldrei
minnist ég þess að þú hafir svo mik-
ið sem hastað á mig og hvað þá
skammað mig. Þú virtist eiga
óþrjótandi þolinmæði og tímunum
saman gastu leikið við okkur krakk-
ana og síðar barnabarnabörnin,
falið með okkur hlut, spilað á spil
eða farið í frúna frá Hamborg. Það
var hreinlega mannbætandi að vera
í kringum þig.
Við fórum gjarnan í keppni í hinu
og þessu og gafstu okkur ekki
þumlung eftir, því þú gafst aldrei
upp í því sem þú tókst þér fyrir
hendur. Eitt skiptið fóram við í
keppni í hvort okkar gæti staðið
lengm' á öðrum fæti. Hvoragt okkar
var til í að gefa sig og eftir þó
nokkra stund endaði það svo með
því að þú dast og braust stól í stof-
unni. Amma brást heldur illa við,
sem von var. Það haggaði þér fátt
og þú sagði með þínu einstaka yfir-
vegaða fasi: „Unnur mín, ég laga
bara stólinn." Og þú varst líka bú-
inn að því daginn eftir. Við vorum
sammála um að stóllinn væri mun
fallegri eftir viðgerðina. Og þú
kunnir sko að gera við, það var
sama hvar niður var borið; smíðar,
rafmagn, bíllinn, og svo þegar
dúkkur eða bflar okkar krakkanna
töldust ónýt gat afi altaf komið því í
gang aftur. Síðast fyiir tveimur ár-
um, þegar þú varst 93 ára, lágum
við á gólfinu hjá Viggó og Evu í
Þýskalandi og fórum í sjómann. Þú
varst slíkt hraustmenni að hvorki
ég né barnabarnabörnin höfðum
roð við þér í þeim leik.
Flesta daga byrjaðir þú á því að
fara í sund og gufu. Þú gekkst tein-
réttur og léttur í bragði og ef ein-
hver tók undir amiinn á þér tókstu
gjarnan eitt aukaskref til að ganga í
takt.
Við rifjuðum oft upp þegar við
fóram til Danmerkur og Noregs
þegar ég var tíu ára. Við fóram m.a.
til Bergen. Strax við komuna ákváð-
um við að fara út fyrir og skoða að-
eins í kringum okkur, sem endaði
með því að við gleymdum okkur á
aðra klukkustund - við vorum
hundskömmuð þegar við komum til
baka, enda héldu amma og mamma
að eitthvað hræðilegt hefði komið
fyrir okkur. Svo fóram við í Tívolí í
Kaupmannahöfn og vorum mætt
um leið og opnað var. Heim fórum
við ekki fyrr en flest tækin í garðin-
um höfðu verið prófuð, en það tók
okkur um tíu klukkustundir án þess
að taka matarhlé. Þegai' dagurinn
var á enda litum við út eins og kola-
námumenn og við enn einu sinni bú-
in að valda samferðafólki okkar
miklum áhyggjum og það að bíða
eftir okkur.
Þú varst lífsglaður allar stundir
og þráðir afar heitt að komast til
Viggós og Evu í Þýskalandi til að
halda upp á 95 ára afmæli þitt, ég er
þess líka fullviss að það gerir þú
þótt með öðrum hætti verði.
Síðustu vikurnar varstu búinn að
vera veikur og veikari en þú lést
uppi. Allt til hins síðasta sagðir þú
að þér liði vel.
Ég er Guði þakklát fyrir að hafa