Morgunblaðið - 09.10.1998, Page 47

Morgunblaðið - 09.10.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 49* átt jafn einstakan afa og þú varst og að bömin mín skyldu eiga jafn góð- an langafa. Og þakklát fyrir að veik- indi þín tóku ekki lengri tima en raun varð - þú kunnir því illa að liggja og láta hjúkra þér, því þú varst vanur að sitja hinum megin við borðið hjá svo mörgum. Frá ömmu vékstu aldrei í hennar erfiðu veikindum og ég veit að mörgum vistmönnum á Skjóli léttir þú lífið með þinni einstöku nærveru. Þér leið vel á Skjóli og allt starfs- fólk þar var þér afar gott. Það er með miklu stolti sem ég mun minnast þín í framtíðinni. Með þakklæti í huga kveð ég þig og ég veit að amma og Gulli bróðir hafa tekið vel á móti þér. Guð fylgi þér, elsku afi minn. Þín Edda Björg. Það er alltaf sár stund þegar við kveðjum hinsta sinni kærkominn vin og ættingja. Svo var einnig þegar ég frétti andlát Viggós afa, en samt var ég þakklát. Eg var þakklát almættinu fyrir að uppfylla hinstu óskir yndis- legs öldungs. Hann óskaði þess að hann fengi að sofna svefninum langa í rúminu sínu og að veikindin drægjust ekki á langinn. Viggó fékk svo sannarlega þessar óskir upp- fylltar, því aðeins þremur vikum eftir sjúkdómsgreiningu varð hann allur í rúminu sínu á Skjóli við Kleppsveg rétt tæplega 95 ára að aldri. Ég kynntist Viggó afa fyrir 26 ár- um þegar leiðir mínar og elsta dótt- ursonar hans Jóns Gunnlaugs Sig- urðssonar lágu saman. Viggó afi og Unnur amma eins og við kölluðum þau hjónin á Reynimelnum tóku mér strax eins og einu af sínum bamabömum. Þau voru yndisleg hjón. Falleg, góð, jákvæðar persón- ur og alltaf glöð. Þau unnu fjöl- skyldunni framar öllu og vora mjög samhent. Þegar við Gulli eignuð- umst börnin tvö, Sigurð Svein og Astbjörgu Rut, voru þau augastein- ar langa og löngu á Reynimel. Seinna bættust fleiri augasteinar í barnabarnahópinn og alltaf var næg hiýja og rými fyrir alla einstaklinga í hjörtum Viggós og Unnar. Viggó var einstakur maður. Ég hef ekki kynnst nokkurri mann- eskju sem hafði slíkt lundarfar sem hann. Hann var alltaf jákvæður, geðgóður og umhyggjusamur. Þegar bömin okkar Gulla vora lítil, vora ýmis leikfóng tekin í sund- ur eins og forvitið smáfólk vill gera. En sjaldnast gátu litlir fingur sett hlutina saman aftur. Þá var farið með leikfongin til Viggós langa og hann gat lagað allt. Viggó var mikill hagleiksmaður. Hann var mjög vandvirkur og hugmyndaríkur. Þegar þau hjónin bjuggu ennþá á Reynimelnum og vora á áttræðis- aldri, bjó hann til lítið gufubað í sturtukiefanum hjá þeim og festi stól við vegginn, svo hægt væri að láta fara vel um sig. Eitt sinn þegar við voram í heim- sókn á Reynimelnum á góðviðris- degi, fór ég með Viggó og bömun- um út í garð og hann var að sýna okkur blómin sem þau hjónin voru að rækta. Við fóram í leiki með krökkunum, en Viggó var alltaf til í smáglens. Þá vissum við ekki fyrr en hann fór í handstöðu og lét sig ekki muna um að ganga á höndum eins og unglingur. Þá var maðurinn kominn yfir 75 árin. Viggó var íþróttakennari að mennt. Hann sótti íþróttanámskeið ÍSÍ 1924-1925 lærði í íþróttaskól- anum í Ollerap í Danmörku 1927-1928 og sótti námskeið í sjúkraleikfimi í Kaupmannahöfn 1928. Viggó kenndi vestur á Núpi við Dýrafjörð og á Þingeyri, en hann var Vestfirðingur að ætt. Árin 1945-1955 var Viggó starfsmaður við Kvikmyndasafn Ríkisins í Reykjavík. Hann tók oft kvikmynd- ir við ýmis tækifæri en það var fá- títt á þeim áram. Þegar Viggó flutti að Skjóli við Kleppsveg, fékk hann aðstöðu til að vinna að hugðarefnum sínum og flutti gamlar kvikmyndir inn á myndbandsspólur nútímans. Þessi aðstaða var honum mjög mik- ilvæg. Viggó var alla tíð mikið fyrir íþróttir og þá sérstaklega fyrir ís- lenska glímu, en hann var virkur þátttakandi í glímufélaginu á Þing- eyri á þriðja áratugnum. Aðeins viku fyrir andlátið, sagði hann mér og fjölskyldu sinni frá kennurunum á Þingeyri, gömlum vinum sínum og glímufélaginu. Þá leiftraði hann af áhuga yfir þessari göfugu og gömlu þjóðaríþrótt íslendinga. Hann hlakkaði einnig til það sama kvöld, því hann hugðist horfa á þátt í sjón- varpinu sem helgaður var glímunni og það átti nú við hann. Viggó var stöðugt að gleðja aðra. Hann gaf endalaust af elsku sinni og geðprýði og hver sem kynnist þannig persónu á lífsleiðinni er rík- ari en áður. Elsku Viggó afi. Okkar bestu þakkir fyrir allt. Við munum aldrei gleyma þér. Margi'ét Jóhannsdóttir og fjölskylda, Háhóli. Viggó bróir! Okkur Eddu systir langar til að þakka þér fyrir allt sem þú varst okkur í gegnum árin öll frá fyrstu til hins síðasta. Þú varst stolt heimilisins á Vertshúsinu á Þingeyri, þú náðir því takmarki að fá flesta Þingeyringa til að stunda íþróttir, þú varst íþróttamaður af lífi og sál, stundaðir ekki íþróttir til keppni heldur til að öðlast betra líf. 94 ára á Skjóli vora íþróttimar þér svo mikils virði að þú kenndir þær sambýlingum þínum. Bróðir! Það er svo margs að minnast þú hafðir mörg áhugamál og fram á síðasta dag vannst þú að kvikmyndunum þínum en frá því ég man fyrst hafð- ir þú yndi af myndum. Þú varst alltaf maðurinn sem gaf. Jafnvel á dánarstundu varst þú fyrirmyndin. Við þökkum hjúkranarkonunni henni Ingrid sem bjó þig undir heimferðina og hjúkrunarheimilinu Slqóli fyrir yndislega ummönnun. Edda og Gústi Nathanaels. Viggó Nathanaelsson verður okk- ur starfsfólki að Hjúkranarheimil- inu Skjóli lengi minnisstæður. Hann kom hingað 1990 ásamt konu sinni, Unni Kristinsdóttur, sem hafði misst heilsuna. Það var aðdáunar- vert hvemig Viggó hugsaði um konu sína og vék vart frá henni tímunum saman, en Unnur lést á Skjóli 1994. Lífshlaup Viggós var fyrir margra hluta sakir mjög merkilegt. Hann var meðal þeirra fyrstu sem náði tökum á því að fara með kvik- myndatökuvél og margir atburðir hafa varðveist frá gleymsku vegna þess að Viggó festi þá á filmu. Við í Skjóli nutum þess því nú eigum við minningar allt frá fyrstu dögum heimilisins frá merkisatburðum og samkomum okkar og ferðum. Það var alltaf skemmtilegt að ræða við Viggó og heyra hann segja frá vera sinni í Danmörku og glímu- dögum sínum. Hann var í glímu- hópnum sem sýndi á Ólympíuleik- unum 1936 og honum var einnig boðin þátttaka í landsliði Dana í fimleikum, en Danir vora mjög framarlega í þeirri grein. En það hvarflaði aldrei að Viggó að keppa undir öðram fána en þeim íslenska en þetta boð sýnir hve frábær íþróttamaður Viggó var. Áhugi hans á íþróttum hélst alla tíð og hér í Skjóli stóð hann fyrir léttum leik- fimisæfingum fyrir þá sem vildu. Hann var einnig stoð og stytta nokkurra einstæðinga og hjálpaði þeim á alla lund. Samband hans við dætur sínar og fjölskyldur þeirra vai’ ákaflega náið. Við hér í Skjóli voram meðal þeirra fyrstu sem fréttu um úrslit leikja þegar þýska liðið Wuppertal lék, því þeir nafnar hringdust á eftir hvern leik og greinilegt að hann var stolt- ur af nafna sínum og fjölskyldu hans. Ferðir Viggós til Þýskalands voru honum mikill gleðigjafi og hann hlakkaði mikið til þess að heimsælqa nafna sinn í haust. Viggó vildi veg Skjóls sem mestan og fyrir tæpu ári afhenti hann að gjöf vandað sjónvarp og segulband í minningu konu sinnar og sagðist vona að þessi tæki kæmu að góðum notum í fræðslustarfi fyrir starfsfólk og til skemmtunar fyrir heimilisfólk. Daglega kom hann á skrifstofuna til þess að aðgæta póstinn og rabba við okkur starfsfólkið. Við eigum eftir að sakna þessara stunda. Fyrir tæpum mánuði var ljóst hvert stefndi. Viggó lét sig þó ekki frekar en fyrri daginn og talaði um slen og sínu andlega þreki hélt hann allt fram til þess síðasta. Það á ekki að koma neinum á óvart þegar tæplega 95 ára öldung- ur hverfur af sjónarsviðinu. Okkur er efst í huga það glaðlega viðmót sem alltaf fylgdi honum og við gleðjumst yfir því að veikinda- stríðið var ekki langt. Það var mannbætandi að um- gangast Viggó Nathanaelsson. Um leið og við kveðjum þennan heiðurs- mann þá sendum við dætram hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðj ur. F.h. starfsfólks Slqóls, Rúnar Brynjólfsson. Nokkra sérstöðu hafa kauptúnin þrjú í Vestur-ísafjarðarsýslu í íþróttasögu þjóðarinnar með því að félögin sem þar vinna að íþróttum einkennast með sérheiti sínu sem íþróttafélag þótt þau séu stofnuð frá 1904 til 1933, þegar ungmennafélög vora að stofnast. Þetta sýnir hve er- lend áhrif á líkamsæfingar og íþróttir vora sterk á þessum slóðum þar sem erlendir athafnamenn sem komu sjóleiðina settust að. Margir þeirra stofnuðu til íþróttaæfínga sem leiddu til félagsstofnana. Á Þingeyri var á jólaföstu 1904 stofnað Iþróttafélagið Höfrungur, sem enn starfar. Nafngiftin bendir á hvaða atvinnu aðkomumennirnir stunduðu. Undravert er hve íbúarn- ir urðu áhugasamir um iðkun íþrótta þá einkum leikfimi. Meira að segja fjölhæfur afh-aunamaður kom fram meðal þeiira. Inn í þetta íþróttasinnaða þorpslíf fæddist Viggó Nathanaelsson 1905. Hann var ekki margra ára er hann var stöðugur í handstöðu, þaut sem þeytispjald á handahlaupi og réð við algengustu leikfimistökk. Við utanverðan Dýrafjörð norð- vestanverðan, tók 1906 til starfa lýðskóli að bænum Núpi. Hann varð skjótt eftirsóttur að verðleikum og markvert í fari hans, að líkamsæf- ingar og íþróttir urðu fljótt í starfi hins þröngsetna skóla. Borðstofa var reist 1908, þar sem opnaðist aðstaða til líkamsæfinga. Undravert hve til skólans réðust áhugasamir kunnáttumenn um íþróttir. Til þessara manna sótti Viggó áhrif og kunnáttu. íþrótta- kennari er hann orðinn við Núps- skóla 1931. Þá er þessi fátæki sveitaskóli búinn að koma fyrir í kjaUara rafhitaðri sundlaug, svo að þessi 26 ára fjöUærði íþróttamaður frá Þingeyri hefur aðstöðu fyrir námsgreinar sínar í 8x6 m laug og á álíka stóram gólffleti í borðstofu. Ötulleiki kennarans yfirsteig þrengslin. Þekkt og áhrifaríkt var íþrótta- námskeið ÍR 1922 með kennslu norsks og íslenskra íþróttakennara, sem vestfirskir skólamenn sóttu, því varð sókn á námskeið ÍSÍ 1925 góð, þar sem Jón Þorsteinsson var aðalkennari. Námskeiðið sótti Viggó. Þá er Jón að undirbúa glímuför UMFÍ til Noregs og valdi Viggó í glímumannaflokk sem sýndi glímu á 19 stöðum. Sumarið 1926 ferðaðist Jón á eigin vegum með glímumenn um Danmörku, en naut trausts stuðnings Nielsar Bukhs skólastjóra í íþróttalýðskólanum í Ollerap á Fjóni. Nemandi í skóla N. Bukhs var Viggó í tvo vetur og frækni hans í leikfimi var það frá- bær, að Niels valdi hann í sýninga- flokk, sem hann ferðaðist með er- lendis. Slíkt val þótti mikil sæmd. Einn annar íslendingur náði svona langt, það var Haraldur Svein- björnsson (bróðir Valdimars). Enn var Jón Þorsteinsson á far- aldsfæti með flokk sem sýndi leik- fimi og glímu. Að baki ferðarinnar stóð félagið Germanía. Sýningar urðu í 29 borgum Þýskalands. Einn í flokknum var Viggó. Fæmi hans í leikfimi fékk að njóta sín vel og fékk hann oft að heyra viðurkenningar- klapp. Lipurð, styrkur og stökk- færni á dýnu og áhöldum skipuðu Viggó á bekk alþjóða kappa. Eitt skemmtiatriði á alþingishátíð 1930 var bændaglíma. Var Viggó bóndi annarrar sveitarinnar. Að Miðbæjarskólanum í Reykja- vik réðst Viggó 1940. Afleiðing veik- inda orsakaði að hann felldi niður íþróttakennslu og réðst til Fræðslu- málaskrifstofunnar til að annast af- greiðslu fræðslumynda og sýninga- tækja. Einnig sá hann um fyrir- greiðslu útvegunarbeiðna skóla á landsbyggðinni. Greiðvikni hans naut viðurkenningar. Starfsmaður umferðarmálanefndar Reykjavikur var hann 1959 - 1963 og þá til 1968 annaðist Viggó myndmótasafn Morgunblaðsins. Meðan Viggó var kennari að Núpi, fór hann að sumarlagi til sundkennslu. Sundstaðirnir vora: Reykjanes við Djúp (3 sumur); Súg- andafjarðarlaug (4 sumur). For- maður íþróttafél. Höfrungs var Viggó 1927 - 1931 og umf. Mýrarhr. 1934 - 1939 og Dýrfirðingafél. í Reykjavík 1950 - 1954. Velvirkur var Viggó í félögunum og hlaut því að verða heiðursfélagi þeirra. Hérðassamband V-ísafjarðar- sýslu sæmdi hann heiðursskildi 1977. Uppúr 1940 tók Viggó að taka kvikmyndir. Hann náði á þessari iðn góðum tökum. Eftir hann liggja t.d. tvær myndir frá sýningaferðum Jóns Þorsteinssonar. Viggó var góður félagi. Þann 5. september síðastliðinn sótti hann ráðstefnu Glímusamb. Islands. Góð- um félaga skulu þakkaðar margar sameiginlegar iðkunar- og sýninga- stundir, - og sú fyrirmynd sem margir áttu í honum. Samúð skal vottuð dætram og öðram ættingjum þessa mæta fé- laga og íþróttamanns. Þorsteinn Einarsson. T' Öðlingur er látinn, Viggó Natr hanaelsson, nær 95 ára gamall. Ég kynntist Viggó fyrst í Miðbæjar- bamaskólanum þar sem hann kenndi leikfimi. Þar var sannai-lega réttur maður á réttum stað. Við- mótið við drengina bæði alúðlegt og hvetjandi þótt ekki dygði það öllum til íþróttaafreka. Síðustu tímana fyiir jól var beðið með eftirvænt- ingu en þá breytti Viggó leik- fimisalnum í leiktækjaframskóg, þar sem Tarzan og Gúmmí-Tarzan^. léku sér hlið við hlið undir vökulum ‘ augum stjórnandans. Ógleymanleg- ar stundir, enda geta þeir sem era góðir við böm vænst ævilangs þakklætis. Áratugum síðar urðum við Viggó næstu nágrannar vestast á Reyni- melnum. Maðurinn var hinn sami. Sama ljúfa viðmótið og hjálpsemin. Vantaði eitthvað til lagfæringa var sjaldgæft að rétta verkfærið fyndist ekki í bílskúmum hjá Viggó og hann hafði verksvit þúsundþjala- * smiðsins, sem sýndi sig í viðhaldi hans á húsi og bfl. Móðir mín náði einnig góðu sam- bandi við Viggó og Unni konu hans og systur hennar á efri hæðinM* Síðan naut fjölskylda mín sama við- móts á Reynimel 63. Góðir grannar eru gulli betri. Þegar Viggó flutti í Skjól eftir að Unnur missti heilsuna varð hann jafn vinsæll þar og í barnaskólanum forðum. Nú fékk hann gamla fólkið til að hreyfa sig og stjómaði æfing- um þess við góðar undirtektir. Þannig liðu síðustu ár þessa síunga öldungs sem hélt uppi merki góð- vildar og manngæsku í hartnær heila öld. Valdimar Kristinsson. + ÍRIS EGGERTSDÓTTIR, Heiðarholti 12, Keflavik, sem lést mánudaginn 5. október, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, á morgun, laug- ardaginn 10. október, kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Sigurður J. Guðmundsson, Einar Már Sigurðsson, Eggert B. Sigurðsson, Eygló Björg Óladóttir, Kristinn Þorsteinsson, bróðir, tengdaforeldrar og aðrir aðstandendur. + Ástkær bróðir okkar og frændi, BJARNI SIGURÐSSON bóndi, Vigdísarstöðum, sem lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga verður jarðsunginn frá Melstað, á morgun, laugar- daginn 10. október, kl. 14.00. Margrét Sigurðardóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir, Sigurgeir Magnússon, Sigurður Magnússon, Helga Magnúsdóttir. + Faðir okkar, ÞORGRÍMUR STARRI BJÖRGVINSSON bóndi í Garði, Mývatnssveit, verður jarðsunginn frá Skútustaðakirkju mánudaginn 12. október kl. 14.00 Fyrir hönd aðstandenda, börn hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.