Morgunblaðið - 09.10.1998, Síða 54

Morgunblaðið - 09.10.1998, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Ljóska BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Er góðærið hjá öryrkjum? Frá Guðbjörgu Hermannsdóttur: NÝLEGA efndu öryrkjar til mót- mæla við Alþingishúsið. Ekki veit ég hvort það hafði einhver áhrif, eða muni hafa áhrif. Fáir gera sér grein fyrir hvað það þýðir að vera öryrki í raun, enda er orðið ofnotað og alls óhæft til að skýra þann reginmun sem er á hinum raunverulega ör- yrkja og þeim sem hafa á einhvem hátt skerta starfsorku en eru þó vinnufærir að hluta til eða öllu leyti. Talað er meira segja um 10% ör- yrkja. Samkvæmt orðabók Menn- ingarsjóðs (1963 útg.) þýðir orðið öryrki: maður sem hefur tapað minnst fjórða hluta starfsorku sinn- ar vegna heilsubilunar, meiðsla. A þessum tíma árs þarf ég alltaf að íhuga kjör þessa fólks því þetta er sá tími sem ég þarf alltaf að kæra skattskýrslu ungrar konu sem er raunverulegur og 100% öryrki (75% er það kallað, hvers vegna veit ég ekki). A hverju áii sér skatturinn einhverja bitlinga. I ár var það fé- lagsleg aðstoð við að komast í búð og fleira sem Félagsmálastofnun hefur veitt af greiðasemi sinni en gleymt að taka af staðgreiðslu, eða álitið það ekki skattskylt. í fyrra var það aðstoð vegna verulegs tann- læknakostnaðar. Og enn einu sinni heimta þeir læknisvottorð. Mér varð það á að spyrja elskulega konu hjá skattinum hvers vegna skattur- inn héldi að hún hefði engar tekjur nema örorkubætur, hvort það benti ekki til að hún væri öryrki. Nei, læknisvottorð skyldi fylgja og ekk- ert múður. Læknisvottorð kostar 1.000 kr. eftir skatt. Pað kostar líka að komast til læknisins og svo aftur heim og það er líka greitt af pening- um eftir skatt. Hér er ljóst að hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gjörir og tekur ekki mark á því þó hún frétti það. Vandamálið við orðið öryrki eins og það er skráð hjá Menningarsjóði er að það er marklaust. Allir missa starfsorku á æviskeiði sínu. Sam- kvæmt því eru allir eldri borgarar öryrkjar því allir hafa þeir misst að minnsta kosti fjórðung starfsorku sinnar frá því þeir voru ungir. Og ekki þarf elli til, öll missum við ein- hverja starfsorku yfir ævina, a.m.k. til erfiðisvinnu, og ekki er hægt að telja það til örorku. Þegar orðið er eins misnotað og raun er á er ekki skrýtið þó skatturinn og fleiri séu löngu hættir að taka mark á því. Nei, læknir er læknir, ráðherra er ráðherra, prófessor er prófessor, en orðið öryrki er misnotað í bak og íyrir yfir alla mögulega kvilla í stað þess að nota það yfir þá sem raun- verulega eru óvinnufærir. Örorku- mat er undarlegur hlutur. Hjá Tryggingastofnun er til á skrá fólk með 65% örorku sem þiggur engar bætur og vinnur fulla vinnu. Þetta er fatlað fólk sem þarf stundum ein- hver hjálpartæki svo sem gervifæt- ur eða hendur eða upphækkun á skó og annað þess háttar og fær það niðurgreitt en sér um sig sjálft að öðru leyti. Hvemig yrði það metið ef það yrði raunverulega óvinnu- fært? Hvernig mundi sá almenni líf- eyrissjóður sem það hefði greitt í af sínum launum, jafnvel í 30 ár, meta örorkuna? Mundu þeir segja: „Ja, þú varst 65% öryrki þegar þú byrj- aðir að vinna svo við borgum bara 10%. Það væri dýrkeypt ef skráning Tryggingastofnunar gæti valdið slíkum usla. Við hvað er örorka mæld? Ef hún er mæld í hæfileikum til erfiðis- vinnu eru sjálfsagt fleiri Islending- ar í fullu starfi öryrkjar en þeir sem eru það ekki. Það er nauðsynlegt íyrir félög fatlaðra að gera skýran greinarmun á því hvernig orðið ör- yrki er notað. Það er ekkert góðæri hjá þeim sem er raunverulegur öryrki. Það er fólk sem þarf að treysta á hjálp þeirra sem næst því standa og/eða þess opinbera. Það er fólk sem þarf að læra að bíða og vona að einhver rétti því hjálparhönd, ekki þegar því hentar heldur þegar það hentar viðkomandi hjálparmanni. Það þarf ekki bara að læra að búa við fötlun sína og örorku heldur líka það and- lega niðurbrot að finnast það vera baggi á ættingjum og þjóðfélaginu í heild. Þegar manneskja tærist upp líkamlega smám saman og fær enga aðstoð andlega verður niðurbrotið mikið. Það er ljóst að fátt af þessu fólki fær þann andlega stuðning sem það þarf til að forða því frá meiri skaða en líkamlegi skaðinn er. Fötlun þarf ekki alltaf að þýða ör- orka en ef andlega styrkinn þrýtur verður hún alltaf 100% örorka. Þarna hefur heilbrigðisþjónustan brugðist algerlega. Við veitum áfallahjálp vegna alls mögulegs og ómögulegs en út um allan bæ er fólk sem er smám saman að verða blint eða lamað og engum dettur í hug að veita þessu fólki andlega að- stoð, hvorki heilsugæslum eða öðru fagfólki. Það er alveg ljóst að íyrsta skrefið að því að verða öryrki er oft- ast hin líkamlega fötlun en loka- skrefið er andlegt niðurbrot. Það er mannréttindabrot að dæma öryrkja á framfæri maka síns. Það dytti engum lífeyrissjóði í hug en þykir sjálfsagt hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Það á ekki einu sinni að þurfa að segja þetta, það á hver heilvita maður að sjá. Gerum vel við okkar raunverulegu öryrkja og látum þá ekki þurfa að fara bónarveginn endalaust en reynum hinsvegar að styrkja eins marga og við getum til sjálfsbjarg- ar. GUÐBJÖRG HERMANNSDÓTTIR, Hátúni 8, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Þetta er siðasta ljóðið mitt,„ viltu sjá hvað þér finnst. Likaði þér það ekki, ha? www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.