Morgunblaðið - 09.10.1998, Page 59

Morgunblaðið - 09.10.1998, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 59 - -------------------------V KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna sálfræðilega spennutryllinn A Perfect Murder með þeim Michael Douglas, Gwyneth Paltrow og Viggo Mortensen í aðalhlutverkum. Að gerð myndarinnar standa þeir sömu og gerðu metað- _______________sóknarmyndina The Fugitive._______ Að fremja hið fullkomna morð STEVEN Taylor (Michael Douglas) er forríkur iðnjöfur sem hlotnast hefur allt sem hann þráir í lífínu, nema ást og tryggð eiginkonu sinn- ar. Steven á velgengni að fagna í fjármálaheimi New York borgar og telur hann Emily Bradford Taylor (Gwyneth Paltrow) vera dýr- mætasta feng sinn til þessa, en þrátt íyrir kuldalegt viðmót elskar hann hana og þarfnast hennar jafn- vel þótt hann geti aldrei sagt henni hve mikið. Emily hefur hins vegar þörf fyrir að vera eitthvað meira en aðeins ein af eignum eiginmanns síns, en hún er sjálf afburðavel gef- in og starfar sem túlkur og aðstoð- armaður bandaríska sendiherrans hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún hef- ur átt í ástarsambandi með hæfí- leikaríkan ungan listamann að nafni David Shaw (Viggo Mortensen), sem hefur veitt henni þá tilfínninga- legu fullnægju sem hún þarfnast, en Steven hefur hvorki getað né viljað veita henni. Leynilegt samband þeirra Emily og Davids stendur yfir mánuðum saman og vonast David til að hún slíti sambandinu við Steven og hefji með sér nýtt líf. Pað er aðeins tímaspursmál hvenær Steven Taylor kemst að sannleikan- um sem liggur að baki breyttri framkomu eiginkonunnar í hans garð, en þegar að því kemur er hrundið að stað flókinni atburðarás þar sem markmiðið er hið full- komna morð og Emily á að vera fórnarlambið. Að gerð The Perfect Murder standa þeir hinir sömu og stóðu að gerð metaðsóknarmyndarinnar The Fugitive, sem samtals hlaut sjö til- nefningar til Óskarsverðlauna og færði Tommy Lee Jones verðlaunin fyrir annað aðalhlutverkið í mynd- inni, en það eru framleiðendumir Arnold Kopelson, Anne Kopelson og Peter MacGregor-Scott, og leik- stjórinn Andrew Davis. Hann hefur síðan leikstýrt myndunum Chain Reaction með Keanu Reeves og Morgan Freeman í aðalhlutverkum og Steal Big, Steal Little með Andy Garcia í aðalhlutverki. Meðal ann- arra mynda sem Andrew Davis hef- ur leikstýrt eru Under Siege sem Steven Seagal, Tommy Lee Jones og Garey Busey léku aðalhlutverkin í, The Package með Gene Hackman og Tommy Lee Jones í aðalhlut- verkum, Above the Law, sem var frumraun Steven Seagal sem leik- ara og Code of Silence með Chuck Norris í aðalhlutverkinu. Michael Douglas á orðið að baki feril sem kvikmyndaframleiðandi og leikari sem spannar rúmlega tuttugu ár en kom fram á sjónar- sviðið þegar hann framleiddi One Flew Over the Cuckoo’s Nest árið 1975. Hann er sonur leikarans Kirk Douglas og að loknu háskólaprófí fluttist hann frá Kaliforníu til New York þar sem hann lagði stund á leiklistarnám. Að þvi loknu lék hann í nokkrum kvikmyndum og kom á fjalirnar leikritum þess á milli, auk þess sem hann fór með hlutverk í nokkrum sjónvarps- myndum. Pá stofnaði hann eigið fyrirtæki sem meðal annars hefur IÐNJOFURINN Steven Taylor (Michael Douglas) á mikilli vel- gengni að fagna í ijármála- heiminum. framleitt nokkrar af þeim kvik- myndum sem hann hefur sjálfur leikið í, en meðal mynda sem hann hefur leikið í eru Coma, A Chorus Line, Romancing the Stone, The jewel of the Nile, Fatal Attraction, Wall Street, sem hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir sem besti leikari, The War of the Roses, Basic Instinct, Falling Down, Disclosure, The American Pres- ident og The Game. Gw'yneth Paltrow vakti fyrst at- hygli þegar hún lék með Meg Ryan og Dennis Quaid í myndinni Flesh and Bone, en síðan hefur hún m.a. leikið í myndunum Seven, Emma, Great Expectations og Sliding Doors. Viggo Mortensen, sem á danskan föður og bandaríska móð- ur, hefur m.a. leikið í myndunum Crimson Tide, G.I. Jane, Daylight og The Portrait of a Lady. FORSIÐA Entertainment Week- ly sýnir leikkonuna brosa sínu blíðasta. Nýjasta stórstjarnan ►í NÝJASTA hefti Entertain- ment Weekly er mynd af leikkon- unni Jennifer Lopez, sem tímarit- ið krýnir sem nýjustu kvenstór- stjörnuna í heimi hvíta tjaldsins. Hin 28 ára Jennifer Lopez er fædd í New York af foreldrum frá Puerto Rico og vikublaðið rekur feril hennar frá því hún var efnileg leikkona á uppleið og þar til hún hefur náð þeim heið- urssessi að vera nefnd stór- stjarna ársins 1998. Annars er Lopez margt lagið og nýjustu áform hennar eru að heíja söng- feril. Eflaust eru þeir fjölmörgu Bandaríkjamenn sem rekja ættir sinar til spænskumælandi landa nú í essinu sínu að sjá konu úr þeirra röðum ná æðstu metorð- um í Hollywood. t’ v~J U U TONUSTARHELGI OG 10. okt.J| PAPAR spila bæði kvöldin grænir og glaðir humdídumdídei síTS .. / ■ TL afnarstræti 4 STEVEN Taylor lítur á eiginkonu sina Emily (Gwyneth Paltrow) sem dýrmætasta feng sinn en á erfitt með að tjá henni ást sína. EMILY á í ástarsambandi við unga listamanninn David Shaw (Viggo Mortensen), sem vill að þau hefji nýtt líf saman. 9[œturgalinn Smiðjuvegi 14, Otfpavogi, sími 587 6080 Föstudags- og laugardagskvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms Opið frá kl. 22-3 Borðapantanir í síma 557 9717 Munið hin frábæru sunnudagskvöld með Hjördísi Geirs Næturgalinn þar sem dansstuðið er J Humarveisla á Kaffi Beykjavík Humarveisla á Kaffi Reykjavík í kvöld fimmtudag, föstudag og laugardag (1 kg af grilluðum humarhölum og freyði- vínsflaska máltíð fyrir tvo kr. 4.800) Borðapantanir í síma 562 5530/40 v \ í <\ U k -> N r • k A k Pantið tímanlega Dansleikur með hljómsveitinni Hunang Hin frábæra söngkona Margrét Eir syngur með föstudags- og laugardagskvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.