Morgunblaðið - 09.10.1998, Síða 60

Morgunblaðið - 09.10.1998, Síða 60
j 60 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir brellumyndina Smáir hermenn, „Small Soldiers“, sem fjallar um leikfangahermenn sem vakna til lífsins og engu vilja eira. Með hlutverk í myndinni fara m.a. Kirsten Dunst, Gregory Smith, Jay Mohr og Phil Hartman en hann er nýlátinn. Leikstjóri er Joe Dante. LJYAL COPliNHAGE Leikfangaher- menn í vígaham Ameriskir nuddpottar (SPAS) í kvikmyndinni Smáir hermenn er blandað saman leik og brellum sem unnar eru með leikbrúðum og tölvutækni og um þá hlið mála sér meðal annan-a Stan Winston sem fjórum sinnum hefur hlotið ósk- arsverðlaun fyrir leikbrúður sínar, en það var fyrir framlag hans til myndanna Jurassic Park, Aleins og Terminator 2: Judgment Day, en hann hlaut að auki verðlaunin fyrir förðun í þeirri mynd. Segir Winston að það hafi tekið rúmlega fimmtíu tæknimenn og listamenn samanlagt ríflega sextán mannár að fullvinna þær 237 brúður sem í myndinni sjást. Þá koma við sögu í gerð myndarinnar galdramennirn- ir hjá brellufyrirtækinu Industrial Light and Magic sem með aðstoð tölvutækninnar gæða brúðurnar lífi, en meðal þeirra sem leggja brúðunum til raddir sínar eru leik- ararnir Tommy Lee Jones og Frank Langella. Leikstjóri Smárra hermanna er Joe Dante sem áður hefur gert brellumynd- irnar Gremlins og Innerspace, en hann segir að reynslan geri mönn- um ekkert auðveldara að gera myndir af þessu tagi því tækninni sem notuð er fleygi það ört fram að það sé alltaf eins og menn séu á byrjunarreit. Fjöldi leikara af holdi og blóði kemur fram í Smáum hermönnum og þeirra á meðal er hin sextán ára gamla Kirsten Dunst sem þrátt fyrir ungan aldur hefur leikið í fjölda mynda fyrir bæði hvíta tjaldið og sjónvarp. Síðast sást hún í kvikmyndinni Wag the Dog með þeim Robert De Niro og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum, en aðr- ar myndir sem hún hefur leikið í eru m.a. Interview With the Vampire, sem hún hlaut MTV- verðlaun íyrir og tilnefningu til Golden Globe-verðlauna, Jumanji og Little Women. Næsta mynd hennar verður Strike sem fjallar um heimavistarskóla fyi’ir stúlkur, Dick sem gerist á tímum Nixons Bandaríkjaforseta og Dairy Qu- een. Annar ungur leikari sem fram kemur í Smáum hermönnum er Gregory Smith sem lék með þeim Richard Dreyfuss og Jenna Elfman í gamanmyndinni Kripp- endorf s Tribe, en áður hafði hann leikið í myndinni Harriet the Spy. Næsta mynd hans er þroskasagan The Climb og í henni leikur hann á móti þeim John Hurt og David Straithairn. Af eldri kynslóð leik- ara í myndinni má nefna Jay Mohr sem leikur smáþjóf í myndinni um páfagaukinn Paulie, en hann ljær páfagauknum auk þess rödd sína. Mohr vakti fyrst verulega athygli þegar hann fór með hlutverk um- boðsmanns íþróttamanna í mynd- inni Jerry Maguire sem Tom Cru- ise fór með aðalhlutverkið í, en aðrar myndir sem hann hefur leik- ið í eru Picture Perfect þar sem hann lék á móti Jennifer Aniston, Suicide Kings og Mafia! Loks má nefna Phil Hartman sem lést síð- astliðið vor og er þetta síðasta myndin sem hann lék í. Hann lék þar áður með Arnold Schwarzenegger í myndinni Jingle All the Way, en auk þess lék hann m.a. í myndunum Sgt. Bilko, Greedy, Houseguest, Coneheads, og So I Married an Axe Murderer. Hartman hlaut á sínum tíma frægð fyrir framlag sitt til gamanþátt- anna Saturday Night Live, en hann hlaut Emmy-verðlaunin árið 1990 fyrir frumsamið efni sem hann skrifaði fyrir þættina og árið 1993 hlaut hann verðlaunin á nýjan leik fyrir hlutverk sitt í þáttunum. • Acryl-skel í sedrus- eða rauðviðargrind. • Innbyggt hita- og hreinsikerfi. • Engar pípulagnir, aðeins rafmagn, venjuleg innstunga, 16 amp. • Aðeins skipta um vatn 2-3 á ári. Hentar vel fyrir sumarbústaði og heimili, úti og inni. Velkomin í sýningarsal okkar að Auðbrekku 23, Kópavogi. m m IAK0 Sími 564 1819 eða farsími 898 4154 KIRSTEN Dunst og Gregory Smith leika táninga sem lenda í miðri baráttu Sérsveitarinnar og Gorgonitana. LEIKFANGAHÖNNUÐURINN Larry Benson (Jay Mohr) kynnir nýjustu hugmynd sína fyrir yflrmanni sínum sem leikinn er af Denis Leary. CHIP Hazard, sem Tommy Lee Jones leggur til rödd sína, er foringi Sérsveitarinnar og fer hann hér fremstur í flokki. í SMÁBÆNUM Winslow Corners í Ohio gengur lífið sinn vanagang, fólkið er vingjarnlegt og leikfanga- hermenn era bara leikföng. En það ber hins vegar að varast að dæma leikfangahermennina eftir umbúð- unum sem þeir koma í, því Sér- sveitin er nefnilega leikfangaher; menn sem tekið hafa afstöðu. I þeirra augum er allt annað en þeir einungis leikföng og það á einnig við um hina grunlausu íbúa smá- bæjarins sem hafa einhverra hluta vegna bundist samtökum við Gor- gonitana, svarna óvini Sérsveitar- innar. Hinir göfugu en tröllslegu Gorgonitar vilja fá að leynast fyrir Sérsveitinni nógu lengi til að finna hina týndu Gorgoneyju. Sérsveitin er aftur á móti ekki tilbúin að gera neina friðarsáttmála eða standa í samningaviðræðum og í baráttu sinni er hún ekki tilbúin að þyrma nokkram eða taka til fanga. Þ EI R T BOÐA Æj komuFT^L GEORG (t'NSEN KUNIGUND SKOLAVORÐUS'Í'IG 8 S 56! 3469 Hættu að ONC íouch One Tonch er ofnæmisprófað ai Notaðu One Touch 4-6 vikna vaxmeðferð - One Touch á Islandi í 12 ár. Svo einfalt er það Hitið vaxið í tækinu og rúllið því yfir hársvæðið. Leggið strimil yfir og kippið honum næst af. Húðin verður mjúk, ekki hrjtíf! Útsölustaðir: Apótek, Hagkaup, Nýkaup, Nóatún, kaupfélög og snyrtivöruverslanir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.