Morgunblaðið - 09.10.1998, Side 68

Morgunblaðið - 09.10.1998, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Varðskip dregur - „drauga- skip“ í land VARÐSKIPIÐ Ægir tók í gær í tog skipsflak sem var á reki norðaustur af Glettingi og hélt með það til Seyðisfjarðar. Sfld- veiðiskip á svæðinu höfðu látið vita af flakinu en ekki er vitað hvaða skip er um að ræða. Varðskipið var nærstatt og tók flakið í tog í gær. Var það væntanlegt til Seyðisfjarðar eft- ir miðnætti síðastliðna nótt. Helgi Hallvarðsson, yfirmaður esluframkvæmda, upplýsti orgunblaðið í gær um að úti- lokað væri að greina hvaða skip væri um að ræða. Aðeins stefnið er upp úr og hluti af brúnni og mikill gróður er kominn á skipið. Engar merkingar sjást og erfitt er að meta stærð skipsins. Helgi segir Landhelgisgæsluna hafa gert Siglingastofnun og rann- sóknamefnd sjóslysa viðvart og verður flakið rannsakað strax í dag. Komi í ljós hvert skipið er verður metið hvort haft verður -samband við eigendur og hvort rannsaka þarf með hvaða hætti það kann að hafa farist. Helgi telur hugsanlegt að skipið geti hafa rekið hingað langt að. Svo virðist sem loft í lestum eða íbúð- um haldi flakinu uppi. —gæi ',-llMo: Kári Stefánsson um gagnagrunn á heilbrigðissviði Aðgangur í gegnum ráðgj afarþj ónustu FÁI íslensk erfðagreining einka- leyfi til að reka miðlægan gagna- grunn gæti aðgangur að grunnin- um fyrir aðra en fyrirtækið sjálft m-ðið í gegnum ráðgjafarþjónustu IE. „I gagnagrunninum verða ýmis frumgögn, það þarf ákveðinn hug- búnað til að lesa úr þeim og einnig þekkingu, sem Islensk erfðagrein- ing býr yfir,“ segir Kári Stefáns- son. „Okkar hugmynd er því sú, að viðskiptavinir, læknar og aðrir vís- indamenn sem vinna að rannsókn- um, geti fengið aðgang með því að leggja fram spurningar, almennar eða sértækar. Ráðgjafarþjónustan myndi leita svara við þeim og af- henda viðskiptavinum. Þannig er persónuverndin enn betur tryggð en ella.“ Kári segir að sérleyfishafi myndi að sjálfsögðu hvetja íslensk heil- brigðisyfírvöld og vísindamenn til að nota gagnagrunninn. Kári segir að íslensk erfða- greining sé dótturfyrirtæki deCode Genetics í Bandaríkjunum af þeirri ástæðu að íslensk hlutafé- lagalög hafi komið í veg fyrir að hægt væri að stofna félagið hér. Lögin setji þau skilyrði, að óháðir matsmenn skuli meta verðmæti, önnur en fé, sem lögð eru fram við stofnun félags og slíkum skilyrðum hafi hann ekki getað sætt. Hann hafi fengið erlenda fjárfesta til að leggja fram áhættufé, en sjálfur lagt fram hugvitið, ásamt öðrum vísindamönnum, og samningsstað- an gagnvart fjárfestunum hefði að sjálfsögðu orðið önnur og verri, ef matsmenn hefðu verið búnir að ákveða, hversu verðmætt hugvitið væri. íslensk erfðagreining hefur sótt um einkaleyfi hjá einkaleyfisskrif- stofum í Evrópu og Bandaríkjunum vegna uppgötvana á sviði erfða- fræði. ■ Rúðgjafarþjónusta/26 Verkalýðs- félög undir- búa mál RAFIÐNAÐARSAMBAND ís- lands og Félag járniðnaðarmanna hafa að undanfömu safnað umboð- um starfsmanna til málsóknar gegn nissneska verktakafyrirtækinu Technopromexport standi það ekki að fullu við launagreiðslur til þeirra. Yfirmenn Technopromexport hafa heitið Páli Péturssyni félags- málaráðherra að þeir muni sýna honum launaseðla allra starfsmanna í dag til að hægt verði að sannreyna að þeim hafi verið greitt fyrir alla unna yfirvinnutíma. Andrei R. Yankilevsky, einn framkvæmdastjóra Technopromex- port, segist sannfærður um að þótt fyrirtækið veiti allar upplýsingar um launagreiðslurnar í dag muni verkalýðsfélögin finna nýjar átyllm- til að vinna gegn því. ■ Umboðum safnað/4 - ÆGIR á leið í land með skipsflakið óþekkta. Á innfelldu myndinni sést að flakið er í kafi nema stefnið og hluti yfirbyggingar. Flakið verður rannsakað í dag. Metviðskipti á Kvótaþingi SAMTALS voru seld.262,5 tonn af þorski á Kvótaþingi íslands í gær, en það eru mestu viðskipti með þorsk á einum degi frá því þingið tók til starfa. Viðskiptaverð dagsins var 88 kr. fyrir kílóið. Þá voru einnig ^.rnetviðskipti með ufsa þegar seld voru samtals 124.863 tonn. Fyrir daginn í gær höfðu aðeins verið seld 7 tonn af ufsa á Kvótaþingi. Yfír 26 þúsund sektir fyrir umferðarlagabrot frá áramótum Sektir innheimtar með fulltingi dómara RÚMLEGA 26 þúsund sektir fyrir umferðarlagabrot hafa verið gefnar út af lögreglustjórum landsins á þessu ári og hafa um 74% þeirra þegar verið greidd. Nú eru að hefjast harðari aðgerðir til innheimtu ógreiddra sekta. Islendingar fari ekki til Júgóslavíu VEGNA aukins hættuástands í Sambandslýðveldinu Júgóslavíu, þ.e. Serbíu og Svartfjallalandi, vill utanríkisráðuneytið ráða fólki frá því að ferðast til landsins. Þá verður reynt að koma boðum til íslenskra ríkisborgara í landinu um að þeir hugi að brottfór. Hjálmar W. Hannesson, skrif- stofustjóri alþjóðaskrifstofu ráðu- neytisins, tjáði Morgunblaðinu að ráðuneytið vissi í raun ekki hversu margir íslendingar gætu verið í landinu en þeir væru trú- lega ekki margir. Sagði hann að reynt yrði að hafa samband við fólk, ættingjar beðnir að hafa samband út og fólk búið undir að þurfa að yfirgefið landið með mjög stuttum fyrii-vara. Hjálmai- sagði að menn vonuðust til þess að ekki kæmi til frekari vopnaðra átaka og að takast mætti að finna pólitíska lausn á vandanum þar. Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, tjáði Morgunblaðinu að með laga- breytingu á liðnu vori geti lög- reglustjórar nú falið dómurum að fjalla um sektir sem ekki hafa verið greiddar innan tilskilins frests. Gangur mála er sá að við umferð- arlagabrot gefur lögreglustjóri út sektarboð. Viðurkenni viðkomandi brotið og fallist á greiðslu sektar getur hann fengið 25% afslátt greiði hann inn- an mánaðar. Sé það ekki gert fær hann ítrekun og 30 daga frest en afsláttarmöguleikinn fellur niður. Nú á að hrinda í framkvæmd næsta skrefi í innheimtu sekta sem er það að lögreglustjóri feli héraðsdómara málið. Dómarinn fer yfir málið og getur án frekari boðunar ákvarðað sekt og vara- refsingu og jafnast þessi máls- meðferð á við dóm. Skilyrðið er að viðkomandi hafi sannanlega verið sent sektarboðið, hann kvittað fyr- ir móttöku þess en síðan ekki greitt. Hörður segir að sé sekt ekki greidd á þessu stigi fari hún í innheimtu hjá lögfræðingum með aukakostnaði. 10% draga úr hófí að greiða Hörður Jóhannesson segir að til- tölulega fáir, kannski um 10%, þeirra sem brjóta af sér í umferð- inni og fá sektir dragi úr hófi að greiða. Nú verði hins vegar gengið harðar eftir því að ná inn sektum og komi því nú til meðferðarinnar hjá héraðsdómara. Hún jafngildi dómi og skráist á sakaskrá, sem ekki gerist greiði menn sekt sína á fyrri stigum. Kristján í Tannháuser í Madrid KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari vinnm- um þessar mundir að gerð geislaplötu með óperuaríum undir stjórn ítalans Giovannis Andreolis við undirleik tveggja þýskra hljómsveita. Verkið er langt komið og upptök- um lýkur í nóvember. Japis gefur diskinn út á Islandi en Philips á al- þjóðamarkaði, að sögn Kristjáns. Á plötunni verða ýmsar óperuaríur, þar á meðal fimm sem hann hefur ekki áður sungið inn á plötu. Kristján, sem staddur er hér á landi og heldur tónleika á Akureyri á morgun, segir einnig frá því í samtali við Morgunblaðið í dag að hann syngur í fyrsta skipti titil- og aðal- hlutverkið í óperunni Tannháuser eftir Wagner í janúar, í Madrid á Spáni. „Þetta verður fyrsti „stóri“ Wagnerinn sem ég tek.“ Hann upplýsir einnig að til stend- ur að endurgera plötuna Með Krist- jáni, sem kom út á vínil 1989, þar sem „íslenskar perlur voru settar í jólafötin11, eins og hann orðar það. ■ Öðruvísi spenna/30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.