Morgunblaðið - 17.10.1998, Side 14

Morgunblaðið - 17.10.1998, Side 14
GSP 14 H LAUGARDAGUR 17. OKTOBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Veiðist mest við sunnan- og vestanvert landið. Nýting: Ýsan er seld innanlands. Ný eða fryst ýsa er ýmist flutt út fryst í flökum, blokk, ísuð heil eða flökuð. Leyfilegur heildarafli: 35.000 lestir. Þorskígildi: 1,05 Með stjóm fiskveiða vilja íslendingar hindra ofveiði og reka sjávarútveginn á sem hagkvæmastan hátt. Fiskveiðistjómunin hefur skilað árangri en ekki má þó gleymast að náttúrulegar aðstæður ráða miklu um lífnkið í hafinu. Þegar líður á vertíð getur útgerð þurft á því að halda að fá auknar veiðiheimildir í einstökum fisktegundum ef ekki á að leggja bátum og segja upp fólki. Af ýmsum ástæðum getur reynst hagkvæmara að láta annan nýta veiðiheimild í stað þess að skipta um veiðarfæri og senda skip á önnur mið. Einnig getur þurft að útvega auknar veiðiheimildir af þeirri einföldu ástæðu að þorskurinn syndir líka í vörpu eða net hjá þeim sem er á ufsaveiðum. Enginn vill henda fiski sem hann hefur ekki heimild til að veiða. Þannig kalla takmörkun á veiðiheimildum og náttúmlegar aðstæður á hagræðingu. Til þess að hægt sé að hagræða verða að gefast möguleikar á frjálsum viðskiptum. Út vegsf yrirtæki Fiskistof a Þjóðhagsstofnun Aðrar stofnanir Verðlagsstofa Hlutverk Verðlagsstofu er að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna. Stofnunin getur krafið útgerðir, sjómenn, kaupendur afla, flutningsaðila, flskmarkaði og aðra sem koma nálægt sölu á afla um upplýsingar. Úrskurðar- nefnd Sjómenn og útvegsmenn fella úrskurð í deilumálum um fiskverð. Upplýsingar og úrvinnsla koma frá Verðlagsstofu. Maigir eiga hagsmuna að gæta í sjávarútvegi og oft hefur verið deilt um verð á afla. Skipti á veiðiheimildum, sem útvegsíyrirtæki hta á sem hagræðingartæki, gagnrýndu sjómenn áður mii. vegna skorts á eftirliti. Með maigvíslegum hætti hafa stjómvöld nú séð til þess að verðmyndun sé öllum ljós. Verðlagsstofa sem tók til starfa þann 1. júlí sl. er dæmi um það. Samkvæmt skýrslu OECD um fiskveiðistjómun má gera ráð fyrir lægri rekstrarkostnaði en ella, bættri nýtingu fiskistofna og betra fjárfestingarumhverfi ef veiðiheimildir eru framseljanlegar. íslenska fiskveiðistjómunaikerfið er aflamarkskerfi með framseljanlegum veiðiheimildum. Eftirtaldar tegundir eru bundnar aflamarki: Þorskur, ýsa, ufsi, karfí, grálúða, rækja, skarkoli, sandkoli, humar, hörpudiskur, loðna, sfld, steinbítur, skrápflúra og langlúra. Úthlutað aflamark fyrir fiskveiði- árið 1998 - 1999 er um 460 þúsund þorskígildistonn. Fiskveiðiárið hefst 1. september.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.