Morgunblaðið - 17.10.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 17.10.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 AKUREYRI Alþjóðleg viðskiptamiðstöð til umræðu á fundi Verslunarráðs Markmiðið að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið ALPJÓÐLEG viðskiptamiðstöð - nýir möguleikar fyrir fyrii-tæki í al- þjóðaviðskiptum, var yfirskrift há- degisverðarfundar Verslunarráðs íslands á Fosshóteli KEA á Akur- eyri í gær. Framsögumenn voru Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarfor- maður KEA, en þeir áttu báðir sæti í verkefnisstjórn á vegum ríkis- stjómarinnar sem hefur haft þetta mál til umfjöllunar. Vinna við frágang frumvarps um alþjóðlega viðskiptamiðstöð, með sértakri áherslu á verslun með sjáv- arfang, er nú á lokastigi og í máli Vilhjálms Egilssonar kom fram að hann vonaðist til að hægt yrði að leggja frumvarpið fyrir Alþingi jafnvel í þessum mánuði og afgreiða það fyrir jól, eða snemma á næsta ári. I máli beggja frummælenda kom fram að hugmyndin hefði feng- ið mjög jákvæð pólitísk viðbrögð. „Allt umhverfi hefur breyst mjög mikið en fyrir fimm árum hefði þessi hugmynd sett allt á annan endann," sagði Jóhannes Geir. Vil- hjálmur tók undir þau orð og sagði fólk í dag mun móttækilegra fyrir þessum hugmyndum en áður. „Vaxtarmöguleikar í fiski tak- markast af því hráefni sem við fáum úr sjónum. Við erum hins vegar að- eins með um 3% af milliríkjavið- skiptum með fisk og þar er markað- urinn.“ Vilhjálmur sagði að markmiðið með stofnun alþjóðlegrar viðskipta- miðstöðvar væri að skjóta fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf, auka fjölbreytni atvinnulífsins, auka þjóðartekjur og síðast en ekki síst að skapa möguleika á nýjum há- launastörfum í þjóðfélaginu. „Þetta byggist á því að nota það sem við höfum og eins verðum við að reyna að auka tekjur ríkissjóðs. Pá er al- þjóðavæðing íslenskra fyrirtækja stöðugt að aukast og þau þurfa að sækja meira út á markaðinn en þau hafa verið að gera.“ Nýta sérþekkingu okkar Vilhjálmur sagði að fyrirtæki eins og ÍS, SH og SÍF kæmu ekki til með að vaxa mikið út á það að selja íslenskan fisk. Og ætli þau að vaxa þurfa þau að fara að versla með fisk sem veiddur er af öðrum en Islend- ingum. Þessi hugmynd er líka fyrir- byggjandi aðgerð og jafnframt vamaraðgerð og líki fyrirtækjum ekki þau starfsskilyrði sem þeim eru búin hér á landi má búast við að þau leiti annað. Við þessu þarf að bregðast, stöðva flutning fyrirtækja úr landi og laða þau sem eru farin aftur til landsins.“ Saumum fyrir börnin í Bosníu V :: Saumaðu bangsa eða oarnahúfu °ggleddu oornin í Bosníu m feið í dag býðst öllum að mæta í Radíó Naust og sauma barnahúfu eða bangsa fyrir börnin í Bosníu. Allt efni. leiðbeinandi og saumavélar verða frítt á staðnum. Eimskip og Hjálparstofnun kirkjunnar koma svo öllum jólagjöfunum til þakklátra barna í Bosníu. © Husqvarna á Akureyri ídag RáDIOIlllli Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Lyngholt/Stórholt, Gerðahverfi, Oddeyrargötu/Brekkugötu, Ása byggð/J örf a byggð. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið Kaupvangsstræti 1, Akureyri Sími 461-1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýs- ingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Kristján VILHJÁLMUR Egilsson, framkvæmdastjtíri Verslunarráðs, og Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, stjómarformaður KEA, voru framsögu- menn á fundi Verslunarráðs um alþjtíðlega viðskiptamiðstöð. Vilhjálmur sagði að þetta væri hægt með því að nýta okkar sér- þekkingu, nýta legu landsins og nú- tíma fjarskiptatækni. Einnig með því að nýta það alþjóðlega álit sem við njótum sem leiðandi þjóð í vemdun og uppbyggingu fiski- stofna. „Pað er því eðlilegt að fyrir- tæki sem sérhæfa sig á alþjóðavett- vangi í sölu sjávarfangs og tækni- og viðskiptakunnáttu í sambandi við sjávarfang séu á íslandi." Tekjuskatturinn 5% Jóhannes Geir fór yfir þau starfs- skilyrði sem lagt er til að sett verði vegna stofnunar alþjóðlegrar við- skiptamiðstöðvar. I máli hans kom m.a. fram að stofnendur geti verið hvort sem er innlendir eða erlendir aðilar en að sérstök skráningar- nefnd skuli gaumgæfa umsóknh' og aðstandendur hennar. Alþjóðleg viðskiptafélög geta ekki fært kostn- að af starfsemi sinni yfir á aðra að- ila en unnt er að óska heimildar til að færa bókhald og ársreikninga í eriendri mynt. Jóhannes Geir sagði gert ráð fyr- ir að tekjuskattur alþjóðlegra við- skiptafélaga væri 5% og tekjuskatt- ur vegna arðgreiðslna til erlendra eigenda verði 5%. Alþjóðleg við- skiptamiðstöð greiðir ekki eignar- skatt og skal vera undanþegin stimpilgjöldum utan þau skjöl er varða kaup slíkra félaga á vörum og þjónustu eða rekstrarfjármunum hérlendis. Hugmyndin um alþjóðlega fjár- málamiðstöð á Islandi er ekki ný af nálinni og í máli Vilhjálms kom fram að Jón Sólnes hefði komið fram með slíka hugmynd inn á Al- þingi árið 1973. Þá var sett nefnd á laggirnar árið 1992 og sagði Vil- hjálmur að niðurstaða þeirrar nefndar hefði verið á þann veg að ekki ætti að reyna að byggja upp al- þjóðlega fjármálastarfsemi hér á landi og voru færð ýmis rök fyrir þeirri niðurstöðu. „Það hefur margt breyst og þró- unin erlendis hefur orðið önnur en spáð var. Hér innanlands hafa einnig orðið miklar breytingar og nánast búið að skipta um alla lög- gjöf á fjármagnsmarkaðnum á und- anfömum árum og stundum oftar en einu sinni,“ sagði Vilhjálmur. Listaverkið á Renniverk- stæðinu ÞJÓÐLEIKHUSIÐ sýndi Lista- verkið, franskt verðlaunaleikrit eftir Yazminu Reza, fyrir fullu húsi á Renniverkstæðinu á Akur- eyri í gærkvöld. Listaverkið hefur notið mikilla vinsælda en verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur árum en sýningar svo færðar í Loftkastalann. Listaverkið er gamanleikur og fjallar um þrjá vini og breyting- una sem verður á samskiptum þeirra er einn þeirra kaupir lista- verk sem hinir tveir hafa ekki smekk fyrir. Verkið íjallar því bæði um listina og ekki síður um vináttuna. Með hlutverk í Lista- verkinu fara þrír af þekktustu leikurum þjóðarinnar af yngri kynslóðinni, þeir Ingvar E. Sig- urðsson, Baltasar Kormákur og Hilmir Snær Guðnason en leik- stjóri er Guðjón Pedersen. Önnur sýning á verkinu á Renniverkstæðinu er í kvöld og sú þriðja annað kvöld. Listaverkið verður einnig sýnt á Renniverk- stæðinu um næstu helgi og ef að- sókn verður góð, eins og flest bendir til, er til athugunar að sýna verkið eina helgi til viðbótar norð- an heiða. Tónleikar karlakóra í frétt í Morgunblaðinu í gær um tónleika Karlakórs Akureyrar-Geys- is í Dalvíkurkirkju í dag laugardag, var annar einsöngvara kórsins, Magnús Friðriksson, sagður Þor- steinsson og leiðréttist það hér með. Gestgjafarnir í Karlakór Dalvíkur syngja einnig nokkur lög á tónleik- unum sem hefjast kl. 16.00. Aksjón 17. október, laugardagur 12.00^-Skjáfréttir 17.00^-Dagstofan Umræðuþáttur í samvinnu við Dag. (e) 18.00^Blak 1. deild. KA - Þróttur N. 21.00^-Kvöldljós Kristilegt efni frá sjónvarpsstöðinni Omega. 18. október, sunnudagur 12.00^-Skjáfréttir 17.00^ Dagstofan Umræðuþáttur í samvinnu við Dag. (e) 21.00Þ-Kvöldljós Kristilegt efni frá sjónvarpsstöðinni Omega. 19. október, mánudagur 12.00^-Skjáfréttir 18.15^Kortér Fréttaþáttur í sam- vinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45,19.15 19.45, 20.15 20.45 21.00^-Mánudagsmyndin - Hud- sucker Proxy Ungur maður nær undra skjótum frama innan stórfyrir- tækis, en það er ekki allt sem sýnist og næðingssamt á topþnum. Aðal- hlutverk. Tim Robbins, Jennifer Ja- son Leigh og Paul Newman. 1993. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun. Barnakór kirkjunnar syngur, sunnu- dagaskólabörn og foreldrar þeirra velkomnir. Guðsþjónusta á FSA kl. 17 á sunnudag. Æskuiýðsfélagsfund- h- í kapellunni kl. 17 á sunnudag. Bi- bh'ulestur í Safnaðarheimili á mánu- dagskvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar, sálmur nr. 103 les- inn og íhugaður með yfirskriftinni Lofgjörð og gleði. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili frá 10 til 12 á mið- vikudag. Guðný Bergvinsdóttir, full- trúi frá Rauða krossi íslands, kynnir hjálpartæld til að koma í veg fyrir slys á bömum á heimilum, yfirfer sjúkrakassann og kynnir barnfóstru- námskeið. Tveggja kvölda námskeið um karlmennsku verður þriðjudags- kvöldin 20. og 27. október næstkom- andi. Innritun og nánari upplýsingar eru í kirkjunni. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa í kirkjunni með sameigin- legu upphafi kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Undir sálmi fyrir predikun ganga börnin í safnaðarsalinn þar sem verður skemmtilegur sunnu- dagaskóli. Fundur æskulýðsfélags- ins verður kl. 20 sama dag. Biblíu- lestur og bænastund frá kl. 20 til 21 á mánudagskvöld. Náttsöngur kl. 21 á mánudagskvöld. Kyrrðar- og til- beiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag, 20. október. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, 21. október Helgistund og léttur málsverður Opið hús fyrir foreldra og börn á fimmtudag frá kl. 10 til 12 HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á sunnudag, almenn samkoma kl. 17 í umsjá unga fólks- ins. Heimilasamband kl. 15 á mánu- dag, unglingasamkoma kl. 20 á þriðjudagskvöld, krakkaklúbbur fyr- ir 6-10 ára á miðvikudag kl. 17 Hjálparflokkur kl. 20 á miðvikudag 21. október, Ellefu plús mínús, fvrir 10-12 ára kl. 17 á fóstudag. Fata- markaður frá kl. 10 til 17 á fóstudae- HVITASUNNUKIRKJAN: Verkleg þjálfun fyrir unglinga kl. 14 í dag laugardag. Bænastund frá kl. 20-21 í kvöld. Sunnudagaskóli fjölskyldunn- ar á morgun, sunnudag, kl. 11.30 Bi- blíukennsla fyrir aila aldursflokka Reynir Valdimarsson kennir um verk heilags anda. Brauðsbrotning. Léttur hádegisverður á vægu verði kl. 12 30 Samkoma sama dag kl. 20. G. Thodór Bfrgisson predikar. Fjölbreyttur söngur. Pössun fyrir börn yngri en 6 ára. Heimasíða Hvítasunnukirkjunn- ar: www.gospel.is og Vonarlínan sími 462-1210, símsvari allan sólar- hringinn með uppörvunarorðum úr ritningunni. KAÞOLSKA KIRKJAN: Messa kl 18 í dag, laugardag, 0g kl. 11 i morgun, sunnudag, í kirkjunni við Eyrai'landsveg 26. LAUGALANDSPRESTAKALL' Messa í Grundarkirkju kl. 13 30 á sunnudag og þætti sóknarprestl gaman að sjá væntanleg fermingar- böm og foreldra þein-a þar. Sama dag er messa á Kristnesspítala kl 15 Sunnudagaskólinn hefst í Möðru- vallakirkju á morgun kl. 11. Rútur aka frá Æsustöðum ki. 10 30 að Vatnsenda í Torfufell og þaðan í Möðruvelli, frá Austui-hlíð leggur á sama tíma af stað rúta og ekur Evia fjarðarbraut eystri í Möðruvelli oc kl. 10.15 leggur rúta af stað frá Leiruvegi og ekur hina vestari Eyja- fjarðarbraut upp í Djúpadal með við- komu í Hólshúsum og Grund og bað an frá Argerði í Möðruveili. Gaman væri að foreldrar sæu sér fert að vera svolítið með. Ráðgert er að vikulegar bæna- og kyrrðarstundir verði á miðvikudögum kl. 21 í kaníf ulinu við Munkaþverá og stefnt^að því að hin fyrsta verði 21. október. ------♦-♦♦■— Bingtí hjá KFUM og K BINGÓ verður spilað í sa) kfttm og K í Sunnuhlíð kl. 15 á sunnudag 18. október. Agóði rennur til starf’ semi KFUM og K á Akureyri Góðfr vinningar eru í boði og eru þeir við alfra hæfi. Gos og sælgæti selt á staðnum og boðið er upp á molasopa -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.