Morgunblaðið - 17.10.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.10.1998, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 AKUREYRI Alþjóðleg viðskiptamiðstöð til umræðu á fundi Verslunarráðs Markmiðið að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið ALPJÓÐLEG viðskiptamiðstöð - nýir möguleikar fyrir fyrii-tæki í al- þjóðaviðskiptum, var yfirskrift há- degisverðarfundar Verslunarráðs íslands á Fosshóteli KEA á Akur- eyri í gær. Framsögumenn voru Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarfor- maður KEA, en þeir áttu báðir sæti í verkefnisstjórn á vegum ríkis- stjómarinnar sem hefur haft þetta mál til umfjöllunar. Vinna við frágang frumvarps um alþjóðlega viðskiptamiðstöð, með sértakri áherslu á verslun með sjáv- arfang, er nú á lokastigi og í máli Vilhjálms Egilssonar kom fram að hann vonaðist til að hægt yrði að leggja frumvarpið fyrir Alþingi jafnvel í þessum mánuði og afgreiða það fyrir jól, eða snemma á næsta ári. I máli beggja frummælenda kom fram að hugmyndin hefði feng- ið mjög jákvæð pólitísk viðbrögð. „Allt umhverfi hefur breyst mjög mikið en fyrir fimm árum hefði þessi hugmynd sett allt á annan endann," sagði Jóhannes Geir. Vil- hjálmur tók undir þau orð og sagði fólk í dag mun móttækilegra fyrir þessum hugmyndum en áður. „Vaxtarmöguleikar í fiski tak- markast af því hráefni sem við fáum úr sjónum. Við erum hins vegar að- eins með um 3% af milliríkjavið- skiptum með fisk og þar er markað- urinn.“ Vilhjálmur sagði að markmiðið með stofnun alþjóðlegrar viðskipta- miðstöðvar væri að skjóta fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf, auka fjölbreytni atvinnulífsins, auka þjóðartekjur og síðast en ekki síst að skapa möguleika á nýjum há- launastörfum í þjóðfélaginu. „Þetta byggist á því að nota það sem við höfum og eins verðum við að reyna að auka tekjur ríkissjóðs. Pá er al- þjóðavæðing íslenskra fyrirtækja stöðugt að aukast og þau þurfa að sækja meira út á markaðinn en þau hafa verið að gera.“ Nýta sérþekkingu okkar Vilhjálmur sagði að fyrirtæki eins og ÍS, SH og SÍF kæmu ekki til með að vaxa mikið út á það að selja íslenskan fisk. Og ætli þau að vaxa þurfa þau að fara að versla með fisk sem veiddur er af öðrum en Islend- ingum. Þessi hugmynd er líka fyrir- byggjandi aðgerð og jafnframt vamaraðgerð og líki fyrirtækjum ekki þau starfsskilyrði sem þeim eru búin hér á landi má búast við að þau leiti annað. Við þessu þarf að bregðast, stöðva flutning fyrirtækja úr landi og laða þau sem eru farin aftur til landsins.“ Saumum fyrir börnin í Bosníu V :: Saumaðu bangsa eða oarnahúfu °ggleddu oornin í Bosníu m feið í dag býðst öllum að mæta í Radíó Naust og sauma barnahúfu eða bangsa fyrir börnin í Bosníu. Allt efni. leiðbeinandi og saumavélar verða frítt á staðnum. Eimskip og Hjálparstofnun kirkjunnar koma svo öllum jólagjöfunum til þakklátra barna í Bosníu. © Husqvarna á Akureyri ídag RáDIOIlllli Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Lyngholt/Stórholt, Gerðahverfi, Oddeyrargötu/Brekkugötu, Ása byggð/J örf a byggð. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið Kaupvangsstræti 1, Akureyri Sími 461-1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýs- ingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Kristján VILHJÁLMUR Egilsson, framkvæmdastjtíri Verslunarráðs, og Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, stjómarformaður KEA, voru framsögu- menn á fundi Verslunarráðs um alþjtíðlega viðskiptamiðstöð. Vilhjálmur sagði að þetta væri hægt með því að nýta okkar sér- þekkingu, nýta legu landsins og nú- tíma fjarskiptatækni. Einnig með því að nýta það alþjóðlega álit sem við njótum sem leiðandi þjóð í vemdun og uppbyggingu fiski- stofna. „Pað er því eðlilegt að fyrir- tæki sem sérhæfa sig á alþjóðavett- vangi í sölu sjávarfangs og tækni- og viðskiptakunnáttu í sambandi við sjávarfang séu á íslandi." Tekjuskatturinn 5% Jóhannes Geir fór yfir þau starfs- skilyrði sem lagt er til að sett verði vegna stofnunar alþjóðlegrar við- skiptamiðstöðvar. I máli hans kom m.a. fram að stofnendur geti verið hvort sem er innlendir eða erlendir aðilar en að sérstök skráningar- nefnd skuli gaumgæfa umsóknh' og aðstandendur hennar. Alþjóðleg viðskiptafélög geta ekki fært kostn- að af starfsemi sinni yfir á aðra að- ila en unnt er að óska heimildar til að færa bókhald og ársreikninga í eriendri mynt. Jóhannes Geir sagði gert ráð fyr- ir að tekjuskattur alþjóðlegra við- skiptafélaga væri 5% og tekjuskatt- ur vegna arðgreiðslna til erlendra eigenda verði 5%. Alþjóðleg við- skiptamiðstöð greiðir ekki eignar- skatt og skal vera undanþegin stimpilgjöldum utan þau skjöl er varða kaup slíkra félaga á vörum og þjónustu eða rekstrarfjármunum hérlendis. Hugmyndin um alþjóðlega fjár- málamiðstöð á Islandi er ekki ný af nálinni og í máli Vilhjálms kom fram að Jón Sólnes hefði komið fram með slíka hugmynd inn á Al- þingi árið 1973. Þá var sett nefnd á laggirnar árið 1992 og sagði Vil- hjálmur að niðurstaða þeirrar nefndar hefði verið á þann veg að ekki ætti að reyna að byggja upp al- þjóðlega fjármálastarfsemi hér á landi og voru færð ýmis rök fyrir þeirri niðurstöðu. „Það hefur margt breyst og þró- unin erlendis hefur orðið önnur en spáð var. Hér innanlands hafa einnig orðið miklar breytingar og nánast búið að skipta um alla lög- gjöf á fjármagnsmarkaðnum á und- anfömum árum og stundum oftar en einu sinni,“ sagði Vilhjálmur. Listaverkið á Renniverk- stæðinu ÞJÓÐLEIKHUSIÐ sýndi Lista- verkið, franskt verðlaunaleikrit eftir Yazminu Reza, fyrir fullu húsi á Renniverkstæðinu á Akur- eyri í gærkvöld. Listaverkið hefur notið mikilla vinsælda en verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur árum en sýningar svo færðar í Loftkastalann. Listaverkið er gamanleikur og fjallar um þrjá vini og breyting- una sem verður á samskiptum þeirra er einn þeirra kaupir lista- verk sem hinir tveir hafa ekki smekk fyrir. Verkið íjallar því bæði um listina og ekki síður um vináttuna. Með hlutverk í Lista- verkinu fara þrír af þekktustu leikurum þjóðarinnar af yngri kynslóðinni, þeir Ingvar E. Sig- urðsson, Baltasar Kormákur og Hilmir Snær Guðnason en leik- stjóri er Guðjón Pedersen. Önnur sýning á verkinu á Renniverkstæðinu er í kvöld og sú þriðja annað kvöld. Listaverkið verður einnig sýnt á Renniverk- stæðinu um næstu helgi og ef að- sókn verður góð, eins og flest bendir til, er til athugunar að sýna verkið eina helgi til viðbótar norð- an heiða. Tónleikar karlakóra í frétt í Morgunblaðinu í gær um tónleika Karlakórs Akureyrar-Geys- is í Dalvíkurkirkju í dag laugardag, var annar einsöngvara kórsins, Magnús Friðriksson, sagður Þor- steinsson og leiðréttist það hér með. Gestgjafarnir í Karlakór Dalvíkur syngja einnig nokkur lög á tónleik- unum sem hefjast kl. 16.00. Aksjón 17. október, laugardagur 12.00^-Skjáfréttir 17.00^-Dagstofan Umræðuþáttur í samvinnu við Dag. (e) 18.00^Blak 1. deild. KA - Þróttur N. 21.00^-Kvöldljós Kristilegt efni frá sjónvarpsstöðinni Omega. 18. október, sunnudagur 12.00^-Skjáfréttir 17.00^ Dagstofan Umræðuþáttur í samvinnu við Dag. (e) 21.00Þ-Kvöldljós Kristilegt efni frá sjónvarpsstöðinni Omega. 19. október, mánudagur 12.00^-Skjáfréttir 18.15^Kortér Fréttaþáttur í sam- vinnu við Dag. Endursýndur kl. 18.45,19.15 19.45, 20.15 20.45 21.00^-Mánudagsmyndin - Hud- sucker Proxy Ungur maður nær undra skjótum frama innan stórfyrir- tækis, en það er ekki allt sem sýnist og næðingssamt á topþnum. Aðal- hlutverk. Tim Robbins, Jennifer Ja- son Leigh og Paul Newman. 1993. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun. Barnakór kirkjunnar syngur, sunnu- dagaskólabörn og foreldrar þeirra velkomnir. Guðsþjónusta á FSA kl. 17 á sunnudag. Æskuiýðsfélagsfund- h- í kapellunni kl. 17 á sunnudag. Bi- bh'ulestur í Safnaðarheimili á mánu- dagskvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar, sálmur nr. 103 les- inn og íhugaður með yfirskriftinni Lofgjörð og gleði. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili frá 10 til 12 á mið- vikudag. Guðný Bergvinsdóttir, full- trúi frá Rauða krossi íslands, kynnir hjálpartæld til að koma í veg fyrir slys á bömum á heimilum, yfirfer sjúkrakassann og kynnir barnfóstru- námskeið. Tveggja kvölda námskeið um karlmennsku verður þriðjudags- kvöldin 20. og 27. október næstkom- andi. Innritun og nánari upplýsingar eru í kirkjunni. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa í kirkjunni með sameigin- legu upphafi kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Undir sálmi fyrir predikun ganga börnin í safnaðarsalinn þar sem verður skemmtilegur sunnu- dagaskóli. Fundur æskulýðsfélags- ins verður kl. 20 sama dag. Biblíu- lestur og bænastund frá kl. 20 til 21 á mánudagskvöld. Náttsöngur kl. 21 á mánudagskvöld. Kyrrðar- og til- beiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag, 20. október. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag, 21. október Helgistund og léttur málsverður Opið hús fyrir foreldra og börn á fimmtudag frá kl. 10 til 12 HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á sunnudag, almenn samkoma kl. 17 í umsjá unga fólks- ins. Heimilasamband kl. 15 á mánu- dag, unglingasamkoma kl. 20 á þriðjudagskvöld, krakkaklúbbur fyr- ir 6-10 ára á miðvikudag kl. 17 Hjálparflokkur kl. 20 á miðvikudag 21. október, Ellefu plús mínús, fvrir 10-12 ára kl. 17 á fóstudag. Fata- markaður frá kl. 10 til 17 á fóstudae- HVITASUNNUKIRKJAN: Verkleg þjálfun fyrir unglinga kl. 14 í dag laugardag. Bænastund frá kl. 20-21 í kvöld. Sunnudagaskóli fjölskyldunn- ar á morgun, sunnudag, kl. 11.30 Bi- blíukennsla fyrir aila aldursflokka Reynir Valdimarsson kennir um verk heilags anda. Brauðsbrotning. Léttur hádegisverður á vægu verði kl. 12 30 Samkoma sama dag kl. 20. G. Thodór Bfrgisson predikar. Fjölbreyttur söngur. Pössun fyrir börn yngri en 6 ára. Heimasíða Hvítasunnukirkjunn- ar: www.gospel.is og Vonarlínan sími 462-1210, símsvari allan sólar- hringinn með uppörvunarorðum úr ritningunni. KAÞOLSKA KIRKJAN: Messa kl 18 í dag, laugardag, 0g kl. 11 i morgun, sunnudag, í kirkjunni við Eyrai'landsveg 26. LAUGALANDSPRESTAKALL' Messa í Grundarkirkju kl. 13 30 á sunnudag og þætti sóknarprestl gaman að sjá væntanleg fermingar- böm og foreldra þein-a þar. Sama dag er messa á Kristnesspítala kl 15 Sunnudagaskólinn hefst í Möðru- vallakirkju á morgun kl. 11. Rútur aka frá Æsustöðum ki. 10 30 að Vatnsenda í Torfufell og þaðan í Möðruvelli, frá Austui-hlíð leggur á sama tíma af stað rúta og ekur Evia fjarðarbraut eystri í Möðruvelli oc kl. 10.15 leggur rúta af stað frá Leiruvegi og ekur hina vestari Eyja- fjarðarbraut upp í Djúpadal með við- komu í Hólshúsum og Grund og bað an frá Argerði í Möðruveili. Gaman væri að foreldrar sæu sér fert að vera svolítið með. Ráðgert er að vikulegar bæna- og kyrrðarstundir verði á miðvikudögum kl. 21 í kaníf ulinu við Munkaþverá og stefnt^að því að hin fyrsta verði 21. október. ------♦-♦♦■— Bingtí hjá KFUM og K BINGÓ verður spilað í sa) kfttm og K í Sunnuhlíð kl. 15 á sunnudag 18. október. Agóði rennur til starf’ semi KFUM og K á Akureyri Góðfr vinningar eru í boði og eru þeir við alfra hæfi. Gos og sælgæti selt á staðnum og boðið er upp á molasopa -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.